Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Bjarna Snæbjörnsson
Verðandi Kjarninn í leikhópi skólans, Verðandi, stendur þétt saman og skipta stúlkurnar með sér ýmsum verkum.
fara bara heim til að sofa. Það liggur
mikil vinna að baki,“ segir Sigríður.
Æfingar fyrir þennan tiltekna söng-
leik hófust í byrjun janúar og jafnt
og þétt hefur spenna byggst upp
innan veggja skólans fyrir sýning-
unni. Og það eru ekki bara nem-
endur sem eru spenntir. „Kenn-
ararnir eru alltaf mjögt spenntir og
eru alltaf með í þessu og finnst þetta
skemmtilegt og svo eru þeir líka
mjög hrifnir af Bítlunum,“ segir
hún.
Verkið Yfir alheiminn er byggt
á kvikmyndinni Across The Uni-
verse frá 2007 í leikstjórn Julie Tay-
mor. Sigríður segir að hugmyndin
að uppsetningu þess hafi komið frá
Ævari Þór. „Honum fannst það
mjög flott mynd og ákvað að þýða
handritið, bæta dálitlu við og hafa
öll lögin með. Þó að verkið sé á ís-
lensku eru lögin á ensku og það
kemur mjög vel út,“ segir Sigríður.
Alls eru lögin átján talsins í söng-
leiknum og sum þeirra leikur hljóm-
sveitin sem skipuð er nemendum en
önnur eru leikin af upptöku.
Eitthvað fyrir alla
Lögin ættu flestir að þekkja
enda eru þau úr smiðju Bítlanna
sjálfra. Sigríður efast ekki um að öll
fjölskyldan ætti að geta notið verks-
ins því nóg er um að vera bæði fyrir
augu og eyru. „Það er alltaf gaman
að hlusta á Bítlalögin og nánast allir
vita hverjir Bítlarnir eru. Svo er
söguþráðurinn góður. Þetta er um
Víetnamstríðið og þann tíma.“ Það
er mikið sungið, dansað og spilað á
sviðinu. „Það er líka mjög mikill
húmor í verkinu. Hann Ævar bætti
við rosalega mörgum djókum og það
heppnast mjög vel. Svo er mikið tal-
að út í sal eða við einhvern úti í sal
og það er mjög skemmtilegt að
fylgjast með því,“ segir Sigríður og
segir að tíminn með Ævari hafi ver-
ið stórskemmtilegur og lærdóms-
ríkur þar sem hann býr yfir góðri
reynslu sem hann miðlar vel til ann-
arra.
Sýningar á verkinu Yfir alheim-
inn í flutningi nemenda við Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ eru sem
fyrr segir í fullum gangi og eru allir
velkomnir á sýningarnar.
Söngleikur Verkið Yfir alheiminn er nú sýnt í Fjölbrautaskólanum í Garða-
bæ og koma hátt í hundrað nemendur að uppfærslunni sem mikið er lagt í.
Upplýsingar um sýningartíma er
að finna á vefsíðu leikfélagsins
verðandi, www.leikfelagid-
verdandi.com og má nálgast miða
í gegnum síðuna. Einnig er hægt
að kaupa miða við inngang skólans
fyrir sýningar en sú næsta verður
annað kvöld, laugardaginn 14.
mars, klukkan 20.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Á dögunum komst ég að því hvern-
ig það er að fara í tímavél aftur til
tíunda áratugar síðustu aldar og
búa ekki við þann munað að vera
með internet á heimilinu.
Þannig er mál með vexti að fyrir
skömmu keyptum við unnusta mín
okkar fyrstu íbúð. Spenningurinn
við flutningana var svo mikill að við
gleymdum að hugsa út í ýmis
praktísk atriði eins og nettengingu
heimilisins. Við áttuðum okkur ekki
á þessu fyrr en við vorum búnar að
drösla öllum húsgögnum inn, koma
okkur vel fyrir og gleðivíman var
runnin af okkur. Þá settumst við í
nýja sófann okkar, tilbúnar í fyrsta
kósýkvöldið í nýju íbúðinni. Við
horfðum þó ekki mikið á vídeó það
kvöldið þar sem við áttum ekki einu
sinni DVD-mynd til að setja í tæk-
ið. Nei, við létum okkur nægja að
hlusta á tónlist – og það á plötuspil-
ara. Þar til aldamótin bönkuðu upp
á og sögðu okkur að drífa okkur yf-
ir á rétta öld.
Daginn eftir hringdum
við í símafyrirtækið sem
við hugðumst eiga við-
skipti við og komumst
að því að það tæki allt
að 8 virka daga að fá
þjónustuna í gang. Rúm
vika af internet-, sjón-
varps- og allsleysi
starði í augun á okkur.
Hvernig í lífinu áttu
tvær konur sem vinna á
tölvurnar sínar og hafa ár-
um saman sofnað við þátt
í sjónvarpinu að lifa þetta
af? „Með því að nota
personal hotspot í sím-
unum sínum,“ myndi
einhver tæknigúrúinn ef-
laust segja og hrista hausinn yfir
steinaldarkonunum – en nei. Það er
varla símasamband inni í íbúðinni
og hvað þá 3G- eða 4G-samband.
Við gátum því allt eins búið í helli
þessa 8 daga.
Eins óhugsandi og þetta var í
upphafi fór okkur þó að líka int-
ernet- og sjónvarpsleysið þegar líða
tók á vikuna. Við spiluðum saman á
kvöldin og lékum við sjö ára snáð-
ann á heimilinu á daginn, algjörlega
ótruflaðar af símum og tölvum.
Þetta var frelsandi á vissan hátt,
því það að sitja fyrir framan tölvu í
8 klukkustundir á dag í vinnu er
vissulega næg tölvunotkun fyrir
eina manneskju, án þess hún fari
beint heim til sín til að nota tölvu
og síma áfram.
Ég ætla þó ekki að neita
því að hafa fundið fyrir létti
þegar tæknimaðurinn lét
loksins sjá sig og tengdi allt
saman fyrir okkur. Þrátt
fyrir það að netleysið hafi
verið huggulegt í nokkra
daga verð ég að viður-
kenna að það hefði ekki
verið það til lengdar.
Kannski er það bara
vegna þess að ég er fædd
á tækniöld og er af kyn-
slóð fólks sem horfir á
heiminn í gegnum tölvu-
skjá.
» Rúm vika af internet-,sjónvarps- og allsleysi
starði í augun á okkur.
Heimur Ingileifar
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Í dag er tækifæri til að skoða kynfæri
í ólíkum formum og myndum, því
opnuð verður sýningin Sköpun/
Genitalia kl. 17-19 á kaffihúsi sjó-
minjasafnsins úti á Granda, Víkinni.
Af því tilefni er boðað til kynfærakok-
teils með píkupoppi og ástarpungum.
Hópurinn Sköpun stendur að sýning-
unni en hann skipa þau Sigga Dögg
kynfræðingur og hönnuðirnir og
listamennirnir Anna Rakel, Alda Lilja,
Alda Villiljós, Krista Hall og Ýrúrarí.
Útgangspunkturinn í verkum þeirra
er kyn og kynfæri, ljósmyndir, prjóna-
vörur o.fl. Opið fram á laugardag.
Endilega …
… kíkið á kyn-
færakokteil
Morgunblaðið/Eggert
Hrista upp í Alda Villiljós og Sigga
Dögg tilheyra Sköpunarhópnum.
Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að
þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City
er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy.
Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með
tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen eigenda.
Caddy City kostar aðeins frá
2.630.000 kr.
(2.120.968 kr. án vsk)
Caddy með nýju sniði
Atvinnubílar
Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Vinsælasti atvinnubíllá Íslandi síðastliðin ár!
www.volkswagen.is