Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ✝ Sigurður Guð-jónsson hús- gagnasmíðameist- ari fæddist í Hafn- arfirði 15. apríl 1929. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Sólvangi 19. apríl 2015. Foreldrar hans voru Guðjón Arn- grímsson bygg- ingameistari í Hafnarfirði, f. 13. okt. 1894, d. 6 nóv. 1972, og Jónea Elín Ágústa Sigurðardóttir, f. 5. ágúst 1893, d. 4. júlí 1947. Systkini Sigurðar eru Guðríður, f. 8. feb. 1925, d. 18. sept. 2008, Valdís, f. 15. apríl 1926, Arngrímur, f. 30. júlí 1927, d. 13. nóv. 2002, Magnús, f. 9. júlí 1935. Eiginkona Sigurðar var Gróa Bjarnadóttir, f. 27. ágúst 1930, d. 9. ágúst 2009. Börn þeirra eru þrjú: 1) Bjarni Erlendur, f. 23. Herborg Friðriksdóttir, f. 23. feb. 1960, börn þeirra eru tvö, Elín Gróa, f. 18. janúar 1979, sambýlismaður hennar er Ás- geir Guðnason, f. 11. apríl 1973, og eiga þau þrjú börn. Siguður, f. 21. janúar 1990, sambýliskona hans er Auður Ósk Hlynsdóttir, f. 5. júní 1991, þau eiga eitt barn. 3) Elín, f. 12. okt. 1963, eiginmaður hennar er Stein- grímur Páll Björnsson, f. 28. okt. 1959, börn þeirra eru þrjú, Brynjar Örn, f. 19. júní 1985, sambýliskona hans er Lovísa Karitas Magnúsdóttir, f. 28. apr- íl 1985, þau eiga tvö börn. Ragna Gróa, f. 17. sept. 1986, eiginmaður hennar er Jón Viðar Viðarsson, f. 1. nóv. 1984, þau eiga tvö börn. Eydís, f. 28. júní 1994. Sigurður var lærður hús- gagnasmíðameistari og starfaði alla tíð við eigin rekstur, fram- leiðslu á húsgögnum og svo inn- flutning á húsgögnum í verslun sinni Nýform húsgagnaverslun Hafnarfirði. Sigurður verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. mars 1955, kvænt- ur Rut Sigurð- ardóttur, f. 17. júlí 1954, þau eiga fimm börn, þau eru Páll Viggó, f. 28. mars 1982, sam- býliskona Gréta Ýr Jóngeirsdóttir, f. 5. mars 1981, þau eiga þrjú börn. Sig- urður Haukur, f. 1. nóv. 1984, eig- inkona hans er Rut Jóhanns- dóttir, f. 6. desember 1987, þau eiga eitt barn. Sigurður, f. 9. ágúst 1973, kvæntur Sonju Granz, f. 4. okt. 1971, þau eiga tvö börn. Sigurjón, f. 25. júlí 1977, kvæntur Sunnu Egons- dóttir, f. 11. nóv. 1982, þau eiga tvö börn, og Frímann, f. 25. jan. 1984, sambýliskona hans er Ás- laug Hrund Reimarsdóttir, f. 17. sept. 1992. 2) Guðjón Ágúst, f. 12. feb. 1959, eiginkona hans er Í dag kveð ég tengdaföður minn Sigurð Guðjónsson. Sigurð- ur tók vel á móti mér þegar Elín kynnti mig fyrir þeim fyrir 32 ár- um og alla tíð hefur verið mjög góður vinskapur á milli okkar. Sigurður kenndi mér margt og mikið, allt frá pólitík að smíðum, en handlagni var honum einkunn- arorð. Sigurður og Gróa keyptu sér land fyrir austan þar sem fjöl- skyldan undi sér sem best en við félagarnir fórum ansi margar vinnuferðir austur til að dytta að jörðinni eða vinna í sumarbú- staðnum. En það var yndi og hugur hans að byggja upp sum- arlandið. Ein minning kemur mér efst í huga um tengdaföður minn. Hann var alltaf nákvæmismaður, hann var það nákvæmur að hann var oft á vappi yfir stæðið uppi í sumarbústað. Við spurðum hann hvað hann væri að gera: „Ég er að tína þessa kommúnista í burtu.“ En það var rauða mölin sem hafði borist með bílum inná planið. Þegar litið er til baka getur maður verið stoltur og þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Sigurður var dásamlegur tengdafaðir, afi og sannur vinur vina sinna. Hvíldu í friði. Þinn tengdasonur, Steingrímur Páll. Í dag kveðjum við og minn- umst afa Sigga sem hefur yfirgef- ið þennan heim 86 ára að aldri. Af þessu tilefni langar mig að minn- ast hans í nokkrum orðum. Afi var hæglátur maður. Hann var rólegur að eðlisfari og fremur fámáll. Hann gat þó með nærveru sinni og beittum húmor hæglega orðið miðpunktur á mannamót- um. Hann var mikill fjölskyldu- maður og undi sér best um- kringdur fjölskyldu sinni; börn- um, barnabörnum og síðar langafabörnum sem orðin eru 12 talsins. Afi og amma fundu sér sælu- reit í sumarhúsi sínu í Grímsnesi. Þar eyddu þau miklum tíma síð- ustu áratugi, þó áform afa um að flytjast þangað hafi jafnan verið kveðin niður. Afi sat þar sjaldnast auðum höndum fyrir austan þótt verk- efnin hafi verið misstór. Fyrstu árin vann hann mikið við ræktun landsins og við byggingu sumar- hússins. Afi var húsgagnasmiður að mennt og var í alla staði vand- virkur og lagði natni við hverja fjöl. Síðustu árin, þegar heilsan var farin að dvína, urðu verkefnin smærri. Hann hafði þó jafnan eitthvað fyrir stafni, hvort sem það var smíði blómakara eða að tína „kommúnista“ úr innkeyrsl- unni. Minningarnar eru margar og góðar. Allt frá því að afi kenndi mér, ungri að aldri, að leggja kapal til samverustunda okkar síðustu ár bæði í Grímsnesinu og á heimili afa og ömmu þar sem ég vandi komur mínar nánast frá fæðingu. Amma og afi voru einstaklega samhent hjón og fylgdu hvort öðru í einu og öllu. Eftir að amma kvaddi okkur óvænt og skyndi- lega fyrir hartnær sex árum fann ég að afa vantaði sárlega sinn lífs- förunaut. Ég trúi því að þau hafi nú fundið hvort annað á ný og séu nú sameinuð á betri stað. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni. Þegar vindur blæs á hann er hann horf- inn, og staður hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barna- barnanna, þeirra sem varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans. Elín Gróa. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað í framtíðinni en allar þær góðu minningar um þig munu ávallt lifa í hjarta mínu. And- rúmsloftið í kringum þig var svo notalegt en það einkenndist af endalausri ást, kærleika og vin- semd. Það var alltaf gaman að fara austur í sumarbústað með þér og ömmu þar sem þið elskuðuð að vera í náttúrunni og í faðmi fjöl- skyldunar enda varð til fullt af góðum minningum þaðan. Afi minn átti það til að vera alltaf að passa upp á að allt væri í topp- standi fyrir austan enda var ástríðan mikil hjá honum. En núna er komið að leiðarlok- um þar sem ég er þakklát fyrir að hafa allar þær stundir sem við áttum saman. Elsku afi, ég er þér ævinlega þakklát fyrir allt. Það voru forréttindi að fá þann heiður að kynnast afa eins og þér. Guð blessi þig og hvíldu í friði. Eydís. Traustur vinur og afi minn er fallinn frá. Þegar maður hefur áttað sig á því að afi Siggi er far- inn er kominn tími á að horfa til baka. Afi minn var traustur vinur sem alltaf var hægt að leita til, við áttum oft góðar samræður um allt mögulegt, hvort sem það var eitthvað tengt smíði eða jafnvel pólitík. Maður getur rifjað upp marg- ar minningar um þig afi minn en þar er rosalega erfitt að draga eina fram sem getur lýst þér. Einna helst eru allar ferðirnar austur í sumarbústað með þér þar sem við áttum margar góðar stundir saman. Þar var þinn staður og þar naustu þess í botn að vera, en eft- ir langa vinnudaga fyrir austan settumst við oftast niður og feng- um okkur kók og prins póló, ef það var ekki til þá var einfaldlega stoppað í Hveragerði á leiðinni heim og við fengum okkar þá hlunk eða ís. En nú er komið að kveðju- stund þar sem þín verður sárt saknað, ég mun alltaf hafa þig í hjarta mínu um ókomna tíð og veit að þú munt vaka yfir okkur og passa upp á okkur. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og okkur í gegnum tíðina. Guð blessi þig og hvíldu í friði, afi minn. Brynjar Örn. Sigurður Guðjónsson Við Axel Wol- fram kynntumst fyrst gegnum sigl- ingaíþróttina. Mér var kippt um borð sem viðvaningi í áhöfn hjá hon- um og vini hans Páli Hreins- syni á Íslandsmóti og varð ég Íslandsmeistari í siglingum fyr- ir þeirra tilstilli í einni af mín- um fyrstu siglingum, eina me- dalían sem ég hef eignast um ævina. Strax þá urðu mér ljósir þeir mannkostir sem Axel bjó yfir; rólyndið, skapfestan og æðruleysið auk þess að vera af- skaplega flinkur maður til allra verka. Síðar stofnuðum við Axel, ásamt Magnúsi Waage og Birgi Svan Símonarsyni, til útgerðar á seglskútunni „Mímí“, 30 feta Albin Ballad með heimahöfn í St. Florent á Korsíku, blóma- eyjunni fögru í Miðjarðar- hafinu, þar sem strendurnar eru hvítar og hafið azúrblátt. Á Korsíku áttu útgerðarmenn og -konur „Mímí“ dýrðardaga saman í gleði og kátínu, þar efldust og styrktust vinabönd bæði á sjó og í landi. Axel og Ása hrifust mjög af Korsíku og áttu sér þann draum að ferðast þangað aftur. Sumarið 2004 leigðum við saman bústað við ströndina í Juelsminde á Jótlandi þar sem „Mímí“ lá við festar í höfninni, ferðbúin til siglinga þegar byr gaf. Jónsmessuhátíðin á strönd- inni með bálkesti og nornaflugi er sérlega minnisstæð, þar sem við vorum öll saman og skemmtum okkur vel. Axel gladdi okkur á morgnana með staupi af „Gammeldansk“ til að „koma blóðinu á hreyfingu“ eins og hann orðaði það. „Mímí“ var seld og enn á ný Axel Wolfram ✝ Axel Wolframfæddist 1. júní 1947. Hann lést 18. apríl 2015. Útförin fór fram frá Hveragerð- iskirkju 29. apríl 2015. var efnt til útgerð- ar með 36 feta skútunni „Sögu“ og nýjum félaga, Smára Smárasyni; nú var heimahöfn- in í Vallensbæk í Kögeflóanum suð- ur af Kaupmanna- höfn. Útgerð „Sögu“ hefur stað- ið í tæpan áratug og áttum við fé- lagarnir saman óteljandi ánægjustundir í vor- ferðunum til að gera klárt og í haustferðunum til að ganga frá fyrir veturinn. Í þessum ferð- um var ekki ónýtt að hafa mann eins og Axel, sem alltaf gat leyst hin flóknustu tækni- vandamál sem geta komið uppá í fullorðinni seglskútu. Að lokn- um vinnudegi var svo unun að því að setjast niður í „kokkpitt- inu“og ræða heimsmálin. Axel flíkaði ekki skoðunum sínum og tilfinningum en við þessar að- stæður kom berlega í ljós að hann var tilfinningaríkur mað- ur, var vel að sér og hafði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Við félagarnir sigldum mikið saman en ekki síður fjölskyld- urnar skútunni „Sögu“ vítt og breitt um Eystrarsaltið; í sænska skerjagarðinum við Gautaborg, um dönsku sundin, til Borgundarhólms og ótal fal- legra hafna og smábæja í Dan- mörku og Svíþjóð. Síðasta sum- ar sigldu Axel og Ása með syni sínum Palla til náttúru- paradísarinnar Rugen í Þýska- landi. Þangað langaði Axel að sigla aftur með Ásu sinni. Í bí- gerð var sigling til Gautaborg- ar og þaðan um kanala og vötn- in stóru austur á bóginn til Stokkhólms. En örlögin höguðu því þannig að þær siglingar verða að bíða annars tilvistar- stigs. Við María sendum innilegar samúðarkveðjur til Ásu og fjöl- skyldunnar um leið og við kveðjum ástkæran vin með söknuði. Kynni okkar við öð- linginn Axel auðguðu líf okkar. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Arnarson.) Hannes Sveinbjörnsson, María Louisa Einarsdóttir. Það kemur alltaf á óvart þegar maður fær þá frétt að vinur eða einhver úr fjölskyld- unni hafi látist. Það var ekki bara þögn heldur djúp og ein- læg virðing yfir því andartaki þegar mér barst sú fregn að vinur og félagi minn Axel hefði látist. Hér er ég að tala um Axel Wolfram blikksmið og sérlegan snilling til orðs og æðis. Það hefði þó ekki átt að koma á óvart því það var eitthvað sem maður gat átt von á. Axel hafði barist við veikindi um alllanga hríð. Minningarnar hrönnuðust upp í hugann og hugurinn kveikti myndir af svo mörgu sem hann hafði gert fyrir mig í gegnum löng og einlæg kynni. Kynni okkar Axels hófust á árunum í kringum 1980. Hún er því orðin löng sú ferð sem við höfum átt saman í leik og starfi. Það var fyrir mig alltaf gam- an að kíkja inn til Axels í blikk- smiðjuna í Austurmörkinni og sjá hvað hann var að smíða þann daginn. Mér fannst alltaf eins og ég ætti nokkurn hlut að máli er varðar húsið að Aust- urmörk 17. Þetta hafði til langs tíma verið bílaverkstæði fyrir hópferðabíla Kristjáns Jóns- sonar en við Kristján höfðum makaskipti á eignum og eign- aðist ég húsnæðið, en að athug- uðu máli, var það miklu betur komið hjá Axel, þannig að hann festi kaup á húsinu og rak þar blikksmiðju frá árinu 1983 eða í meira en 30 ár. Ef mig vantaði eitthvað vandasamt, eða smátt eða stórt, þá var leitað til Axels í blikk- smiðjuna og alltaf var fundin lausn, þá jafnvel yfir tesopa í litlu kaffistofunni og rætt síðan um daginn og veginn. Ekki var síður gott að koma og ræða um málefni Lions- klúbbsins. Það var mikið happ fyrir Lionsklúbb Hveragerðis þegar Axel gekk til liðs við okkur félagana 1988. Á þeim vettvangi áttum við saman ánægjulegt samstarf og marg- vísleg verkefni. Alltaf var jafn gott að bera hugmyndir og lausnir að málum undir Axel. Hann gaf jafnan yfirvegað svar, hugsað út frá mörgum sjón- arhornum og tekið tillit til að- stæðna eins og þær voru hverju sinni. Hans ráð voru jafnan lögð fram af þekkingu og góðri sýn á mál og málefni. Lionsfélagar gerðu Axel að Melvin Jones fé- laga árið 2008 sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingar- innar. Axel var kvæntur Ásu Jónu Pálsdóttur, einstakri fyrir- myndarkonu, sem kennt hefur börnum Hvergerðinga um lang- an aldur og gert að manni, fjölda ungmenna með sinni ein- stöku réttsýni á lífið og til- veruna. Þau Axel og Ása eignuðust þrjú börn sem öll eru uppkom- in. Þau eru Jóhann R. Wolfram, búsettur í Hveragerði. Páll Birkir búsettur í Reykjavík og Sigríður Harpa sem búsett er í Hveragerði. Axel og Ása fengu líka þá stóru nafnbót að vera afi og amma og eru barnabörn- in orðin sjö. Ég og Dúfa viljum á þessum döpru tímamótum senda Ásu, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum, svo og allri fölskyldu Axels, okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Við þökkum einstaka vináttu sem hvergi ber skugga á. Við þökk- um fyrir góð kynni og fyrir þá löngu vegferð sem við höfum átt saman með Axel og Ásu og það að vera með okkur allan þennan langa tíma í leik og starfi í Hveragerði. Kristinn G. Kristjánsson. Í dag kveðjum við traustan og góðan vin okkar og Lions- félaga, Axel Wolfram. Axel gekk til liðs við Lionshreyf- inguna árið 1998 og starfaði með Lionsklúbbi Hveragerðis. Gegndi hann þar mörgum embættum; svæðisstjóri, gjald- keri, ritari og núna síðast for- maður klúbbsins okkar tímabil- ið 2013-2014. Öll verk Axels rækti hann af samviskusemi og dugnaði. Það var heiður að fá að kynnast honum og hans verkum. Af æðruleysi tókst hann á við sjúkdóminn sem að lokum lagði hann að velli og ekki dró hann af sér þegar við þurftum að ræða við hann um málefni klúbbsins okkar. Einnig hafði Axel gaman af að segja okkur frá áhugamálum sínum sem voru skútusiglingar. Smíðaði hann eina slíka enda lék allt í hans stóru höndum. Hann var hagleiksmaður. Við félagarnir þökkum Axel fyrir samfylgdina og sendum fjölskyldu hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þó syrti í lofti af sorganna skýi, sól er á bak við það, og birtan er minning frá samveru- sumri í sál, þegar haustar að. (Sigurbjörn K. Stefánsson) F.h. Lionsklúbbs Hvera- gerðis, Finnur Jóhannsson. Þegar mamma hringdi í mig og til- kynnti mér andlát Egils frænda var það fyrsta sem mér datt í hug að enn eitt skarð- ið í Álftártungufjöskylduna væri höggvið. Það eru margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa um Egil frænda og ekki síst þakklæti fyr- ir að hafa verið svo heppinn að hafa hann í lífi okkar. Greiðviknari mann er vart að Egill Pálsson ✝ Egill Pálssonfæddist í Álftártungu á Mýr- um 30. september 1945. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 19. apríl 2015. Útförin fór fram 29. apríl 2015. finna en einkunnar- orð Egils voru: „Þetta er ekkert mál, við græjum það“ eða ef eitthvað klúðraðist sagði hann „segðu bara að ég hafi gert þetta“. Í leik sona okkar í gegnum árin hefur Egill frændi spilað stórt hlutverk, því þegar dótið bilaði í sveitaleiknum eða rútuleiknum fóru þeir til Eg- ils og hann lagaði rútuna eða traktorinn. Þarna skín í gegn hvernig greiðvikni og góð- mennska hans snerti unga sem aldna. Egill var yndislegur, bros- mildur maður sem allir höfðu mætur á og elskuðu, hans verður sárt saknað um ókomna tíð en minningin um Egil mun lifa í hjörtum okkar. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Hvíl þú í friði, elsku Egill, megi allir góðir vættir vaka yfir þér. Við vottum fjölskyldu Egils okkar dýpstu samúð. Megi gæf- an fylgja ykkur og veita ykkur styrk til að breyta sorg í ljúfar minningar. Stefán, Guðrún, Reynir, El- ís, Sturla Már og Jón Logi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.