Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ✝ Sigurbjörn M.Sigmarsson, Bubbi eins og hann var oftast kallaður, fæddist á Þverá í Fellshreppi 2. apríl 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimili Sólvangs 23. apríl 2015. Foreldrar Bubba voru Sigmar Þor- leifsson, f. 15. októ- ber 1890, d. 27. febrúar 1968, og Kristjana Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 14. september 1889, d. 10. mars 1945. Bræður Sig- urbjörns: Guðmundur, f. 1913, d. 1993, Ingólfur, f. 1914, d. 1993, Finnbogi, f. 1916, d. 2004, Hjálmar, f. 1919, Vilhelm, f. 1925, Jakob, f. 1928, d. 1996, og Valgarð Hólm, f. 1931. Eiginkona Sigurbjörns er Guðmunda Sigurborg Ein- arsdóttir, f. 1. mars 1926. Bubbi og Munda byggðu sam- an nýbýlið að Stekkjabóli í Una- dal, fluttu árið 1966 að Gröf á Höfða- strönd, eftir 10 ára dvöl þar fluttu þau til Hafnarfjarðar. Börn Bubba og Mundu eru: Sig- mar, f. 12. apríl 1945, Einar Magn- ús, f. 20. febrúar 1950, Björn, f. 28. apríl 1953, Sigríður, 28. sept- ember 1954, Sigurbjörn, f. 24. júní 1958, og Kristjana, f. 3. september 1966. Bubbi starfaði við ýmis verkamannastörf eftir að hann kom til Hafnarfjarðar en ávallt var bóndinn í hjarta hans og var hann bæði með kindur og hesta í Hafnarfirði á meðan heilsan leyfði. Sigurbjörn verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. apríl 2015, kl. 11. Afi minn, ég elska þig svo mikið. Mig langaði að byrja þessa minningargrein með síð- ustu orðunum sem ég sagði við þig. Þú gast ekki svarað mér en ég veit að þú heyrðir í mér og það hjálpar mér mikið í gegn- um þennan erfiða tíma. Þú varst alltaf svo hjartahlýr og mér svo mikilvægur. Áður en ég fór í vinnuna í morgun fór ég í leðurjakkann sem þú gafst mér fyrir nokkrum árum. Í vas- anum fann ég gamla fimm aura mynt síðan 1981. Ímyndunar- aflið tók við og ég hugsaði hvað þú hefðir verið að gera þennan dag þegar þú settir myntina í vasann. Guð einn veit það en það var örugglega eitthvað vit- urlegt. Mínar fyrstu minningar um þig og ömmu eru ferðirnar í hesthúsið í Hafnarfirði. Ég man að þú keyrðir um á Lödu Sport og ég sat alla jafna aftur í á bekknum. Þú varst alltaf með brjóstsykur í bílnum og gafst mér nokkra mola á leiðinni og brostir til mín, það var best. Ég er svo þakklátur að þú fékkst að kynnast Ruth og dætrum okkar, Karen Sól og Emilíönu Sif. Ég man þegar þú hittir Ruth fyrst, heima hjá Sirrý frænku. Þú sagðir við mig hvað hún væri yfirveguð og kurteis ung kona og að ég ætti að halda fast í hana. Það eru liðin rúm tíu ár síðan, elsku afi. Núna eigum við tvær dætur sem þú elskaðir mikið. Það var svo gaman að koma með stelp- urnar í heimsókn til þín og ömmu. Þú varst alltaf svo glaður og sagðir í hvert skipti við mig og Ruth hvað Guð væri góður við okkur. Það eru orð að sönnu. Þú hafðir alltaf gaman af því að segja sögur og oft heyrði maður sömu söguna aftur þeg- ar við komum heimsókn. Það gerði ekkert til, hún var bara betri. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð að kveðja þig og að faðir minn hafi verið hjá þér og haldið í höndina á þér uns yfir lauk. Elsku afi, þú ert fyrirmyndin mín og þú munt ávallt eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Um leið og við kveðjum þig þá sendum við Mundu ömmu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þetta fer allt á besta veg eins og þú varst vanur að segja. Heiðar Örn, Ruth, Karen Sól og Emilíana Sif. Í dag, 30. apríl, er til moldar borinn Sigurbjörn Sigmarsson, bóndi og frumbyggi á Stekkjar- bóli í Unadal í Skagafjarðar- sýslu. Ein af fyrstu æskuminning- um mínum er um stóran og sterklegan brosandi mann sem ræddi við mig af hlýju og mik- illi innri gleði. Við urðum strax góðir mátar og vinir og samferð okkar í lífinu spannar yfir 70 ár. Sigurbjörn gekk ungur að eiga Guðmundu Einarsdóttur, systur mína, en þau hófu bú- skap sinn árið 1942 á bænum Enni sem stendur undir fjalli milli Unadals og Deildardals. Þar fæddust tveir elstu synir þeirra, Sigmar Kristján og Ein- ar Magnús. Á fimmta áratugnum festi Sigurbjörn kaup á jörðinni Hól- koti í Unadal ásamt Hjálmari bróður sínum. Úr þeirri jörð byggðu þau Guðmunda og Sig- urbjörn nýbýlið Stekkjarból á árunum 1952 og 53. Þar fæddust fjögur yngri börn þeirra, þau Sigríður, Björn, Arnar og Kristjana. Sig- urbjörn og Guðmunda voru bæði víkingar dugleg og luku uppbyggingu nýbýlisins með sóma. Frumbyggjaárin voru erfið. Ég man enn heyskap Sigur- björns frammi á eyðijörðinni Bjarnastöðum í Unadal. Heyið bundið í bagga sem voru reyrð- ir niður á heyflutningsvagn sem eins drifs traktor dró. Farið var yfir Unadalsána sex sinnum í hverri ferð því vegarslóðin lá þannig sitthvorumegin árinnar inn dalinn. Sigurbjörn var góður hesta- maður og meðal hesta hans voru verðlaunagripir. Fjölskyldan flutti svo í Gröf á Höfðaströnd árið 1966, og þaðan lá leiðin til Hafnarfjarðar um 1973. Þar hafa þau Guð- munda og Sigurbjörn búið síð- ustu 42 árin og tvö ein síðustu þrjá áratugina. Sigurbjörn fór að kenna las- leika fyrir tveim árum og dvaldi á Sólvangi síðasta árið og naut þar góðrar umönnunar. Ég vil þakka mági mínum samfylgdina og kennsluna, hann kenndi mér að stinga klömbru, rista streng og byggja hús úr torfi og grjóti. Þær lifa í minningunni góðu sögurnar hans Sigurbjörns, en hann var frábær sögumaður og húmoristi. Minningin um góðan dreng lifir og yljar. Manstu vinur er vorið kom í dalinn, vængjaðir gestir fylltu fjallasalinn. Göturnar okkar liðuðust langt eftir grundum, ljúfar minningar streyma frá horfn- um stundum. Heiðruð sé minning Sigur- björns Sigmarssonar. Ingimundur Magnússon. Sigurbjörn M. Sigmarsson ✝ Ósk Jónsdóttirfæddist á Eið- um í Grímsey 5. nóvember 1922. Hún lést 19. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson, útvegs- bóndi frá Eiðum í Grímsey, f. 27. mars 1878, d. 23. mars 1960, og Er- menga Frímannsdóttir, hús- móðir frá Braut á Húsavík, f. 22. ágúst 1893, d. 9. desem- ber 1928. Systkini Óskar eru óskírð- ur drengur, f. andvana 13. október 1913. Sig- fríður Guðrún, f. 9. apríl 1915, d. 21. mars 1995. Júl- íana, f. 22. sept- ember 1917, d. 14. september 2003. Óskar, f. 17. apríl 1920, d. 11. júní 1920. Þórunn, f. 10. janúar 1925, d. 7. ágúst 2011. Hálfsystir Óskar er Sigurveig, f. 25. apríl 1900, d. 31. janúar 1989. Útför Óskar verður frá Ás- kirkju í dag, 30. apríl 2015, kl. 15. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Fáein kveðju- og þakkarorð til elsku Ódu okkar. Frá bernskuárum minnumst við systur hve spennandi var að fá fallegu frænku í heimsókn frá Reykjavík. Hún kom í eyjuna okkar klyfjuð fallegum fötum sem hún seldi gjarnan eyjakon- um með hjálp stóru systur sinn- ar. Ósk alltaf kölluð Óda af sínum nánustu lifði og vann mestan sinn starfsaldur í Reykjavík. Lengst af vann hún við versl- unarstörf. En seinustu starfsárin vann hún í móttöku Hjúkrunarskóla Íslands. Margir hjúkrunarfræð- ingar muna örugglega eftir henni frá námsárum sínum þar sem hún liðsinnti þeim og glett- ist eins og henni einni var lagið. Við systur fluttum ungar að árum til Reykjavíkur og gott var að eiga frænku að. Hvort sem þurfti að gefa svöngum náms- mönnum í gogginn, leggja í stjörnu og spá í framtíðina, velta fyrir sér tískunni eða leggja okkur lífsreglurnar. Alltaf var Óda til taks og hikaði ekki við að segja okkur til syndanna ef svo bar undir. Óda var pólitísk og gaman var að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Hún var mjög listræn, málaði bæði myndir og á gler. Mörg erum við ættingjar hennar sem erum svo heppin að eiga yndislega falleg jólamatar- stell sem hún postulínsmálaði. Óda vann mikið í höndunum og eigum við systur fallegar flík- ur sem hún gerði á börnin okk- ar. Hún var mjög umhyggjusöm og gjafmild og ófáar voru send- ingarnar frá henni sem komu norður í land þegar önnur okkar flutti sig búferlum með fjöl- skyldu sína. Pakkarnir hennar innihéldu ýmislegt matarkyns, sokka og vettlinga, því alltaf hafði hún áhyggjur af ómegð- inni. „Lengjur“ sendi hún reglu- lega Pöllu sinni að ógleymdum páskaeggjum sem hún sendi börnunum lengi vel. Óda lét sér ekki nægja að sinna frændfólk- inu, heldur tók hún að sér fjöl- skyldur á Indlandi og studdi með fjárframlögum í mörg ár. Einnig prjónaði hún sokka og vettlinga og sendi til bágstaddra í Afríku og studdi þá einnig fjár- hagslega. Já, frænka var engri lík. Óda var mjög trúuð kona og ræktaði sína trú í orði og gerð- um. Elsku frænkan okkar, það er komið að kveðjustund. Við þökk- um þér alla elsku þína og kær- leik við okkur systur og fjöl- skyldur okkar. Við þökkum þér samfylgdina og kveðjum með virðingu og þökk. Við trúum að nú sért þú komin í faðm geng- inna ástvina og að þér líði vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við elskum þig. Pálína og Jóheiður Björnsdætur. Vinkona mín Ósk Jónsdóttir er látin. Þar er fallin frá mikil ágætismanneskja með ríka um- hyggju fyrir þeim sem búa við kröppust kjör hvar sem er í heiminum. Ósk hafði séð í blaðaviðtali í september 2007 að ég væri að fara til Suður-Afríku til að heim- sækja fátækrahverfi í Kimber- ley þar sem ég hafði unnið á vegum Rauða kross Íslands nokkrum árum áður. Markmiðið væri að reyna að hjálpa mun- aðarlausum börnum þar og helst að byggja barnaheimili fyrir þau. Ósk skynjaði hvað þessi börn bjuggu við mikla neyð og langaði til að rétta hjálparhönd. Hún hringdi og bað mig að koma og tala við sig. Það kom strax í ljós að henni var full alvara. Hún var mikil hannyrðakona og sagðist eiga töluvert af sokkum, vettlingum og smáteppum fyrir ungbörn sem hún bað mig að taka með. Einnig smávegis af peningum. Þetta varð upphafið að margra ára vináttu og eiginlega samstarfi að þessu verkefni. Við hittumst oft. Ég færði henni myndir af börnunum og aðstæð- um í Kimberley sem hún hafði bæði mikla ánægju og áhyggjur af, og seinna af barnaheimilinu nýja. Ferðirnar urðu margar þarna suðureftir og í hvert skipti lét Ósk það af hendi rakna sem hún gat, bæði prjónles og peninga. Þegar barnaheimilið var risið var okkur ljóst sem að þessu stóðum að ýmislegt gæti komið upp á sem forstöðukona heim- ilisins gæti ekki ráðið við. Var því stofnaður sjóður í banka sem gekk undir nafninu „Óskarsjóð- urinn“ sem fleiri velunnarar lögðu fé í og grípa mátti til í neyðartilfellum sem kom sér vissulega vel síðar. Einhverju sinni þegar við komum með prjónavörur frá Ósk þá bað Miriam, forstöðu- kona barnaheimilisins, um að fá mynd af Ósk: „Mér finnst ég þekkja hana.“ Myndin kom í næstu ferð og var strax sett í ramma og hangir nú uppi í skrifstofukompu forstöðukon- unnar. Þegar ég hitti Ósk síðast á hjúkrunarheimilinu Skjóli var ég ekki viss um að hún þekkti mig en þegar ég sýndi henni myndir frá Kimberley eins og ég hafði oft gert áður þá ljómaði hún upp og ég er viss um að hún hefur þá náð einhverjum tengslum. Ég kveð hér góða konu og virkilegan mannvin. Við kynnt- umst ekki fyrr en á efri árum en þau ár vil ég þakka henni með þessum fáu orðum. Ég sendi aðstandendum Ósk- ar innilegar samúðarkveðjur. Gunnhildur Sigurðardóttir. Á vordögum árið 1947 hóf ég störf hjá versluninni KRON á Skólavörðustíg 12 hér í bæ. Þar hófust kynni okkar Óskar, eða Ódu eins og hún var ávallt köll- uð. Þá var annar bragur á störf- um verslunarfólks; varan af- greidd yfir borðið, viktað og pakkað. Mikil gleði ríkti meðal unga fólksins, og var Óda fremst þar í flokki. Óda var afar hæfi- leikarík og listhneigð með af- brigðum. Hún málaði mikið, eins og til dæmis postulín og myndir. Einnig prjónaði hún mikið og naut ég góðs af því. Óda var afar hjálpsöm og vildi hvers manns vanda leysa og gera öðrum gott. Óda giftist ekki og átti ekki börn. En hún var mínum börnum eins og besta frænka. Fyrir það og vináttu hennar er ég og börnin mín ævinlega þakklát. Ég og börnin mín votta ást- vinum hennar alla okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar og veri hún að eilífu Guði falin. Aðalheiður Bergsteinsdóttir (Alla). Fregnin um að Ósk Jónsdótt- ir, Óda, væri látin kom mér ekki á óvart. Hún var orðin öldruð og trúlega södd lífdaga. Það snertir mann samt alltaf þegar fólk sem maður telur til vina fellur frá. Nú er Óda horfin yfir móðuna miklu, síðust Eiðasystra frá Grímsey. Ætt og uppruna ætla ég ekki að rekja. Það munu aðr- ir mér fróðari gera. Þá var morgunn í maí. Það er vor árið 1974. Hringi í 11852, sem þá var. Stutt spjall. Síðan hringi ég dyrabjöllu. Boðið að gjöra svo vel. Þessu næst var hljóðskraf mitt við systurdótt- urina sem var í heimsókn hjá Ódu frænku sinni á Snorrabraut 32. Þetta varð upphaf að frekari kynnum og langri vináttu. Síðar urðu samtölin lengri og fleiri og gagnkvæmar heimsóknir, enda var Óda mér og minni fjölskyldu ætíð afar kær og góð. Óda sagði skemmtilega frá og húmorinn var svo sannarlega til staðar. Já, góður húmor. Þegar rætt var um menn og málefni var ekki komið að tóm- um kofunum. Stundum var ým- islegt látið flakka og þá kom fyr- ir að Óda hló svolítið vandræðalega á sinn einstaka hátt. Hefur sennilega velt því fyrir sér hvort nú væri fulllangt gengið, því engan vildi hún særa. Heimsóknirnar á Snorrabraut 32 urðu margar á næstu árum og áratugum og fyrir þær ber að þakka. Sú fyrsta er mér samt ætíð eftirminnilegust margra hluta vegna. Þá var morgunn í maí. Ég votta öllum aðstandendum Ódu mína dýpstu samúð og það gera einnig mínir afkomendur. Njóti hún nú gleði og Guðs blessunar meðal Eiðasystra allra. Valtýr Sigurbjarnarson. Ósk Jónsdóttir ✝ Steinþór BjarniIngimarsson fæddist 27. október 1925 í Arnardal á Akranesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. apríl 2015. Foreldrar hans voru Ingimar Krist- ján Magnússon, húsasmíðameistari, f. 1891, og Bóthild- ur Jónsdóttir, hús- móðir, f. 1892. Systkini hans voru: Steinunn, Lilja, Magnús, Bergdís, Guðjón Sigurgeir og G. Sigurgeir, einn eftir á lífi. Steinþór kvæntist Nínu Ólafs- dóttur frá Sólmundarhöfða á Akranesi 23. desember 1954. Þau hófu búskap á Sandabraut 15 á Akranesi og fluttu síðan að Mið- húsum í Innri-Akraneshreppi árið 1958. Börn þeirra eru: Ingimar Krist- ján, f. 1954, giftur Hafdísi Haf- steinsdóttur, eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Guðný Jódís, f. 1957, gift Sigurdóri Stefánssyni, eiga tvær dætur og eitt barna- barn. Sólveig, f. 1959. Stúlka, and- vana fædd 1966. Rannveig, f. 1967, gift Pekka Tapio Pyykönen, búsett í Finnlandi og eiga þau tvö börn. Stein- þór átti áður Bót- hildi, f. 1947, gift Emil Theódóri Guð- mundssyni, búsett á Selfossi, hún á þrjú börn og sex barna- börn. Steinþór ólst upp í Arnardal á Akranesi, sem síðar varð dvalar- heimili og enn síðar fé- lagsmiðstöð, og víðar á Akra- nesi. Hann starfaði í byggingavinnu með föður sínum, um tíma hjá Rafmagnsveitum ríkisins, lærði bifvélavirkjun á Akranesi og starfaði við bifvéla- viðgerðir hjá Bifreiðaverkstæði Akraness. Stundaði búskap frá 1958 og síðast við vélgæslustörf og viðgerðir hjá Heimaskaga og Haraldi Böðvarssyni og var kom- inn vel yfir sjötugt þegar hann lét af störfum. Útförin verður gerð frá Akra- neskirkju í dag, 30. apríl 2015, kl. 14. Góður, kátur og mikill dýra- vinur. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um afa Steina. Það er oft sagt að þeir sem eru dýravinir séu gott fólk, það átti svo sannarlega við um þig. Á mínum yngri árum fannst mér fátt skemmtilegra en að fá að fara upp í sveit til þín og ömmu, þar var hægt að gera svo margt. Skoða öll dýrin ykkar, leika við kisu eða tíkina Korku, nú eða hjálpa þér þar sem þú varst að bardúsa eitthvað, þú varst alltaf að vinna að einhverju, enda duglegur maður. Mér þykir mjög vænt um það þegar ég sé suma hluti í dóttur minni sem minna mig mikið á þig, hún er til dæmis algjör dýravinur eins og þú. Svo stendur hún stundum alveg eins og þú stóðst, með krepptar hendur fyrir aftan bak og hallar sér örlítið fram. Elsku afi og langafi, okkur þótti öllum svo vænt um þig og ég er svo ánægð að hafa getað sagt þér það áður en þú kvaddir. Við biðjum að heilsa og við sjáumst seinna. Elísabeth, Helgi Pétur og Hólmfríður Lilja. Steinþór Bjarni Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.