Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Ný bók eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Almanakið, kemur út í dag og er það fyrsta ljóðabók hans. Sonur Ólafs og alnafni málaði vatnslitamyndir við ljóðin en hann útskrifast frá Yale- háskóla nú í vor. Á kápu Almanaksins er vitnað í skáldið Þorstein frá Hamri þar sem hann segir: „Almanakið er yfirtak fallegur og vel saminn ljóðaflokkur, áhrifamikill í látleysi sínu og inni- leik.“ Ragnar Helgi Ólafsson hann- aði alla umgjörð bókarinnar og út- gefandi hennar er Veröld. Ólafur hefur skrifað fjölda skáld- sagna og smásagna og einnig leikrit, Fjögur hjörtu sem frumsýnt var í Loftkastalanum 1997 og Rakstur sem Þjóðleikhúsið sýndi 2003. Leik- gerð skáldsögu hans Sniglaveislan var frumsýnd hjá Leikfélagi Akur- eyrar 2001 og hefur verið sett á svið í Bretlandi. Morgunblaðið/Ómar Ljóðabók Almanakið er fyrsta ljóðabók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fyrsta ljóðabók Ólafs Jóhanns Æfingar standa nú yfir hjá Kór Langholtskirkju á Jóhannesar- passíunni eftir J.S. Bach, einu dáð- asta kórverki tónlistarsögunnar. Kórinn mun flytja passíuna í Lang- holtskirkju 17. maí nk. kl. 16 með hljóðfæraleikurum og Benedikt Kristjánsson tenór mun syngja hlutverk guðspjallamannsins og Oddur Arnþór Jónsson barítón hlutverk Jesú. Önnur sönghlutverk verða í höndum kórmanna. Kór- inner að mestu skipaður ungum söngnemum, að því er fram kemur á miðasöluvefnum Tix.is. „Verkið er byggt á frásögn Jóhannesarguðspjalls af síðustu stundunum í lífi Jesú, píslum hans og krossfestingu. Bach málar sögusvið atburð- anna á ein- staklega áhrifa- ríkan hátt með mögnuðu tón- máli sínu. Kór- inn gegnir lyk- ilhlutverki í dramatískri framvindu frá- sagnarinnar og í þessu verki er að finna marga af glæsilegustu og áhrifamestu kórköflum tónlistar- sögunnar,“ segir þar um verkið. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson. Jóhannesarpassían í Langholtskirkju Oddur Arnþór Jónsson Tónlistarhjónin Guðmundur Pét- ursson og Ragnheiður Gröndal halda tónleika í kvöld kl. 21 í menn- ingarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2. Þau munu flytja lög sem fjalla öll með einhverjum hætti um einsemd manneskjunnar og þörfina fyrir að upplifa sig sem hluta af heild en á sama tíma skera sig úr. Einnig hafa sum laganna tengingu við konuna og móðurina, eins og segir í til- kynningu. „Lögin verða tengd sam- an með spuna og markmið tón- leikanna er að skapa fallegt orkuflæði í rýminu milli flytjenda og hlustenda,“ segir þar einnig. Á laugardaginn, 2. maí, kl. 21 mun tónlistarkonan Soffía Björg svo bjóða vorið velkomið með lág- stemmdum tónleikum, frumflytja tónlist sem hún hefur unnið að og lög af væntanlegri plötu. Henni til aðstoðar verða Tómas Jónsson á skringi-rhodes og myndlistarkonan Sigríður Þóra Óðinsdóttir sem varpar myndbandsverki á vegg og lánar hún rödd sína, eins og það er orðað í tilkynningu. Samstillt Tónlistarmennirnir og hjónin Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson. Ragnheiður, Guðmundur og Soffía Mary Jane Jacob, sýningastjóri og prófessor við School of the Art Institute í Chicago, flytur fyrir- lestur í kvöld kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sem er hluti af fyrirlestraröðinni TALK Series. Fyrirlestur Jacob nefnist „Experiencing Social Practice“ og mun hún í honum velta fyrir sér upplifun áhorfenda og listamanna sjálfra af listaverkum sem hafa beina samfélagslega nálgun og fela í sér þátttöku almennings. Jacob mun styðjast við kenningar banda- ríska heimspekingsins Johns De- weys til þess að skoða félagslega sinnuð verk myndlistarmanna. Jacob hefur stýrt hundruðum sýninga sem miða að því að færa myndlistina og orðræðu hennar út í samfélagið og nær almenningi, eins og segir í tilkynningu, og hún hefur einnig rannsakað hvað upplifun á myndlist felur í sér og gefið út bæk- ur um viðfangsefnið. TALK Series er samstarfsverk- efni Listasafns Reykjavíkur, Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskrar mynd- listar og Listaháskóla Íslands. Fyrirlesari Mary Jane Jacob. Mary Jane Jacob í TALK Series Kvennakórinn Katla heldur tón- leika í kvöld kl. 19.30 og 21, í Að- ventkirkjunni, Ingólfsstræti 19 og bera þeir yfirskriftina Brjóstbirta. Í kórnum eru um 50 ungar konur og stjórnendur tveir, Lilja Dögg Gunn- arsdóttir og Hildigunnur Einars- dóttir. „Kvenleg orka, fegurð og styrkur verður allsráðandi á þessu fagra fimmtudagskvöldi,“ segir í tilkynningu. Á fésbókarsíðu Kötlu segir um kórinn að hann fái fólk til að gráta, hlæja, klappa og sannfær- ast um að lífið sé gott og dreymi um að komast á kóramót til Texas og taki því að sér alls konar gigg. Kötlur Kvennakórinn Katla í miklu stuði á Laugarvatni fyrr í þessum mánuði. Kvenleg orka, fegurð og styrkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.