Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Verði frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur að lög- um eru völd endurskoðendaráðs auk- in frá því sem nú er, þannig að það verður eingöngu í hendi ráðsins að taka ákvörðun um að svipta endur- skoðanda starfsleyfi, en ekki að gera tillögu um slíkt til viðskiptaráð- herra. Í umsögn Stefáns Svavars- sonar, löggilts endurskoðanda og fyrrverandi forstöðumanns náms í reiknings- haldi og endur- skoðun við Há- skóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, um frumvarpið kemur fram að hann telur að hér sé um var- hugaverða breytingu að ræða, að ekki sé fastar að orði kveðið. 17. grein gildandi laga er svohljóð- andi: „Endurskoðendaráð skal veita endurskoðendum eða endurskoðun- arfyrirtækjum hæfilegan frest til að bæta úr óverulegum annmörkum sem kunna að koma í ljós við eftirlit skv. 15. gr. Nú telur endurskoðendaráð sýnt að endurskoðandi hafi í störfum sín- um brotið gegn lögum þessum svo að ekki verði við unað og skal endur- skoðendaráð í rökstuddu áliti veita viðkomandi aðila áminningu eða leggja til við ráðherra að réttindi endurskoðandans verði felld niður.“ Endurskoðendaráð lagði til við Ragnheiði Elínu Árnadóttur við- skiptaráðherra í apríl í fyrra að Guð- mundur Jóelsson, löggiltur endur- skoðandi til 40 ára, yrði sviptur starfsréttindum sínum, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Völd ráðsins aukin Í frumvarpinu um breytingu á lög- unum, sem lagt var fram á síðasta þingi er gerð eftirfarandi breyting á 17. grein laganna: Við 17. gr. laganna bætast fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi: „Nú lætur endurskoðandi ekki skipast við áminningu skv. 2. mgr. eða hann vanrækir alvarlega skyldur sínar að mati endurskoðendaráðs eða hefur ítrekað verið áminntur vegna brota sinna, án þess að starfsemi hans teljist komin í gott horf, og skal þá ráðið fella réttindi hans til endur- skoðunarstarfa niður tímabundið. Áður en til þess kemur skal það gefa honum kost á að koma sjónarmiðum sínum að sé þess kostur. Telji endurskoðendaráð að endur- skoðandi, sem ráðið hefur tímabund- ið fellt niður réttindi hjá, hafi bætt að fullu úr því sem ábótavant var og var tilefni niðurfellingar skal ráðið aft- urkalla niðurfellinguna. Tímabundin niðurfelling réttinda getur ekki verið lengur en til tólf vikna. Nú veitir endurskoðendaráð end- urskoðanda áminningu eða fellir nið- ur réttindi hans tímabundið og skal þá ráðið tilkynna ráðuneytinu það þegar í stað. Hafi endurskoðandi ekki bætt að fullu úr því sem ábótavant var og var tilefni niðurfellingar skal endurskoð- endaráð leggja til við ráðherra að réttindin verði felld niður ótíma- bundið. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. helst niðurfelling réttinda endur- skoðanda meðan mál er til meðferðar hjá ráðherra.“ Stefán Svavarsson segir í umsögn sinni um frumvarpið, sem dagsett er hinn 25. apríl í fyrra, að veruleg áhöld séu um hvort gildistaka hinna alþjóðlegu staðla hafi átt sér stað og jafnframt að ekki sé þörf á slíkri rannsóknarvinnu sem þeir krefjast, að dómi endurskoðenda sem vinna fyrir smærri rekstraraðila. Að undirlagi ráðsins Stefán er afdráttarlaus í niðurlagi umsagnar sinnar um frumvarpið: „… sætir furðu að stjórnvöld hafi í hyggju að efla vald endurskoðenda- ráðs. Refsiheimildir á að auka og engin úrræði til frekari skoðunar á málsatvikum sýnast vera fyrir þá sem sæta eftirliti og þykja hafa vikið af réttri braut í vinnu sinni. Það má ekki gerast. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi er samið að und- irlagi Endurskoðendaráðs og í slag- togi við Félag löggiltra endurskoð- enda. Þau tengsl þarf raunar að rjúfa og ósæmilegt að félagið tilnefni menn í ráðið. Það heitir að hafa eftirlit með sjálfum sér (e. self-regulation) og einmitt það er nú verið að afnema á þessu sviði erlendis og í staðinn kom- ið opinbert eftirlit (e. public regula- tion) en það er Endurskoðendaráð að óbreyttu ekki. Nú þarf að koma þessum málum í vitrænan farveg. Afturkalla frum- varpið og skipa nefnd til þess að huga heildstætt að hagsmunum fyrirtækja og stofnana í landinu og á hvern hátt þjónusta endurskoðenda nýtist sam- félaginu sem best. Í þessum orðum felst alls ekki að eftirlit skuli falla niður heldur þurfi að koma því í upp- byggilegan farveg. Miklu skiptir að viðskiptaumhverfið sé upplýst um vinnu endurskoðenda svo að réttar ákvarðanir séu teknar … Að leiðar- ljósi og í forgrunni skyldu vera þarfir atvinnulífsins og samfélagsins al- mennt en ekki eftirlitsaðilanna.“ Völd endurskoðendaráðs aukin  Ekki lengur í höndum ráðherra að ákveða að svipta endurskoðendur starfsleyfi tímabundið, skv. frumvarpi  Stefán Svavarsson segir að afturkalla beri frumvarpið og koma málum í vitrænan farveg Morgunblaðið/Golli Fundur Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er enn með frumvarpið umdeilda um endurskoðendur til meðferðar. Í umsögn Stefáns Svavarssonar um frumvarpið segir m.a.: „Þegar lögin um endurskoðendur voru sett á árinu 2008 var ákveðið með bráðabirgðarákvæði að end- urskoðun skyldi fara fram í sam- ræmi við góða endurskoðunar- venju þar til fullnægt væri skilyrðum til gildistöku hinna al- þjóðlegu staðla … Einhverra hluta vegna var svo ákveðið að fyrir formlega dagsetningu á gild- istöku staðlanna, þ.e. 1. janúar 2009, skyldi góð endurskoð- unarvenja samsvara hinum al- þjóðlegu stöðlum. Samkvæmt því giltu þeir fyrir og eftir þessa dag- setningu. Þetta voru leið mistök í lagasmíðinni … Það er m.a. af þessari ástæðu sem minni endurskoðunarstof- urnar gera athugasemdir við vinnu Endurskoðendaráðs … Það er mat hinna minni stofa að sú gildistaka hafa ekki enn farið fram … Af þeim sökum m.a. er illt fyrir minni stofurnar að una því að sæta eftirliti gagnvart stöðl- um sem formlega hafa ekki verið innleiddir hér á landi.“ Leið mistök í lagasmíðinni ÚR UMSÖGN STEFÁNS SVAVARSSONAR Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Leiðandi framleiðandi lítilla heimilistækja fyrir hjarta heimilisins 60 ára reynsla á Íslandi Stefán Svavarsson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram bókun á borg- arráðsfundi í gær um að teknar yrðu upp merkingar til bráðabirgða á göt- um Reykjavíkur til að vara við hættulegum holum vítt og breitt um borgina. Þá verði strax gripið til þessara ráðstafana því eignatjón sé orðið mikið nú þegar. Skilti, keilur eða málning Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir útfærsluatriði hvernig merkja eigi holurnar, en t.d. sé hægt að setja upp skilti, keilur eða mála í kringum þær til að vekja athygli á þeim. Aðalatrið- ið sé að ökumenn sjái þær í tækri tíð. „Við sjáum það að tjón á bílum vegna þess að þeir hafa lent í holum hefur margfaldast milli ára. Það er ljóst að mikið eignatjón hefur orðið og það hlýtur að vera skylda borgar- innar þegar gatnakerfið er komið í þetta ástand að reyna að draga úr frekara tjóni og slysahættu og setja upp merkingar til bráðabirgða, þangað til það gefst færi til að gera við holurnar. Veðrið sem hefur verið að undanförnu er ekkert viðgerða- veður, það er ekkert hægt að fara af alvöru í viðgerðir fyrr en það fer að vora og þurrir dagar koma,“ segir Kjartan og bætir síðan við að ekki muni taka nokkra daga að laga gatnakerfið þegar þar að kemur, ástandið sé svo alvarlegt. Gatnakerfið aldrei jafn slæmt Í Reykjavíkurborg hefur verið til- kynnt um 25 tjón á bifreiðum vegna holna í götum en þau voru 5 á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur því 360%. Frá áramótum hefur verið til- kynnt um 122 tjón vegna holuakst- urs til Sjóvár sem tryggir Vega- gerðina (91), Reykjavíkurborg (23) og Hafnarfjarðarbæ (8). „Ég hef heyrt frá mönnum sem þekkja til í þessum bransa og þeir segja að ástand gatnakerfisins hafi aldrei verið jafn slæmt síðan lokið var við malbikun borgarinnar,“ seg- ir Kjartan. Merki hættuleg- ar holur á vegum  Tjón vegna holna hefur margfaldast Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.