Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ✝ Inga Sigurjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 11. júlí 1937. Hún lést á líknardeild LH, 21. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urjón Jónsson, f. 1.6. 1894, d. 29.9. 1982 og Soffía Ingi- mundardóttir, f. 18.9. 1900, d. 6.6. 1964. Alsystkin Ingu eru: Sig- urjóna, f. 26.7. 1934, d. 14.8. 1999; Elín, f. 19.3. 1936; Ágústa, f. 6.10. 1941; Bergþóra, f. 26.1. 1944. Hálfbróðir sammæðra var Þórarinn Jónsson, f. 27.3. 1923, d. 29.1. 2000. Hálfsystkin sam- feðra voru: Guðmundur H., f. 31.5. 1919, d. 22.10. 1993. Þur- Alfreð eignaðist Erling Kal- mann, f. 30.4. 1981, barnsmóðir er Guðfinna Hermannsdóttir, kona hans er Alexandra Miles, þau eiga eitt barn. Inga og Er- ling eignuðust óskírt stúlkubarn, sem lést nokkurra mánaða gam- alt. Sæunn Kalmann, f. 27.4. 1962, gift Ragnari G. D. Her- mannssyni, f. 26.8. 1949; hún á tvær dætur: Erla Björg, f. 8.12. 1978, á þrjú börn með sambýlis- manni sínum, Hermanni Ragn- arssyni. Rakel, f. 21.7. 1986 , á þrjú börn með eiginmanni sínum Styrmi Þór Einarssyni. Lang- ömmubörnin eru orðin sjö. Eft- irlifandi eiginmaður Ingu er Ei- ríkur Leifur Ögmundsson, f. 14.10. 1932. Inga vann ýmis störf auk þess að sinna heimilinu, meðal annars 15 ár hjá Seglagerðinni Ægi, og 25 ár hjá Félagsstofnun stúdenta. Hún var vinmörg og vel liðin af öllum þeim sem hana þekktu. Útför hennar fer fram frá Frírkjunni í Reykjavík í dag, 30. apríl 2015, kl. 13. íður, f. 25.12. 1920, d. 26.11. 2008, og Stefán Sigurður, f. 4.5. 1922, d. 8.12. 1994. Fyrri maður Ingu var Erling Kalmann Alfreðsson, f. 20.10. 1937, hann lést af slysförum, 22.6. 1974. Foreldrar hans voru: Theo- dóra Eyjólfsdóttir, f. 1. júní 1912, d. 30.1. 1987 og Al- freð Georg Þórðarson, f. 1.9. 1909, d. 26.6. 1960, sem lést einn- ig af slysförum. Börn þeirra eru: Alfreð, f. 27.8. 1956, kvæntur Birnu Bragadóttur, f. 25.3. 1961, þeirra börn: Ingvar, f. 12.6. 1984; Smári, f. 22.2. 1989 og Eva, f. 2.10. 1992. Elskuleg móðir mín er horfin til hins eilífa austurs. Mínar fyrstu minningar um mömmu eru þegar ég var fimm ára, hún stóð mig að verki snemma morguns við að hella úr heilum haframjölspakka á eld- húsgólfið og keyra leikfangabíl- unum mínum í gegnum hrúguna. Það komu ekki hróp og skammir, nei hún tók þessu með jafnaðar- geði eins og hún tókst á við lífið alla tíð. Á uppvaxtarárum okkar systkinanna bjuggum við á ýms- um stöðum. Maður skynjaði það ekki þá, en á þeim tíma sem við vorum að alast upp var lífsbar- áttan hörð og mamma og pabbi unnu bæði mikið. Það var í kring- um 1972 að mamma og pabbi eignuðust sína fyrstu íbúð, það var eins og að flytja í höll, því í nokkur ár á undan bjuggum við frekar þröngt á æskuheimili mömmu á Bakkastíg 4. Í júní árið 1974 knúði sorgin dyra með þær skelfilegu fréttir að faðir okkar hefði látist af slys- förum ásamt svila sínum. Allt í einu stóð mamma ein, aðeins 37 ára gömul, með okkur systkinin, mig 18 ára og systur mína 12 ára. Í minningunni fannst mér mamma bera harm sinn vel eftir þetta mikla áfall. Hún passaði upp á að lífið kæmist fljótt í sinn vanagang og að við gætum haldið ótrauð áfram okkar daglega lífi. Mamma lagði okkur lífsreglurn- ar og vildi ekki að við værum að leyna hana einu eða neinu í okkar upplifun að vera táningar og unglingar, hún vildi frekar að vinir okkar kæmu inn á okkar heimili, því þá vissi hún hvað við værum að bralla og þyrftum ekki að vera að fela neitt. Mamma kom fram við aðra eins og hún vildi að aðrir kæmu fram við sig, þetta viðhorf höfum við síðan leitast við að nota í uppeldi barna okkar. Árið 1976 kom sólargeisli inn í líf mömmu þegar hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum Ei- ríki, eða Denna eins við köllum hann. Denni og mamma urðu strax mjög náin og skynjaði ég að þarna væri kominn sá lífsföru- nautur sem myndi ganga með mömmu allt til enda. Mamma og Denni eignuðust sitt heimili 1978 og giftu sig sama ár. Þau voru alla tíð mjög samrýnd og ferð- uðust mikið bæði innanlands og erlendis. Mamma fylgdist vel með öllu sem var að gerast í sam- félaginu og var dugleg við að til- einka sér nýjungar. Hún tók þátt í félagsstarfi í kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins og stundaði jafnframt sund í mörg ár þar sem hún eignaðist pottavinkonur sem héldu góðan vinskap allt til enda. Það urðu tímamót í lífi mömmu þegar hún greindist með krabbamein vorið 2013. Í kjölfar- ið fór hún í meðferð sem gekk mjög vel framan af, en síðla árs 2014 fór að halla undan fæti og erfiðar lyfjameðferðir tóku sinn toll. Að lokum, eftir stutta sjúkrahúslegu, náði sjúkdómur- inn yfirhöndinni. Það er af mörgu að taka þegar minnast skal móður sinnar, en umfram allt er ég henni þaklátur fyrir að hafa gefið mér lífið og lagt fyrir mig þá vegvísa sem hafa leitt mig áfram í lífinu. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að blessa minningu hennar og vaka yfir Denna í hans miklu sorg. Góðar voru gjafir hennar og vináttan einlæg. Þinn elskandi sonur Alfreð. Kynni mín af tengdamóður minni urðu fyrir tæpum 15 árum, þau urðu það mikil að ég hef ekki tölu á því hvað ég kom oft í Stórahjallann. Sagði ég við Sæ- unni að ég kæmi oftar en hún í Stórahjallann í gríni þar sem Sæ- unn þarf að stunda sjómennsku út af starfi sínu. Við Inga áttum áhugamál sem var Vesturgatan og Bakkastíg- urinn þar sem pabbi hennar vann við að fella net á grandanum. Í Vesturbænum þekkti hún fólk sem ég þekkti líka og var gaman að ræða þessa hluti. Við áttum áhugamál þar sem við ræddum um gátur lífsins, Einar á Ein- arsstöðum, Sumarlandið og aðr- ar bækur um líf eftir dauðann og okkar skoðanir á því. Það var gaman að fylgjast með þegar barnabörnin komu í Stórahjallann. Hvað þessi börn skiptu þau miklu máli. Í eldhús- inu var skúffa neðst sem þau áttu með leikföngum, hún var oft opn- uð og dót tekið þar út og teikni- myndir sem þau áttu fyrir ömmubörnin, og margar ferðirn- ar að fara í leikskólann að ná í börnin og labba með þau und- irgöngin heim í Stórahjallann. Þar sem mamman var að fljúga þá var gott að eiga ömmu og afa. Þegar Sæunn fór út á sjó með túnfiskskipi frá Japan sem hún var á í þrjú ár við rannsóknir komu mamma hennar og Denni niður á bryggju til að kveðja dóttur sína. Mömmu hennar var ekki vel við að dóttirin væri að fara út á sjó því pabbi Sæunnar hafði drukknað og fleiri í ættinni. Þess vegna hafði hún áhyggjur en vandist því og Sæunn fór allt- af í Stórahjallann til að kveðja áður en hún fór út á sjó. Ingu fannst gaman að ferðast, þar sem við hjónin fórum á hverju ári til Kanarí komu þau með okkur og ferðuðumst við um eyjuna o.fl. Næstu ár á eftir komu þau á hverju ári. Þegar við komum okkur fyrir í Þjórsárdal komu þau að skoða og á leiðinni austur fræddi Inga okkur um hvað bæirnir væru kallaðir því að hún ætti skyldfólk á öðrum hverjum bæ, farið var fram hjá Andrésfjósum og Sandlækjar- koti o.fl. Hringt var snemma að morgni og buðu þau okkur inn í Landmannalaugar með sér og spurðu hvort við hefðum komið þangað, hvorki ég né Sæunn höfðum farið þangað þó að stutt væri úr Þjórsárdal. Stýrimaður sem hafði verið með mér sagði þegar hann var spurður hvort hann hefði komið á Þingvelli: „Nei, ég þekki engan þar“ og við notuðum sama svarið. Vorum við fram á kvöld og þau komu með skrínukost sem borðaður var við borð úti og er þetta eftirminnileg stund. Tvö síðustu ár var farið á Akranes á fótboltamót þar sem Elvar Már átti að spila, var fjöl- skyldan öll þar saman. Þrír dag- ar í hvort sinn. Leikhúsferðirnar, út að borða á Caruso og fleira, þessi tími er ómetanlegur. Fyrir tveimur árum talaði Inga við dóttur sína um að þær þyrftu að fara á kaffihús að tala saman, aldrei fannst tími. Í veik- indum kom þessi tími og Sæunn vék ekki frá henni marga tíma á dag og gat rætt við móður sína um mál sem þær höfðu ekki rætt áður. Það sem hún talaði oft við mig í trúnaði vissi ég að henni var það mjög kært hvað Sæunn studdi hana og styrkti fram á lokadag. Við urðum við ósk henn- ar og elduðum humarmáltíð sem var hennar uppáhalds og borðum með þeim, þá vissi hún í hvað stefndi. Ég veit hvar þú ert, frið- ur ró og guð veri með þér. Ragnar G.D. Hermannsson. Mín kæra tengdamóðir hefur kvatt. Ég er bæði döpur og von- svikin yfir því að hennar njóti ekki lengur við, en er jafnframt þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég gleðst yfir góðum minningum. Inga Sigurjónsdóttir eða „Ingamma“ eins og hún var köll- uð á heimili okkar var glæsileg kona. Hún var há og grönn, ró- lynd í fasi, mikil félagsvera og ætíð var stutt í glettnina. Snyrti- mennska og smekkvísi var í há- vegum höfð eins og hún sjálf og hennar heimili bar vitni um. Hún ólst upp á Bakkastíg vestur í bæ ásamt þremur alsystrum og bróður sammæðra. Alla tíð var gott samband þeirra á milli og mikill samgangur milli systr- anna. Inga var sannkölluð Reykjavíkurmær, sótti leikhús, tónleika og ýmsa viðburði og ein- ar af hennar gæðastundum voru samverustundir þeirra systra. Stundum fóru þær í búðir að þukla tuskur eins og einhver komst svo skemmtilega að orði. Svo var farið á kaffihús og tekið gott spjall. Uppi á vegg á heimili þeirra hjóna hangir plagg sem barna- börnin höfðu gefið ömmu sinni í afmælisgjöf fyrir mörgum árum. Á það höfðu þau hvert og eitt teiknað mynd sem þeim fannst eiga við hana og það lýsir henni ágætlega. Þar var m.a. amma í stóra húsinu sínu í Kópavogi, amma í kvennahlaupinu, amma að afgreiða kaffi og meðlæti á kaffistofu Háskólans, amma í sundi. Inga stundaði sund í mörg ár og var það ekki bara sundlaugin sem heillaði heldur heiti pottur- inn þar sem vinkonur hittust og ræddu lífið og tilveruna. Sumum þótti stundum nóg um tímann sem fór í þennan ágæta heita pott, en hvað er betra en sam- vera í góðra vina hópi. Ekki er hægt að skrifa um Ingu án þess að minnast á eft- irlifandi eiginmann hennar Eirík Ögmundsson eða Denna, en þau hjón voru ákaflega samrýmd. Ingamma og Denni voru eitt og milli þeirra ríkti gagnkvæm ást og virðing. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þegar Inga var orðin mjög lasin, að með ótrú- legri þolinmæði og umhyggju hjúkraði Denni henni dag sem nótt. Þrátt fyrir áföll í lífinu og heilsuleysi seinustu árin stóð hún keik og horfði fram veginn með bjartsýni og létta lund að vopni. Hún fylgdist vel með afkomend- um sínum og gladdist yfir vel- gengni þeirra. Allt frá okkar fyrstu kynnum tók hún mér ákaflega vel, en okk- ar samfylgd spannar yfir 30 ár. Við náðum vel saman þegar við fengum tækifæri til að hittast en það var kannski sjaldnar en við hefðum kosið vegna fjarlægðar. Á hverju vori í mörg ár kom Inga vestur á Ísafjörð í heimsókn til Inga Sigurjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hinsta kveðja, Ágústa systir. ✝ Hulda Karls-dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 28. mars 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 13. apríl 2015. Foreldrar Huldu voru Ásta G. Halls- dóttir og Karl P. Jóhannsson. Þau hjónin, Ásta og Karl, eignuðust átta börn, Hulda var þeirra elst. Auk hennar voru Björg, Jó- hanna (lést á vöggualdri), Lára, Ágúst, Aðalheiður (lést 2011), Valgerður og Svala. Hulda ólst upp í foreldra- nemi í Listaháskólanum. Næst er Karen Erla, íþrótta- og frí- stundafræðingur, f. 1955. Maður hennar er Björn Ingvarsson raf- iðnfræðingur. Þau eiga tvo syni. Þeir eru Úlfur, f. 1994, nemi í HÍ, og Glúmur mennta- skólanemi, f. 1996. Yngst systk- inanna er Ástvaldur Anton raf- magnsverkfræðingur. Ástvaldur á tvö börn með fyrri konu sinni, Signýju Orm- arsdóttur. Þau eru Auður sjúkraþjálfari, f. 1981, barn hennar er Sigrún Sól Agnars- dóttir, f. 26.5. 1981, og Anton lögfræðingur, f. 1986. Sambýlis- kona Ástvaldar er Kristín Hlíð- berg lyfjafræðingur. Hulda verður jarðsungin í dag, 30. apríl 2015, frá Fáskrúðsfjarðarkirkju og hefst athöfnin kl. 14. húsum á Fáskrúðs- firði. Árið 1953 giftist hún Jóni Erlingi Guðmundssyni, f. 18.3. 1916, d. 3.6. 1976, frá Syðra- Lóni við Þórshöfn. Þeim Huldu og Jóni Erlingi varð þriggja barna auð- ið. Elstur var Guð- mundur Karl, flug- stjóri, f. 1954, d. 2012. Kona hans var Margrét Albertsdóttir. Þau slitu samvistir. Þau eign- uðust þrjá syni. Elstur er Jón Erlingur leiðbeinandi, þá Al- bert, laganemi í HÍ, og Friðrik, Það er erfitt að sitja hér og kveðja móður mína, ekki síst þar sem fjölskyldan er lítil en mamma var sannarlega kjarninn í fjölskyldunni. En samtímis fer vel að minnast og gleðjast sam- fylgdar hæglátrar og góðrar móður, sem hefur fylgt okkur og stutt svo lengi sem við höfum lif- að. Mamma gerði margt gott um ævina, trúlega var þó hennar helsta áskorun að ala okkur systkinin upp. Hún ól okkur upp að hefðbundnum íslenskum sið. Við áttum að vera kurteis og breyta í samræmi við kristilega trú. En umfram allt lagði mamma áherslu á dugnað, við áttum að vera dugleg og sérstaklega áttum við að vera dugleg í skólanum. Ég telst kannski ekki dómbær á hvort henni hafi tekist vel upp, en ég veit að hún lagði sig sannar- lega fram um að koma okkur til manns, eins og haft var á orði. En mamma gerði miklu fleira, hún bjó okkur gott heimili og hún var flink í því sem hún gerði. Hún bjó til góðan mat, hún saumaði á okkur fötin, það var eiginlega sama hvað hún gerði, hún gerði það ávallt af vandvirkni og smekkvísi. Hún hafði næmt auga fyrir list og formi, sem hún hefði gjarnan viljað að börn hennar deildu, en henni varð því miður ekki að þeirri ósk sinni. Við systkin fengum alla þá ást og um- hyggju sem hún átti, og ég held að hún hafi verið afar stolt af okk- ur. Hún var af þeirri kynslóð og ólst upp í þess konar umhverfi að hún lét það lítið í ljós. Hún sýndi það þeim mun meir í verki. Mamma ólst upp á alþýðu- heimili og innst inni var hún alla tíð alþýðukona, þó ég sé ekki grunlaus um, að á ákveðnum tímamótum í lífinu hafi hún haft metnað til að vera fín frú, en það eltist ágætlega af henni. Mamma tók virkan þátt í menningarlífi Fáskrúðsfirðinga. Meðal annars söng hún í kirkju- kórnum, ég held að hún hafi notið þess að syngja. Okkur systkinun- um var ekki skemmt. Ég get svarið það, að mér fannst ég allt- af heyra í henni mömmu, mér fannst hún syngja hæst og ég heyrði enga aðra rödd, ég skammaðist mín niður í tær, þá svona 10 til 12 ára. Ekki tók betra við þegar á aðrar samkomur var komið, þá þurfti pabbi endilega að halda ræðu. Ég held að það hafi ekki þótt töff á Fáskrúðsfirði á þessum árum að vera mjög áberandi. Auðvitað kvörtuðum við börnin hástöfum við eldhús- borðið í Varmalandi yfir þessu. Ég man ekki hverju þau svöruðu, þó sennilega hafi þeim fundist að- eins gaman hversu næm við vor- um fyrir þessum uppákomum. Það lifir enginn í hartnær heila öld án þess að verða fyrir áfalli, mamma þurfti sannarlega að tak- ast á við þau. Hún gekk teinrétt í gegnum erfið veikindi oftar en einu sinni og bar harm sinn í hljóði við andlát pabba og þegar bróðir okkar dó fyrir tæpum þremur árum. Það var einhvern veginn ekkert sem beygði þessa fíngerðu hæglátu konu. Þegar erfiðleikarnir urðu sem mestir var eins og hún stæði hvað styrk- ust. Ég vil trúa því að það hafi ver- ið fagnaðarfundir með þeim pabba og Guðmundi Karli bróður og þeir hafi tekið vel á móti henni handan móðunnar. Mamma dvaldi síðustu árin á dvalarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfiðri, hún bjó þar við gott atlæti. Í febrúar síðastliðnum bauðst henni dvöl á nýju hjúkrunar- heimili Dyngju á Egilsstöðum, en þar yrði hún nær sinni nánustu fjölskyldu. Henni leið einstaklega vel á báðum stöðum. Við þökkum starfs- og hjúkrunarfólki fyrir góða umönnun og vinalegt við- mót. Ástvaldur Anton Erlingsson. Í dag kveðjum við systkinin elstu systur okkar Huldu, sem borin er til hinstu hvílu í dag. Út- förin fer fram á bernskuslóðum okkar allra, Fáskrúðs- fjarðarkirkju. Fjöskyldutengdar minningar sækja á hugann því margs er að minnast frá liðnum tíma og margt að gerast í stórri fjöl- skyldu. Af átta börnum komust sjö til fullorðinsára og var Hulda elst okkar. Eins og við öll, þá ólst hún upp í foreldrahúsum þar til hún hleypti heimdraganum. Í byrjun sjötta áratugarins kynntist hún mannsefni sínu, Jóni Erlingi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1953. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Keflavík þar sem eiginmaðurinn vann við verslun en árið árið 1955 fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar þar sem Jón tók að sér sveitarstjórn og hélt því starfi í um tvo áratugi. Seinustu árin var hann útgerðar- stjóri togaraútgerðar á staðnum. Við heimsóknir á æskuslóðir okk- ar gistum við oft hjá þeim hjón- um. Þau voru góð heim að sækja og vel var tekið á móti gestum. Lengi vel var almenn gestamót- taka ekki til staðar í byggðarlag- inu. Kom þá oft fyrir að leitað var á náðir Jóns og Huldu, enda bæði gestrisin og húsbóndinn í opin- beru starfi fyrir íbúana. Í nokkur ár eftir að Jón lést hélt Hulda heimili á Fáskrúðsfirði með börn- um sínum sem þó voru vaxin úr grasi. Tímabundið flutti hún til Reykjavíkur en undi sér síður þar í fjölmenninu og fluttist til Egilsstaða þar sem tvö barnanna hennar bjuggu þá. Nokkur seinustu æviárin var hún á dvalarheimili fyrir aldraða, Uppsölum, á Fáskrúðsfirði þar til fyrir tveimur mánuðum að hún fór á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Starfsfólki á báðum þessum stofnunum eru færðar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. Faraldur inflúensu með lungnabólgu bar gamla konu á tí- ræðisaldri ofurliði. Við systkinin óskum Huldu systur okkar fararheilla til nýrra heimkynna í faðm látinna ætt- ingja og vina. Björg, Lára, Ágúst, Val- gerður og Svala. Það eru tæpir fjórir áratugir síðan Guðmundur Karl, frum- burður Huldu, kynnti mig fyrir henni sem kærustu sína. Ég þá enn táningur en hann kominn á þrítugsaldur og þótti okkar fimm Hulda Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.