Morgunblaðið - 13.03.2015, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
Notkun erlendra greiðslukorta hef-
ur aukist til muna hér á landi og
nýjar tölur Hagstofunnar sýna að
notkunin í janúar hefur aukist hlut-
fallslega meira á undanförnum ár-
um en yfir sumarmánuðina. Þannig
hefur kortaveltan í janúarmánuði
farið úr tæpum 1,3 milljörðum 2008
í tæpa 7,4 milljarða í janúar síðast-
liðnum. Það er aukning um 478% á
sjö árum.
Yfir sama tímabil eykst korta-
velta Íslendinga á erlendri grund
aðeins um 48%. Sé rýnt í tölur yfir
ársveltuna kemur í ljós að korta-
velta útlendinga á Íslandi nam
réttum 32,3 milljörðum árið 2008
en árið 2014 var sú upphæð komin
í 113,2 milljarða. Það er rétt rúm-
lega 250% aukning.
Erlend kortavelta hér á landi, sé
litið til janúar, tók framúr íslenskri
kortaveltu erlendis í fyrsta sinn ár-
ið 2014 og endurtekning varð á því
í ár. Það var þó fyrst árið 2009 sem
erlenda veltan fór fram úr íslenskri
notkun erlendis en þá voru kort,
gefin út erlendis, straujuð fyrir 48
milljarða hér á landi en íslenskum
kortum var rennt í gegnum
greiðslukerfi í öðrum löndum fyrir
46,5 milljarða króna á sama tíma.
Munurinn eykst
Frá árinu 2013 hefur hins vegar
skilið á milli og útlenda kortaveltan
innanlands tekið mikið stökk upp á
við. Hún fór í 91 milljarð 2013 og
113 milljarða 2014 eins og áður
sagði. Á síðasta ári var því mun-
urinn milli veltu korta sem gefin
eru út erlendis en notuð hér og
kortanotkunar Íslendinga erlendis
rétt um 24 milljarðar króna.
Eins og sést á meðfylgjandi
skýringarmynd tók kortavelta Ís-
lendinga erlendis, miðað við jan-
úar, mikið stökk milli áranna 2007
og 2008 og síðarnefnda árið nam
notkunin í þeim mánuði 4,3 millj-
örðum króna. Í kjölfar banka-
hrunsins dró mjög úr notkun á
samanburðartímabilum en árið
2012 var hún orðin meiri en þegar
mest lét árið 2008. Aukningin hefur
verið stöðug síðan og í janúar síð-
astliðnum námu útgjöld erlendis,
sem tekin voru í gegnum kredit-
kort gefin út á Íslandi, rúmum 6,4
milljörðum króna.
Veltan nær sexfaldast á sjö árum
Greiðslukortanotkun*
*Fjárhæðir eru í milljónum Heimildir: Borgun, Valitor og Kortaþjónustan ehf.
Greiðslukortanotkun Íslendinga erlendis Útlend greiðslukortanotkun hérlendis
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
jan
. 2
00
0
jan
. 2
00
8
jan
. 2
00
4
jan
. 2
01
2
jan
. 2
00
2
jan
. 2
01
0
jan
. 2
00
6
jan
. 2
01
4
jan
. 2
00
1
jan
. 2
00
9
jan
. 2
00
5
jan
. 2
01
3
jan
. 2
00
3
jan
. 2
01
1
jan
. 2
00
7
jan
. 2
01
5
Notkun erlendra greiðslukorta hefur margfaldast hérlendis Nam veltan 113 milljörðum í fyrra
Hlutfallslega er aukningin mest í þeim mánuðum sem teljast utan háannar ferðaþjónustunnar
Á aðalfundi
Össurar sem
haldinn var í gær
var samþykkt að
lækka hlutafé
félagsins um
tæpar 7,5 millj-
ónir króna að
nafnverði, sem
nemur tæplega
3,4 milljörðum
króna að mark-
aðsvirði miðað við gengi bréfanna
við lokun markaða í gær. Gert er
ráð fyrir að lækkunin verði skráð
innan tveggja vikna.
Eftir aðalfundinn skipti nýkjörin
stjórn með sér verkum og var Niels
Jacobsen endurkjörinn stjórnar-
formaður og Kristján Tómas Ragn-
arsson sömuleiðis sem varafor-
maður. Ákvörðun var tekin um að
stjórnarmennirnir Arne Boye Niel-
sen, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
og Svafa Grönfeldt verði í endur-
skoðunarnefnd.
Niels
Jacobsen
Hlutafé lækk-
að í Össuri
Sjálfkjörið var í stjórn VÍS á aðal-
fundi félagsins síðdegis í gær en allt
stefndi í að kjósa þyrfti milli fjögurra
kvenna sem buðu sig fram í stjórn.
Tveimum tímum fyrir fundinn dró
Maríanna Jónasdóttir, skrifstofu-
stjóri í fjármála- og efnahagsráðu-
neytinu, framboð sitt til stjórnar til
baka. Tveir karlar höfðu einnig til-
kynnt framboð en vegna laga um
kynjakvóta í stjórnir hlutafélaga og
samþykkta fyrirtækisins voru þeir
sjálfkjörnir.
Á aðalfundinum var meðal annars
tekin til afgreiðslu tillaga stjórnar
um breytingar á stjórnarlaunum.
Horfið var frá því kerfi að greiða
stjórnarmönnum 100 þúsund krónur
fyrir hvern setinn aukafund og þess í
stað ákvörðuð föst þóknun, 350 þús-
und krónur til stjórnarmanna og 600
þúsund krónur til stjórnarformanns.
Fyrir fundinn hafði lífeyrissjóðurinn
Gildi leitað skýringa á þessu breytta
fyrirkomulagi, auk þess sem fulltrúi
Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem
heldur á 2,33% hlutafjár í félaginu,
óskaði eftir nánari skýringum á
fundinum.
Hallbjörn Karlsson, fráfarandi
formaður stjórnar, sagði þetta fyrir-
komulag tryggja gagnsæi um starf
stjórnarinnar. „Sé litið til launa-
greiðslna stjórnarmanna í VÍS fyrir
árin 2012 og 2013, er um lækkun
launa að ræða. Þar til nú hafa laun
stjórnarmanna VÍS í raun verið
greidd að einum þriðja af Lífís og
tveimur þriðju af VÍS af sögulegum
ástæðum. Vegna breyttra laga um
vátryggingafélög er nú nauðsynlegt
að skipa sjálfstæða stjórn yfir Lífís
sem veldur kostnaðarauka fyrir VÍS,
en Lífís er 100% í eigu VÍS.“ Í því
sambandi benti Hallbjörn á að Lífís
stendur undir innan við 5% af tekjum
VÍS.
„Við lítum ekki á þetta sem hækk-
un heldur kemur til aukinn kostnað-
ur fyrir VÍS vegna þess að núna þarf
að skipa sérstaka stjórn fyrir Lífís. Í
því liggur hinn aukni kostnaður sem
við erum ósátt við,“ sagði Hallbjörn í
samtali við Morgunblaðið.
Ekki þurfti að
kjósa í stjórn VÍS
Tryggingar Umræða var um launa-
kjör stjórnar á aðalfundi VÍS.