Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Sýningin Fortíðin fundin með
verkum eftir Gunnhildi Þórðar-
dóttur verður opnuð í dag kl. 17 í
sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16 í
Reykjavík.
Á henni eru ný verk þar sem
listamaðurinn skoðar fortíðina á
rómantískan hátt og hannyrðir
eru í aðalhlutverki en með nýjum
áherslum, að því er fram kemur í
tilkynningu. Á sýningunni megi
m.a. sjá staka vettlinga breytast í
teppi, dúska verða að dúskakukli,
týndar tölur verða listaverk og
ástarbréf breyt-
ast í klippimynd-
ir. Þannig sé
listamaðurinn
enn að nýta efni
á sjálfbæran hátt
og sýni bæði tví-
víð og þrívíð
verk.
Í tengslum við
sýninguna mun
Gunnhildur gefa
út ljóðabókina Næturljóð sem eru
ástarljóð til náttúrunnar og
mannsins en bókin er bæði á
ensku og íslensku. Sýningin stend-
ur til 26. mars og er opið alla
virka daga kl. 10-16.
Skoðar fortíðina á
rómantískan hátt
Gunnhildur
Þórðardóttir
Laufey Jensdóttir fiðluleik-
ari og Þórunn Þórsdóttir pí-
anóleikari halda tónleika í
dag kl. 12 í Laugarneskirkju.
Á efnisskránni eru Sónatína
fyrir fiðlu og píanó númer 1 í
D-dúr, D. 384, eftir Franz
Schubert og Sónata fyrir
fiðlu og píanó númer 1 í G-
dúr eftir Johannes Brahms,
op. 78, sem einnig er kölluð
„Regnsónatan“. Aðgangs-
eyrir er 1.500 kr.
Schubert og Brahms á hádegistónleikum
Hádegistónleikar Laufey og Þórunn halda
tónleika í Laugarneskirkju í hádeginu.
Tónlistarkonan Lay Low valdi
lögin á Norræna lagalistann, Nor-
dic Playlist, þessa vikuna og eru
lögin tíu á listanum öll flutt af
norrænum konum, í tilefni af Al-
þjóðlegum degi kvenna, 8. mars sl.
Lögin sem Lay Low valdi á
listann eru eftirfarandi: „Our
Conversations“ með Lay Low
sjálfri, „Humming One Of Your
Songs“ með norsku tónlistarkon-
unni Ane Brun, „Hold Heart“ með
Emilíönu Torrini, „Tell A Lie“
með norsku tónlistarkonunni
Farao, „Glimpse of a Time“ með
Broken Twin frá Danmörku,
„Over“ með Alice Boman frá Sví-
þjóð, „Lost and Found“ með Ta-
ken By Trees frá Svíþjóð, „Tu
hevur taer dyrastu perlur“ með
færeysku tón-
listarkonunni
Guðrið Hans-
dóttur, „Chord
Left“ með
Agnes Obel frá
Danmörku,
„Ævintýr“ með
Sóleyju og
„Goodnight“
með finnsku tón-
listarkonunni Mirel Wagner sem
hlaut fyrir skömmu Norrænu
tónlistarverðlaunin fyrir plötu
sína When The Cellar Children
See The Light Of Day.
Á vef lagalistans, nordicplay-
list.com, kemur fram að ný plata
sé væntanleg frá Lay Low 23. apr-
íl nk.
Norrænar konur á lagalista Lay Low
Lay Low
Mielensapahoittaja, TheGrump í enskri þýð-ingu og Nöldursegg-urinn í íslenskri, er ein
vinsælasta kvikmynd Finna frá upp-
hafi og byggð á útvarpsþáttum og
bókum um gamlan karl sem hefur
allt á hornum sér. Þessi persóna er
vel þekkt í Finnlandi sem skýrir ef-
laust að einhverju leyti miklar vin-
sældir myndarinnar og minnir á
Georg okkar Bjarnfreðarson sem
Jón Gnarr lék eftirminnilega.
Íslendingar kunnu líklega betur en
útlendingar að meta kvikmyndina
um Georg, þekktu persónuna úr
Vakta-þáttunum og Georg hefur ef-
laust komið mörgum erlendum bíó-
gestinum spánskt fyrir sjónir. Á
móti kemur að allir hljóta að kannast
við einhvern nöldursegg, einhvern
leiðindaskarf sem þeir hafa þurft að
glíma við á lífsleiðinni og hefur gert
þeim lífið leitt. Það gerir nöldur-
seggurinn svo sannarlega í þessari
finnsku mynd sem framleidd er að
hluta af Íslendingum, Ingvari Þórð-
arsyni og Júlíusi Kemp og er með
ágætri tónlist eftir Hilmar Örn
Hilmarsson. Það kom rýni á óvart
hversu dramatísk myndin er því hún
er kynnt sem gamanmynd. Á köflum
er hún jafnvel sorgleg.
Nöldurseggurinn segir af gömlum
bónda sem býr einn á afskekktum
bæ úti í sveit, yrkir þar jörðina
ómeðvitaður um tækniframfarir síð-
ustu hálfrar aldar eða þar um bil.
Eiginkona hans þjáist af heilabilun,
dvelur á hjúkrunarheimili og sá
gamli saknar hennar sárt og heim-
sækir hana reglulega þótt hún þekki
hann ekki lengur. Hann meiðir sig á
fæti og þarf að leita til læknis í Hels-
inki. Hessu, sonur hans, fylgir hon-
um þangað og bóndinn þarf svo að
gista nokkrar nætur á ríkulega búnu
heimili Hessu og fjölskyldu hans.
Þar ræður tengdadóttirin Liisa ríkj-
um, framakona sem sér fyrir fjöl-
skyldunni og er lítt um tengdaföð-
urinn gefið, enda drepleiðinlegur
náungi. Til að bæta gráu ofan á svart
situr hún ein uppi með hann því
Hessu er uppi í sveit að reyna að
sinna bústörfum fyrir föður sinn. Sá
gamli reynist Liisu hin mesta mar-
tröð, viðrar í sífellu úreltar hug-
myndir sínar um hlutverk kynjanna
og barnauppeldi, hvernig allt hafi
versnað í Finnlandi allt frá miðbiki
síðustu aldar og er vanþakklætið
uppmálað. Gamanið kárnar enn þeg-
ar sá gamli virðist ætla að eyðileggja
fyrir Liisu mikilvægan samning við
rússneska athafnamenn. Inn í sög-
una fléttast svo endurlit gamla
bóndans til þess tíma er hann taldi
gullöld Finnlands, þegar banka-
stjórum var treystandi og þeir tóku
brosandi á móti viðskiptavinum og
buðu upp á nýbakað brauð. Þegar
Hessu snýr aftur heim þarf hann að
glíma við bálreiða eiginkonu og
sauðþráan föður og allt virðist ætla
að fara fjandans til.
Nöldurseggurinn á sína góðu
spretti sem gamanmynd en sjaldan
er hún þó það fyndin að maður skelli
upp úr. Grínið er heldur fyrirsjáan-
legt og sá gamli verður sífellt brjóst-
umkennanlegri þegar á líður. Það er
erfitt að hafa samúð með honum
nema þá helst fyrir það að hann er
gamall maður í nýjum heimi, maður
sem finnur sér ekki hlutverk eða til-
gang og enginn vill hafa nærri sér.
Sonur hans er óttaleg mannleysa og
skal engan undra þegar faðirinn er
eins og hann er. Það er helst að
áhorfandinn geti haft samúð með
tengdadótturinni Liisu sem er á
barmi taugaáfalls nánast frá upphafi
myndar til enda. Sem betur fer lærir
sá gamli eitthvað af viðbrögðum
sinna nánustu við nöldrinu í honum,
verður örlítið samvinnuþýðari á end-
anum.
Leikarar standa sig allir ágætlega
og samleikur þeirra Litja og Peran-
koski, sem leika nöldursegginn og
Liisu, er oft spaugilegur. Forss gerir
hinum veikgeðja syni ágæt skil þó
heldur sé hlutverk hans lítið í mynd-
inni. Því miður gerist myndin lang-
dregin þegar á líður og svo mjög
undir lokin að maður fer að líta á úr-
ið. Hefði maður þá heldur kosið
hreina gamanmynd enda býður um-
fjöllunarefnið upp á það. Handrits-
höfundum má samt sem áður hrósa
fyrir að vekja athygli á hlutskipti
aldraðra í nútímasamfélagi, sam-
félagi þar sem enginn má vera að því
að líta upp úr snjallsímanum og
heimsækja ömmu og afa.
Leiðindaskarfur og kona á barmi taugaáfalls
Leiðindagaur Nöldurseggurinn, prýðilega leikinn af Antti Litja, hefur allt á hornum sér.
Háskólabíó
Mielensapahoittaja/Nöldurseggurinn
bbmnn
Leikstjóri: Dome Karukoski. Aðalleik-
arar: Antti Litja, Iikka Forss og Mari Per-
ankoski. Finnland, 2014. 104 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
ÍSLENSKUR TEXTI
Besta leikkona í
aðalhlutverki
www.laugarasbio.is
Sími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus