Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 09:00, fimmtudaginn 21. maí 2015, á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi 3. Dagskrá fundar: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, er lagður fram til stað- festingar og ákvörðun er tekin um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár, að fengnum tillögum félagsstjórnar 4. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins 5. Kosning félagsstjórnar 6. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags 7. Önnur mál sem löglega eru fram borin Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt, vottfest og dagsett umboð. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Umboðseyðublað má nálgast inn á www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar eigi síðar en 7. maí 2015. Mál, sem ekki hafa verið greind í dagskrá aðalfundar, er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki 2/3 hluta atkvæða viðstaddra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Nánari upplýsingar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum er að finna í samþykktum félagsins sem finna má á heimasíðu þess, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna í samþykktum félagsins sem finna má á heimasíðu þess, www.eik.is/fjarfestar/ hluthafar, þ.m.t. drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2014, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 30. apríl 2015, atkvæðaseðil sem hægt er að senda bréflega og samantekt um hlutafáreign í félaginu. Frestur til að tilkynna um framboð til stjórnar lýkur fimm dögum fyrir aðalfund eða 16. maí 2015. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Framboðum skal skila á skrifstofu félagsins að Álfheimum 74, 104 Reykjavík eða á netfangið stjornun@eik.is. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund á vefsíðu félagsins www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Aðalfundur er lögmætur ef fulltrúar sem hafa yfir að ráða helmingi hlutafjárins hið minnsta mæta eða taka þátt, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Endanleg dagskrá og skjöl, þar á meðal tillögur stjórnar og eftir atvikum hluthafa, sem lögð verða fyrir aðalfund eru birtar tveimur vikum fyrir aðalfund á vefsíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar, og liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álfheimum 74, 104 Reykjavík. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 30. apríl 2015 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Þegar þetta er skrif- að hafa nokkrar stéttir á Landspítalanum verið í verkfalli frá 7. apríl eða í nærfellt þrjár vik- ur. Af þessu hafa hlotist erfiðleikar og óvissa fyrir notendur en áhrif á viðsemjendur eru ekki merkjanleg. Þess vegna hljóta forsvarsmenn þeirra sem standa í bar- áttu til að fá laun sín bætt að hugsa til þess hvernig megi auka þrýsting af aðgerðum. Landspítalinn tekur á hverjum degi við fólki sem hefur veikst eða orðið fyrir áföllum. Það er hans hlutverk. Heilmikið hefur verið rætt um stöðu bráðadeildanna þar sem ástandið hef- ur verið mjög slæmt og eðlilegt að áhyggjur séu af því meðal starfsfólks og landsmanna allra enda veit enginn hvenær hann þarf sjálfur á aðstoð að halda. Hitt hefur ekki verið alveg eins mikið í umræðunni að á Landspít- alanum fer fram gríðarmikið end- urhæfingarstarf. Það er nefnilega ekki nóg að taka við bráðveiku fólki, það þarf að koma því aftur út í lífið á einn eða annan hátt. Þetta er nauðsyn- leg forsenda þess að hægt sé að taka á móti þeim sem þurfa á því að halda. Á Landspítalanum vinnur tals- verður fjöldi sjúkraþjálfara, iðju- þjálfa, félagsráðgjafa og einnig sálfræðingar, næringarfræðingar og prestar. Þetta er fólkið sem ásamt læknum og hjúkrunarfólki stendur í þeirri baráttu að koma þeim sem hafa lagst inn aftur til heilsu og í þær aðstæður að útskrift sé möguleg. Þetta eru fé- lagsmenn BHM sem hafa á undanförnum áratugum, ásamt öllum þorra launafólks, mátt búa við það að tekjur og afkomu- möguleikar hafa dregist aftur úr þeim sem hafa haft betri aðstöðu til að skammta sér endurgjald. Bilið í þjóð- félaginu hefur breikkað. Við vorum eitt sinn samfélag tiltölulegs jöfnuðar en svo er ekki lengur. Læknar útlist- uðu vel í sinni baráttu hverjar afleið- ingar slíkrar þróunar verða til lengri tíma. Þær röksemdir eiga líka við þessar stéttir sem hér hafa verið nefndar. Stundum hefur verið reynt að halda þeim áróðri að fólki að þá sem vinna hjá ríkinu skorti dugnað, frumkvæði og metnað. Þeir sem hafi þessa eig- inleika velji sér vinnu annars staðar. Því hefur líka verið haldið fram að ekki sé heppilegt að starfsfólk í umönnunarstörfum beri of mikið úr býtum því slík störf eigi að vera unnin af hugsjón en ekki af fjárhags- ástæðum. Hvorugt er rétt. Hjá ríkinu vinnur upp til hópa fólk sem sinnir störfum sínum bæði af metnaði og mikilli trúmennsku þrátt fyrir heldur lélegt endurgjald. Hins vegar hafa allmargir úr þessum ágætu stéttum neyðst til að hverfa til starfa hjá öðr- um vegna þess að laun þeirra dugðu ekki til framfærslu. Þegar svo er komið er rétt að staldra við. Viljum við landsmenn að okkar fyrirtæki, ríkið, sé ekki samkeppnisfært um vinnukraft? Viljum við að starfsfólk sem VIÐ höfum staðið í að mennta til starfa fyrir okkur fari annað með sína þekkingu? Hvert viljum við stefna með okkar heilbrigðiskerfi sem einu sinni var í fremstu röð, státaði af góð- um aðstæðum, góðum tækjakosti og starfsfólki sem fannst það vera virt og metið og ynni frábært starf? Vissulega hafa ýmsar áskoranir orðið á vegi heilbrigðiskerfa, ekki bara hér heldur um allan heiminn. En stóra málið er samt sem áður forgangsröð- unin. Og það er þar sem við, sem þjóð, kjörnir fulltrúar og kjósendur þurfum að hugsa okkar gang. Endurhæfing á LSH Eftir Helgu S. Ragnarsdóttur »Hitt hefur ekki verið alveg eins mikið í umræðunni að á Land- spítalanum fer fram gríðarmikið endurhæf- ingarstarf. Helga S Ragnarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi á LSH. Eitt af þeim málum sem ég hef fjallað mikið um frá því í byrjun októ- ber 2014 sem fulltrúi Framsóknar og flugvall- arvina, bæði í borg- arstjórn og í skóla- og frístundaráði, er málefni barna með fjölþættan vanda. Kveikjan að þeirri vinnu var samtal mitt við skólastjóra í Reykjavík í byrjun október sl. varðandi hvaða mál innan grunnskólans honum þætti brýnast að unnið yrði nú þegar með. Það sem skólastjóranum var efst í huga var vandi nemenda sem væru að fara út í eða komnir í neyslu fíkniefna. Skólastjórinn sagði: „Nemanda sem er kominn í neyslu er vikið tímabundið úr skóla á meðan reynt er að finna lausn á máli hans. Sú lausn er því miður vandfundin. Nem- andinn getur ekki verið í skólanum ef hann er í neyslu, hvað þá ef hann er farinn að selja. Bakland þessara barna heima fyrir er mjög misjafnt og er stundum svo til ekkert. Það er alltaf bið eftir meðferðarúrræði og börnin verða af lögbundinni kennslu á meðan þau bíða heima eftir að komast í úr- ræði.“ Verklagsreglur Þegar upp kemur fíkniefnavandi í einhverri mynd í grunnskóla í Reykja- vík er unnið með málið samkvæmt ákveðnum verklagsreglum skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs frá 2012 sem voru síðast uppfærðar 2013. Þar segir að vísa megi nemanda tíma- bundið úr skóla í eina viku en sé nem- anda vikið ótímabundið úr skóla beri skólanefnd ábyrgð á að nemandanum sé tryggð skólavist eða önnur viðeig- andi kennsluúrræði ekki síðar en innan þriggja vikna. Þegar nemendur komast í meðferð- arúrræði njóta þeir kennslufræðilegr- ar leiðsagnar sérmenntaðra meðferð- araðila en slík þjónusta er ekki fyrir hendi í skólunum. Vissulega er brýnt að nemandinn nái að vinna upp það sem hann er orðinn eftir á með í náms- efninu, en það þarf þó fyrst og fremst að vinna að því að aðstoða nemandann við að komast yfir fíknina, byggja upp sjálfstraustið, sjálfsvirðinguna, ánægju og gleði. Á borgarstjórnarfundi 21. október 2014 fjallaði ég ítarlega um þetta mál og lagði fram tillögu Framsóknar og flugvallarvina um að borgarstjórn feli skóla- og frístundasviði, velferðarsviði og mannréttindaskrifstofu að endur- skoða gildandi verklagsreglur sem samþykktar voru 2012 um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda með áherslu á nemendur í vímu- efnavanda. Samþykkt var að vísa til- lögunni til afgreiðslu borgarráðs. Það ánægjulega er að í kjölfarið fór af stað vinna við að taka saman yfirlit yfir þau úrræði sem eru til staðar í dag og jafnframt litið til þess hvernig standa má að umræddum stuðningi með sem bestum árangri. Þeirri vinnu er ekki lokið en von er til þess að nið- urstöður starfshópa verði kynntar fljótlega. Ég tel brýnt að Reykjavíkurborg efli meðferðarúrræðin sem í dag standa ungum fíkniefnaneyt- endum og fjölskyldum þeirra til boða og biðtími eftir virkri þjónustu styttist þannig að það fari ekki eftir því í hvaða hverfi borgarinnar barn- ið býr hve fljótt það kemst í ýmsar grein- ingar og virk úrræði til að ná bata eftir fíkniefna- neysluna. Hér verður að ríkja jafnræði meðal reykvískra barna. Fjölskyldan þarf stuðning Notkun fíkniefna setur ekki aðeins spor á sjálfan fíkilinn heldur getur fjöl- skylda hans ekki síður þurft á miklum stuðningi að halda sem og fræðslu varðandi hvernig sé best að veita fíkl- inum aðhald og stuðning. Annað getur ekki verið án hins ef varanlegur bati á að nást og því áríðandi að samtvinna meðferðarúrræði til handa bæði nem- andanum og fjölskyldu hans. Fórnarlömb vímuefna? En hvaða nemendur eru líklegri en aðrir til að leita í vímuefnafíknina? Ánægður, glaðlyndur unglingur sem er fullur sjálfstrausts, er í góðum sam- skiptum við fjölskyldu sína og félaga, tekur þátt í markvissu félags-, íþrótta- eða tómstundastarfi og gengur vel í skólanum, hann eða hún er að öllum líkindum mun ólíklegri til að lenda í klóm vímu- og eiturlyfjafíkninnar en unglingur sem á í erfiðleikum í námi, er með brotna sjálfsmynd og lélegt sjálfstraust, er í lélegum félagslegum samskiptum og er hugsanlega þolandi eineltis, andlegs og eða líkamlegs of- beldis eða misnotkunar. Eitt besta forvarnarúrræðið hlýtur að vera að leggja aukna áherslu á að byggja upp vellíðan, gott sjálfstraust, sjálfsvirð- ingu og innri gleði unga fólksins. Við hjá Framsókn og flugvallar- vinum viljum efla uppbyggingarstarf innan skólanna til að byggja betur upp andlega sterka einstaklinga sem fá að njóta sín betur í skólakerfinu og dag- legu lífi, þeir fái að vaxa, dafna og þroskast á eigin forsendum, verða fé- lagslega sterkir ekki síður en vel menntaðir. Það hlýtur að eiga að vera eitt af for- gangsverkefnum skóla- og borgaryf- irvalda að standa vel að öflugu forvarn- arstarfi og að vinna að sem allra bestum úrbótum í þessum málaflokki. Það þarf að efla og styrkja unga fólkið okkar eftir því sem tök eru á. Til þess þarf aukið fé, auknar fjárveitingar til öflugri forvarna og uppbyggingar sem geta skilað sér margfalt til borgarinnar síðar. Ungir fíklar þurfa stuðning Eftir Jónu Björgu Sætran Jóna Björg Sætran » Grunnskólanem- endur sem eru komnir í vímuefnavanda þurfa virk meðferð- arúrræði og marg- víslegan stuðning til að ná bata. Fjölskyldan þarf líka stuðning. Höfundur er borgarfulltrúi Fram- sóknar og flugvallarvina, situr í skóla- og frístundaráði og mannréttindaráði. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Jöfn og góð þátttaka hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 27. apríl var spilaður tvímenningur á 15 borðum hjá brids- deild Félags eldri borgara í Reykja- vík. Efstu pör í N/S Jón Þ. Karlsson – Jón Hákon Jónss. 386 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 366 Ingibj. Stefánsd. – Elín Guðmannsd. 365 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 391 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 374 Logi Þormóðss. – Eggert Þórhallsson 370 Spilað er í Síðumúla 37. Tólf borð í Gullsmára Spilað var á 12 borðum í Gullsmára mánudaginn 27. apríl. Úrslit í N/S: Örn Einarsson - Pétur Antonsson 214 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 200 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 185 Sigurður Björnss. - Ari Þórðarson 177 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 215 Unnar Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 208 Sigurður Gíslas. - Reynir Bjarnason 197 Gunnar M.Hanss. - Hjörtur Hanness. 197

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.