Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Kristín Björk Gunnarsdóttir er garðyrkjufræðingur og kenn-ari að mennt en starfar sem verkefnastjóri hjá SÍMEY – sí-menntunarstöð Eyjafjarðar. Í vinnu sinni hjá SÍMEY sam- tvinnar Kristín eitt af sínum áhugamálum en það er að kynnast nýju fólki. Kristín hefur umsjón með kennslu og ráðgjöf fyrir útlendinga. Eiginmaður Kristínar er fjöllistamaðurinn Valur Freyr Hall- dórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og nemi í hjúkrun. Börn þeirra eru Halldór Logi, tvítugur, Sunna Brá, 17 ára, og Rebekka Hvönn 12 ára. Kristín ætlar að eyða afmælisdeginum á faraldsfæti. „Ég byrja daginn með fjölskyldunni og geri ég fastlega ráð fyrir að það verði morgunmatur í rúmið og allsherjardekur þegar ég vakna.“ Um hádegisbil heldur hún til Reykjavíkur og ætlar að hitta vin- konur sínar og ein þeirra hefur gert sér ferð frá Síle til þess að fagna þessum degi með Kristínu. Að þessum degi loknum leggst hún alsæl til hvílu þar sem hún heldur til Kaupmannahafnar á morgun þar sem hún ætlar að kynna sér símenntun á vinnustöðum, nám fyr- ir lesblinda, dönskunám fyrir útlendinga og margt fleira. „Við erum í alvöru að fara að vinna þarna úti! Ég stefni á svaka partí á vor- dögum, bara eins og í Víkurröst í gamla daga.“ Kristín Björk Gunnarsdóttir er fertug í dag Fjölskyldan Valur Freyr og Kristín Björk ásamt börnum sínum. Á faraldsfæti á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Guðbjörg Árna- dóttir frá Stykkis- hólmi, nú til heim- ilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, er 90 ára í dag. Hún nýt- ur dagsins með fjölskyldunni. 90 ára Árnað heilla Akranesi Aldís Eva Steinþórsdóttir fæddist 13. mars 2014 kl. 5.54. Hún vó 2.620 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Harpa Jónsdóttir og Steinþór Bjarni Ingimarsson. Nýr borgari Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Ágústa Sigurjónsdóttir og Andrés Fr. G. Andrésson. Þau verða að heiman. Brúðkaupsafmæli T ryggvi Páll fæddist í Reykjavík 13.3. 1945 og ólst þar upp, lengst af á Ásvallagötu 17. Hann út- skrifaðist frá Verslunar- skóla Íslands 1965. Tryggvi var verslunarstjóri í Ljós- myndaversluninni Gevafoto, sölu- maður hjá Heildverslun Eggerts Kristjánssonar, framkvæmdastjóri Heildverslunarinnar Skipholts hf. og hjá Efnagerðinni Ilmu hf. Hann var félagsmálastjóri Landssambands hjálparsveita skáta og síðar Lands- bjargar, landssambands björgunar- sveita. Tryggvi og eiginkona hans festu kaup á Galleríi Fold við Rauðarárstíg árið 1992 og hafa starfrækt það síð- an, en það er nú eina listaverka- kaupboðshús landsins. Tryggvi varð skáti 12 ára, gekk til liðs við HSSR, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er hann var 17 ára, og var sveitarforingi hennar 1968-73. „Fyrstu árin með HSSR voru eitt samfellt ævintýri. Bílafloti sveitar- innar samanstóð af tveimur gömlum „víbonum“ (herbílum) en sveitin hafði ekki á öðru að byggja en ósér- hlífni, útsjónarsemi og óbilandi áhuga samhents hóps af strákum og stelpum sem ferðuðust mikið saman og létu sig ekki muna um að láta ræsa sig út til leita um miðjar nætur, allan ársins hring. Allt var þetta Tryggvi Páll Friðriksson listmunasali – 70 ára Fjölskyldan Tryggvi Páll og Elínbjört, kona hans, ásamt börnunum sínum, Margréti Vilborgu, Elínu og Friðriki. Frumkvöðull í björg- unarsveitarstörfum Í Þórsmörk 1968 Stelpur störfuðu alltaf með HSSR og sveitin varð fyrst sveita til að setja upp öryggisgæslu á útihátíðum. Tryggvi lengst til vinstri. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fermingartilboð 20% afsláttur Danish Design – falleg gæðaúr á frábæru verði. Tilboðsverð frá 14.900 20%afsláttur kr. PIPA R\TBW A • SÍA • 15116 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.