Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Stelpurnar voru með túberaðhár, oftast í hvítum nælon-blússum og stuttum pils-um,“ rifjar Óttar Felix Hauksson upp. Í huganum er hann staddur á skólaballi frammi í sal í Laugalækjarskóla snemma á sjö- unda áratugnum. Hann er þrettán ára gamall í hvítri skyrtu, svörtum buxum og með svart lakkrísbindi eins og þeir flestir skólafélagarnir. „Mestu töffararnir mættu í svörtum leðurvestum,“ segir hann og heldur áfram: „Yfirleitt voru tveir eða þrír kennarar á vaktinni og gættu þess að allt færi siðsamlega fram. Sumir vönguðu í rólegu lögunum, en vanga- dansinn var nokkurs konar yfirlýs- ing um að nú væri viðkomandi „á föstu“,“ segir Óttar Felix dreyminn á svip. Honum og skólabræðrum hans og -systrum fannst svo gaman á skólaböllunum í Laugalækjarskóla í gamla daga að í kvöld ætla þau að slá upp einu slíku á Kringlukránni og dansa fram á nótt við undirleik stór- hljómsveitarinnar Gullkistunnar, en í sveitinni er einmitt einn fulltrúi skólans, viðmælandinn Óttar Felix Hauksson, auk þeirra Gunnars Þórð- arsonar úr Hljómum, Ásgeiri Ósk- arssyni Stuðmanni og Jóni Ólafssyni úr Pelican. Fyrsti kossinn og Bláu augun þín „Við munum vitaskuld rifja upp gamla takta og spila vinsælustu tón- listina frá árinu 1965. Ticket to Ride með Bítlunum var á toppnum og einnig lögin Fyrsti kossinn og Bláu augun þín með Hljómum svo aðeins nokkur lög séu nefnd.“ Skemmtunin annað kvöld verð- ur þó að mörgu leyti með öðru sniði en skólaböllin forðum og ef að líkum lætur eilítið settlegri. Þá var til dæmis hvorki myndasýning né boðið upp á léttan kvöldverð eins og núna: „Vel útilátna, ítalska, kremaða kjöt- súpu með brauði og víni,“ upplýsir Óttar Felix og kveðst hlakka mikið til að rifja upp gömul kynni og kom- ast að því hvað drifið hafi á daga sinna gömlu skólafélaga frá því leiðir skildi. Hann segir að því miður hafi hópurinn sem heild ekki haldið nægi- legu sambandi, en nú sé kærkomið tækifæri til að styrkja tengslin. Með Óttari Felixi í sama bekk alveg frá sjö ára bekk í Laugarnes- skóla upp í gagnfræðadeild Lauga- lækjarskóla, samfellt í átta ár, voru nokkrir strákar sem mynduðu þétt- an kjarna. Hann nefnir Pjetur Maack, Halldór Ármann Sigurðsson, Guðjón Magnússon, Óla Hilmar Jónsson, Stefán Karlsson, Guðmann Ingjaldsson, Sigmar Ármannsson, Örn Gústafsson og Egil Stephensen. „Annars held ég að stelpurnar hafi haldið miklu betur hópinn en við strákarnir. Ég kíki þó stundum í veiði hjá Pjetri vini mínum Maack og fylgist með nokkrum á fésbókinni, en það er ekki oft sem maður rekst á gömlu skólafélagana.“ Unglingahljómsveitin Pops Ekki kemur á óvart að Óttar Felix telji upp stráka í sínum nánasta vinahópi þegar hann er spurður hverjum hafi mest kveðið að í skól- anum í gamla daga. „Pjetur Maack bar af, hann var svo félagslyndur og skemmtilegur. Stefán og Guðmann voru fyrstir til að spila með alvöru bandi og Óli Hilmar litaði sannarlega tilveruna …“ og Óttar Felix heldur tölunni áfram. Sjálfur var hann í tengslum við sinn gamla skóla eftir að hann hvarf á braut sem nemandi. Hann gekk nefnilega til liðs við hljómsveitina Pops þar sem fyrir voru m.a. Pétur heitinn Kristjánssson og Ólafur Sig- urðsson, fyrrverandi nemendur við skólann. Hljómsveitin spilaði á skóla- böllum Laugalækjarskóla í mörg ár. Þótt Óttar Felix hafi kvartað svolítið yfir að hópurinn sem útskrif- aðist 1965 úr Laugalækjarskóla hafi ekki haldið hópinn sem skyldi, kem- ur upp úr dúrnum að árgangurinn kom saman fyrir tveimur árum. „Þá héldum við upp á að hálf öld var liðin síðan við lukum barnaskólaprófi, eins og lokaprófið í tólf ára bekk var kall- Túberingar, töffarar og tilfinningar Hálf öld er síðan fyrsti árgangurinn, hátt í eitt hundrað unglingar, útskrifaðist úr Laugalækjarskóla með unglingapróf, sem þá var lögbundin grunnmenntun. Þeir ætla að fagna tímamótunum með skólaballi á Kringlukránni annað kvöld. Dansæfing 1963 Í gamla daga voru skólaböllin oft kölluð dansæfingar. Morgunblaðið/Golli Popparinn Óttar Felix verður fulltrúi Laugalækjarskóla í hljómsveitinni Gullkistunni, sem ætlar að leika fyrir dansi á skólaballinu annað kvöld. Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir svokölluðu Intersport- hlaupi sem þeir kalla „Eins og vind- urinn“ og verður það á Selfossi á morgun, föstudag, og hefst kl. 13. Þetta er 10 km hlaup og verður hlaupið um sléttlendi Flóans og hefur brautin verið kölluð sú hraðasta á landinu. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja bæta sig í 10 km hlaupi. Hlaupaleiðin er frá Intersport [BYKO] á Selfossi, hlaupið um Lar- senstræti og Gaulverjabæjarveg. Hlaupið hefst eða endar við BYKO, en það fer eftir því hvort hagstæðara er eftir vindátt. Forskráning er á hlaup- .is og lýkur henni í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Skráning og afhending keppn- isnúmera er í Intersport Selfossi frá kl. 16-18 í dag. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 11 á sama stað. Rúta flytur keppendur að eða frá rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20. Vert er að taka fram að keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup. Keppt er í fjórum flokkum, bæði hjá konum og körlum: 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Intersporthlaupið „Eins og vindurinn“ er á morgun Frískir Flóamenn boða til hlaups Flóamenn Gott er að hlaupa í flatlendi Flóans og bæta kannski tímann sinn. Fjarðarkaup Gildir 30. apr - 02. maí verð nú áður mælie. verð Lambaprime úr kjötborði.................................. 3.098 3.640 3.098 kr. kg Lambafille m/fitu úr kjötborði........................... 3.998 4.574 3.998 kr. kg Lamba innralæri úr kjötborði ............................ 2.598 3.598 2.598 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/brauði....................... 498 562 498 kr. pk. Ísfugl frosinn kjúklingur .................................... 698 798 698 kr. kg KF frosið lambalæri sérverkað........................... 1.279 1.498 1.279 kr. kg SS vínarpylsur 10 stk. í pk ............................... 621 721 621 kr. pk. Myllu pylsubrauð 5 stk. í pk.............................. 158 196 158 kr. pk. Pepsi 2 l, pepsi max 2 l.................................... 178 258 89 kr. ltr Helgartilboðin Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSMANNAFATNAÐUR - EINKENNISFATNAÐUR Við þjónum fyrirtækjumog stofnunumá Íslandi og erlendismeð heildrænar lausnir og ráðgjöf þegar kemur að starfsmannafatnaði www.northwear.is Sundaborg 7 -9, 104 Reykjavík – Sími 511 4747

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.