Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Fermingagjafir á frábæru verði Líttu við og skoðaðu úrva lið Verð 6.950,-Verð 4.700,- Verð 5.800,- Verð 6.700,-Verð 11.500,- Verð 17.900,- Verð 8.200,- Verð 5.900,-Verð 5.900,- Verð 7.500,- Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir Evrópumálin komin á byrjunarreit eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti fulltrúum ESB bréf þar sem þess er óskað að Ísland verði ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Spurður hvort næsta ríkisstjórn þurfi að leggja fram nýja umsókn sem þurfi þá að fara í gegnum öll aðildarríkin, sem hvert og eitt hefur neitunarvald, og þar með hefja ferlið að nýju, svarar Bjarni svo: „Það er spurning sem mér finnst að snúi fyrst og fremst að okkur hér heima fyrir. Hvort það myndi þurfa að leggja fram nýja umsókn. Mín skoðun er sú að það þurfi að byrja upp á nýtt og að við séum komin al- gjörlega á byrjunarreit. Það væri fráleitt að byggja nýtt að- ildarferli á verkum stjórnarinnar sem var vikið frá í síðustu kosning- um. Ég get auðvitað ekki svarað því fyrir hönd Evrópusambandsins, hvort þeir í framtíðinni myndu segja sem svo að þeir teldu óþarfa að fara fyrir öll þjóðþingin eða ekki. Ég tel slíkt smámál. Það var aðeins nokk- urra mánaða ferli … En ég geng út frá því að þar sem Ísland er ekki lengur umsóknar- ríki þá líti Evr- ópusambandið þannig á að málið sé algjörlega á byrjunarreit og að það þurfi þá að hefja ferlið upp á nýtt. Það er ekki stór eðlismunur á því að mínu mati að hefja ferlið upp á nýtt eða að reyna að blása lífi í gam- alt aðildarviðræðuferli, þar sem ekk- ert hafði í raun og veru gerst.“ Þurfi að endurnýja umsóknina Fer Ísland þá af lista ESB sem umsóknarríki? „Það sem farið er fram á af okkar hálfu í bréfinu er að Ísland verði ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki. Ríki sem er ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki hlýtur að þurfa að endurnýja umsókn sína í framtíðinni. Ég lít þannig á að Evrópusambandið hljóti að fara fram á skýrt lýðræðis- legt umboð og það leiði af eðli máls að menn þurfi að byrja upp á nýtt. En það er ekki mitt að svara fyrir Evr- ópusambandið hvernig þeir myndu vilja haga þessum málum í framtíð- inni. Aðalatriðið er hvernig við viljum afgreiða slíkt mál hér heima fyrir.“ Felur þetta í sér að umsókn Ís- lands að Evrópusambandinu hafi verið dregin til baka? „Ég lít þannig á að málið sé komið algjörlega á byrjunarreit.“ Þannig að umsóknin hafi verið afturkölluð? „Þetta jafngildir því.“ Hver er ástæða þess að þið farið ekki með málið í gegnum þingið? „Auðvitað hefði það getað komið til greina að leggja málið fyrir þingið, enda var það gert á síðasta þingi, í kjölfar þess að skýrslan [um aðild- arferlið] var lögð fram. Framlagning þessa bréfs og sú árétting sem birtist í því er framhald af samskiptum við Evrópusambandið að undanförnu. Í sjálfu sér hefur aðildarumsóknin ver- ið afturkölluð í skrefum allt frá því að fyrri ríkisstjórn stöðvaði viðræðurn- ar. Þess vegna er á þessum tíma full- komlega eðlilegt að það sé áréttað að Ísland hyggst ekki sækjast eftir inn- göngu í Evrópusambandið … En það á ekki að vera undir Evrópusam- bandinu komið hvort Ísland er skil- greint sem umsóknarríki.“ Mótaðist í kosningunum „Það á að vera afstaða sem mótuð er hér heima og hún mótaðist í síð- ustu kosningum, með því að þeir sem vildu halda viðræðunum áfram töp- uðu meirihlutanum. Nýr meirihluti, sem ekki hyggur á inngöngu, var myndaður. Viðræðunefndirnar voru leystar upp og öllum styrkjum vegna aðlögunar að ESB var hafnað og þeir að hluta til dregnir til baka af Evr- ópusambandinu. Það má segja að strax þá var Ísland ekki lengur um- sóknarríki. Þannig að það er í sjálfu sér aðeins formsatriði hvort farið er fyrir þingið eða hvort þessi skýra nið- urstaða sem stjórnarsáttmálinn fjallar um er einfaldlega kynnt fyrir ESB.“ Verður meira gert í málinu? Þú þekkir raddir um að afturkalla þurfi umsóknina og ljúka málinu. Líturðu svo á að við séum komin á endastöð og að það verði því ekki fleiri skref? „Það sem mér finnst vera óskýrt í þeirri umræðu er hvaða viðbótarþýð- ingu það myndi hafa að fá sérstaka formlega ályktun frá Alþingi … Mér finnst eins og þeir sem leggja svona mikla áherslu á að þingið með sér- stakri ályktun taki ákvörðun um aft- urköllun umsóknarinnar – til viðbót- ar við það sem þegar hefur verið gert – telji það hafa einhverja sérstaka þýðingu fyrir ESB. En ég á erfitt með að sjá það enda verður engum viðræðum haldið áfram og það verða heldur engar viðræður hafnar án þess að stuðningur sé fyrir því hjá öll- um aðildarríkjunum. Hvert og eitt ríki hefur neitunarvald. Málið er ein- faldlega með þessu komið algjörlega á byrjunarreit.“ ESB-málin komin á byrjunarreit  Formaður Sjálfstæðisflokksins telur yfirlýsingu til ESB jafngilda afturköllun ESB-umsóknar Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Tekist hefur verið á um ESB-málin á síðustu árum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Spurður hvort ESB-umsóknin hafi verið dregin til baka segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að umsóknin sé komin á leiðarenda. „Málið er í þeim farvegi að þetta ferli er einfaldlega komið á endastöð. Menn geta kallað það hvað sem er. Ég hef ekki sent neitt bréf þar sem fram kemur að einhverju sé rift eða það dregið til baka. Það er ljóst að lengra verður ekki haldið. Það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í Evrópusambandið. Við erum ekki bundin á nokkurn hátt af ákvörðun fyrri ríkisstjórnar. Við fórum meðal annars með lögfræðiálit þess efnis fyrir Alþingi. Því hefur ekki verið mótmælt af neinum málsmetandi lögfræðingi. Við höfum átt samtal við Evrópu- sambandið undanfarnar vikur þar sem við erum að skýra þessa stöðu og niðurstaðan eftir þau samtöl var að senda þetta bréf þar sem við skýr- um afstöðu ríkisstjórnarinnar og för- um fram á að Evrópusambandið bregðist við í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin hefur fullt umboð Hefur þetta í för með sér að Ísland fari af lista ESB sem umsóknarríki? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að Evrópusambandið taki mark á ríkis- stjórninni og hennar vilja, sem er óumdeildur. Hún hefur fullt umboð til að gera þetta með þessum hætti … Við leggjum mikið upp úr því að skilja við Evrópusambandið í þessu ferli í góðu af því að við viljum vinna með því í framtíðinni að sam- eiginlegum málum. Þetta er besta og eðlilegasta niðurstaðan.“ Hvernig myndirðu bregðast við áhyggjum þeirra sem telja að þrátt fyrir þetta skref muni næsta ríkis- stjórn, hafi hún áhuga á því, geta tekið viðræðurnar upp án þess að hefja ferlið frá grunni? „Ég tel að svo sé ekki. Ég tel að það muni ekki nokkur ríkis- stjórn leggja í viðræður við Evr- ópusambandið án þess að hafa þjóð- aratkvæði fyrst eða spyrja þjóð- ina álits. Síðasta ríkisstjórn treysti sér ekki til þess að spyrja þjóðina hvort hún vildi ganga í Evrópusam- bandið, fór fram hjá þjóðinni. Við hljótum því að ætla að ef okkur dett- ur þetta í hug aftur þá verði það ekki aftur gert. En það er komin niður- staða í þetta mál og nú verða menn að snúa sér að öðru.“ Orðrétt segir m.a. í bréfinu: „Ríkisstjórn Íslands hefur frá því að hún tók við völdum árið 2013 fylgt nýrri og skýrri stefnu varðandi að- ildarviðræðurnar við Evrópu- sambandið. Þessi stefna var ítrekuð á fundi ríkisstjórnarinnar 10. mars 2015 með samþykkt þessa bréfs þar sem fram koma frekari skýringar.“ Viðhaldi nánum tengslum Svo er vikið að viðræðum ríkis- stjórnarinnar og ESB undanfarið: „Nýlega höfðu Ísland og ESB með sér samráð um stöðu mála í aðild- arferlinu. Með vísan til framan- greinds óskar ríkisstjórn Íslands eft- ir því að skýra nánar fyrirætlanir sínar. Ríkisstjórn Íslands hefur eng- in áform um að hefja aðildarviðræð- ur að nýju. Enn fremur yfirtekur þessi nýja stefna hvers kyns skuld- bindingar af hálfu fyrri ríkisstjórnar í tengslum við aðildarviðræður. Ítrekað er mikilvægi áframhald- andi náinna tengsla og samstarfs milli ESB og Íslands sem byggjast einkum á EES-samningnum. Ríkis- stjórnin einsetur sér að viðhalda nánum tengslum óháð hvers kyns þáttum tengdum aðildarmálum.“ ESB bregðist við ósk ríkis- stjórnarinnar  Gunnar Bragi skýrir yfirlýsinguna Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.