Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 32

Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bókhald Bókhald Bókhald einstaklinga og fyrirtækja Skattframöl einstaklinga Skattframtöl fyrirtækja Bókhald húsfélaga Laun og skilagreinar Stofnun fyrirtækja Sanngjarnt verð Bókhaldsþjónustan Viðvik ehf. Síðumúla 1, 108 Reykjavík 581-1600 - www.vidvik.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi 30% Afsláttur. Sími 588 8050. - vertu vinur Jessenius Faculty of Medicine (JFM CU) í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf í Reykjavík 16. apríl og 24. júní 2015. Ekkert prófgjald. Kennt er á ensku. Nemendur læra slóvakísku og geta tekið alla klíník í Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem læknar (MUDr.) eftir 6 ára nám. Fjöldi Íslendinga stundar nám í læknisfræði við skólann auk Norðmanna, Svía og Finna og fl. Heimasíða skólans er www.jfmed.uniba.sk Uppl. í s. 544-4333 og 820-1071 kaldasel@islandia.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com                     Hljóðfæri ✝ Jónína MargrétBjarnadóttir (Stella) fæddist í Hafnarfirði 6. októ- ber 1928. Hún lést 27. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Stefanía Sigríður Magn- úsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði, f. 24. október 1895, d. 1. febrúar 1970, og Bjarni Matthías Jóhannesson, skipstjóri frá Hesti í Önund- arfirði, f. 16. apríl 1890, d. 14. október 1954. Systkini hennar voru Jóhannes, f. 29. nóvember 1920, d. 29. febrúar 2008, Magn- ús, f. 4. júlí 1924, Guðlaug, f. 24. september 1925, d. 1. febrúar 2013, Gunnar Hafsteinn, f. 22. september 1927, d. 19. apríl 2011, Áslaug Þóra, f. 15. ágúst 1930, d. 2. nóvember 1938, Mar- grét Dagbjört, f. 2. október 1931, d. 6. febrúar 2014, Sig- urður Oddur, f. 6. nóvember 1932, d. 17. nóvember 1996, og Áslaug Þóra, f. 15. mars 1942, d. 19. mars 1942. Hinn 13. ágúst 1955 giftist Stella Gunnlaugi Björnssyni, f. 1. september 1929, d. 19. maí 2004. doktorsnámi, unnusta Emily Perkinson, f. 9. nóvember 1991, háskólanemi, b) Jón Ágúst, f. 30. september 1993, háskólanemi, unnusta Hildur Þóra Ólafsdóttir, f. 11. nóvember 1993, há- skólanemi, c) Gunnlaugur Helgi, f. 13. maí 1996, mennta- skólanemi, d) Ólöf Ágústa, f. 4. nóvember 2000, grunnskóla- nemi. 3) Guðmundur, verkfræð- ingur, f. 28. október 1963. Bróðurdóttir Stellu, Kristrún Ásta Sigurðardóttir, f. 4. júlí 1968, var í fóstri hjá þeim hjón- um frá tveggja til tíu ára aldurs. Stella ólst upp á Suðurgötu 13 í Hafnarfirði. Hún gekk í barna- skóla í Hafnarfirði og lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg- arskóla. Eftir það fór hún að vinna sem talsímavörður á sím- stöðinni í Hafnarfirði. Meðan synirnir uxu úr grasi var hún heimavinnandi húsmóðir. Þegar börnin voru komin á legg fór hún að vinna í Kópavogsapóteki í Hamraborg og vann þar þar til hún varð 65 ára að aldri. Fyrstu búskaparárin bjuggu Stella og Gunnlaugur á Grenimel, Úthlíð og Tómasarhaga í Reykjavík og fluttust svo á Hrauntungu í Kópavogi þar sem þau bjuggu lengst. Eftir að Gunnlaugur lést flutti Stella í Lautasmára í Kópa- vogi. Útför Stellu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Gunnlaugur var við- skiptafræðingur að mennt og fyrrv. for- stjóri Grænmet- isverslunar land- búnaðarins. Foreldrar hans voru þau Elín Guðmunds- dóttir Hlíðdal hús- móðir, f. 24. nóv- ember 1904, d. 31. janúar 1975, og Björn Gunnlaugsson læknir, f. 24. nóvember 1899, d. 20. júní 1966. Stella og Gunn- laugur eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Björn, læknir í Reykjavík, f. 8. febrúar 1956, kvæntur Reg- ínu W. Gunnarsdóttur kennara, f. 13. desember 1957. Börn þeirra eru: a) Jóna Karen myndlist- armaður, f. 26. mars 1981, sam- býlismaður Albert Ásvaldsson, f. 9. september 1982, upptökustjóri og dóttir þeirra er Stella, f. 18. september 2007. b) Stella, f. 9. júlí 1986, d. 10. apríl 2005, og c) Gunnlaugur gítarleikari, f. 13. september 1991. 2) Stefán Bjarni, hæstaréttarlögmaður, f. 28. apríl 1960, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur lækni, f. 29. ágúst 1960. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Kári, f. 27. ágúst 1991, í Langri ævigöngu er lokið. Tengdamóðir mín lést á fallegum föstudagsmorgni. Var tilbúin til fararinnar. Þegar við Björn kynntumst ung að árum bjó fjöl- skyldan á Tómasarhaga en flutti skömmu síðar á Hrauntungu í Kópavogi. Þangað lá því leiðin oft á sunnudögum í mat og aðrar kræsingar. Stella var létt í lund, lífleg, hress og greiðvikin. Var fyrirmyndarhúsmóðir, góður kokkur og heimilið fallegt. Hún var einstaklega rausnarleg og gjafmild við okkur og barnabörn- in þegar þau komu til sögunnar. Hún elskaði Vínarvalsana og las Íslendingasögurnar en las Njálu oftast og kunni vel. Henni þótti vænt um Hafnarfjörð og Suður- götuna þar sem æskuslóðirnar voru. Oft voru sagðar skemmti- legar sögur þaðan og hlegið dátt. Undanfarin ár minnkaði líkam- legt þrek og minni en alltaf varstu til í að slá á létta strengi. Það breyttist aldrei. Við eigum eftir að sakna þín og þá verður gott að leita í góðar og ljúfar minningar um þig. Hafðu þökk fyrir allt. Regína. Mér er ljúft og skylt að minn- ast tengdamóður minnar, Stellu. Stefán kynnti mig fyrir foreldr- um sínum fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Stella kom mér fyrir sjónir sem hress og glaðvær kona sem lá frekar hátt rómur. Hún var ákveðin og hreinskiptin, sagði skoðun sína umbúðalaust ef henni þótti það við hæfi. Áhugamálin voru m.a. ættfræði, spil og lestur Íslendingasagna, var Njála þar í sérstöku uppáhaldi. Stella var fé- lagslynd kona, henni þótti gaman að bjóða til veislu og veitti vel. Heimilið bar snyrtimennsku og smekkvísi hennar fagurt vitni. Hún hafði yndi af fallegum hlut- um sem hún kom haganlega fyrir og fór vel með allt. Stella og Gunnlaugur eignuðust þrjá syni og helgaði hún heimilinu krafta sína á meðan þeir uxu úr grasi. Stella var stolt af æskustöðv- um sínu í Hafnarfirði þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi. Hún var skyldurækin og ræktaði frændgarðinn vel. Systkinin á Suðurgötu 13 voru samrýnd og þá sérstaklega systurnar; Stella, Gullý og Maddí. Þær hafa nú allar kvatt en ég sé þær fyrir mér syngjandi eða skellihlæjandi að rifja upp æskubrekin. Ekki var verra að hafa þá Magga og Hadda með í hópnum því þá voru prakk- arasögur sagðar og auðvelt fyrir alla að veltast um af hlátri. Að hlæja er gott fyrir sálina. Hvellur hlátur einkenndi Stellu. Synirnir göntuðust óspart við móður sína. Sömu brandararnir sagðir aftur og aftur og alltaf tók Stella þátt í gríninu og lét sem hún hefði aldrei heyrt þá áður. Þetta var bara þeirra. Hún var stolt af strákunum sínum og þeir hugsuðu vel um móður sína. Stella var afskaplega gjafmild kona og fékk fjölskyldan óspart að njóta þess. Ekkert tilefni var svo lítið að henni þætti ekki ástæða til að koma færandi hendi. Alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Að setja niður kart- öflur fannst henni með skemmti- legri verkum. Ég minnist vor- dags þegar þær Gullý hjálpuðu okkur við það verk í sveitinni. Fannst þeim útsæðið burðarlítið og ákváðu að pota niður tveimur í hverja holu til að auka líkur á við- unandi uppskeru. Það virkaði vel. Við höldum þeim sið Stellu og Gunnlaugs að kíkja undir fyrstu grösin 13. ágúst og minnumst þannig giftingardags þeirra. Engin eru jólin án þess að fjöl- skyldan steiki flatbrauð að hætti Stellu en sá siður tíðkaðist á æskuheimili hennar. Barnabörn- unum var hún góð amma og fylgdist með þeim af stolti og ein- lægum áhuga. Enginn kemst í gegnum langa ævi án áfalla. Á innan við ári missti Stella bæði eiginmann sinn og sonardóttur. Höggin voru þung og þótt Stella hefði svo gjarnan viljað gefa nöfnu sinni sitt líf varð engu breytt. Hún bar harm sinn í hljóði. Lífið hélt áfram. Stella ákvað að minnka við sig og flutti í Lautasmárann. Henni leið vel þar. Dagvist í Drafnarhúsi í Hafnarfirði gaf henni um tíma nýjan þrótt og margar ánægjustundir. Fyrir það erum við öll þakklát. Hin síð- ari ár fannst mér einmitt þakk- læti og æðruleysi einkenna fram- komu Stellu. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakka fyrir allt sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Jónsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu Stellu, föður- ömmu okkar. Það var stór upp- götvun þegar við sem unglingar áttuðum okkur á því að Stella var gælunafnið hennar sem hún hafði fengið í æsku en ekki skírnar- nafnið. Hún kunni alltaf best við Stellu-nafnið. Fyrstu minningar okkar strákanna eru tengdar henni og afa Gulla. Hrauntunguhelgarnar eru minnisstæðar en þá gistum við bræðurnir þrír ásamt Gunn- laugi frænda hjá þeim heila helgi í senn í góðu yfirlæti. Systir okk- ar var þá ekki fædd. Við vorum fastheldnir á það sem okkur þótti gott og amma sá til þess að allt væri til sem okkur langaði í: kókómjólk í ísskápnum, Pågen kanilsnúðar sem hún geymdi í ofninum og morgunkornið sem hver og einn fékk að velja eftir sínum smekk. Þá pössuðu sumir að velja eitthvað sem sjaldan eða aldrei var í boði heima. Um kaffi- leytið hafði amma lagt á borð, kallaði á hópinn, fór inn í litla búrið sitt og sótti heilan stafla af pönnukökum með sykri sem hún hafði bakað. Pönnukökurnar fuku af diskinum og ofan í maga. Amma hafði gaman af því hvað við borðuðum mikið, okkur fannst það engin furða því hún var svo góður kokkur. Okkur þótti frekar fyndið að amma keyrði stærri bíl en afi. Amma var frekar lágvaxin og sást stundum bara rétt í hana þegar hún sat við stýrið. Þau fóru oft með okkur í bíltúra, afi vissi að okkur þótti gaman að sitja í stóra Chevroletinum. Oft hafði afi keypt nýja myndbands- spólu sem við síðan horfðum á um kvöldið allir fimm. Amma sá um kvöldkaffið. Þetta voru al- vöru bíókvöld og góðar stundir. Bakgarðurinn á Hrauntung- unni var kjörinn til að spila fót- bolta, markið var þó svo stórt að það þurfti að hafa þrjá í marki en einn að skjóta. Mikið vorum við ánægðir að afi hafði ekki gert við stórt gat á girðingunni, þá var auðveldara fyrir okkur að skríða þar í gegn og ná í boltann þegar hann skaust út af lóðinni. Innan- dyra lékum við okkur með KNEX-kubba og gamalt LEGO- sett sem pabbi hafði átt og amma geymdi í leðurpoka í kjallaran- um. Þetta vorum við ánægðir með. Amma hafði gaman af því að spila á spil. Eftir að systir bætt- ist í hópinn var oft tekið í spil. Sérstaklega spiluðu amma Stella og Gullý frænka oft saman á Lautasmáranum. Spil eins og Uno, Skip-bo að ógleymdum Ol- sen, Olsen og Svarta-Pétri voru í uppáhaldi þeirra. Að ósk litlu systur virtist vera endalaust hægt að bæta við einni umferð í viðbót. Þegar á leið byrjaði amma oft að raula eftirfarandi vísu: Hjartað í mér er eins og bráðið smér úti er um mig ef ég missi þig. Þær þrjár stigu síðan oft frjáls- an hringdans eftir alla setuna. Í minningunni er gott að hafa eytt nýliðnum jólum með ömmu í sveitinni. Henni þótti gaman að gefa okkur gjafir, svo við tölum nú ekki um alla „bíóaurana“ sem hún stakk í vasana okkar í gegn- um árin. Fullvissaði sig alltaf um að hún hefði ekki gleymt neinum. Hún fylgdist með okkur af mikl- um áhuga og var ánægð með framtíðarplönin okkar. Við sökn- um öll ömmu. Hún lifir áfram í minningum okkar. Guðmundur Kári, Jón Ágúst, Gunnlaugur Helgi og Ólöf Ágústa. Ein af mínum fyrstu minning- um um Stellu móðursystur mína er frá því ég var nokkurra ára og fékk að gista á heimili hennar. Hún situr við handsnúna sauma- vél og er að sauma náttföt á dúkk- una mína. Ég átti sjálfsagt að vera sofnuð en lá og hlustaði á lágvært suð saumavélarinnar og beið spennt eftir útkomunni. Mik- ið voru þau fín náttfötin og ég hélt mikið upp á þau, á þau enn, þótt dúkkan sé löngu glötuð. Ég held ég hafi gert mér grein fyrir því þá, hvað hún lagði mikið á sig, enda held ég að saumavélin og hún hafi aldrei verið í nánu sam- bandi, það átti betur við hana að munda prjóna og heklunál. Já, það eru margar minningarnar sem sækja að þegar litið er yfir lífshlaup minnar kæru frænku, minningar um hana, Gunnlaug og synina þrjá. Þær fléttast svo ljúf- lega við mínar eigin minningar frá bernsku til dagsins í dag. Hún frænka mín var lífsglöð með létta lund. Henni var einkar lagið að létta lund barnanna í fjölskyld- unni, fékk þau til að gleyma þræt- um og taka lagið, borgaði þeim jafnan 100 kr. fyrir sönginn. Börnin mín segja að betri áheyr- anda hafi þau ekki haft og lagið sem oftast var beðið um var „Vem kan segla förutan vind‘‘. Hún var líka vinnusöm, vandvirk, vel lesin, skemmtileg og afar gestrisin. Þess nutum við móðir mín í ríkum mæli á síðustu árum. Það var gott að vera með þeim systrum. Vænt- umþykjan og umhyggjan leyndu sér ekki. „Hefur þú heyrt í Stellu?“ sagði móðir mín nánast í hvert skipti sem ég hitti hana eft- ir að hún varð heimilisföst á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. „Hvað er að frétta af mömmu þinni?“ spurði Stella á móti. Þær áttu góðar stundir saman. Þegar þriðja systirin Gullý dvaldi hér á landi var tíminn vel nýttur, þá þær hittust eins oft og mögulegt var. Ánægðar voru þær að geta átt saman stundir í sumarbú- staðnum í Sléttuhlíð við að rifja upp gamlar minningar, segja sög- ur og taka saman lagið. Það má segja um hana frænku mína að hún stóð meðan stætt var. Af einskærum dugnaði og með hjálp sonanna þriggja, sem sýndu móður sinni mikla um- hyggju, gat hún búið heima fram undir það síðasta og það mat hún mikils. Þau voru sjö systkinin á Suð- urgötu 13 í Hafnarfirði sem kom- ust til fullorðinsára en í bernsku höfðu tvær systur látist. Það var kærleiksríkt samband sem ríkti milli systkinanna og ég svo lán- söm að kynnast þeim öllum. Þeim verður best lýst sem góðu fólki. Nú hafa þau kvatt eitt af öðru en eftir lifir bróðirinn Magnús. Hon- um og frændum mínum, Birni, Stefáni, Guðmundi og fjölskyld- um þeirra sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég átti vináttu móðursystur minnar og væntumþykju og fyrir það er ég þakklát. Ég kveð hana með virðingu og þökk fyrir alla elskusemi sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu hennar. Birna G. Flygenring. Jónína Margrét Bjarnadóttir (Stella) Hinstu kveðju færum við félagar í Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness Guð- rúnu Pálsdóttur. Þegar veiðimenn komu af sjó var ekki amalegt að hafa konu eins og Guðrúnu í eldhúsinu sem var búin finna til góðgæti af miklum myndarskap. Guðrún vann verk sín hljótt og fékk með Guðrún Pálsdóttir ✝ Guðrún Páls-dóttir 11. júní 1963. Hún lést á heimili sínu 24. febrúar 2015. Útför Guðrúnar fór fram 10. mars 2015. sér börn sín ef á þurfti að halda. Það er ómetanlegt að hafa einstaklinga eins og Guðrúnu í starfi fyrir félag þar sem keppni er í hávegum höfð. Fyr- ir þessi verk viljum við þakka. Vottum við Kristbirni samúð okkar sem og börn- um þeirra, Agnesi Ýri, Örnu Rún og Helga Rafni, og fjöl- skyldu allri. Fh. stjórnar Sjóstanga- veiðifélags Snæfellsness, Guðni Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.