Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg
Verð kr. 5.360
80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg
Verð kr. 9.650
100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg
Verð kr. 9.950
Utandyra
og innan
3 stærðir
ÞURRKGRINDUR
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Talsverður munur er á meðaltals-
einkunnum í samræmdum prófum
eftir landshlutum og sveitarfélögum.
Þó er ekki annað að sjá en að þeir
skólar sem eru með hæstu og lægstu
meðaltalseinkunnirnar séu dreifðir
um allt land. Mismunandi er eftir
sveitarfélögum hversu hátt hlutfall
nemenda tekur prófið og óútskýrðar
fjarvistir eru tíðar.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu Námsmatsstofnunar
um niðurstöður samræmdra prófa í
4., 7. og 10. bekk árið 2014.
Prófin voru haldin seinnihluta
septembermánaðar og þau þreyttu
samtals rúmlega 11.200 nemendur í
öllum þeim skólum landsins sem eru
með nemendur í þessum bekkjum.
Prófað er í íslensku og stærðfræði
og auk þess í ensku í 10. bekk. Hér
er eingöngu fjallað um íslensku- og
stærðfræðiprófin.
Fáir tilkynntir veikir
Hlutfall nemenda í hverju sveitar-
félagi fyrir sig sem taka samræmdu
prófin er á bilinu 46,9% og upp í
100%, en meðaltalið er 88-89,5%.
Ástæður forfalla geta verið undan-
þágur eða veikindi, en einnig er tals-
vert um óútskýrðar fjarvistir. Fá-
menni í sveitarfélögum er stundum
skýring á lágu hlutfalli nemenda
sem taka prófin, þar sem ekki þurfa
margir að forfallast til að hlutfallið
verði lágt. Nemendur virðast al-
mennt heilsuhraustir á prófdag, því
um og innan við 1% þeirra er skráð
veikt í prófunum.
Að meðaltali fá 5-6% nemenda
undanþágu frá próftöku. Ástæður
þess geta verið margvíslegar, eins
og t.d. takmörkuð íslenskukunnátta,
frávik frá þroska eða áföll sem gera
nemanda ókleift að taka prófið.
Athygli vekur hversu hátt hlutfall
nemenda er fjarverandi, eða næst-
um því jafn margir og þeir sem fá
undanþágu. Fjarvist er skráð þegar
nemandi hvorki mætir, fær und-
anþágu né er tilkynntur veikur.
Samkvæmt skýrslunni eru nokkur
dæmi um að meira en 20% nemenda
séu fjarverandi í samræmdu prófi án
skýringar og í einu tilviki voru 44%
nemenda skráð fjarverandi.
Margir fá stuðning
Að meðaltali fá 20-22% nemenda
stuðning í samræmdu prófi, en slík-
ur stuðningur getur m.a. falist í
lengri próftíma, túlkun eða lestrar-
stuðningi við próftöku. Ekki er óal-
gengt að um þriðjungur nemenda fái
slíkan stuðning en í sumum sveit-
arfélögum er þetta hlutfall þó tals-
vert hærra, eða allt að 63% þar sem
það er hæst.
Taflan hér að ofan sýnir þrjár
hæstu og þrjár lægstu einkunnir í
hverju samræmdu prófi fyrir sig.
Einkunnirnar eru meðaldreifðar á
bilinu 0-60, þar sem heildarmeð-
altalið er 30 og á töflunni sést að
skólarnir eru víða um land.
Hægt að skoða á ýmsan hátt
Skoða má einkunnirnar og niður-
stöðurnar sem birtar eru í skýrsl-
unni á ýmsan hátt og þegar með-
aldreifðar einkunnir í sveitar-
félögum, en ekki í einstökum
skólum, eru skoðaðar kemur nokkuð
önnur mynd í ljós. Það sveitarfélag
þar sem hæsta meðaltalseinkunnin
er í íslensku í 4. bekk er Grímsnes-
og Grafningshreppur og hæsta með-
aleinkunn 4. bekkinga í stærðfræði
var í Langanesbyggð.
Í íslensku í 7. bekk er hæsta með-
aleinkunnin bæði í íslensku og
stærðfræði í Seyðisfjarðarkaupstað.
Hæsta meðaleinkunnin í íslensku í
10. bekk er í Eyja- og Miklaholts-
hreppi og 10. bekkingar í Flóahreppi
eru með hæstu stærðfræðieinkunn-
irnar að meðaltali.
Mikill munur á milli einstakra skóla
Þrjár hæstu og þrjár lægstu meðaltalseinkunnir skóla í samræmdu prófunum í 4., 7. og 10. bekk 2014
Einkunnir eru normaldreifðar á bilinu 0-60 þannig að meðaltalið er 30
4. bekkur – íslenska 7. bekkur – íslenska 10. bekkur – íslenska
4. bekkur – stærðfræði 7. bekkur – stærðfræði 10. bekkur – stærðfræði
60
50
40
30
20
10
0
60
50
40
30
20
10
0
60
50
40
30
20
10
0
60
50
40
30
20
10
0
60
50
40
30
20
10
0
60
50
40
30
20
10
0
1. Skóli Ísaks Jónssonar 2. Njarðvíkurskóli 3. Ártúnsskóli
1. Grunnskólinn í Borgarnesi 2. Fellaskóli 3. Stóru-Vogaskóli
1. Ártúnsskóli 2. Hamraskóli 3. Foldaskóli og Stóru-Vogaskóli
1. Háaleitisskóli 2. Grunnskóli Bolungarvíkur
3. Grunnskólinn í Stykkishólmi
1. Lindaskóli 2. Langholtsskóli 3. Vogaskóli, Smáraskóli og
Hrafnagilsskóli
1. Fellaskóli 2. Oddeyrarskóli 3. Grunnskóli Bolungarvíkur
1. Skóli Ísaks Jónssonar 2. Njarðvíkurskóli 3. Ártúnsskóli
1. Grunnskólinn í Borgarnesi 2. Grunnskólinn á Blönduósi
3. Grunnskóli Dalvíkurbyggðar
1. Ártúnsskóli 2. Hamraskóli 3. Grundaskóli
1. Sunnulækjarskóli 2. Egilsstaðaskóli 3. Grunnskóli Húnaþings
Vestra
1. Grunnskóli Seltjarnarness 2. Álftamýrarskóli og Háteigsskóli
3. Vatnsendaskóli
1. Grunnskólinn á Eskifirði 2. Norðlingaskóli 3. Grunnskóli Grindavíkur
1.
42,8 1.
37,5
1.
34,9
1.
42,6
1.
40 1.
37,5
1.
20,2
1.
21
1.
19
1.
22
1.
23,4
1.
21,5
2.
21,9
2.
22,2
2.
22
2.
22,9
2.
23,5 2.
21,7
2.
22,1
3.
22,5
3.
22,6
2.
23,5
2.
23,9
2.
21,9
2.
42,7 2.
36,9
2.
34,8
2.
40,3
2.
39,3 2.
35,5
3.
38,5
3.
36,5
3.
34,4
3.
39,4
3.
37,8 3.
34,8
Skólarnir með hæstu og lægstu einkunnirnar í samræmdu prófunum eru dreifðir víða um land
Fjarvistir eru álíka margar og undanþágur Allt að 63% nemenda fá stuðning í prófunum
Byggðasafn Skagfirðinga hefur,
ásamt bandarískum samstarfsaðilum,
hlotið veglegan styrk til þriggja ára
fornleifa- og jarðsjárrannsókna.
Rannsóknin kallast Skagfirska
kirkju- og byggðasögurannsóknin og
er styrkur að upphæð um 90 milljónir
króna veittur úr sjóði er nefnist Nat-
ional Science Foundation.
Rannsóknin er þverfaglegt sam-
starfsverkefni og um leið sjálfstætt
framhald rannsókna Byggðasafnsins
á fornum kirkjugörðum í Skagafirði
og rannsóknum bandaríska teymisins
á byggðaþróun á Langholti, sem stað-
ið hafa yfir í nokkur ár. Nú verður
sjónum beint að Hegranesi og er ætl-
unin með rannsókninni að gera heild-
stæða rannsókn á byggðaþróun og
kirkjusögu jarða á Hegranesi, frá
landnámi fram á 13. öld. Rannsóknin
hefst í ár og lýkur 2017, að því er fram
kemur á heimasíðu Byggðasafnsins.
Í júní munu starfsmenn Byggða-
safnsins hefjast handa við heildar-
fornleifaskráningu Hegraness.
Fyrstu vikuna í júlí kemur hópur 17
sérfræðinga og nema frá Bandaríkj-
unum og verður fram í miðjan ágúst.
Með starfsmönnum Byggðasafnsins
verða því um 20 manns við rannsóknir
í Hegranesi í sumar.
Styrkur til rann-
sókna í Hegranesi
Unnið að heildar-fornleifaskráningu
Morgunblaðið/Kristinn
Í Keldudal Unnið hefur verið að Skagfirsku kirkjurannsókninni frá 2008,
en grunn verkefnisins má rekja til óvænts fundar og uppgraftrar kirkju-
garðs og kumlateigs í Keldudal árin 2002-3.