Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flestar tegundir farfugla eru nú komnar til landsins en þrjár ókomnar. Enn er von á sanderlu. Óðinshani gæti sést eftir um tíu daga og þórshani kemur venjulega í lok maí en hann er síðastur farfugla til landsins ár hvert. Yann Kolbeinsson, líffræðingur, hefur skráð fyrstu komur farfugla allt frá árinu 1998. Hann sagði að ekki hefði enn frést af skrofu, sem heldur sig mikið til sjós, en hún væri nær örugglega komin. Fyrsti spói ársins sást í Nesjum 21. apríl en hann hefur að meðaltali sést 18. apr- íl. Fyrstu kríurnar, tíu fugla hópur, sáust í Óslandi á Höfn í Hornafirði 22. apríl. Það var upp á dag því meðal- komudagur hennar er einmitt 22. apríl. Yann tók meðfylgjandi mynd af fagurgæs, sem er litskrúðugur flækingsfugl. „Þetta er straumönd gæs- anna,“ sagði Yann. Fagurgæs sást í fylgd grágæsa við Arabæ í Flóa þann 12. apríl. Það var fjórða fagurgæsin sem fundist hefur hér á landi. Fagurgæs sást aftur í Aðaldal 24. apríl og á sama stað í gær. Hún var í öll skiptin með grágæs- um og þykir líklegt að um sama fugl sé að ræða í öll skiptin. Fagurgæsir verpa í norðurhéruðum Rússlands og Siberíu. Þær hafa vetursetu í austanverðri og suðaust- anverðri Evrópu. Fagurgæsir eru vinsælar í andagörð- um í Evrópu og gætu flækingsgæsirnar hafa sloppið úr slíkum garði og flogið hingað. Fagurgæsin er minni en grágæs og aðeins minni en heiðagæs. Farfuglarnir flestir komnir Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Fáséð fagurgæs hefur glatt augu fuglaáhugamanna undanfarið Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Það hefur safnast upp töluverður biðlisti af sjúklingum sem við töldum að þyldu töf sem nam nokkrum vik- um. Nú erum við hins vegar að koma á brestipunkt þar sem þeirra sjúk- dómur þolir ekki lengri bið,“ segir Garðar Mýrdal, yfirmaður geisla- eðlisfræðideildar Landspítalans. 108 geislafræðingar í Bandalagi háskólamanna (BHM) hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl og nú hafa um 30 sjúklingar orðið fyrir raski á áætlaðri geislameðferð. Garðar segir um viðkvæma með- ferð að ræða sem krefjist mikillar nákvæmni og mikilvægt sé að ekki líði langur tími frá því sjúklingur greinist þar til meðferð hefjist. Í verkfallinu starfa tveir geislafræð- ingar við geislameðferðina, þar sem venjulega eru fimm geislafræðingar að störfum, og tveir í undirbúningi meðferðar, þar sem einnig eru fimm venjulega. „Þarna myndast ákveðinn flöskuháls og ef þetta heldur svona áfram komum við ekki nógu mörgum í gegn til að gæta þess öryggis sem þarf að gæta,“ segir Garðar. Áður en verkfallið hófst var heim- ild fyrir þremur geislafræðingum í undirbúningi meðferðar og tveimur í meðferðinni. Að sögn Garðars fór BHM fram á að aðeins einn geisla- fræðingur yrði við störf á hvorum stað, en því var andmælt og komst félagsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu tveir og tveir. „Það fækk- aði því um þennan eina í undirbún- ingnum sem er núna að valda okkur miklum vandræðum. Úrskurðurinn dró frá okkur þennan eina starfs- mann sem reynir nú á að við höfum ekki.“ Hann segir spítalann nú vinna að undanþágubeiðni þar sem að minnsta kosti einum geislafræðingi yrði bætt við. Garðar segir hugsanlegt að senda þurfi sjúklinga úr landi, en sú ákvörðun þurfi að koma frá stjórn- völdum. „Það er kostnaðarsamt og mikið rask fyrir sjúklinginn og fjöl- skyldu hans,“ segir hann og bætir við að ekki sé augljóst hvort sjúk- lingar komist yfirhöfuð fljótt í með- ferð í nágrannalöndunum. „Þessi kjaradeila þarf að leysast en ef hún heldur eitthvað áfram næstu vikur þá tel ég nauðsynlegt að það komi til lausnir sem duga til, svo við getum tekið fleiri sjúklinga í meðferð en við getum gert í dag,“ segir Garðar og heldur áfram: „Fyr- ir nokkrum áratugum þegar menn töluðu um kjaradeilur var meðferð gegn krabbameini tekin út fyrir sviga, því allir voru sammála um að þeirri meðferð yrði að sinna. Nú er- um við komin í stöðu þar sem greini- lega hefur orðið afstöðubreyting til þessa. Viljum við virkilega láta bresta á því hvort krabbameins- sjúklingar fái meðferðina sína eða ekki í kjaradeilum? Er það raun- verulegur vilji í þessu samfélagi?“ Erum að koma á þolmörkin  30 sjúklingar í geislameðferð hafa orðið fyrir raski á áætlaðri meðferð  „Þeirra sjúkdómur þolir ekki lengri bið,“ segir yfirmaður geislaeðlisfræðideildar LSH „Ég tel það ósiðlegt að stöðva lífs- nauðsynlega meðferð vegna kjaradeilna.“ Garðar Mýrdal Austlægar áttir verða ríkjandi á næstu dögum með stöku éljum um landið norð- an- og aust- anvert. Skýjað verður á höfuð- borgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Helgu Ívars- dóttur, veðurfræðingi hjá Veð- urstofu Íslands, en hún segir að bú- ast megi við þokkalegu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. „Það geta verið einhver stöku él vestanlands en það ætti að vera þurrt og gæti sést til sólar á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir hún, og verður hitastig á bilinu 7 til 8 gráð- ur þegar sólin skín, annars fremur svalt. Þá segir hún að gera megi ráð fyrir næturfrosti víða næstu daga. ash@mbl.is Bjart veður í kortunum Veður Sólin lætur sjá sig í borginni. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is hrærivélar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Drive-HM-140 1600W - 14 cm hræripinni - 2 hraðar 22.990,- Lescha steypurhrærivél SBM P150 150 lítra (hægt að taka í sundur - þýsk gæði) 61.900,- Lescha steypuhrærivél SM 145S 140 lítra (þýsk gæði) 73.900,- Steypu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingólfur Helgason, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings á Íslandi, tók allar stærri ákvarðanir varðandi stefnu bankans í kaupum á eigin bréfum. Þetta kom fram á sjöunda degi aðal- meðferðar stóra markaðsmisnotk- unarmáls Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ingólfur sagði þar að stjórn bank- ans hefði falið sér að annast þessi verkefni þar sem meginstefnan var að fara ekki yfir 5% hlut, þótt það hefði ekki verið heilagt að hans sögn. Saksóknari spurði Ingólf ítrekað út í aðkomu hans að ákvörðunum hjá eigin viðskiptum bankans, deildinni sem sá um kaup bankans á eigin bréfum. Eins var hann spurður út í aðkomu Sigurðar Einarssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi forstjóra bankans, en hvor- ugur þeirra hefur verið við aðal- meðferðina. Ingólfur sagðist hafa rætt við Hreiðar og Sigurð vegna kaupanna, en að samskiptin hefðu verið reglu- legri við Sigurð. Vitnað var í end- urrit frá yfirheyrslu hjá lögreglu og sagði Ingólfur þá að samskiptin við Sigurð hefðu líklega verið nær því að vera dagleg heldur en vikuleg. Þó hefðu afskipti þeirra ekki verið af daglegum rekstri eða einstaka ákvörðunum heldur hefðu þeir rætt heildarlínuna. Þá hefðu þeir verið upplýstir reglulega um stöðu bréf- anna. Meðferð málsins verður haldið áfram í dag. Ekki afskipti af daglegum rekstri  Ingólfur Helgason fyrir dómi í gær Morgunblaðið/Golli Í dómssal Ingólfur Helgason fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg vinnur að því að þrengja reglur um hávaðamörk framkvæmda við jarðvinnu á bygg- ingasvæðum, m.a. nærri íbúðar- svæðum. Nikulás Úlfar Másson, skrifstofustjóri hjá byggingafulltrúa borgarinnar segir að líkur séu á því að breyttar reglur muni líta dagsins ljós á næstu tveimur vikum. Framkvæmdir á Lýsisreit sem hófust snemma á síðasta ári vöktu reiði meðal íbúa í nágrenni við fram- kvæmdasvæðið þar sem meðal ann- ars var kvartað undan mikilli hljóð- mengun þegar klappir voru sprengdar á reitnum. Þá fóru eig- endur og íbúar fjögurra fasteigna við Grandaveg og Lágholtsveg í mál við verktakann vegna skemmda sem voru á húsum þeirra og þeir töldu að rekja mætti til framkvæmdanna. Óhjákvæmilegur fylgifiskur Í kjölfarið var settur saman vinnu- hópur í borgarkerfinu og eru þessar nýju reglur afrakstur þeirrar vinnu. „Við erum að skoða með hvaða hætti við getum gert þetta þolan- legra fyrir íbúa í grennd við slíkar framkvæmdir,“ segir Nikulás. Hann segir ekki tímabært að fara nákvæmlega út í breytingar á reglu- gerðinni á þessari stundu. Aðspurð- ur viðurkennir hann þó að meðal annars eigi að stytta tíma sem leyfi- legur er til framkvæmda, auk þess að minnka það magn sprengiefnis sem leyfilegt er að nota í hvert skipti sem sprengt er. „Það hafa verið al- veg svakalega miklar athugasemdir út af þessum hlutum og þetta er næstum óhjákvæmilegur fylgifiskur þéttingar byggðar, því verið er að byggja hærra og stærra á þéttbýl- ustu svæðum Reykjavíkurborgar,“ segir Nikulás. Sem stendur má stunda jarðvegsvinnu frá 8-19 á dag- inn. „Svakalega miklar athuga- semdir“ við framkvæmdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.