Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Eini skólinn hér á landi semer með leiklistarbraut tilstúdentsprófs er Fjöl-brautaskólinn í Garðabæ og þessa dagana iðar skólinn af lífi því sýningar standa yfir á æði fjöl- mennum söngleik. Alls koma um hundrað nemendur að uppsetningu söngleiksins, þar af eru tuttugu og einn leikari, dansarar og hljómsveit að ógleymdri búningadeild, förð- unardeild, sviðsmyndadeild og tæknideild. Sem fyrr segir er leik- stjórn og leikgerð í höndum Ævars Þórs Benediktssonar en fleiri þekkt nöfn koma við sögu því Margrét Eir Hjartardóttir er hljómsveitarstjóri sýningarinnar og Védís Kjartans- dóttir danshöfundurinn. Eftirsóknarvert að vera með Sigríður Margrét Ágústsdóttir er ein þeirra nemenda sem tilheyra leikfélaginu Verðandi við FG en hún er á þriðja ári á leiklistarbraut. Hún gegnir stöðu ritara leikfélagsins. „Við sinnum flestu í sameiningu því það er ótrúlega margt sem þarf að gera og sjá um. Mitt hlutverk var til dæmis að skrifa leikskrána fyrir söngleikinn. Hún er komin út og heppnaðist mjög vel,“ segir Sigríð- ur. Öll umgjörðin í kringum söng- leikinn er gerð sem líkust því sem gengur og gerist í leikhúsinu. Út- prentuð sýningarskrá, vandaðir miðar og veggspjöld. Sigríður segir að þar sem leik- listarbraut sé við skólann líti flestir á þátttöku í söngleikjum við skólann sem stórt tækifæri sem þeir láti ekki framhjá sér fara! „Nemendur af öllum brautum geta komið í pruf- ur og svo eru þeir valdir úr sem þykja henta best í hlutverkin. Stundum verður smámisskilningur og nemendur halda að prufurnar séu bara fyrir þá sem eru á leiklist- arbraut en það er ekki þannig. Allir nemendur í FG mega koma.“ Lífið á leiklistarbrautinni Nemendur á leiklistarbraut fá góða innsýn í lífið í leikhúsinu að sögn Sigríðar. „Við förum til dæmis mikið í leikhús með kennaranum og það er bæði virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt. Við lærum heil- mikið um leikhúsið í náminu,“ segir hún. Það er því ekki að undra að sem flestir nemendur af leiklist- arbrautinni sækist eftir því að taka þátt í uppfærslu á borð við þessa. „Þeir sem leika í söngleikjum hér við skólann þurfa að æfa mjög mikið, sérstaklega rétt fyrir frum- sýningu og það er reynt að skipu- leggja æfingarnar þannig að þau missi ekki af tímum í skólanum en ef það gerist þá er tekið tillit til þess. Sérstaklega þegar stutt er í frum- sýningu, þá eiga leikarar í sýning- unum nánast heima í skólanum og Bítlastemning í Garðabænum Tugir nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ taka þátt í uppfærslu söngleiks sem sýndur er þessar vikurnar. Leikfélag skólans, Verðandi, hefur sett upp söng- leik á hverju ári síðan það var stofnað árið 1999. Að þessu sinni er það Bítlasöng- leikurinn Yfir alheiminn eða Across The Universe sem er sýning fyrir alla aldurs- hópa. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Ævars Þórs Benediktssonar. Morgunblaðið/Golli Samvinna „Við sinnum flestu í sameiningu því það er ótrúlega margt sem þarf að gera og sjá um,“ segir Sigríður Margrét Ágústsdóttir nemi í FG. Hvað þýðir það í raun og veru að hittast alltaf aftur? Er það í annað skiptið sem aðilar hittast sem þetta alltaf gerir vart við sig? Skiptir máli hversu oft þessir aðilar hittast? Eða þarf þetta að vera síendurtekinn at- burður á milli tveggja aðila? Hvern- ig vita einstaklingarnir að þeir séu ekki nú þegar búnir að hittast í síð- asta skipti? Þá hittast þeir ekki allt- af aftur. Eða hvað? Það er alltaf möguleiki að þeir muni einhvern tímann hittast aftur. Og þá jafnvel undir allt öðrum kringumstæðum. Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir (Helicopter) og myndlistarmaðurinn Halldór Ragn- arsson leiða saman hesta sína á Hönnunarmars og opna sýningu í Gallerí Verkstæði, Grettisgötu 87, í dag kl. 17-20 þar sem ný fatalína og stól/kollahönnun er sýnd sem sprottin er út frá tveimur lista- verkaröðum Halldórs þar sem snert er á þessum spurningum hér að of- an. Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson (Creature Of The Night) verður partístjóri og spilar uppá- haldsvínylplöturnar sínar. Nánar: hragnarsson.com og helicopter- clothing.com Vefsíðan www.hragnarsson.com Samstarf Halldór og Helga Lilja leiða saman hesta sína á Hönnunarmars. Við hittumst alltaf aftur Í tilefni af 210 ára ártíð H.C. And- ersens sýnir farandleikhús Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum fjöl- skylduleikritið Klaufa og kóngsdætur, Ævintýraheim H.C. Andersens, eftir Ljótu hálfvitana þrjá, Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið var sett upp árið 2005 í Þjóðleikhúsinu. Ákveðið var að setja ekki upp hefð- bundinn söngleik eins og kannski er venja hjá menntaskóla leikfélögum, heldur var áherslan sett á íslenskt verk sem höfðað gæti til áhorfenda á öllum aldri. Verkið er leikgerð sex ævintýra H.C. Andersen og er ein umfangs mesta sýning leikfélagsins frá upp- hafi, en þetta er í fyrsta sinn sem ferðast er milli staða með fullbúna sýningu. Uppsetningin er metnaðarfull og krefjandi fyrir leikarana en leikstjóri er Unnars Geirs Unnarssonar. Upp- setningin minnir á götuleikhús í Commedia delĺarte stíl, þar sem leik- myndin er minni en vanalega og áherslan er öll á leikinn og töfra leik- hússins Helgi Ómar Bragason skólameist- ari hefur lengi talað fyrir því að leik- félagið færi líka með sýningar sínar niður á firði í stað þess að einskorða sig alltaf við héraðið. Frumsýning er í kvöld í Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20, en sýnt verður í framhaldinu í Borgarfirði, Seyðis- firði, Neskaupstað, Vopnafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, og Reyð- arfirði. Nánar um sýningardaga á: www.me.is Miðasala á netfanginu: lme@me.is og á staðnum klst. fyrir sýningu. Klaufar og kóngsdætur Fáranlega fyndið fjölskyldu- leikrit eftir þrjá Ljóta Hálfvita Skáldið H.C Andersen var fyndinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.