Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Vinstristjórnin, sem sat áframlöngu eftir að hafa misst starfhæfan meirihluta á þingi, rauk í að koma þjóðinni inn í ESB, án þess að spyrja hana. Hún felldi allar tillögur um þjóðaratkvæði um þetta örlagaríka mál. Kannski var hún þegar gengin inn í björgin í Brussel og farin að hugsa eins og þar er gert. Styrmir Gunnarsson skrifar í gær:    Haustið 2011 tilkynnti Pap-andreou, þáverandi forsætis- ráðherra Grikklands, að hann mundi leggja samkomulag við er- lenda lánardrottna Grikkja undir þjóðaratkvæði í Grikklandi. Nokkrum vikum seinna höfðu for- ráðamenn ESB þvingað hann til að falla frá því.    Í gær gaf Alexis Tsipras, for-sætisráðherra Grikkja til kynna að hann mundi hugsanlega efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag við ESB/SE/AGS ef hann teldi það falla utan þess um- boðs sem SYRIZA fékk í síðustu þingkosningum.    Umsvifalaust bárust þær fréttirað Jeroen Djisselbloem, for- maður Evruhópsins teldi að slíkt mundi „skapa mikinn pólitískan óróa“ og: „Ég held við höfum ekki tíma til þess“. Frá þessu segir í gríska vefmiðlinum ekathimerini.    Hvað ætli valdi ótta ESB viðþjóðaratkvæðagreiðslur?“ Hitt er svo annað mál, að stuðn- ingsmenn fyrrnefndrar vinstri- stjórnar krefjast þjóðaratkvæðis um það, hvort umsóknin þeirra að ESB, sem dó í árslok 2012, sé örugglega dauð. Það má víðar skoða skrítið en í kýrhausnum. Styrmir Gunnarsson Þola ekki þjóðaratkvæði STAKSTEINAR A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 15. maí 2015 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 16:00. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins, þar á meðal: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur á liðnu starfsári 2. Ársreikningur félagsins fyrir tímabilið sem lauk 31. desember 2014 verður lagður fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps félagsins fyrir sama tímabil 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Kosning stjórnar 7. Kosning endurskoðenda 8. Önnur mál löglega færð til fundarins Að þessu sinni gerir félagið ekki ráð fyrir breytingartillögum á samþykktum félagsins. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, ársreikningur félagsins og aðrar endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis hluthöfum til sýnis frá og með 8. maí 2015, 7 dögum fyrir aðalfundinn. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Reykjavík 30. apríl 2015 Stjórn CCP hf. Veður víða um heim 29.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 heiðskírt Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 1 snjóél Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 7 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 13 heiðskírt Berlín 12 heiðskírt Vín 15 skýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 18 skýjað Montreal 13 skýjað New York 20 skýjað Chicago 15 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:04 21:47 ÍSAFJÖRÐUR 4:53 22:07 SIGLUFJÖRÐUR 4:36 21:51 DJÚPIVOGUR 4:30 21:20 Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarð- arbæjar er jákvæð um 76 milljónir króna á ársreikningi sveitarfé- lagsins fyrir árið 2014 en fjárhags- áætlun hafði gert ráð fyrir 619 millj- óna króna rekstrarafgangi. Þar munar um 543 milljónum króna og niðurstaðan ekki í samræmi við að- lögunaráætlun sem gerð var með samningi við eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga. Í fréttatilkynningu sem sveitarfé- lagið sendi frá sér í gær í kjölfar fundar bæjarstjórnar, þar sem árs- reikningurinn var samþykktur, seg- ir að fjárhagsstaðan sé ennþá erfið og mikilvægt sé að minnka útgjöld og greiða niður skuldir. Mest munar um hækkun lífeyris- skuldbindinga sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 millj- ónir umfram áætlun og var rekstr- arniðurstaða A-hluta neikvæð um 492 milljónir króna samanborið við fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að upphæð 216 milljónir króna. Í tilkynningu segir að rekstrarnið- urstaðan geti haft þau áhrif að vextir hækki tímabundið þar sem veltufé frá rekstri nær ekki þeim viðmið- unum sem sett voru sem skilyrði í samningum um endurfjármögnun erlendra lána. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar 2014 námu 19.648 milljónum króna. Morgunblaðið/Ómar Rekstur Ársreikningur Hafnar- fjarðar var samþykktur í gær. 543 m.kr. minni af- gangur  Lífeyrisskuldbind- ingar hækkuðu mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.