Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Verslunarkeðjan Zara hefur lækkað vöruverð í verslunum sínum hér á landi umtalsvert og nemur lækkunin allt að 25%. Verslunin hafði lengi reynt að ná betri samningum við er- lendan birgi en virðisaukabreytingin um áramótin varð til þess að samn- ingar náðust og í kjölfarið gat versl- unin lækkað vöruverð. „Þegar virðisaukaskattur lækkaði um áramótin komst á nýr samnings- grundvöllur við Inditex sem er eig- andi vörumerkisins og framleiðandi vörunnar. Þetta tók sinn tíma en skilaði sér að lokum og við höfum skilað virðisaukabreytinguni og gott betur til viðskiptavina okkar. Niður- staðan er sú að 11-25% verðlækkun er komin til að vera,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zöru á Íslandi. Verðlækkun tók gildi 5. mars síð- astliðinn og segir Ingibjörg að vör- urnar muni ekki hækka aftur. Verð- lækkunin leiði til þess að verðið hafi færst mun nær því sem tíðkast í ná- grannalöndum okkar en meðaltals- lækkunin nemi 14%. Sem dæmi um verðlækkun nefnir hún að bolur sem áður fékkst á 2.295 krónur fáist nú á 1.995 krónur og skór sem fengust á 3.995 krónur kosti nú 2.495 krónur. Hvatning fyrir aðrar verslanir Haraldur Bergsson, rekstrar- stjóri NEXT-verslunarinnar, telur lækkun vöruverðs í verslunum Zöru hvetjandi fyrir aðrar verslanir til að herja á birgja um slíka samninga en verslun NEXT er að hefja formlegar samningaviðræður við sína birgja. Segir Haraldur háa tolla og aðflutn- ingsgjöld stærsta vandamálið í verslunarrekstri. „Gjöldin gera verslanir ósamkeppnishæfar við er- lendar verslanir. Ef ég ber versl- unina til dæmis við NEXT-verslun í Bretlandi þá er samkeppnin mjög erfið þar sem ekki er ekki lagður virðisaukaskattur á barnafatnað þar í landi. Það er ekki hægt að keppa við verslanir erlendis,“ segir Har- aldur. Erfiður markaður hérlendis Elísabet Inga Marteinsdóttir er rekstrarstjóri Topshop, Dorothy Perkins, Evans, Karen Millen og Warehouse. Aðspurð um möguleika verslananna til að ná áþekkum samningi og Zara segir hún að lengi hafi verið leitað eftir stuðningi frá samstarfsaðilum erlendis. „Við höf- um gert samstarfsaðilum okkar ljóst í langan tíma hversu erfiður mark- aðurinn er hérlendis og leitað eftir stuðningi frá þeim.“ Bæði hún og Haraldur vona að samningur Zöru setji gott fordæmi og leiði til þess að samstarfsaðilar erlendis verði tilbúnir að styðja verslanir þeirra með samskonar samningum. Erlendir samningar geta lækkað vöruverð  Varanleg meðaltalslækkun í verslunum Zöru nemur 14%  Gjöld og tollar skaða samkeppnisstöðu íslenskra verslana Verðlækkun Fleiri fataverslanir hafa hug á að lækka verð. Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zöru, segir verðlækkunina varanlega. Gjöld og skattar » Gjöld á fatnað hér á landi hafa lengi verið gagnrýnd. » Fatnaður ber 24% virðis- aukaskatt hér á landi, sem er hið almenna þrep virðis- aukaskattsins. » Ýmsar tölur hafa heyrst um hversu hátt hlutfall af fatakaupum Íslendinga fer fram erlendis, t.d. hafa kann- anir sýnt að þau eru á bilinu 30-45%. » Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, sagði fyrir nokkrum mánuðum í frétt á vef Landsbankans, að um 40% af innkaupum á barna- fötum væru gerð erlendis. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Kostnaður Skútustaðahrepps við að uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu getur numið um fjórðungi árstekna sveitarfé- lagsins. Þetta segir Jón Óskar Pét- ursson, sveitarstjóri. Honum þykir eðlilegt að íslenska ríkið komi að kostnaði af ítarlegri hreinsun skólps í sveitarfélaginu. Efla verkfræðistofa framkvæmdi frumhönnun og kostnaðarmat vegna fráveitukerfis í Reykjahlíð en sam- antekt á því var lögð fram á fundi sveitarfélagsins þann 15. apríl sl. Jón Óskar segir að verkfræðistofan hafi metið árlegan kostnað sveitarfé- lagsins af svokallaðri ítarhreinsun allt að 100 milljónum króna. ,,Vegna laga um verndun Mývatns og Laxár, sem og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra er gerð krafa um ítarhreinsun, sem er meiri en al- mennt tíðkast,“ útskýrir hann. Hann fundaði þann 16. apríl sl. með umhverfisráðherra um málið. „Okkur þykir eðlilegt að þegar ríkið gerir auknar kröfur, skuli það koma að kostnaðinum. Það er sanngirnis- mál að okkar mati,“ segir hann og bætir við að það sé einkennilegt að láta lítið sveitarfélag á borð við Skútustaðahrepp sitja eftir með um- talsverðan kostnað. Hann kveður ráðherra hafa tekið erindinu vel og sýnt málinu stuðning. Hann bendir á að Mývatn sé fyrir margar sakir einstakt náttúrufyrir- brigði. ,,Af þeim sökum er mjög eftirsóknarvert fyrir allt Ísland að þarna sé vel að málum staðið.“ Töluverður kostnað- ur af skólphreinsun  Ítarleg hreinsun get- ur kostað Skútustaða- hrepp um 100 milljónir Ljósmynd/Birkir Fanndal Mývatn Jarðböðin í góðu veðri. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Laun starfsmanna sem kjararáð ákveður hafa hækkað hlutfallslega minna en laun á almennum vinnu- markaði og laun ríkisstarfsmanna sem ekki heyra undir kjararáð. Þannig hafa laun þeirra síðast- nefndu hækkað um um það bil 66% frá miðju ári 2006 til loka árs 2014 en laun embættismanna undir kjararáði um tæp 50%. Laun forstjóra félaga í eigu ríkisins eru svipuð nú og þau voru árið 2010,“ segir í upphafi fréttar á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar kemur fram að í tilefni af svari við fyrirspurn frá Sigurði Erni Ágústssyni til fjármála- og efna- hagsráðherra um launaþróun þeirra ríkisstarfsmanna sem kjararáð ákveður og annarra starfsmanna á sama tíma hafi ráðuneytið tekið sam- an frekari upplýsingar um launaþró- un þessara ríkisstarfsmanna. Um sé að ræða embættismenn (þ.m.t. for- stöðumenn ríkisstofnana), forstjóra félaga í eigu ríkisins og alþingis- menn og launaþróunin borin saman við aðra opinbera starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumark- aði. Fram kemur í fréttinni að laun al- þingismanna hafi þróast líkt og laun embættismanna þó hækkunin fyrir tímabilið 2006-2014 hafi verið heldur minni, eða um 38%. „Forstjórar félaga í eigu ríkisins færðust undir ákvörðunarvald kjara- ráðs með lögum nr. 87/2009 og hafa fengið laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá febrúar 2010. Í hópn- um eru alls 29 forstjórar. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að laun for- stjóranna hafi lækkað um 15% eftir að þeir færðust undir kjararáð þó vitað sé að laun einstakra aðila hafa verið lækkuð meira. Laun forstjóra félaga í eigu ríkisins eru svipuð nú og þau voru árið 2010,“ segir orðrétt í fréttinni á heimasíðu ráðuneytisins. Launaþróun 2006-2014 180 170 160 150 140 130 120 110 100 90 80 Launavísitala: Starfsmenn á almennum vinnumarkaði Launavísitala: Opinberir starfsmenn Embættismenn sem heyra undir kjararáð Þingmenn Áætlað forstjórar Lög nr.87/2009 2006/07 2007/07 2008/07 2009/07 2013/072010/07 2011/07 2014/072012/07 2014/12 Heimild: Fjármála- og Efnahagsráðuneytið Laun opinberra forstjóra hafa hækkað minnst  Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað mest frá 2006  Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað næstmest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.