Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 „Ekki rætt við okkur af neinu viti“  Tíu þúsund félagsmenn SGS leggja niður störf á hádegi í dag  Öll almenn fyrirtæki á landsbyggð- inni verða vör við verkfallsaðgerðir  Formaður sambandsins segir ekkert þokast í samningaviðræðum Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Fyrsta tólf klukkustunda verkfalls- hrina Starfsgreinasambandsins (SGS) hefst á hádegi í dag. Þá munu rúmlega tíu þúsund félagsmenn leggja niður störf í um tvö þúsund fyr- irtækjum sem eru innan Samtaka at- vinnulífsins. Verkfallsaðgerðirnar ná ekki til höfuðborgarsvæðisins en munu lama landsbyggðina, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns SGS. „Þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif og snerta flest fyrirtæki á lands- byggðinni,“ segir hann. Félagsmenn í þeim sextán verka- lýðsfélögum sem fara í verkfall starfa í flestum atvinnugreinum á lands- byggðinni, m.a. fiskvinnslu, kjöt- vinnslu, í sláturhúsum, ferðaþjónustu, vöru- og fólksflutningum og ræsting- um. Ferðamenn fastir í bænum Þá munu einnig fjölmargar ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður auk þess sem stór hópur erlendra ferðamanna, sem átti pantaðar ferðir út á land í dag, situr fastur í bænum. Þá verður engin gjaldtaka í Hvalfjarð- argöngunum og olíudreifing leggst af. „Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Björn. „En við værum ekki að fara út í þessar verkfallsaðgerðir nema af því við neyðumst til þess. Það er ekki rætt við okkur af neinu viti,“ bætir hann við, en næsti samningafundur samn- inganefnda SGS og Samtaka atvinnu- lífsins hefur verið boðaður klukkan tíu í dag, áður en verkföllin skella á. Björn segist hins vegar alls ekki bjartsýnn, og segir ekkert munu ger- ast á meðan viðsemjendur leggja ekk- ert fram. Næstu fyrirhuguðu verkfallsað- gerðir verða í tvo sólarhringa. 6. og 7. maí og svo aftur 19. og 20. maí ef samningar hafa ekki náðst. Þá verður ótímabundið verkfall 26. maí ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Verkfall Bandalags háskólamanna (BHM) hefur nú staðið yfir í tíu daga, og lítið þokast í viðræðum. Félagið fundaði með samninganefnd ríkisins í gær, þar sem engin lending náðist. Páll Halldórsson, fráfarandi formaður BHM segir ríkið standa fast á 3,5% hækkun, en segir að ekki verði samið á þeim grundvelli. Þá sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefnd- ar ríkisins, í samtali við mbl.is í gær að kröfugerð BHM væri enn langt frá einhverju sem hægt væri að verða við. Morgunblaðið/RAX Alvarlegt Verkföll SGS munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kjaraviðræður á almenna vinnu- markaðinum hafa enn engum ár- angri skilað. Á hádegi í dag hefst tólf klukkustunda allsherjarverkfall rúmlega 10 þús- und launamanna í 16 verkalýðs- félögum Starfs- greinasambands- ins (SGS). Í gær funduðu samninganefndir SA og iðnaðar- mannahópanna hjá sáttasemjara en félagsmenn þeirra eru sem stendur ekki á leið í verkfall. SGS og SA munu svo hittast á sáttafundi fyrir hádegi í dag áður en verkfallið skell- ur á. Nær ekki til starfsmanna í sam- bærilegum störfum að mati SA Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir kröfugerð verkalýðsfélaganna af þeirri stærð- argráðu að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum án þess að af því hljót- ist mikið efnahagslegt tjón. Mikil- vægt sé að aðilar taki höndum saman og finni samræmda lausn bæði á al- menna og opinbera vinnumarkaðin- um og nálgist verkefni í sameiningu. ,,Það hvernig verkalýðshreyfingin kemur að þessari lotu, þ.e.a.s. hvert samband fyrir sig, gerir að verkum að það hefur ekki verið hægt að finna neina lausn sem gengur fyrir vinnu- markaðinn. Á þessu hafa viðræðurn- ar strandað öðru fremur,“ segir hann. SA vísa ábyrgðinni á þessari stöðu á verkalýðshreyfinguna, sem þau segja að hafi ekki treyst sér í sam- ræmda nálgun kjarasamninga. „Við þessar kringumstæður er nauðsynlegt að menn nálgist þetta mjög samræmt, þar með talinn op- inberi geirinn. Það er mikill ótti inn- an verkalýðshreyfingarinanr við að aðrir hópar brjótist mögulega í gegn með meiri launahækkanir.“ Spurður hvort einhver vilji sé meðal viðsemjendanna til að koma sameiginlega að borðinu segist Þor- steinn telja að það sé vaxandi stuðn- ingur við það og skilningur innan verkalýðshreyfingarinnar á að öðru vísi verði ekki hægt að leiða fram lausn í þeirri stöðu sem upp er kom- in. ,,En það hefur ekki enn náðst að mynda slíkt samstarf og óvíst hvort eða hvenær það tekst en að okkar mati verður ekki öðru vísi hægt að leysa þessar deilur,“ segir hann Spurður hvort ágreinings- eða vafamál hafi komið upp um fram- kvæmd verkfallsaðgerða SGS-félag- anna segir Þorsteinn að slík mál geti alltaf komið upp. ,,Það er ljóst að verkalýðsfélögin mörg hver eru að reyna að túlka áhrif aðgerða víðar en samræmist lögum og reglum þar að lútandi. Einhverjir tilburðir hafa verið til þess að ætla að verkfallið nái til starfsmanna sem sinna sambæri- legum störfum en eru ekki innan raða þeirra félaga sem eru í verkfalli. Við höfum komið þeim ábendingum á framfæri að slíkt fái ekki staðist.“ Ekki leyst án samflots  Enginn árangur af viðræðum á almenna markaðinum  Fyrstu verkfallsað- gerðir SGS byrja í dag  SA vill að allir aðilar komi sameiginlega að borðinu Þorsteinn Víglundsson Hvert stéttarfélag um sig innan SGS fer með verkfallsvörslu. Björn segir fólk ákveðið og standa þétt saman, og því eigi hann ekki von á því að mikið verði um verk- fallsbrot. Eigendum fyr- irtækja er heimilt að ganga í störf þeirra starfs- manna sem eru í verkfalli. Friðrik Pálsson, hótel- haldari Hótel Rangár, mun gera þetta en hann segir rúman helming síns starfsfólks leggja niður störf. Á venjulegum degi eru í kring- um þrjátíu manns í vinnu en um 17 munu leggja niður störf í dag. „Miðað við þann undirbúning sem við höfum verið með á ég von á því að við getum haldið uppi fullri þjónustu með því að ég gangi í verkefnin með þeim sem á annað borð mega vinna,“ segir hann. Í ræstingum má yfirþernan vinna, en Friðrik mun hjálpa henni svo hægt verði að gera herbergi gesta tilbúin áður en þeir mæta. „Það er ekki upp- bókað hjá okkur í dag svo við komum til með að geta sinnt þessu án þess að það hafi áhrif á gestina,“ segir hann. Friðrik segir þó að tveggja sólar- hringa verkfall myndi hafa gríðarleg áhrif á starfsemina. „Við erum auð- vitað að reyna að undirbúa okkur og vona að til þess muni ekki koma. Það yrði gríðarlega alvarlegt mál og myndi senda slæm skilaboð út í markaðinn.“ Eigandi má ganga í störf starfsmanna Friðrik Pálsson. Lögmálinu samkvæmt vorar alltaf fyrst við ströndina og í flugi vestur á Ísafjörð nú í líðandi viku sást vel að veturinn er að víkja. Þegar flogið var yfir Reykhólasveit blöstu við firðirnir á sunnanveðum Vestfjörðum, sem ganga inn úr Breiðafirði. Vegurinn um þessar slóðir er nú orðinn góður og greiðfær, en veturinn hefur þó verið erfiður og nokkuð um samgöngu- truflanir, að sögn Sæmundar Kristjánssonar, vegaverkstjóra í Búðardal. Sérstaklega hafa Ódrjúgs- og Klettshálsar verið farartálmar, til dæmis fyr- ir stærri bíla, en miklir flutningar eru á þessari leið, meðal annars á afurð- um fiskeldisfyrirtækja. Neðst á þessari mynd sést Skálmarfjörður og handan Fellsmúla er Vatt- arfjörður vestan eiðisins sem tengir Skálmarnesfjall við fastalandið. Svo eru Kerlingafjörður og Mjóifjörður, en nú er unnið að þverun þeirra beggja. Næst er svo Kjálfafjörður – og yst Vatnsfjörður og úti í fjarskanum er Stálfjallið sem þar lokar strandlengjunni miklu. sbs@mbl.is Vetur að víkja á sunnanverðum Vestfjörðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alls hefur 36 kjaradeilum á al- mennum og opinberum vinnu- markaði verið vísað til Rík- issáttasemjara. Í gær var þremur málum vísað til sáttameðferðar. Félag íslenskra atvinnuflug- manna vísaði kjaradeilu við ríkið vegna félagsmanna hjá Land- helgisgæslunni til sáttasemjara og bæði VR og Landssamtök verslunarmanna og Félag at- vinnurekenda vísuðu yfirstand- andi kjaradeilum til embættis- ins. Vinnustöðvun stendur yfir hjá 10 BHM-félögum, Í dag hefst 12 tíma verkfall SGS-félaga. AFL á Austurlandi frestaði boðuðu verkfalli hjá fyrirtækjum á lóð Al- coa til 4. maí er samkomulag náðist um gerð fyrirtækjasamn- inga. Takist ekki að ljúka þeim hefst verkfall á mánudaginn. 36 deilur til sáttasemjara DEILUMÁLUM FJÖLGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.