Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
✝ Sveinn BjarnarHálfdanarson
fæddist í Reykjavík
28. ágúst 1927.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 8.
mars 2015. Hann
var sonur Jóhönnu
Bjarnadóttur, f. í
Eystri-Tungu í
Landbroti 25. sept-
ember 1894, d. 31.
júlí 1987, og Hálf-
dáns Halldórssonar, f. í Kolmúla
í Fáskrúðsfirði 16. desember
1886, d. 10. október 1968.
Systkini Sveins, sammæðra,
voru Bjarnveig Valdimars-
dóttir, f. 8. mars 1917, d. 8. októ-
ber 1924; Hulda Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 2. september
1920, d. 21. maí 2010; Matthías
Þorbjörn Guðmundsson, f. 10.
september 1921, d. 16. sept-
ember 1988; Guðmundur Guð-
mundsson, f. 12. janúar 1926, d.
4. mars 1995; og samfeðra Ör-
lygur Hálfdánarson, f. 21. des-
ember 1929.
Fyrstu 13 árin í lífi Sveins bjó
fjölskyldan í Viðey. Sveinn
brautskráðist frá Vélskóla Ís-
lands árið 1950. Hann starfaði
hjá Eimskip allan sinn starfs-
aldur. Hann sigldi sem vélstjóri
á hinum ýmsu skipum félagsins
as Freyr, hljóðtæknimaður, f.
1976, og Gerður Ósk, leikskóla-
og jógakennari, f. 1978. Dóttir
Tómasar og Öldu Bjargar Guð-
jónsdóttur er Júlía, f. 1997. Syn-
ir Tómasar og sambýliskonu
hans, Katrínar Grétarsdóttur,
eru Aron Máni, f. 2003, og Grét-
ar Orri, f. 2010. Börn Gerðar og
eiginmanns hennar, Árna Jök-
uls Gunnarssonar, eru Hjalti
Snær, f. 2002, Anna Sunna, f.
2005, og Kristján Már, f. 2009.
Dóttir Hjalta Jóns og Margrétar
Karlsdóttur er Inga Rut, bygg-
ingaverkfræðingur, f. 1980.
Dætur hennar og eiginmanns
hennar, Einars Hólm Magn-
ússonar, eru Hanna Björg, f.
2006, Hekla Dögg, f. 2007, og
Heiða Rós, f. 2013. Dóttir Hjalta
Jóns og Svanhvítar Magn-
úsdóttur er Jóhanna Lan, f.
2001. Dóttir Soffíu Lárusdóttur
er Margrét Rán Kjærnested lög-
fræðingur, f. 1986.
Sonur Óttars og Áslaugar
Faaberg er Sveinn Bjarnar, f.
1986. Börn Óttars og Hrefnu
Halldórsdóttur eru Adam, f.
1988, og Júlía, f. 1991. Dætur
Öldu Gunnlaugsdóttur eru Val-
entína Tinganelli, f. 1987, og
Harpa Tinganelli, f. 1993.
Sveinn og Gerða áttu heimili í
Reykjavík alla tíð og frá árinu
1962 í húsinu sem þau byggðu í
Hvassaleiti 147. Sveinn bjó á
Hrafnistu í Reykjavík síðan í
nóvember 2014.
Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 13. mars 2015,
kl. 11.
til ársins 1972 og
síðast sem yfirvél-
stjóri á Tungufossi.
Eftir það var hann
skipaeftirlitsmaður
hjá félaginu og
hafði meðal annars
umsjón með við-
gerðum og breyt-
ingum á skipum fé-
lagsins í
skipasmíðastöðvum
í Hamborg í Þýska-
landi og víðar þar til hann lét af
störfum sjötugur að aldri árið
1997.
Sveinn kvæntist árið 1950
Gerðu R. Jónsdóttur frá Suður-
eyri við Tálknafjörð, f. 9. febr-
úar 1930, d. 2. desember 2012.
Börn þeirra: 1) Jóhanna Hall-
dóra, bókmenntafræðingur, f.
1951, d. 1995. 2) Hjalti Jón,
skólameistari, f. 1953. Eig-
inkona hans er Soffía Lár-
usdóttir, framkvæmdastjóri hjá
Akureyrarbæ, f. 1960. 3) Óttar,
rithöfundur, f. 1958. Sambýlis-
kona hans er Alda Gunnlaugs-
dóttir, f. 1963.
Dóttir Jóhönnu og Friðriks
Ásmundssonar Brekkan er Álf-
heiður Hanna, söngkona og tón-
listarkennari, f. 1970.
Börn Hjalta Jóns og Ingi-
bjargar Tómasdóttur eru Tóm-
Við erum um borð í Dettifossi,
glæstu flutningaskipi Eimskips, í
Leningrad í Rússlandi. Um borð
er 32 manna áhöfn og 12 farþegar.
Svenni Hálfdanar, 2. vélstjóri, fað-
ir minn, er tilbúinn að fara með
mig, níu ára hvíthærðan snáða í
land. Drengurinn finnur sterka og
framandi angan af rússneskum
sígarettum, hermaður með riffil
stendur við landganginn. Hann
talar skrýtið tungumál og horfir
alvarlegur á passamyndina af
drengnum. Ég held fast í höndina
á pabba.
Við erum að fara að skoða Vetr-
arhöllina og Péturskirkjuna með
nokkrum úr áhöfninni, Gjalda, vini
mínum, og Jolla, mönnum sem ég
á eftir að sigla með tugi ferða yfir
Atlantshafið þegar ég verð full-
orðinn. Hér upplifi ég svipsterk-
ustu minningar lífsins – á siglingu
um höfin og í höfnum framandi
landa með pabba, með marg-
breytilegu fólki á Dettifossi.
Ég er óendanlega stoltur af
pabba sem okkur Hjalta bróður
og Jóhönnu systur finnst svo flott-
ur – við tökum alltaf á móti honum
þegar skipið kemur til Reykjavík-
ur. Þá er hann fjallmyndarlegur í
júniformi, færandi varninginn
heim. Megatöffari. Sjarmör. Já,
við elskum hann mjög, söknum
hans þegar hann er á sjónum og
spyrjum mömmu, sem sér um
heimilið, hvenær hann kemur
heim. Stundum fer hann í frí og
sum jól er hann heima. Þá er tvö-
föld hátíð. Við systkinin höfum öll
fengið að sigla með honum.
Pabbi kom í land og fór að vinna
á skrifstofunni hjá Eimskip árið
1972 – þá breyttist margt eins og
gjarnan í sjómannsfjölskyldum
þegar móðirin er ekki lengur ein
við stjórnvölinn. En hann fór í ótal
ferðir til Hamborgar og Rotter-
dam þegar Fossarnir fóru í við-
gerðir – heimsmaðurinn sem
hugsaði vel um húsið okkar í
Hvassaleitinu. Heimilið var hon-
um kært, pabbi var traustur sem
klettur, ákveðinn og fastur fyrir.
Viðeyingurinn, sundmaðurinn og
Eimskipsmaður í hálfa öld.
Þegar ég horfi til baka finnst
mér síðustu tvö árin hafa verið
dýrmæt, tíminn sem hann var
haldinn Alzheimersjúkdómnum
og þurfti á okkur að halda. Allar
stundirnar sem hann talaði við
mig í Hvassaleitinu – tjáði hann
sig með „staðgengilsorðum“. Ég
sagði já og nei á réttum stöðum.
Við fórum í bíltúra niður á höfn og
hann benti á skipin og sjóinn. Og
Viðey. Alsæll og brosandi. „Ég
var þarna. Strákur. Og mamma
var með okkur,“ sagði hann. Svo
runnu sögurnar út úr honum.
Síðustu mánuðina á Hrafnistu
var hann með herbergi sem sneri
út að Viðey. Hann beið mín stund-
um í glugganum þegar ég sótti
hann, við fórum á Kaffivagninn og
borðuðum pönnukökur. Þakklæt-
ið og alsælan sem færðist yfir
andlitið um leið og hann benti á
skipin gáfu unaðsyl. Já, það er
gæfa að fá að fylgja foreldri sínu
lokaspölinn. Síðustu helgi hélt ég í
höndina á honum og spilaði tón-
listina hans, Herb Alpert og fé-
laga. Ég vissi að hann var sáttur,
náði meira að segja að glettast
síðustu dagana. Búinn að fá
Hönnu til sín.
Þegar hann kvaddi með Hjalta
bróður sér við hlið á andláts-
stundu fór hann með ró á vit Jó-
hönnu systur, mömmu og Jó-
hönnu ömmu og systkina sinna úr
Viðey. Alúðarþakkir fyrir allt.
Töffarinn minn.
Óttar Sveinsson.
Elsku afi minn. Mig skortir
orð sem ná að tjá það sem mér
býr í brjósti er ég kveð þig, þakka
og bið blessunar í Guðs ríki.
Þú glímdir síðustu árin við erf-
iðan sjúkdóm, sem svo að lokum
hafði betur, en lífsgleðin og
-þrótturinn, fegurðarþráin, sem
og ástin, trúin og vonin í hjarta
þér, fylgdu þér allt fram í andlát-
ið. Reisn þín var aðdáunarverð
allt til síðasta dags. Nú ertu kom-
inn á fund mömmu, ömmu, systk-
ina og fleiri engla sem hafa tekið
fagnandi á móti þér.
Þú varst mér í senn afi, faðir
og góður vinur og það eru for-
réttindi að hafa fengið að vera
sólargeislinn þinn í næstum 45 ár
og hafa þig sem leiðandi ljós og
styrka stoð á lífsins óútreiknan-
legu vegum.
Margt sem þú kenndir mér
sem lítilli stúlku og unglingi
skildi ég ekki fyrr en síðar og
orðum þínum og ráðum mun ég
aldrei gleyma og þau munu halda
áfram að vera mér dýrmætt
veganesti á lífsins göngu. Þú
varst mikill fagurkeri og sælkeri
á lífið almennt og það var án efa
þökk tónlistarástríðu þinni að ég
var studd og hvött af ykkur
ömmu og mömmu til að feta
braut tónlistarinnar í lífinu. Ég
mun minnast þín sérstaklega er
ég hlýði á fagurt tónverk, borða
ljúffengan mat, les góða bók eða
virði fyrir mér listaverk eða stór-
brotið landslag. Þá verður sem
þú standir við hlið mér og við
njótum fegurðarinnar saman. Ég
byrjaði strax eftir að þú kvaddir
þennan heim að lesa eina af þín-
um uppáhaldsskáldsögum, Ís-
landsklukkuna, og brosi reglu-
lega er ég heyri fyrir mér rödd
þína er hermdi svo listavel eftir
rödd nóbelsskáldsins okkar.
Nú ertu ekki lengur Íslands-
sólin mín skörp, heldur hefur
breyst í vegaljósið mitt skæra,
stjörnu stjörnum fegri og eftir-
farandi orð rithöfundarins Albert
Ludwig Balling öðlast enn dýpri
merkingu í huga mínum og
hjarta: „Sæll er sá sem við sól-
arlag fagnar skini stjarnanna.“
Ég þakka þér, yndislegi afi minn,
fyrir samfylgdina og umvefjandi
elsku þína ávallt og bið góðan
Guð að blessa þig. Þín
Hanna.
Sveinn B.
Hálfdanarson
✝ Hreinn Ragn-arsson fæddist
á Skagaströnd hinn
31.12. 1940. Hann
lést hinn 3. mars
2015. Foreldrar
hans voru Ragnar
Þorsteinsson, f.
1914, d. 1999, og
Sigurlaug Stef-
ánsdóttir, f. 1915,
d. 2000. Hreinn var
þriðji elstur í hópi
níu systkina en þau eru: Hrafn,
f. 1938, d. 2002; Úlfur Þór, f.
1939; Edda, f. 1944; Örn, f. 1946,
d. 1951; Guðrún, f. 1950; Örn, f.
1953; Þorsteinn, f 1954; Gísli, f.
1957.
Hreinn kvæntist Guðrúnu
Einarsdóttur frá Raufarhöfn
hinn 31.12. 1960. Hún fæddist
31.5. 1942 og er dóttir Einars
Baldvins Jónssonar, f. 1895, d.
1968, og Hólmfríðar Árnadótt-
ur, f. 1904, d. 1992. Börn þeirra
eru: 1) Harpa, f. 1959, gift Atla
ig sumarnám við Háskólann í
Jyväskylä í Finnlandi árið 1979.
Hann var kennari við Barna- og
unglingaskólann á Raufarhöfn
1959-1960 og 1962-1966, var
kennari við Héraðsskólann í
Skógum 1960-1961, skólastjóri
Barna- og unglingaskólans í
Skúlagarði í Norður-Þingeyj-
arsýslu 1966-1970, kennari við
Héraðsskólann á Laugarvatni
og síðar Menntaskólann að
Laugarvatni frá 1970-2008. Þá
stundaði hann ökukennslu frá
árinu 1977. Hreinn sat í hrepps-
nefnd Laugardalshrepps 1974-
1986, var skoðunarmaður
hreppsreikninga frá 1986 og
formaður skólanefndar Laug-
ardalsskólahéraðs 1976-1996.
Hreinn er höfundur handritsins
Þættir úr sögu Raufarhafnar,
hann skrifaði greinar um sjáv-
arútvegssögu í ýmis tímarit,
samdi ritdóma um bækur tengd-
ar sjávarútvegi og kafla um
Laugarvatn í ritinu Sunnlenskar
byggðir. Þá var hann ritstjóri og
aðalhöfundur þriggja binda rit-
verksins Silfur hafsins – Gull Ís-
lands sem kom út árið 2007.
Útför Hreins fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 13. mars
2015, kl. 14.
Harðarsyni, f. 1960,
og eiga þau tvo
syni, Mána og Vífil;
2) Ragna, f. 1962,
gift Friðriki Þor-
valdssyni, f. 1959,
og eiga þau þrjár
dætur, Kristínu
Rún, Völu Rut og
Sóleyju Örnu, og
eitt barnabarn; 3)
Freyja, f. 1964, gift
Gísla Mássyni, f.
1961, og eiga þau tvö börn,
Nökkva og Nönnu Katrínu; 4)
Einar, f. 1969, kvæntur Hrefnu
Margréti Karlsdóttur, f. 1969,
og eiga þau tvo syni, Sölva Karl
og Sindra Hrein.
Hreinn lauk stúdentsprófi frá
MA 1959, kennaraprófi frá KÍ
1962, BA-prófi í íslensku, sagn-
fræði og uppeldisfræði frá HÍ
1976, prófi í uppeldis- og
kennslufræðum frá HÍ 1977 og
cand. mag.-prófi í sagnfræði frá
HÍ 1980. Þá stundaði hann einn-
Ég stend við stofugluggann
heima á Laugarvatni og horfi á
snjónum kyngja niður. Þegar all-
ir eru farnir að þrá vorið, birtuna
og hlýjuna tekur vetur konungur
völdin. Þannig var þetta í sjúk-
dómsstríði pabba. Við vorum
vongóð en hann varð að lokum að
játa sig sigraðan.
Pabbi hefði allra síst viljað að
um hann væri skrifuð væmin
minningargrein þannig að ég
ætla að lýsa manninum eins og
ég þekkti hann. Hann var harð-
duglegur maður alla sína ævi.
Hann gerði kennslu að sínu ævi-
starfi og það eru margir nemend-
urnir sem hafa setið í tíma hjá
honum. Síðan kenndi hann ótal
mörgum á bíl eftir að hann gerð-
ist ökukennari og ég efast ekki
um að þeir nemendur hafa staðið
sig vel í umferðinni. Pabbi kenndi
iðulega fullan vinnudag og fór
síðan í ökukennsluna langt fram
á kvöld og þá fóru margar helgar
einnig í ökukennslu. Honum
fannst ekkert mál að fara jafnvel
tvær til þrjár ferðir sama daginn
á Selfoss eða til Reykjavíkur til
þess að æfa nemendur í akstri í
þéttbýli og dáðist ég alltaf að
honum fyrir þennan dugnað.
Fyrir utan það að kenna fulla
kennslu og sjá fyrir sex manna
fjölskyldu stundaði hann há-
skólanám í fjölda mörg ár og á
þeim tíma þekktist ekki neitt
sem heitir fjarnám eða fjar-
kennsla. Hann eyddi ótal mörg-
um árum í merkisritið Silfur
hafsins – Gull Íslands sem er
þriggja binda saga síldveiða við
Ísland. Mikið var ég stolt þegar
þetta stórvirki kom út. Pabbi var
mjög víðlesinn og fróður um
ótrúlegustu hluti. Þegar fjöl-
skyldan hittist þurfti nú heldur
betur að ræða menn og málefni
og kepptust fjölskyldumeðlimir
iðulega við að komast að og hafa
orðið.
Foreldrar mínir byggðu nán-
ast sjálf með sínum eigin höndum
fallega húsið sitt á Laugarvatni
en pabbi var ekki bara fræðimað-
ur heldur gat hann unnið hvaða
verklega vinnu sem var. Það var
sama um hvað var að ræða, smíð-
ar, múrverk, málningarvinnu eða
flísalagnir, allt lék þetta í hönd-
unum á honum. Allt viðhald á
húsinu bæði utan og innan sá
hann um eins lengi og heilsan
leyfði.
Þegar við systur vorum ung-
lingar var okkur kennt að spila
brids og alla tíð síðan hefur hvert
tækifæri þegar fjölskyldan hitt-
ist verið notað til þess að taka í
spil. Á síðari árum jókst þessi
spilaárátta okkar til muna og við
nýttum öll tækifæri til þess að
taka nokkrar rúbertur við mis-
munandi ánægju annarra fjöl-
skyldumeðlima. Við spiluðum
saman núna síðast um jólin og
pabbi hafði þrek til þess að sitja
lengi við enda hafði hann svo
ótrúlega gaman af spilamennsk-
unni.
Eftir áramótin vorum við enn
vongóð um að honum tækist að
hafa betur í baráttunni við illvíg-
an vágestinn. Því miður varð ekki
svo. Þegar ljóst var að hverju
stefndi tók hann sjálfur þá
ákvörðun að nú væri nóg komið
og við virtum þá ákvörðun. Það
er ekki hægt að segja að pabbi
hafi verið tilfinningaríkur maður
en mikið þótti mér vænt um að fá
að sitja hjá honum síðustu dag-
ana, fá að halda utan um hann og
hvísla að honum hughreystandi
orðum. Þegar hann kvaddi okkur
vorum við umlukin yndislegum
friði og ró. Ég mun alltaf sakna
þín, pabbi minn. Hvíldu í friði.
Ragna Hreinsdóttir.
Tengdafaðir okkar er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Góður
félagi og vinur kemur ekki leng-
ur til dyra í Torfholtinu þó ekki
sé að efa að andi hans og það
andrúmsloft vinsemdar sem
hann skapaði með Guðrúnu
tengdamóður okkar á fallegu
heimili þeirra hjóna bíður okkar
sem fyrr. Í hvert sinn sem við
komum í heimsókn stukku þau
bæði til, tóku á móti okkur með
góðum kveðjum, buðu vel sterkt
kaffi og meðlæti og þá voru ekki
sögurnar langt undan.
Hreinn var vinnusamur í
meira lagi, óvenjulega menntað-
ur og víðsýnn, glettinn og orð-
heppinn. Hann var einstakur
sögumaður sem lumaði við öll
tækifæri á sögum og fróðleik sem
við drukkum í okkur, ótrúlega
minnugur og fundvís á frásagnir
sem hentuðu hverju tilefni. Hann
fylgdist sannarlega með hverju
spori okkar og barnanna okkar
og vildi fá að vita hvað á daga
allra hafði drifið – þá var ekki
endilega beðið um styttri útgáf-
una heldur sest við eldhúsborðið
með kaffi, rúgbrauð og kæfu og
svo hófust umræður þar sem
ekkert var dregið undan. Tíminn
alltaf nægur og öllum sýndur
sami áhuginn.
Auðvitað var Guðrún ekki
langt undan, fyllti borð af góð-
gæti og tók síðan þátt í samræð-
unum af heilum hug.
Löngun til að læra og skilja er
aðalsmerki góðs kennara og þá
gáfu hafði Hreinn í ríkum mæli
og kunni að miðla henni til ann-
arra. Það er því líklega ekki ein-
ber tilviljun að börn hans fjögur,
sem við erum gift, starfa öll á
vettvangi skóla og fræðslumála.
Hreinn reyndist okkur í hví-
vetna vel, bóngóður og óspar á
tíma, góð ráð og annað sem að
gagni gat komið. Þykjumst við
vita að margir aðrir hafi svipaða
sögu að segja af vináttu og hjálp-
semi hans. Við vottum á þessari
sorgarstundu Guðrúnu tengda-
móður okkar innilegustu samúð
enda vitum við vel að hennar
missir er mikill, því hvar sem
annað fór var hitt ekki langt und-
an hvort sem farið var um stutt-
an veg eða langan. Við kveðjum
öll góðan vin og félaga með virð-
ingu og þakklæti, fullviss um að
fallegar minningar um hann fylgi
okkur ætíð.
Atli Harðarson, Friðrik
Þorvaldsson, Gísli Másson
og Hrefna Karlsdóttir,
tengdabörn Hreins.
Hreinn Ragnarsson kennari
var afar fróður sagnamaður og
stálminnugur svo af bar, af-
burðagreindur. Því fengu nem-
endur Menntaskólans að Laug-
arvatni að kynnast í kennslu
hans og einnig starfsfólk skólans
þegar farið var í starfsmanna-
ferðir hvar hann sagði sögu staða
og fólks með þeim hætti að eftir
var tekið. Hreinn hafði gaman af
rökræðum, hafði skýra sýn á
menn og málefni, var fastur fyrir
en tók rökum ef þau voru skyn-
samlega lögð fram.
Saga og íslensk fræði voru
meginkennslugreinar Hreins við
ML þau ár sem hann starfaði við
skólann, frá árinu 1991 til vorsins
2008 er hann lét af störfum vegna
aldurs. Áttunda og níunda ára-
tuginn kenndi hann einnig oft við
skólann, þá fastráðinn til Hér-
aðsskólans á Laugarvatni. Í ára-
tugi var hann ökukennari og hafa
margir nemendur skólans notið
leiðsagnar hans í þeim efnum í
gegnum tíðina.
Horfinn er af sviðinu eftir-
minnilegur maður. Með þökk fyr-
ir samstarf og samveru kveð ég
Hrein Ragnarsson.
Elsku Guðrún og fjölskylda,
góður Guð styrki ykkur í sorg-
inni. Minningin lifir.
Halldór Páll Halldórsson.
Hreinn
Ragnarsson
HINSTA KVEÐJA
Ljúfur svalar blærinn blíður
báran andar hljótt.
:,: Yfir hafið hugur líður
heim til þín í nótt.:,:
Einn ég stend við stjórn á fleyi
stjarna í austri skín.
:,: Hugur kallar, þó ég þegi
þú ert stjarnan mín.:,:
Ég er orðinn ósköp lúinn
allt er kyrrt og hljótt.
:,: Nú er vaktin bráðum búin
býð ég góða nótt.:,:
(Ragnar Þorsteinsson.)
Harpa, Freyja og Einar
Hreinsbörn.
Okkar ástkæri,
GUNNAR VIÐARSSON,
Gunnar Rednek,
Dísaborgum 4,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn
8. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 13. mars kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH),
rallýkrossdeild, reikn. 515-26-22030, kt. 611002-2030.
.
Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir og fjölskylda,
Viðar Finnsson og fjölskylda,
Valdís Finnsdóttir og fjölskylda.