Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 heimkaup.is Lækkum allar vörur á miðnætti! Í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí gefum við afslátt af öllum vörum á Heimkaup.is frá miðnætti og í 24 tíma! Frí heimsending af öllum sendingum yfir 4.000 og opið í dag þjónustuveri fyrir þá sem vilja sækja. 99.990,- 199.990,- 1.490,- 2.990,- 255,- 850,- 89.990,- 129.990,- 49” 2.745,- 5.490,- meiri kaupmáttur! Lægra verð = í einum smelli 1.395,- 2.790,- AÐEINS Í 24 TÍMA I Í Í Movie Star hvíldarstóll Verð 433.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Viðurkennt er að stefnda, Landeig- endum Reykjahlíðar ehf, er óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í Skútustaða- hreppi,“ segir í dómsorði í máli land- eigenda Reykjahlíðar. Meirihluti þeirra hóf að rukka ferðamenn fyrir að sjá náttúruperlur í landi Reykja- hlíðar en hluti landeigenda, sem eiga tæp 30% í jörðinni, var því ósammála. Fóru þeir fram á lögbann við Sýslu- manninn á Húsavík þann 21. júlí 2014 sem var staðfest með dómi sem féll í síðustu viku. Málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar þar sem það bíður af- greiðslu. „Eftir að hafa lesið dóminn sýnist mér að það megi allir aðrir selja inn á okkar land nema við sjálf,“ segir Ólaf- ur H. Jónsson, formaður Landeig- endafélags Reykjahlíðar sem er mjög ósáttur við dóminn. Hann vill þó lítið tjá sig en segir að allir tapi á þessum málarekstri, enginn þó meira en nátt- úran sjálf. „Það er enginn að hugsa um nátt- úruna. Nú verður forvitnilegt að sjá hvað þeir sem stefndu okkur ætla að gera núna þegar náttúran er að drabbast niður við hverasvæðið við Námafjall og Leirhnjúk. Margra ára vinna er eyðilögð með þessu. Það tap- ast miklir fjármunir en enginn tapar meira en náttúran. Það er alveg sama hvernig þetta fer, það tapa allir,“ seg- ir Ólafur. 40 milljónir í tryggingu Forsaga málsins er sú að minni- hlutinn krafðist þess í bréfi, þann 23. maí árið 2014, að meirihluti eigenda léti af áformum um gjaldtökuna og framkvæmdir á jörðinni. Hinn l. júní 2014 hófst svo innheimta fyrir aðgang að svæðunum við Hveri og Leirhnjúk. Minnihlutinn krafðist þess þann 7. júlí að sýslumaðurinn á Húsavík setti á það lögbann, sem hann varð við 21. júlí eftir að minnihlutaeigendur höfðu lagt fram tryggingu upp á 40 milljónir króna. Fram kemur í dómnum að lög- bannið hafi verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ófremdarástand sem byrjað hafi verið að myndast á svæð- inu. Gjaldtakan hafi ekki haft þau áhrif sem til var ætlast, að stýra og bæta aðgang ferðamanna að svæðinu, heldur hafi hún leitt til að ferðamenn hafi farið að leita nýrra leiða til að skoða svæðin fjarri gjaldtökuhliðun- um. Nýir troðningar og slóðir hafi tekið að myndast og þannig valdið tjóni á landinu og slysahættu. „Þessi tilraun sem við gerðum í þessa 40 daga í fyrra sagði okkur að það kæmu um 200 þúsund manns inn á þrem til fjórum mánuðum. Sam- kvæmt raun- og áætlunartölum er fé- lagið að tapa um 200 milljónum brúttó því við erum ekki að fá að hafa opið í tvö ár. Náttúran er ekki látin njóta vafans heldur einkahagsmunir ferða- þjónustuaðila. Þeim er alveg sama um þessi svæði. Þeir rukka fyrir sínar ferðir og skila engu til baka og skilja ekkert eftir.“ Bláa Lónið byrjaði í skúr Ólafur bendir á að þegar byrjað var að rukka inn aðgangseyri í Bláa Lónið hafi það byrjað í skúr. Mikið vatn sé búið að renna um Svartsengi síðan og nú er Bláa Lónið ein glæsilegasta heilsu- og SPA-lind heimsins. En allt hafi það byrjað í litlum skúr. „Það er svolítið gaman að lesa um skúravæð- ingu og gjaldtöku að þetta byrjaði í Bláa Lóninu. Hvað er Bláa Lónið í dag? Þetta er það sem við erum að hugsa. Þeir borga sem njóta, til þess að geta byggt upp svæði.“ Dæmt óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum  Dómur í máli landeigenda við Reykjahlíð um náttúruperlur afdráttarlaus  Áfrýjað til Hæstaréttar Morgunblaðið/Eggert Námafjall Um 200 þúsund manns stoppa við Námafjall á hverju ári. Fjármálaráðuneytinu ber að bjóða út innkaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi. Þetta kom fram í úrskurði kærunefndar út- boðsmála í máli WOW Air ehf. gegn fjármála- og efnahagsráðu- neytinu. Nefndin lagði það fyrir fjármálaráðu- neytið að bjóða út innkaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi og var þar fallist á sjónarmið WOW og Félags atvinnu- rekenda, sem hafa haldið því fram að það sé skylda ríkisins að bjóða út flugmiðakaupin þar sem þau séu yf- ir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem lög um opinber útboð tilgreina. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir félagið fagna úrskurðinum sem staðfesti það að þessi mál hafi verið í ólögmætum farvegi undanfarin ár. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að árið 2013 hafi heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna ferða til út- landa og ferða erlendis verið 900 milljónir króna. Þar var þó tekið fram af hálfu fjármálaráðuneytisins að innifalið í þeirri tölu væri kostn- aður við flugferðir til og frá Íslandi, tengiflug, lestarferðir, rútur, skip og ferjur. Fjármálaráðuneytið upp- lýsti kærunefndina um að ekki væri greinanlegt í bókhaldi fjársýslu rík- isins hver viðskipti eru við einstök flugfélög árlega. „Með hliðsjón af þeim upplýsing- um sem áður hafa verið raktar þyk- ir þó mega slá því föstu að heildar- kaup íslenska ríkisins á flugfarmiðum á því tímabili sem miða ber við séu langt umfram þær viðmiðunarfjárhæðir sem að framan greinir,“ sagði í úrskurði nefnd- arinnar. Engin afstaða til vildarpunkta Ólafur segir það koma spánskt fyrir sjónir að fjármálaráðuneytið, sem eigi að fara vel með fjármuni þjóðarinnar, hafi ekki viljað nýta kaupendastyrk sinn með útboði. Kærunefndin tók ekki afstöðu til annarrar kröfu WOW Air um að viðurkennt yrði að óheimilt væri að veita svokallaða vildarpunkta eða aðra fjárhagslega umbun til op- inberra starfsmanna í skiptum fyrir kaup hins opinbera á þjónustu. Ber að bjóða út flugfarmiðakaup  Ekki úrskurðað um vildarpunkta Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.