Morgunblaðið - 13.03.2015, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
✝ Skúli Ketilssonfæddist í Bol-
ungarvík 5. nóv-
ember 1930. Hann
lést á hjartadeild
Landspítala Íslands
3. mars 2015.
Foreldrar Skúla
voru þau Ketill
Magnússon, f. 16.
ágúst 1885, d. 24.
janúar 1962, og
Guðlaug Jónsdóttir,
f. 23. júlí 1893, d. 11. júlí 1988.
Ketill og Guðlaug eignuðust 13
börn og var Skúli 10. í röðinni.
Systkini Skúla voru Elín, f. 4.
ágúst 1912, d. 14. ágúst 1920,
Sumarlína, 31. júlí 1914, d. 21.
mars 1944, Þórunn, f. 5. október
1916, d. 10. febrúar 1962, Magn-
ús, f. 15. ágúst 1918, d. 15. febrúar
1983, Lovísa, f. 20. ágúst 1921,
býr í Svíþjóð, Friðrik, f. 21. júní
1923, d. 7. september 2008, Karl,
f. 3. júní 1927, d. 25. júlí 1927, Vil-
hjálmur, f. 16. mars 1926, d. 15.
júní 1939, Elías, f. 16. desember
1928, býr í Bolungarvík, Lilja, f.
16. apríl 1932, d. 1. maí 2014, Guð-
laugur, f. 24.október 1934, býr á
Akranesi, og Sigríður, f. 26. júní
1936, býr á Akranesi.
Árið 1953 giftist hann Margréti
Barnabarnabörnin eru samtals
fimmtán.
Skúli ólst upp á Jaðri í
Bolungarvík og gekk í barnaskóla
í Bolungarvík og síðar Héraðs-
skólann í Reykjanesi. Hann var
ungur sendur í sveit og 14 ára
gamall hóf hann að stunda sjó-
mennsku. Skúli fluttist til Akra-
ness árið 1951 og bjó sér heimili
með Margréti Sigríði en þau
skildu árið 1981. Hann tók punga-
próf og nam skipasmíði hjá Þ&E,
lauk sveinsprófi árið 1961 og fékk
meistarabréf í skipasmíði 1984.
Skúli var annar stýrimaður á
Bjarna Ólafssyni í mörg ár og þá
rak hann húsasmíðaverkstæði og
verktakafyrirtæki með syni sín-
um í 15 ár. Hann vann hjá
Byggðasafninu á Akranesi við
það að gera upp Kútter Sigurfara
og undir lok starfsævinnar starf-
aði hann hjá syni sínum við húsa-
smíði.
Skúli var mikill áhugamaður
um skák og brids, varð skák-
meistari Akraness eitt ár á sjö-
unda áratugnum og varð einnig
Akranesmeistari í brids, bæði í
sveitakeppni og tvímenningi 1972
og 1973. Þá varð Skúli Vest-
urlandsmeistari í brids, bæði í
sveitakeppni og tvímenningi, árið
1972.
Útför Skúla fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 13. mars 2015, kl.
15.
Sigríði Sigurjóns-
dóttur, f. 28. sept-
ember 1934, d. 3.
ágúst 2002. Börn
Skúla og Margrétar
eru þrjú: 1) Sig-
urjón, f. 16. ágúst
1953. Hann er
kvæntur Ólöfu Agn-
arsdóttur, f. 17.
mars 1957, og eiga
þau þrjú börn.
Söndru Margréti, f.
31. maí 1975, Jónu Björk, f. 17.
ágúst 1981, og Agnar, f. 3. janúar
1986. 2) Guðlaug, f. 27. júlí 1954, í
sambúð með Jóni Halldórssyni, f.
29. maí 1948. Guðlaug á eina dótt-
ur með Otto Phillips, f. 27. desem-
ber 1953, Belindu J. Ottósdóttur,
f. 7. júlí 1975. Guðlaug á tvær
dætur með sambýlismanni sínum:
Huldu Björk, f. 27. ágúst 1993, og
Hörpu Rós, f. 5. mars 1996. 3)
Þórdís, f. 21. nóvember 1961, í
sambúð með Johannesi Marian
Simonsen, f. 16. febrúar 1965.
Þórdís á einn son með Matthíasi
Einarssyni, f. 28. júní 1952, Skúla
Má, f. 15. apríl 1983. Þórdís á þrjú
börn með sambýlismanni sínum:
Írisi Ósk, f. 23. júní 1988, Marinó
Frey, f. 19. nóvember 1990, og
Margréti Sigríði, f. 16. maí 1995.
Minningar um afa koma upp í
hugann, afi Skúli er farinn á vit
feðra sinna og hefur fengið hvíldina
sína. Lífið fór ekki mjúkum hönd-
um um kallinn og það mótaði hans
persónu, við skildum það ekki þeg-
ar við vorum börn en við skiljum
það núna. Afi var sjö ára þegar
hann var sendur í sveit til þess að
vinna fyrir mat ofan í sig og ein-
ungis 14 ára gamall var hann kom-
inn á sjó, fluttur að heiman.
Við systkinin unnum öll á ein-
hverjum tímapunkti með afa og
hann var hörkukarl, duglegur og
ósérhlífinn og þver eftir því. Hann
hlífði okkur ekki heldur og var ekki
alltaf sanngjarn en í því fólst ákveð-
inn lærdómur sem við tökum með
okkur. Eitt atvik sem kemur upp í
hugann og lýsir honum vel er þegar
hann var í gifsi á annarri löppinni
að vetrarlagi og þar sem kallinn var
með bát og vildi fara á grásleppu
varð engu tauti við hann komið;
hann skellti sér út á bátinn á ann-
arri löppinni með tærnar út í loftið.
Afi var mikið náttúrubarn og
hafði mikinn áhuga á fiskveiði,
fuglalífi og íslensku landslagi. Hin-
ar dularfullu verur úr þjóðsögum
og ævintýrabókum fönguðu hug
hans og þegar við vorum yngri
sagði hann okkur margar drauga-
og ævintýrasögur. Meðal annars
söguna af því hvernig hákarl hefði
bitið af honum litla fingurinn sem
vantaði á hann. Það er óhætt að
segja að það var ákveðinn ævin-
týraljómi yfir afa.
Þegar við vorum ekki hjá afa að
horfa á dýralífs- eða ævintýra-
myndir var skákborðið oft tekið
upp. Afi hafði orðið Akranesmeist-
ari í skák og fannst skemmtilegt að
kenna okkur krökkunum þá gagn-
legu hugarleikfimi.
Afi var mikill dýravinur alla tíð
og hafði sérlega gaman af því að
annast hestana og hænurnar sínar.
Hann gat lítið tjáð sig undir það síð-
asta en var þó skýr í kollinum. Það
var sérstaklega skemmtilegt nú á
seinni tímum að sjá hvernig hann
ljómaði upp þegar hann sá börnin í
fjölskyldunni og eins þegar hann
var í kringum dýrin.
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir
afa en við erum þakklát fyrir að
hafa haft hann með okkur bæði á
hversdagslegum stundum í lífinu
og á stórum tímamótum. Þegar
pabbi varð sextugur fannst afa
Skúla svo gaman í veislunni að
hann vildi alls ekki fara heim fyrr
en partíið var búið. Þegar við ætl-
uðum að fara með hann heim að
hvíla sig eftir atburðaríkan dag
þverneitaði hann og hélt sér í næstu
súlu í mótmælaskyni. Hann fékk að
sjálfsögðu að ráða og skemmti sér
með okkur fram á nótt hæstánægð-
ur. Það yljar okkur einnig að afi
kom á ættarmót síðasta sumar þar
sem hann brosti breitt undir fögr-
um tónlistarflutningi systkina sinna
og annarra ættingja. Það var
greinilegt að honum leið vel á góð-
um stundum í faðmi fjölskyldunnar.
Elsku afi, þú lifir áfram í hjört-
um okkar og í því mikla ríkidæmi
sem þú skilur eftir þig. Minning þín
er ljós í lífi okkar.
Hvíldu í friði elsku afi, megi Guð
geyma þig.
Sandra Margrét,
Jóna Björk og Agnar.
Þegar ég kom til starfa hjá Þor-
geiri & Ellert fyrir meira en hálfri
öld starfaði þar stór hópur mikilla
dugnaðarforka, bæði í vélsmiðju og
dráttarbraut. Verið var að ljúka
smíði á 100 tonna tréskipi, Sigrúnu
AK og skömmu síðar hófst smíði á
enn stærra tréskipi, Páli Pálssyni
GK. Tréskipasmíðin var mikil erf-
iðisvinna og vinnudagurinn langur.
Einn þeirra jaxla sem þarna störf-
uðu var Skúli Ketilsson sem lært
hafði skipasmíði hjá fyrirtækinu.
Skúli var einhver harðduglegasti
maður sem ég hef kynnst og virtist
kunna best við sig í erfiðum verk-
efnum. Mér er það minnisstætt
þegar fyrirtækið smíðaði skemmti-
snekkju úr áli fyrir Bandaríkja-
markað að Skúli vann við innrétt-
ingu á snekkjunni. Það átti ekki alls
kostar við hann, honum fannst
þetta óttaleg dútlvinna og var þeirri
stundu fegnastur þegar hann
komst aftur í önnur störf og meira
krefjandi líkamlega.
Á þessum árum var vinnuvikan
löng, unnið a.m.k. tíu tíma á dag og
flesta laugardaga. Skúli reyndi þó
að sinna áhugamálum sínum, hann
hafði mikla ánægju af stangveiði og
fór oft til silungsveiða um helgar.
Hann var skákmaður góður og tók
þátt í skákmótum á Akranesi árum
saman og snéri sér síðan að brids-
spilamennsku.
Við vorum spilafélagar í tvö ár
og gekk vel, urðum Akranes- og
Vesturlandsmeistarar og tókum
þátt í Íslandsmótum. Skúli var mik-
ill keppnismaður og brosti breitt
þegar vel gekk, en hristi stundum
höfuðið með armæðusvip ef eitt-
hvað fór úrskeiðis í spilamennsk-
unni. Við hættum að spila saman
þegar Skúli fór til sjós, en hann var
í fjölda ára skipverji á Bjarna Ólafs-
syni AK með Runólfi Hallfreðssyni,
skipstjóra og útgerðarmanni.
Þegar ég hóf störf á Höfða fyrir
tíu árum var Skúli búsettur þar, en
hann hafði tveimur árum áður feng-
ið áfall sem leiddi til lömunar og
einnig missti hann málið að mestu.
Hugsunin var þó skýr og það var
gaman að setjast hjá honum og
brosti hann breitt þegar ég rifjaði
upp spilamennskuferil okkar og
ekki síður þegar ég sagði honum
hvað Sigurjón sonur hans væri að
fást við, en hann er afkastamikill
byggingameistari.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá Skúla, en hann var maður sem
stóð fyrir sínu. Nú er þessi mikli
dugnaðarforkur genginn á vit feðra
sinna. Við Guðný sendum börnum
hans og fjölskyldum þeirra samúð-
arkveðjur.
Guðjón Guðmundsson.
Skúli Ketilsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR INGÓLFSSON
frá Eyri Ingólfsfirði,
Arnarhrauni 48,
Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 5. mars á Landspítalanum í Reykjavík.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
19. mars kl. 13.
.
Svanhildur Guðmundsdóttir,
Guðjón Ólafsson, Fjóla Berglind Helgadóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Gunnlaugur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
BÁRA SÆMUNDSDÓTTIR,
Aðalgötu 7,
Ólafsfirði,
verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 14. mars kl. 14.
.
Sæbjörg Anna Bjarnadóttir og Hilmar Svavarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
UNNAR BJÖRN JÓNSSON
byggingatæknifræðingur,
Fífurima 16,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
18. mars kl. 13.
.
Geirþrúður Geirsdóttir,
Silja Unnarsdóttir, Valdimar Ómarsson,
Jón Halldór Unnarsson,
Margrét I. Jónasdóttir,
Davíð G. Jónasson, Hrafnhildur Ósk Hrafnsdóttir,
Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir,
Alex Máni,
Ómar Björn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR
á Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
þriðjudaginn 10. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Steinunn Jóhannesdóttir, Einar Karl Haraldsson,
Leó Jóhannesson, Sólveig Reynisdóttir,
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, Gísli Gíslason,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝ RagnheiðurHannesdóttir
fæddist á Hjalla í
Vestmannaeyjum 12.
október 1915. Hún
lést á Elliheimilinu
Grund 5. mars 2015.
Foreldrar Ragn-
heiðar voru Hannes
Sigurðsson, bóndi í
Brimhólmi Vest-
mannaeyjum, f. 16.
ágúst 1881, d. 16.
febrúar 1981, og Guðrún Jóns-
syni hagfræðingi, f. í Reykjavík 24.
ágúst 1912, d. 9. október 1989.
Barn Ragnheiðar og Haralds er
Hannes Gunnar, bankamaður, f.
23. ágúst 1942 í Vestmannaeyjum.
Hannes Gunnar kvæntist Eddu
Petrínu Guðmundsdóttur, f. 16. júlí
1946, d. 12. desember 1999. Þau
skildu. Eiga þau saman soninn
Harald, f. 2. febrúar 1964. Hannes
Gunnar kvæntist Rósu Ármanns-
dóttur frá Vopnafirði, f. 14. apríl
1945, og eiga þau synina Helga Ár-
mann, f. 11. desember 1972, og
Ragnar Þór, f. 1. október 1975.
Ragnheiður Hannesdóttir hús-
freyja var búsett lengst af á Há-
vallagötu 18 ásamt eiginmanni sín-
um og fjölskyldu.
Sálumessa verður í Kristskirkju
Landakoti í dag, 13. mars, kl. 15.
dóttir húsfreyja, f.
24. maí 1884, d. 6.
maí 1976. Ragnheið-
ur átti sex systkini,
þau Jón, Mörtu,
Hálfdán, Elínborgu,
Þóru og Sigurð, eft-
irlifandi bróðir
Ragnheiðar er Jón
Hannesson, f. 20.
júní 1912.
Árið 1942 giftist
Ragnheiður eig-
inmanni sínum, Haraldi Hannes-
Elsku amma Ragnheiður, nú
ert þú farin á vit nýrra ævintýra.
Þú varst yndisleg manneskja,
við náðum að kynnast vel þegar
ég og hann Halli þinn fórum að
búa á efri hæðinni á heimili þínu
Hávallagötu 18. Þú tókst okkur
mér og dætrum mínum tveim og
hundinum Jasmín þá opnum
örmum og bauðst okkur meira
en velkomnar. Svo árið 2001
fæddist okkur Halla dóttir og
það kom ekkert annað til greina
en að skíra hana í höfuðið á þér
og hún fékk nafnið Ragnheiður
Sól. Henni svipaði snemma til
þín, gleðina, jákvæðnina og húm-
orinn virðist hún hafa erft frá
þér og listrænu hæfileikana líka,
þú varst handlagin, listræn og
gerðir alls kyns listaverk sem
saumuð voru í silki. Við vorum
svo ótrúlega heppnar að fá að
kynnast þér svona vel og með
okkur tókst mikil vinátta og
væntumþykja. Það var auðvelt
að þykja vænt um svo góða konu
eins og þig. Ég dáðist að því
hversu jákvæð og létt í lund þú
varst, heyrði þig aldrei kvarta
eða vera með eitthvert svart-
sýnishjal, þú varst létt á fæti og
skokkaðir svona það sem þú
þurftir að sækjast eftir í „bestu
búð bæjarins“ eins og þú sagðir,
hjá strákunum á horninu. Fólk
tók eftir þér hvar sem þú fórst
og talaði um hvað þú værir létt á
fæti og mikil skvísa. Eitt af því
sem þú gerðir daglega þegar við
kynntumst var að fara í sund og
það þótti þér bara alveg ómiss-
andi hluti af deginum, að labba í
Vesturbæjarlaugina og hitta
fólkið í pottinum, þetta gaf þér
mikið og talaðir þú um það hvað
þetta væri hressandi fyrir líkam-
ann og sálina. Við Halli og
krakkarnir fórum nú stundum
með þér í laugina og vorum þér
sammála um ágæti sundsins. Þú
hafðir mikinn áhuga á tískunni,
kóngafólkinu og handboltanum,
oft sátum við og spjölluðum og
spáðum í þessi efni, krakkarnir
fengu að spila við þig og þú
kenndir þeim að búa til allskyns
munstur úr spilunum, það gaf
þér líka mikið að fá að hafa Jas-
mín, hundinn okkar, heima á
daginn, þið fóruð gjarnan út í
göngutúra og sátuð úti saman og
virtuð fyrir ykkur mannlífið og
þá komu krakkar að til að
klappa hundinum, þú hafðir
gaman af þessu, krakkarnir
sögðu þarna kemur konan með
hundinn en það hafðir þú heyrt
þau segja og fannst þér þetta
skemmtilegt. Já, þið Jasmín
voru mestu mátar og var hún
orðin þannig að þegar þú sóttir
tauminn þá hringsnerist hún af
spenningi, það verða fagnaðar-
fundir þegar þið farið að fara
aftur í göngutúra, en hún bíður
þín örugglega með eftirvæntingu
í himnaríki. Þú hafðir alltaf mik-
inn áhuga á hvað krakkarnir
voru að taka sér fyrir hendur,
eins og að læra á hljóðfæri,
íþróttaiðkun þeirra og þú varst
svo stolt af þeim hvað þau kunnu
mikið af vísum og lögum og
stundum fórst þú að sækja Söru
á leikskólann með Halla og tal-
aðir þú um það hvað hún væri
dugleg að læra vísur og lög og
syngja fyrir þig. Já, það er
óhætt að segja að þú hafir verið
stolt af öllu þínu fólki og borið
hag okkar allra fyrir brjósti. Það
er svo ótrúlega margs að minn-
ast og í leiðinni margs að sakna,
vildi svo að við hefðum átt lengri
tíma saman og að yngstu börnin
okkar tvö þau Darri og Dórot-
hea hefðu fengið að kynnast þér
enn betur, en er samt svo hjart-
anlega þakklát fyrir þig, elsku
Ragnheiður amma, eða tengda-
amma eins og ég sagði oft, við
munum aldrei gleyma þér og
þegar okkar tími er búinn hér á
þessari jörð hittumst við aftur.
Takk fyrir allt
Þín
Soffía.
Elsku amma Ragnheiður, ég
er mjög þakklát fyrir að hafa
verið skírð í höfuðið á þér og
vona að ég muni verða alveg eins
og þú; fyndin, jákvæð, skemmti-
leg og afskaplega góðhjörtuð.
Ég er mjög ánægð að hafa átt
þig sem langömmu, þú sýndir
alltaf mjög mikinn áhuga á öllu
sem ég sagði og gerði og þegar
það kemur að mér þá mun ég
hitta þig aftur. Takk bara fyrir
allt.
Hvíldu í friði og ró.
Þín
Ragnheiður Sól.
Ragnheiður
Hannesdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar