Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Þórdís Ósk Helgadóttir & Reynir Sýrusson Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Þér er boðið í partý í kvöld Daniel Byström og Kristján Kristjánsson Sonja Design Þóra Silla Þuríður Ósk Smáradóttir Orka, dugnaður og áræðni hefur einkennt íslenska hönnuði í sköpun sinni á líðandi ári. Þetta endurspeglast í spennandi samsýningu hönnuða sem haldin verður í Syrusson hönnunarhúsi Frá 12-15 mars í Síðumúla 33. Syrusson hönnunarhús býður þig velkomin í Stórskemmtilegt opnunarhóf frá 18:00-22:00 i kvöld föstudaginn 13 mars. fjölbreyttar nýjungar verða til sýnis í húsgögnum, ljósum, gjafavörum og öðrum listrænum munum, Gestir fá tækifæri til að kynnast hinu magnaða Logy nuddtæki og verða einnig veitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Í nýrri skýrslu hjálpar- og mannrétt- indasamtaka eru ríki heims gagn- rýnd fyrir að hafa brugðist sýr- lensku þjóðinni og látið hjá líða að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í Sýrlandi. Stríðshörmungunum í Sýrlandi er lýst sem „smánarbletti á samvisku alþjóðasamfélagsins“ í skýrslu 21 samtaka, þ.á m. Barnaheilla og Ox- fam. Meðal annars er skírskotað til þess að öryggisráðið samþykkti þrjár ályktanir á síðasta ári þar sem allar fylkingarnar í stríðinu voru hvattar til að vernda óbreytta borg- ara og tryggja hjálparstofnunum að- gang að milljónum Sýrlendinga sem þurfa á hjálp að halda. „Þessar álykt- anir, og vonirnar sem þær vöktu, hafa þó verið innantómar og einskis- virði fyrir sýrlenska borgara. Fylk- ingarnar í stríðinu, önnur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og jafnvel ríki í öryggisráðinu hafa hunsað ályktan- irnar eða grafið undan þeim.“ „Svik við hugsjónir okkar“ Alls hafa minnst 210.000 manns látið lífið af völdum stríðins í Sýr- landi frá því að það hófst fyrir fjórum árum, þeirra á meðal að minnsta kosti 65.146 óbreyttir borgarar, þar af 10.664 börn. Þessar tölur byggjast á upplýsing- um sem mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights hafa safnað í Sýrlandi. Sam- tökin segja að tala látinn sé senni- lega „miklu hærri“ vegna þess að ógerningur sé að safna upplýsingum á sumum svæðum sem eru á valdi einræðisstjórnarinnar eða liðs- manna Ríkis íslams, samtaka íslam- ista. Þar að auki sé ekki vitað um af- drif 20.000 manna í fangelsum sem eru alræmd fyrir illa meðferð á föng- um. Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóð- anna segja að um 11,4 milljónir manna hafi flúið heimkynni sín vegna stríðsins í Sýrlandi. Þar af hafa nær fjórar milljónir Sýrlend- inga flúið til grannríkjanna, en nær átta milljónir eru á vergangi í Sýr- landi. Alls þurfa um tólf milljónir manna á hjálp að halda í Sýrlandi til að lifa af, að sögn Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Um 4,8 milljónir þeirra eru á svæðum þar sem erfitt er fyrir hjálparstofnanir að veita fólkinu aðstoð og 212.000 manns í bæjum sem eru í herkví. Hjálparsamtökin segja að ástand- ið í Sýrlandi haldi áfram að versna og ríki heims hafi aðeins lagt fram 57% af því fé sem óskað var eftir vegna hjálparstarfsins á síðasta ári. „Þetta eru svik við hugsjónir okkar, vegna þess að við ættum ekki að horfa upp á fólk þjást og deyja í hrönnum á árinu 2015,“ sagði Jan Egeland, framkvæmdastjóri Flótta- mannráðs Noregs og einn höfunda skýrslu hjálparsamtakanna. Hafa brugðist Sýrlendingum  Hörmungunum í Sýrlandi lýst sem smánarbletti á samvisku þjóða heims í nýrri skýrslu hjálparsam- taka  Að minnsta kosti 65.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í stríðinu, þar af hátt í 11.000 börn AFP Tortíming Stúlkur ganga framhjá rústum byggingar á leiðinni heim úr skóla á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í borginni Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Margir skóla Sýrlands hafa verið lagðir í rúst. Milljónir barna þjást » Um 5,6 milljónir barna þurfa á hjálp að halda vegna stríðs- hörmunganna í Sýrlandi, 31% fleiri en árið 2013. » Meira en 2,4 milljónir barna í Sýrlandi geta ekki gengið í skóla vegna stríðsins. » Fjórðungur allra skóla landsins hefur eyðilagst eða er notaður til að hýsa flóttafólk. Rúmur helmingur allra sjúkra- húsa Sýrlands hefur verið lagð- ur í rúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.