Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Klausturbleikja Heitur matur í hádeginu Stór pillaður humar Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Glænýr rauðmagi Nýlöguð humarsúpa gang. Þannig haldast truflanir í lágmarki. Snjallnetið á Vestfjörðum er ný- mæli hér á landi og á sér ekki margar hliðstæður í heiminum. „Ef rafmagnið fer þá stoppar samfélagið. Framleiðsla í fyrir- tækjum, afgreiðsla í verslunum, margir eru að vinna sítengdir á netinu og svo framvegis. Þetta er grunnþjónusta sem verður að vera í lagi. Og nú hef ég orð stjórnenda Orkubús Vestfjarða fyrir því að rofum í snjallnetinu verði fjölgað. Hér á svæðinu er fjöldi lítilla fyrir- tækja, til dæmis búrekstur til sveita, og þar eins og annars staðar á fólk mikið undir því að rafmagns- mál séu í lagi,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Þurfa hringtengingu Þó mikil bót sé að hinum nýju orkumannvirkjum þarf meira til, segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hringtenging um Vestfirði við meginæðar flutningskerfis rafork- unnar sé markmiðið og hið sama gildi um ljósleiðara Símans. Nú liggi aðeins einn ljósleiðarastrengur vestur, sem fer um Barðastrandar- sýslu og þar norður um heiðar í Dýrafjörð og í Bolungarvík. Nú sé þó komið á dagskrá að leggja ljós- leiðarastreng um Djúpið – og eigi hann að vera kominn í gagnið inn- an tveggja ára. Við opnun stöðvarinnar í Bolung- arvík kom fram að að úrbæturnar væru í samræmi við þær sam- félagsskyldur sem Landsnet starfar samkvæmt, það er að tryggja landsmönnum öllum öruggt að- gengi að rafmagni. Með framkvæmdum nú væru mál á Vestfjörðum komin í þokka- legt horf. Ljóst væri þó að gera þyrfti betur. Aukin orkuframleiðsla í héraðinu væri lykilatriði og þar er meðal annars horft til virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Kviknar aftur á ljósinu eftir mínútu  Varaaflstöð í Bolungarvík tekin í notkun  Orkuöryggi á Vestfjörðum tryggt  Grunnþjónusta sem verður að vera í lagi  Horft til Hvalár í Ófeigsfirði með aukna raforkuframleiðslu í huga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestfirðir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Gísli Halldór Halldórsson við opnun aflstöðvarinnar. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Varaaflstöðin markar kaflaskil. Í daglegu lífi eigum við allt undir rafmagni. Á síðustu árum minnist ég þess að yfir veturinn hafi að jafnaði einu sinni í mánuði komið upp tilvik þar sem rafmagn hefur dottið út í 15 mínútur til hálftíma. Á reynslutíma stöðvarinnar frá í haust kviknar ljósið hins vegar aft- ur eftir í mesta lagi eina mínútu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þriggja milljarða kr. verkefni Ný aflstöð Landsnets, auk tengi- virkis Landsnets og Orkubús Vest- fjarða í Bolungarvík og á Ísafirði og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði, var tekið í notkun af Ragnheiði El- ínu Árnadóttur iðnaðarráðherra sl. þriðjudag. Um þrjú ár hefur tekið að koma þessum búnaði í gagnið og alls hefur um þremur milljörðum króna verið í verkefnið varið. Helsta nýjungin í samstæðunni er svonefnt snjallnet – tæknibún- aður sem Landsnet hefur sett upp víða í Vestfjarðakerfinu og tengdur er saman í fjarskiptakerfi. Virkni þess er sú að truflist orkukerfið og framleiðsla sé ekki í samræmi við aflþörf stundarinnar, þá leysir snjallnetið út allt rjúfanlegt álag á svæðinu auk þess sem díselknúnar varavélarnar í Bolungarvík, sem eru sex og framleiða 1,8 MW, fara í Hin nýja varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík gegnir marg- víslegu hlutverki en nýlunda er að láta slíka stöð þjóna stórum landshluta. Afkastageta hennar er tilsvarandi því sem byggðin á Vestfjörðum þarf og má af því ráða hve mikið öryggisatriði stöðin er. Annars er snjallnetið svo- nefnda lykilatriði í hraðri spennusetningu kerfisins, ef rafmagninu slær út. Til að netið annars virki hefur þurft að styrkja fjarskiptakerfið á Vest- fjörðum en á slíku var mikil þörf og ástæður þess margar. Snjallnetið er lykilatriðið ÞJÓNAR LANDSHLUTANUM Aflstöð Ljós Vestfjarðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.