Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 35
sjálfboðavinna fólks sem var í námi
eða fullri vinnu.
Meðal helstu forsprakkanna á
þessum árum voru Vilhjálmur Þór
Kjartansson (Villi radíó), síðar verk-
fræðingur, og Hreinn heitinn Hall-
dórsson í Melabúðinni og síðar fram-
kvæmdastjóri.
Fyrir áramótin 1968 hóf sveitin
sölu á flugeldum sem gjörbreytti
fjárhagsafkomu hennar og varð til
þess að HSSR varð öflugasta og best
búna björgunarsveit landsins.“
Tryggvi var formaður LHS,
Landssambands hjálparsveita skáta,
á árunum 1973-89, beitti sér fyrir
stofnun Björgunarskólans 1977,
Björgunarhundasveitar Íslands 1980
og margra annarra sveita, víðsvegar
um landið. Í formannstíð hans var
lagður grunnur að mörgum fjáröfl-
unarleiðum sem urðu til þess að
styrkja mjög fjárhagsstöðu aðildar-
sveitanna.
Tryggvi var félagsmálastjóri LHS
og Landsbjargar, landssambands
björgunarsveita, á árunum 1987-92,
varð skólastjóri Björgunarskólans
1987, var umsjónarmaður Björgunar
1990, fyrstu ráðstefnu sinnar teg-
undar hér á landi, og fyrsti formaður
Landsstjórnar björgunarsveita 1989.
Hann tók þátt í um 500 aðgerðum
björgunarsveitanna um nánast allt
land, oft sem stjórnandi.
Þegar myndlistinni sleppir hafa
aðaláhugamál Tryggva og eiginkonu
hans, Elínbjartar, snúist um ferða-
lög, innanlands og erlendis. Þau hafa
ferðast til meira en 60 landa í flestum
heimsálfum.
Fjölskylda
Eiginkona Tryggva er Elínbjört
Jónsdóttir, f. 3.1. 1947, vefnaðar-
kennari og listmunasali.
Foreldrar hennar voru Elín Jóns-
dóttir, f. 1918, d. 2013, kennari í þjóð-
búningagerð, og Jón Hermannsson,
f. 1920, d. 1992, búfræðingur og verk-
stjóri.
Börn Tryggva og Elínbjartar eru:
Margrét Vilborg Tryggvadóttir, f.
20.5. 1972, bókmenntafræðingur og
fyrrv. alþm., en maður hennar er Jó-
hann Ágúst Hansen, viðskiptafræð-
ingur og listmunasali, og eru synir
þeirra Hans Alexander Margrétar-
son Hansen, f. 1992, nemi við HÍ, en
unnusta hans er Gunndís Ásta Gísla-
dóttir háskólanemi, og Elmar
Tryggvi Hansen, f. 1997, nemi í
Tækniskóla Íslands; Elín Tryggva-
dóttir, f. 27.3. 1975, hjúkrunarfræð-
ingur, en maður hennar er Guðjón
Klemenz Guðmundsson, viðskipta-
fræðingur og framkvæmdastjóri, og
eru börn þeirra Grímur Nói Guð-
jónsson, f. 2000, grunnskólanemi,
Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, f. 2004,
grunnskólanemi, og Auðbjörg Edda
Guðjónsdóttir, f. 2009; Friðrik
Tryggvason, f. 4.6. 1979, afbrota-
fræðingur og starfsmaður Neyðar-
línunnar, en kona hans er Katrín Sól-
ey Bjarnadóttir umhverfislíffræð-
ingur og er sonur þeirra Markús
Freyr Friðriksson, f. 2010.
Foreldrar Tryggva voru Friðrik
Pálsson, f. 26.4. 1917, d. 3.8. 1974, sút-
ari og lögregluflokksstjóri í Reykja-
vík, og k.h., Margrét Tryggvadóttir,
f. 13.6. 1917, d. 18.2. 1997, saumakona
og starfskona skólatannlækna.
Úr frændgarði Tryggva Páls Friðrikssonar
Tryggvi Páll
Friðriksson
Hermann Sigurbjörnsson
b. að Syðri-Varðgjá
Svava Hermannsdóttir
húsfr. á Ytri-Varðgjá
Vigfús Tryggvi Jóhannsson
b. á Ytri-Varðgjá í Eyjafirði
Margrét Tryggvadóttir
húsfr. og starfskona
skólatannlækna
Þóra Rósa Vigfúsdóttir
húsfr. á Látrum
Jóhann Franklín Jónasson
útgerðarm. á Látrum og í Hrísey
Gunnar Axel
Pálsson hrl. í Rvík
Einar Halldór
Pálsson
skrifstofum.
í Rvík
Páll Harðarson
hagfr. og forstj.
Kauphallarinnar
Hörður Einarsson hrl. og
fyrrv. framkvæmdastj. í Rvík
Kjartan Gunnarsson
lögfr.og fyrrv.
framkvæmdastj.
Sjálfstæðisflokksins
Oddný Guðmundsdóttir
húsfr. á Kóngsparti
Einar
Þorláksson
b. á
Kóngsparti
Vilborg Einarsdóttir
húsfr. á Eskifirði og í Rvík
Páll Bóasson
fiskverkandi á Eskifirði og síðar starfsm. Fjármálaráðuneytisins
Friðrik Pálsson
sútari og lögregluflokksstj. í Rvík
Rósa
Bjarnad.
húsfr. á
Sléttu
Bóas Pálsson
b. á Sléttu í Reyðarf., bróðursonur Guðrúnar, móður
Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðh.
af Bóasarætt og Sandfellsætt
Yngvi Harðarson
hagfræðingur
Magnús Harðarson
hagfræðingur og
framkvæmdastj.
Kauphallarinnar
Margrét
Kristjánsd.
húsfr. að
Syðri-
Varðgjá
Þóra Garðars-
dóttir húsfr.
í Rvík
Eggert Briem
raftæknifr. í Rvík
Þóra
Sigfúsd.
húsfr.
í Rvík
Margrét
Þorbjörg
Garðarsd.
húsfr. í Rvík
Kristján G.
Gíslason
stórkaupm.
í Reykjavík
Jón Halldórsson
lögfr. í Rvík
Garðar Halldórsson
fyrrv. húsameistari
ríkisins
Halldór Þór Halldórsson
verkfr. og flugstjóri í Rvík
Garðar K. Gíslason
hæstaréttardómari
Þóra Kristjánsd.
listfræðingur
Ásta
Kristjana
Sveinsdóttir dr.
í heimspeki og
dósent í
Bandaríkjunum
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Jón Sigurðsson fæddist á Reyni-stað í Skagafirði 13.3. 1888.Foreldrar hans voru Sigurður
Jónsson, bóndi á Reynisstað, og k.h.,
Sigríður Jónsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Jóns var Sigrún Pálma-
dóttir húsfreyja, dóttir Pálma Þór-
oddssonar og k.h., Önnu Hólmfríðar
Jónsdóttur.
Sonur Jóns og Sigrúnar var Sig-
urður, alla tíð bóndi á Reynisstað
sem lést 2004, en tveir bræður hans
létust á fyrsta ári.
Jón var dæmigerður fyrir þá hér-
aðshöfðingja sem sátu á Alþingi fram
yfir miðbik aldarinnar. Hann átti alla
tíð heima á föðurarfleifð sinni,
Reynistað, sögufrægu höfuðbóli sem
var jarlssetur á Sturlungaöld,
nunnuklaustur fram yfir siðaskipti,
kirkjustaður og löngum sýslumanns-
setur.
Jón átti kost á að fara í Latínuskól-
ann og læra til embættis en ákvað
sjálfur annað nám og ævistarf. Hann
lauk gagnfræðaprófi á Akureyri
1903, búfræðiprófi frá Bændaskól-
anum á Hólum 1904, stundaði nám í
lýðháskólanum í Askov 1906-1907 og
var við búnaðarnám í Danmörku og
Noregi 1907-1908.
Jón var bústjóri hjá föður sínum
frá 1908 og bóndi á Reynistað frá
1919, en á móti Sigurði, syni sínum,
frá árinu 1947.
Jón var eljusamur og framfara-
sinnaður búhöldur, var oddviti og
hreppstjóri Staðarhrepps og gegndi
flestum öðrum helstu trún-
aðarstörfum fyrir sveit sína, hérað
og stétt og var alþm. á þrjátíu og
þremur þingum, lengst af fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Jón stofnaði og starfrækti Sögu-
félag Skagafjarðar, var frumkvöðull
að stofnun byggðasafnsins í
Glaumbæ og vann ötullega að bygg-
ingu Bókhlöðunnar á Sauðárkróki.
Af strákum sem voru í sveit hjá
Jóni og urðu síðar þjóðkunnir menn
má nefna frænda hans, Jónas Krist-
jánsson, fyrrv. ritstjóra DV, Ragnar
Borg framkvæmdastjóra og Björn
Bjarnason, fyrrv. alþm. og ráðherra.
Jón lést 5.8. 1972.
Merkir Íslendingar
Jón
Sigurðsson
90 ára
Guðbjörg Árnadóttir
Hólmfríður
Gunnlaugsdóttir
Ólafur Guðbrandsson
85 ára
Guðmundur Kristinsson
Tryggvi Kristinn
Valdimarsson
80 ára
Björg Lára Jónsdóttir
Edda Katrín Gísladóttir
Jóna Anna Stefánsdóttir
Jón Heiðar Magnússon
Magnús Ólason
75 ára
Anna Bjarnarson
Helga Lára Jónsdóttir
Hilmar Gunnarsson
Hulda Sigurvinsdóttir
Kristján Kristjánsson
Magnús Sigfússon
María M. Kristófersdóttir
Ólafur Jóhann Gunnarsson
70 ára
Loftur Rögnvalds
Gunnarsson
Ragnheiður Halldórsdóttir
Ríkey O. Beck
Svava Antonsdóttir
Valdimar Magnús Jónsson
60 ára
Aðalbjörn Björnsson
Ástríður Sólrún Grímsdóttir
Benedikt H. Björgvinsson
Boris Dmitrievich Semenov
Guðmundur Sigurðsson
Jóhann Þór Magnússon
Jónína I. Jóhannsdóttir
María S. Stefánsdóttir
Sigrún S. Valdimarsdóttir
Sigurður Arelíus Emilsson
Skúli Heiðar Benediktsson
Sverrir Hafsteinsson
Sverrir Hermannsson
50 ára
Dagný B. Indriðadóttir
Guðríður Júlíusdóttir
Hjörtur Jónsson
Rúnar Ólafur Emilsson
Sigurður Egill Stefánsson
Sigurvin Elías Samúelsson
40 ára
Ásrún Lárusdóttir
Elísabet Elín Úlfsdóttir
Guðný Ingvarsdóttir
Gunnar Kristinn Ólafsson
Gunnþór E. Gunnþórsson
Helena Ketilsdóttir
Jocelyn Barro Jarocan
Jón Halldór Eðvaldsson
Kristín Björk Gunnarsdóttir
Margrét Ólöf Ólafsdóttir
Nanna Bára Birgisdóttir
Oswald Perez Capin
Óskar Viekko Brandsson
Sigurveig B. Harðardóttir
Sonja Schaffelhoferova
Valdís Rut Jósavinsdóttir
Zeqir Kastrati
Þórarinn K. Finnbogason
30 ára
Agata K. Sobolewska
Anna Karen Ágústsdóttir
Bjarni Már Guðlaugsson
Björn Þór Gunnarsson
Einar Hallgrímsson
Erna Björk Sigurgeirsdóttir
Gunnar Þór Böðvarsson
Helgi Héðinsson
Ríkharð Óskar Guðnason
Sigurður Guðgeirsson
Sveinn Óskar Þorbjörnsson
Tomoya Sakurai
Vilhjálmur A. Þórarinsson
Til hamingju með daginn
30 ára Valgerður ólst upp
í Reykjavík, býr þar, lauk
MA-prófi í félagsfræði frá
HÍ og er í nú fæðing-
arorlofi.
Maki: Haraldur Anton
Skúlason, f. 1983, vakt-
stjóri á Lebowski bar.
Dóttir: Auður Soffía Har-
aldsdóttir, f. 2014.
Foreldrar: Soffía Unnur
Björnsdóttir, f. 1954,
kennari, og Kristján S.
Baldvinsson, f. 1948, brú-
arverkfræðingur.
Valgerður S
Kristjánsdóttir
30 ára Kristín ólst upp á
Sauðárkróki, býr á Ak-
ureyri og starfar sem tal-
meinafræðingur á Tal-
meinastofu Akureyrar.
Bræður: Andri Fannar, f.
1990; Sigurður Karl, f.
1992, og Daníel Ísar og
Mikael Snær, f. 1998.
Foreldrar: Gísli Sigurðs-
son, f. 1959, frjálsíþrótta-
þjálfari hjá UFA, og Fann-
ey Ísfold Karlsdóttir, f.
1959, sjúkraþjálfari á Ak-
ureyri.
Kristín María
Gísladóttir
30 ára Sigrún ólst upp á
Siglufirði, er þar búsett,
lauk prófum í lífeinda-
fræði frá HÍ og er lífeinda-
fræðingur hjá Genis á
Siglufirði.
Maki: Eyjólfur Bragi Guð-
mundsson, f. 1982, pípu-
lagningamaður.
Dóttir: Kolbrún Kara, f.
2006.
Foreldrar: Bylgja Haf-
þórsdóttir, f. 1964, og
Þorleifur Gestsson, f.
1965. Þau búa í Noregi.
Sigrún
Þorleifsdóttir
0 KR. ÚTBORGUN
AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu AVIS
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
LANGTÍMALEIGA
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur
kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll,
engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen
við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.