Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Danshöfundurinn og Grímuverð- launahafinn Saga Sigurðardóttir dansar í nýju verki eftir Katrínu Gunnarsdóttur, Macho Man, sem frumsýnt verður á sunnudaginn, 3. maí, í Tjarnarbíói. Katrín mun á sömu sýningu dansa í eigin verki, Saving History sem frumsýnt var á Reykjavík Dance Festival við góð- ar viðtökur. Saga fær, að eigin sögn, ýmsar karllegar fyrirmyndir lánaðar í verkinu Macho Man. ,,Í raun fæ ég karllíkama til að máta mig í. Við Katrín höfum verið að skoða vissar hugmyndir um ofurkarlmanninn, hinn sterka, aðlaðandi yfir- burðakarlmann og hvernig þær hugmyndir birtast í hreyfingum líkamans. Við tökum fyrir alls kyns ímyndir, allt frá bardagaheiminum þar sem við sjáum glímukappa og hetjur hringsins og yfir í karlastripp. Við skoðum líka páfuglamenn- ingu á borð við flamenco- dans og diskódans.“ Aðspurð hvort undir- búning- urinn hafi ver- ið erfiður, svarar hún: ,,Þetta var frábær áskorun því það var erfiðara en að segja það að setja sig í þessi spor. Ég komst að því að kvenlíkaminn hefur allt önnur hreyfingarlögmál en karllíkaminn.“ Saga nefnir sem dæmi að mjaðmir kvenna hreyfist í margar víddir en mjaðmahreyf- ingar karla einkennist af meiri ein- stefnu. Þá hreyfist axlir karla ekki í takt við handleggina á sama hátt og hjá konum. verið gegnumgangandi mynstur sem þær sáu við undirbúning verksins. ,,Það eru margar áhuga- verðar tengingar á milli atferlis karla og fugla. Við sjáum þetta á tískupöllunum, í glímunni og í dansinum.“ Glíman heldur þumbaraleg Saga fer víða í verkinu. Hún tek- ur fyrir það sem hún kallar ,,upp- blásna, hormónafyllta karl- mennsku“ en líka taílenska strippklúbba. Þrátt fyrir mikla fjölbreytni á milli menningar- heima, segir hún ákveðin sígild og sameiginleg lögmál áberandi í hreyfingum allra karlmanna. ,,Íslendingar eiga í raun enga karllega danshefð eins og Spán- verjarnir. Við getum helst nefnt ís- lensku glímuna, sem er heldur þumbaraleg,“ segir Saga þegar hún er spurð um séríslenskar karlahreyfingar. ,,Karlmenn virðast ekki þurfa að gera mikið til að vera aðlað- andi. Stund- um þurfa þeir að gera sem minnst. Hreyfingar þeirra eru oft hnitmiðaðri og meira afgerandi en hreyfingar kvenna.“ Katrín Gunnarsdóttir, höfundur Macho Man, dansar í verkinu Saving History sem sýnir persónulega danssögu hennar síðustu 15 ár. Katrín fær þannig lánaðar fyrirmyndir í gegnum feril sinn sem dans- listamaður, allt frá nemenda- árum sínum og að atvinnu- mennsku. Af glímuköppum og fatafellum  Dansarinn Saga Sigurðardóttir fær karlmannslíkama að láni í Macho Man  Páfuglahegðun karla áberandi Morgunblaðið/Golli Karllegar hreyfingar Saga Sigurðardóttir bregður sér í líki karlmanns í Tjarnarbíói og hreyfir sig eins og „ofurkarlmannlegur“ karlmaður. Form Regained nefnist sýning sem opnuð verður í dag kl. 17 í gall- eríinu i8 við Tryggvagötu. Á henni má sjá valin verk þriggja myndlist- armanna: Alexöndru Navratil, Erin Shirreff og Lara Viana. Öll byggja þau á því að brjóta upp og endur- móta söfn ýmiss konar og minn- ingar, skv. tilkynningu frá gall- eríinu. Alexandra Navratil er svissnesk og býr og starfar í Amsterdam og Zürich. Hún nam myndlist við há- skólana Central St. Martins og Goldsmiths í Lundúnum, hefur haldið fjölda einkasýninga og hlotið svissnesku myndlistarverðlaunin, Swiss Art Award, í tvígang. Erin Shirreff er bandarísk og býr og starfar í New York. Hún nam myndlist við University of Victoria og Yale og hefur m.a. haldið einka- sýningar í Sikkema Jenkins & Co. í New York og Artpace í San Anton- io. Lara Viana er brasilísk og stund- aði myndlistarnám við Foulmouth School of Art í Foulmouth og Royal College of Art í Lundúnum. Hún var meðal þeirra sem valdir voru á samsýninguna Bloomberg New Contemporaries árið 2008 í Whi- techapel-galleríinu í Lundúnum, hefur haldið fjölda einkasýninga og hlaut verðlaun á São Paulo- myndlistartvíæringnum árið 2001. Birt með leyfi listamannsins og Sikkema Jenkins & Co., New York Stöðuvatn Stilla úr myndbandsverki Erin Shirreff, Lake, frá árinu 2012. Verk Navratil, Shirreff og Viana sýnd í i8 Glímukappi Randy Savage. ,,Þegar ég byrjaði að hreyfa mig og líkja eftir karlmönnum kom Katrín mjög fljótt auga á ýmis mynstur sem eru mér töm sem kvenmanni en spilltu fyrir verkinu. Ég þurfti mikið að temja mig og tileinka mér þessa karllegu still- ingu.“ Skoðuðu karla í ham Saga segir að hún og Katrín hafi við undirbúninginn lagst yfir myndefni af karlmönnum í ham á ólíkum sviðum og í ólíkum menn- ingarheimum. ,,Við tókum inn efnið með augunum og fórum svo út á gólf þar sem við reyndum að verða þessar týpur sem við sáum.“ Nefnir hún glímukappann Randy Savage sem dæmi. ,,Hann er mikil fyrirmynd og nær yfir allt sem við skoðuðum. Hann er glímumaður, ofurmenni og páfugl. Framkoma hans er mikið sjónarspil.“ Hún bendir á að páfuglahegðun hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.