Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Köku ársins 2015
færðu hjá okkur
Vertu
velkomin
til okkar
Háholti 13-15 Mosfellsbæ
Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is
mosfellsbakari@mosfellsbakari.isMOSFELLSBAKARÍ
Hugvísindaþing 2015 hefst í að-
albyggingu Háskóla Íslands í dag
kl. 12.30 og lýkur á morgun. Í ár
verður boðið upp á um 150 fyrir-
lestra í á fjórða tug málstofa. „Hug-
vísindum er ekkert mannlegt óvið-
komandi eins og greinilega má sjá á
dagskránni. Í tilefni af ári ljóssins
er ljósið þema þingsins og hefst af
því tilefni með fyrirlestri um norð-
urljósin. Einnig verður fjallað um
ljósið í heilum málstofum og ein-
stökum fyrirlestrum þar sem um-
fjöllunarefnið spannar allt frá vís-
indasögu ljóssins til eterfræða og
ljósgjafa í hýbýlum forfeðranna,“
segir m.a. í tilkynningu frá skipu-
leggjendum.
Í öðrum málstofum verður m.a.
fjallað um spillingu, réttlæti, nátt-
úruna, líkamann, máltöku barna,
táknmál, ensku á Íslandi, íslensku-
kennslu á Íslandi, sjálfsmynd og
þjóðerni, sagnfræði nútímans,
sauðaþjófa og aðra misindismenn,
bókmenntir og listir frá ótal sjón-
arhornum.
Samhliða Hugvísindaþingi held-
ur Írsk-íslenska rannsóknanetið í
minnisfræðum málþing undir yf-
irskriftinni „Vandinn við minnið“
(The Trouble with Memory). Í lok
þings munu rektorsframbjóðendur
síðan sitja fyrir svörum í Hátíðarsal
Háskóla Íslands.
Dagskrá þingsins er birt á vefn-
um hugvis.hi.is/hugvisindathing.
Þingið er öllum opið.
Hugljómun á
Hugvísindaþingi
Boðið upp á um 150 fyrirlestra
Morgunblaðið/Ómar
Ljósið Í tilefni af ári ljóssins er ljósið þema Hugvísindaþings HÍ í ár.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er metnaðarfullt og mjög þarft
verkefni hjá Kammersveit Reykja-
víkur að kynna þessi tónskáld fyrir
íslenskum tónleikagestum,“ segir
Einar Jóhannesson klarínettuleik-
ari, sem leikur með Kammersveit
Reykjavíkur á tónleikum í Norður-
ljósasal Hörpu nk. sunnudag kl. 17.
Á efnisskránni er tónlist eftir Les
Six eða sexmenningana svokölluðu,
þ.e. þau Germaine Tailleferre,
Georges Auric, Louis Durey, Arthur
Honegger, Darius Milhaud og
Francis Poulenc. Tónleikarnir eru
haldnir í samvinnu við franska
sendiráðið og marka upphaf Se-
maine de la Francophonie, eða Viku
frönskunnar, sem haldin er í mars á
hverju ári um allan heim.
Til liðs við Kammersveitina á
þessum tónleikum kemur franski
stjórnandinn Pejman Memarzadeh.
Hann er sellóleikari auk þess að
stjórna m.a. l’Orchestre d’Alliance
sem hann stofnaði 1995 og stjórnar
reglulega í París og á tónleikaferð-
um. Hann er einn af stjórnendum
l’Orchestre pour la Paix þar sem
tónlistarfólk frá Ísrael og araba-
löndunum vinnur hlið við hlið.
Einleikarar á tónleikunum eru pí-
anóleikararnir Ástríður Alda
Sigurðardóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir og trompetleik-
arinn Eiríkur Örn Pálsson, en ein-
söngvari er Bergþór Pálsson barí-
tón.
Fáránleikinn ríkjandi
„Það er vel þekkt í listasögunni að
listamenn myndi hóp eða bandalag
til að koma verkum sínum, hug-
myndafræði og heimspeki á fram-
færi. Yfirleitt er það vegna þess að
það þarf að gera uppreisn gegn ein-
hverju eldra. Í því sambandi mætti
nefna hópa á borð við CoBrA, SÚM,
Bloomsbury og Der Blaue Reiter,“
segir Einar þegar hann er spurður
nánar um sexmenningana. „Fyrir-
myndin að Les Six var hópurinn
Rússnesku fimmmenningarnir, sem
innihélt tónskáld á borð við Muss-
orgsky, Borodin og Rimsky-Korsa-
kov. Rússarnir gerðu uppreisn gegn
evrópsku klassísku hefðinni sem
tröllreið öllu á 19. öld og vildu stofna
þjóðlegan skóla eins og var mjög al-
gengt á rómantíska tímanum.
Í byrjun 20. aldar, upp úr heims-
styrjöldinni fyrri, var mikil gerjun
og breyting í loftinu. Þá var klíka
listamanna mjög sterk í París, en í
henni voru menn á borð við Picasso,
Matisse, Modigliani og Jean Coct-
eau, sem ásamt með Eric Satie varð
guðfaðir Les Six. Tónskáldin sex
sem skipuðu Les Six höfðu það að
markmiði að fylla í myndina sem
Picasso og Modigliani höfðu gert í
myndlistinni,“ segir Einar og rifjar
upp að á þessum tíma hafi kúbism-
inn komið fram á sjónarsviðið.
Spurður hvort tónlist sexmenn-
inganna sé jafnbrotakennd og mál-
verk máluð í anda kúbismanns segir
Einar mjög sterk hugmyndafræði-
leg tengsl greinileg. „Á þessum tíma
var Wagner nánast búinn að ganga
af ungum listamönnum dauðum, því
hann hafði svo gríðarlega mikil áhrif
með sínum útblásna síðrómantíska
stíl í tónlist sem ungum tónskáld-
unum fannst að þyrfti hreinlega að
bylta. Markmið sexmenninganna
var að einfalda allt, losna undan
þessari miklu rómantík og finna ein-
hvers konar franskan tón, þó án
allrar þjóðrembu. Þau sömdu gjarn-
an smærri verk, oft sviðsverk við
súrrealísk leikrit. Á þessum tíma
var mikill og skemmtilegur fárán-
leiki ríkjandi með ýmsum furðu-
legum verum á leik- og ballett-
sviðinu. Það var mikið um
skemmtilegheit og ég held að það
hafi verið mjög gaman hjá þessum
tónskáldum.“
Spurður hvort tónlist sexmenn-
inganna hafi elst vel svarar Einar
því játandi. „Á tónleikunum erum
við að draga fram verk sem hafa
legið í glatkistunni. Þetta eru allt
mjög fín verk, en það er alltaf tak-
markaður fjöldi verka sem nær að
lifa eða nær vinsældum. Af þessum
sex tónskáldum eru þrír sem náðu
miklum frama og eru enn talsvert
spilaðir,“ segir Einar og vísar þar til
Honeggers, Milhauds og Poulencs.
Kynna verk sem legið
hafa í glatkistunni
Kammersveit Reykjavíkur leikur í Hörpu 15. mars kl. 17
Morgunblaðið/Golli
Listamenn Í forgrunni eru Ástríður Alda Sigurðardóttir og Pejman Mem-
arzadeh. Í bakgrunni eru Helga Þóra Björgvinsdóttir, Einar Jóhannesson,
Rúnar Vilbergsson, Eiríkur Örn Pálsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Sænski læknirinn Ellen Elgfer reglulega til Afríku-ríkisins Sambíu til aðframkvæma fóstureyð-
ingar, fræða um getnaðarvarnir og
aðstoða konur sem hafa farið í
ólöglegar fóstureyðingar. Slíkar
aðgerðir eru reyndar ekki ólögleg-
ar í landinu, en þar sem til þeirra
þarf vottorð frá þremur læknum,
heilbrigðisþjónusta er af skornum
skammti og
mikil andstaða
gegn fóstur-
eyðingum eiga
fáar konur
kost á að fara
löglegu leiðina.
Kúgun kvenna
er mikil,
galdratrú
landlæg og
stúlkum á
barnsaldri
blæðir út vegna ólöglegra fóstur-
eyðinga, oft eftir nauðganir. Í
leynilegu samstarfi við innfæddar
konur fer Ellen um og aðstoðar
konur í neyð. Hún vílar fátt fyrir
sér, kemst oft í hann krappan og
bandarískir andstæðingar fóstur-
eyðinga blandast inn í atburða-
rásina með ófyrirsjáanlegum
hætti. Þegar nokkrir skjólstæð-
ingar Ellenar og samstarfskvenna
hennar deyja vakna ýmsar spurn-
ingar.
Ellen starfar á vegum sænsks
aðgerðahóps sem einnig rekur
kvennaathvarf í Svíþjóð fyrir kon-
ur sem flýja heimili sín vegna of-
beldis og ofríkis eiginmanna. Að
stilla upp hlið við hlið kúgun og
misþyrmingum á konum í þessum
tveimur menningarheimum; nor-
ræna velferðarkerfinu og Afríku-
ríkinu, er afar áhrifaríkt og Al-
fredsson tekst vel að halda utan
um margar sterkar sögur, skapa
spennu og fjalla um umdeild mál á
sama tíma.
Líf eða dauði er prýðilega vel
skrifuð bók, spennandi, rennur vel
áfram og lipurlega þýdd af Jakobi
S. Jónssyni. Komnar eru út fimm
bækur um Ellen á sænsku, þær
gerast víða um heim og í þeim er
gjarnan fjallað um kúgun kvenna
og fóstureyðingar. Líf eða dauði
er fyrsta bókin í bókaflokknum og
fyrir hana fékk hún verðlaun í
heimalandi sínu árið 2006 sem
veitt eru þeim höfundi sem þykir
hafa skrifað bestu frumraun sína á
glæpasagnasviðinu árið 2006.
Þetta er óvægin bók, sá hluti
hennar sem gerist í Sambíu er til
dæmis afar áhrifamikill, lyktin,
hitinn og neyðin nánast áþreif-
anleg og hér er lýst tilveru sem
fáir í okkar heimshluta geta
ímyndað sér.
Áhrifamikil
spennusaga frá
framandi slóðum
Skáldsaga
Líf eða dauði Eftir Karin Alfredsson. Íslensk þýðing:
Jakob S. Jónsson. Salka, 2014, 383 bls.
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Höfundurinn Karin Alfredsson.
Ljósmynd/Vogler