Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Önnur kvikmyndin um ofur-hetjuhóp Marvel-útgáf-unnar, The Avengers,eða Hefnendurna, rakar inn seðlunum í kvikmyndahúsum vestan hafs og austan og ljóst að ofurhetjumyndir njóta vinsælda sem aldrei fyrr. Fyrsta myndin var gríðarvinsæl, sú þriðja tekjuhæsta í miðasölu í kvikmyndasögunni ef rétt er munað og stefnir allt í að þessi geri enn betur. Hvað veldur þessum vinsældum er erfitt að segja en ofurhetjur hafa löngum heillað og þá einkum unga menn, furðulegar fantasíur og misjafnlega jarðtengdar. Allt frá geimverunni Súpermann til mennska millj- ónamæringsins og forritunarsnill- ingsins Tony Stark sem flýgur um loftin blá í búningi Járnmannsins. Hvern dreymir ekki um að vera Tony Stark? Eða Súpermann? Sem barn og unglingur var ég heltekinn af þessum hetjum, einkum þó Köngulóarmanninum sem ég teikn- aði nær daglega eftir teiknimynda- blöðum lengi vel, algjörlega ómeð- vitaður um gegndarlaust ofbeldið í sögunum. Það virðist ekki hafa valdið mér skaða. Og nú eru synir mínir teknir við, dellan berst milli kynslóða og mað- ur upplifir spennuna fyrir nýrri of- urhetjumynd í gegnum þá. Hristir svo höfuðið í laumi yfir allri vitleys- unni sem þetta auðvitað er. En skemmtileg er sú vitleysa og fín- asta skemmtun. Fjárhæðirnar sem lagðar eru í myndir á borð við Avengers: Age of Ultron eru him- inháar og gróðinn eftir því. Og launagreiðslur til leikaranna, sem þurfa nú ekki að reyna mikið á sig, a.m.k. ekki andlega, eru svakaleg- ar. Stjörnur þessarar nýjustu stór- myndar úr ofurhetjubrunninum eru þó ekki leikararnir heldur meistararnir sem sjá um brellurnar og að tölvuteikna öll herlegheitin; átökin, sprengingarnar, skrímslin og hetjurnar. Það mikla sjónarspil eitt og sér gerir myndina þess virði að sjá. Sagan er í stuttu máli sú að Hefnendur komast yfir sprota Loka Laufeyjarsonar sem býr yfir skínandi steini sem er eitthvert máttugasta fyrirbæri alheimsins, ef rétt er skilið. Snillingurinn Tony Stark freistast til að nota þennan aflgjafa í friðargæsluforrit eitt mik- ið sem hann hefur skrifað og nefnir Ultron. Með því öðlast forritið gervigreind og Stark telur að nú muni ríkja friður á jörðu um alla ei- lífð (eins og þeir sem sáu síðustu Avengers-mynd muna þá reyndu geimverur að útrýma mannkyni en Hefnendum tókst að koma í veg fyrir það) og vélmenni hans eiga að sjá um friðargæsluna. Ultron tekur sér bólfestu í einum af vélmennum Stark og reynist því miður ekki friðelskandi. Nei, Ultron vill út- rýma Hefnendum sem hann telur ógn við mannkynið og mannkyninu eins og það leggur sig. Reynist hann skæðasta illmenni sem hóp- urinn hefur þurft að glíma við þar sem hann getur flakkað um netið og tekið á sig ýmis form. Til að bæta gráu ofan á svart er Ultron svo með tvö ofurmenni sér til að- stoðar sem leika Hefnendur grátt. Senuþjófur myndarinnar er Ul- tron sem James Spader talar fyrir óaðfinnanlega. Ultron er mikill húmoristi, kaldhæðinn með endem- um og maður fer ósjálfrátt að halda með honum þó hann vilji útrýma mannkyninu. Aðrir leikarar end- urtaka fyrri leik, Downey Jr. enn eina ferðina í hlutverki Járnmanns- ins, Hemsworth durtslegur sem Þór o.s.frv. og Johansson og Ruf- falo eru á rómantískum nótum sem Bruce Banner/Hulk og Svarta ekkjan. Sú rómantík er algjörlega óþarfur hluti af sögunni og heldur leiðinleg. Þá fá leikararnir ekki úr miklu að moða þegar kemur að samtölum og senum öðrum en átakasenum. Á köflum veit maður ekki alveg hvað er að gerast og margt virkar heldur órökrétt í sög- unni en á móti kemur að fátt er rökrétt í ofurhetjusögum. Myndin er í lengra lagi, 141 mínúta og með frekari fórnum í klippiherberginu hefði hún orðið betri en hún er, þó skemmtileg sé. Stundum hægist um of á frásögninni en sem betur fer er stutt milli hasaratriða sem halda áhorfendum við efnið. Átaka- senurnar eru sumar það langar að maður fer að finna fyrir því og þreytast á hamaganginum en á heildina litið er þetta fínasta sum- armynd, þó sumarið sé ekki komið nema að nafninu til. Senuþjófur Ultron er skemmtilegasta persóna myndarinnar þó hann sé forrit með gervigreind í búki vélmennis. Hressandi della Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin Avengers: Age of Ultron bbbmn Leikstjóri: Joss Whedon. Aðalleikarar: Chris Evans, Chris Hemsworth, James Spader, Jeremy Renner, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, Aaron Taylor-Johnson og Elizabeth Ol- sen. Bandaríkin, 2015. 141 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Á laugardag verður opnuð í Vallon Pont D’Arc í Frakklandi eftirmynd í fullri stærð af Chauvet-hellinum þar hjá, sem fannst fyrir tuttugu árum og hefur að geyma elstu hellamyndir manna sem fundist hafa. Chauvet-hellirinn er á heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna en myndirnar í honum, sem eru um eitt þúsund talsins, eru svo við- kvæmar að ekki er hægt að hleypa fólki þar inn. Því réðust frönsk stjórnvöld í það metnaðarfulla verkefni að endurgera um 3.000 fermetra af hellinum, sem alls er um 8.000 fermetrar, með eins ná- kvæmum eftirmyndum frummynd- anna og unnt var að skapa. Franski listamaðurinn Gilles Tosello ber einkum ábyrð á endurgerð þeirra, með sömu efnum og listamennirnir notuðu í fyrndinni, kolum og litar- efnum úr málmum, en gerð hellis- ins mun hafa kostað um 59 millj- ónir dala, hátt í átta milljarða króna. Samkvæmt The New York Times gefur að líta afar fjölbreytilegt úr- val dýra á veggjum hellanna beggja, þar á meðal vísunda, nas- hyrninga, ljón og hesta. Aðeins ein mynd sýnir mannveru, konu með nautshöfuð, en nokkrar sýna kven- sköp og telja fræðimenn þær mynd- ir kunna að hylla kraftbirtingu fæðinga. Myndverkin voru gerð fyrir 32 til 36.000 árum og þykja einstaklega vel gerð, mörg hver. „Hæfileikar þessara listamanna hafa verið ótrúlega miklir,“ segir fornleifafræðingurinn sem fyrstur greindi aldur verkanna. Um þrjátíu manna hópar fá að fara inn í hellinn á hálftíma fresti, með leiðsögumanni sem fræðir fólk um verkin. Endurgerðu helli með um þúsund ævafornum myndum AFP Dýralíf Í nýja hellislíkinu, sem er í Ardeche-héraði Frakklands, gefur að líta fjölda dýra, þar á meðal nashyrninga sem ekki finnast lengur þar um slóðir. AFP Forvitnilegt Francois Hollande Frakklandsforseti fékk leiðsögn um endur- gerðan hellinn í vikunni og horfir hér á myndir í einu skoti hans.  Opnað í Frakk- landi á laugardag Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00 Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fös 22/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Macho Man Saving History (Salurinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.