Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015 Íslenskir stjórnmálaflokkar erunúorðið nær alfarið komnir á framfæri skattgreiðenda. Telur fólkið í landinu það vera þolanlega þróun? Varla.    En póli-tískir rétttrún- aðarprestar telja það hins vegar sjálfsagt, rétt eins og Ísland hafi að þessu leyti breyst í forna útgáfu af niðurlögðu sovéti.    Þau eru fá lýðræðisríkin sem hafagengið jafn langt í að þjóðnýta stjórnmálaflokkana og Ísland hefur gert.    Stjórnlyndið hefur gengið svolangt að það pínulitla brot sem stuðningsmenn eða aðrir mega leggja til flokka er talið vera illkynja í sjálfu sér.    Ríkinu sé einu treystandi.   Hér hefur öllu verið snúið á haus.   Fróðlegt er að sjá samkrullið áþinginu þegar framlög til flokka eru hækkuð þar umfram þau hækkunarviðmið sem almennt eru lögð til grundvallar.    Þá er ekki málþófið.   Þá eru ekki stóryrðin og hneyksl-unarstunurnar.    Allt er samþykkt að bragði ognánast án umræðu.    Það virðist rétttrúnaðarmönnum,sem misst hafa alla lýðræðis- lega tengingu, sjálfsagt fínast af öllu. Stjórnmálaflokkar ríkisins STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjókoma Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 2 rigning Nuuk -17 skýjað Þórshöfn 6 súld Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 10 skúrir London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 8 heiðskírt Berlín 5 skýjað Vín 7 skýjað Moskva 3 skýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal -5 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 10 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:54 19:22 ÍSAFJÖRÐUR 8:01 19:25 SIGLUFJÖRÐUR 7:44 19:08 DJÚPIVOGUR 7:24 18:51 Unnið er þessa dagana að endur- bótum á brúnni yfir Sogið við Þrastarlund í Grímsnesi. Sjö sentimetra lag í gólfþekju brúar- innar, sem er 74 metra löng, er brotið upp með öflugum há- þrýstidælum en í framhaldinu verður það steypt aftur með blöndu sérstyrktra efna. Það eru menn í brúarvinnuflokki Sigurðar Halls Sigurðssonar hjá Vegagerðinni á Hvammstanga sem annast verkið. Fyrst er gólfið brotið upp norðanmegin og umferð er þá stýrt sunnvert. „Síðustu daga hefur veðrið tafið, en nú er þetta að komast á skrið. Sem stendur erum við fimm hér á svæðinu og sjötti maðurinn kemur innan tíðar. Okkur er ætlað að ljúka verkinu um 20. júní, það er áður en ferðavertíðin og veiðin í ánni hefjast,“ sagði Sigurður Hall- ur. Hann hefur verið í brúarvinnu víða um land. Meðal annars haft með höndum viðgerðir á gólfi Borgarfjarðarbrúar, sem eru mjög líkar því sem nú gerist við Sogsbrú. sbs@mbl.is Ný steypa í gólf brúar yfir Sogið  Gamla steypan brotin upp  Stórt verkefni sem stendur fram til 20. júní Morgunblaðið/Malín Brand Umferð Norðurgólfið er brotið upp fyrst og á meðan er ekið yfir að sunnan. Sigurður Hallur Sigurðsson Fjármálaeftirlitið, FME, auglýsti nýverið laust til umsóknar starf lögfræðings við rannsóknir á vett- vangs- og verðbréfaeftirlitssviði. Áhugi á starfinu reyndist mikill og sóttu 75 manns um starfið, sam- kvæmt upplýsingum Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME. Líklegt má telja að meðal um- sækjenda hafi verið lögfræðingar sem starfað hafa hjá embætti sér- staks saksóknara eða í öðrum sam- bærilegum störfum því FME gerði ekki einungis kröfu um meistara- eða embættispróf í lögfræði heldur einnig reynslu á sviði rannsókna. bjb@mbl.is 75 umsóknir bárust FME um eina stöðu Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is BREMSAÐU AF ÖRYGGI 20% AFSLÁTTUR BREMSUVÖRUR OG BREMSUVINNA VIÐ HEKLUBÍLA Genuine Parts® Renndu við hjá HEKLU við Laugaveg og við skiptum um bremsuklossa/bremsudiska á meðan þú bíður. Hjá HEKLU er óþarfi að panta tíma fyrir smærri viðgerðir. Ef þú vilt ekki bíða skilur þú bílinn eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur! Búið er að bera kennsl á konuna sem fannst látin í sjónum við Sæ- braut í Reykjavík á þriðudags- morgun síðastliðinn. Að sögn lögreglunnar var konan íslensk og búsett í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus. Lögreglan segir að aðstandandi hafi haft sam- band við lögreglu, en viðkomandi var farinn að óttast um hana. Búið að bera kennsl á konuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.