Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 31
foreldra minna og mín bjuggu þar alsystir mömmu, afi og konan hans og þeirra þrjú börn. Gunnar var þeirra elstur. Það var gæfa mín og gleði að vera partur af þessari fjölskyldu sem bjó í sátt og samlyndi án aðgreiningar hæða eða veggja. Á jólum og um áramót mættu oft vinir þessara frænd- systkina minna og þá var spiluð vist á 3-4 borðum, mikið hlegið og skemmt sér fram á rauðanótt. Gunnar var sannkallaður gleði- gjafi, stríðinn með afbrigðum og uppátækjasamur, en hvergi gat ég setið nema helst í fanginu á honum eða allavega þétt upp við hann, þó hann klipi mig og kitlaði út í eitt. Ég kallaði hann „Gunnið mitt“, ekkert var of gott fyrir hann og allt var satt og rétt sem hann sagði. Hann var sannkallaður töffari, fyrst átti hann mótorhjól, seinna eignaðist hann flottar drossíur, sem áttu það til að bila helst til mikið, en þá var legið í að gera við eftir að vinnu lauk og langt fram eftir kvöldi þegar haldið var á „rúntinn“. Þar kom að lokum að frændi náði í flottustu stelpuna á ballinu, hana Hrund, mér fannst mikið til hennar koma, svo var hún að læra hárgreiðslu, ekki spillti það fyrir. Árin liðu og þeim Hrund fæddist sonurinn Jóhann Gylfi. 1962 fór að fjara undan þeim sessi sem ég hafði haft í húsinu sem eina barnið, ég átti von á syst- kini, systkini mömmu voru líka farin að eiga börn svo ég var farin að þurfa að deila athygli með öðr- um. Ónefnt atvik varð til þess að Gunnar tók mig á eintal og hvíslaði að mér að þau Hrund ættu von á öðru barni og vegna þessa atviks sem ekki verður nánar greint frá, sagðist Gunnar þess fullviss að þau ættu von á stelpu. Það sem ég var upp með mér að vera trúað fyrir þessu leyndarmáli, og viti menn í lok þess árs fæddist Rann- veig. Við Gunnar deildum sameigin- legu dálæti á Þykkvabænum, sveitinni okkar, en þar dvaldi hann í sveit nokkur sumur hjá afa mín- um og ömmu. Hann hafði alla tíð mikið dálæti á þeim stað og dásamaði veruna hjá þeim Fríðu, Sigga og Guðjóni í Tobbakoti. Þó samfundum hafi fækkað með árunum hefur strengurinn á milli okkar aldrei slitnað. Ég er þakklát fyrir allar góðu minning- arnar um hann elsku frænda minn, gleðipinnann og grallarann, hlýja faðmlagið og trausta hand- takið. Foreldrar mínir þau Gugga og Diddi vilja þakka af heilum hug fyrir tryggðina og kærleikann í sinn garð allt frá samverustund- unum í Þykkvabænum, hjálpina við húsbygginguna í Langagerð- inu og allt fram á síðasta dag. Eins vill nafni hans þakka gjöf- ina góðu sem var tekin fram og pússuð á andlátsdegi Gunnars honum til heiðurs. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Hrundar, Jóhanns Gylfa, Rannveigar og fjölskyldna. Vertu kært kvaddur, elsku frændi, og takk fyrir allt og allt. Jóna S. Sigurbjartsdóttir. Elsku Gunnar frændi. Það er bara eitt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín – rúsínur! Það vita þeir sem til þekkja að þegar ég var krakki þóttu mér rúsínur góðar og þeir sem þekktu þig vita að þér þótti gaman að stríða. Ekki veit ég hve skiptin voru mörg sem þú notaðir þær til að fá mig til að fyrirgefa stríðnina og oftar en ekki snérist það um ríginn milli Fram og Vals. Pabbi gallharður Frammari og ennþá að spila með þeim og þú Valsari. Hvort liðið var nú betra? Oftast var þetta góðlátlegt grín en ég var fljót að reiðast, þú varst lunkinn við að ýta á réttu/veiku takkana. En ég held að sama hvað þú sagðir fyrirgaf ég þér stríðnina fyrir nokkrar rúsínur, það tók bara mislangan tíma. Það er eitt sem þú máttir eiga – þú skildir engan eftir ósáttan, allt skyldi laga. Þegar ég fæddist stóðuð þið Hrund þétt með mömmu, fylgduð því fast eftir að fyrri ákvörðun um keisara stæði. Væntanlega hefði það orðið okkur báðum að fjörtjóni ef ykkar hefði ekki notið við þarna. Margt breyttist þegar pabbi dó, tímabil sem gekk upp og niður, flakk á milli staða. Fyrsta árið mitt í FB, þá bjuggum við mamma hjá ykkur Hrund – saman í einu her- bergi. Engjaselið auðveldaði mér að tengjast krökkunum í skólan- um sem flest voru úr Breiðholtinu. Meiri möguleikar á að hitta þau eftir skólann, takk fyrir vistina. Það er ekki sjálfgefið að taka fólk inn á heimilið sitt, hugsa að þið hafið verið sérlega heppin að fá svona rólegan ungling til ykkar. Það er svo skrýtið hvernig fólk kemur og fer úr lífi manns, stund- um eru samskiptin mikil og stund- um lítil. En þó þau hafi verið stop- ulli, þá mætti manni ekkert nema alúð og hlátur þegar við hittumst. Þegar þú varst að útskrifast eft- ir vélindaaðgerðina var ég að byrja að vinna á spítalanum. Það var mér því eðlislægt að hafa alltaf annað augað með þér, hvernig gengi og hver framvindan væri. Þegar þú lagðist inn aftur fyrir páskana hafði ég tækifæri til að kíkja á þig. Verkirnir voru miklir og gekk erfiðlega að eiga við þá. Síðasta skiptið sem við hittumst, þá leið þér vel. Það var auðvelt að greina það, þú varst að spyrja mig um hvað ég gerði á vöktunum í vinnunni. Ég svaraði því að ég væri að hjálpa fólki með öndunar- æfingar og framúrferðir. Þú varst fljótur að sjá eitthvað sniðugt við það: „Nú en eru þá engar aðrar ferð- ir?“ Það sagði allt sem segja þurfti, þú gast alltaf snúið út úr hlutunum og komið einhverju gríni að, sama hverjar aðstæðurn- ar voru. Tíminn þegar komið er að kveðjustund er alltaf sár, maður vill aldrei sleppa. Við eigum alltaf eftir að sakna, en maður saknar af því að maður hefur elskað og notið samvistanna og minninganna. Nú hef ég ykkur tvo nafnana, þig og pabba, sitjandi yfir mér. Reyndar nokkrir aðrir þarna með ykkur, bið að heilsa þeim. Elsku Hrund, Ranný, Jói og fjölskyldur, Gunnar hefur skilið eftir stórt skarð og það kemur ekkert í staðinn en það rúmar allt það góða sem hann skildi eftir. Þó í okkar feðra fold, falli allt sem lifir. Enginn getur mokað mold, minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Ása Dagný. Það er ævinlega áfall þegar manni er tilkynnt andlát vinar. Nú er orðið of seint að hafa samband, of seint að framkvæma atriði sem oft komu upp í hugann. Ég kynnt- ist Gunnari 1963 er ég hóf að starfa sem bílstjóri hjá tímaritinu Vikunni sem gefið var út af prent- smiðjunni Hilmi þar sem Gunnar vann við sitt fag sem prentari. Á góðri stund tókum við tal saman og eitthvað gerðist sem snúið er að lýsa. Þarna urðum við bestu vinir er varði fram á síðasta dag, þótt sambandið hafi orðið æði slitrótt hin síðari ár. Kynnin jukust. Við vorum ungir hraustir og fullir æv- intýraþrár. Lífið var áskorun sem við ákváðum að stíga út í, og nú brugðum við okkur saman í sum- arfrí um Vestfirði. Ökutækið var Ford Fairline 1955 módel, glæsi- kerra sem faðir Gunna átti. Ferð um Vestfirði varð fyrir valinu því Gunni hvatti mig af ákefð að fara þangað því ég hafði sagt honum frá að þar ætti ég föður og hálf- systkini sem ég þekkti lítið, en langaði að kynnast. Ég endaði með hálfum huga að hringja í hálf- bróður minn, Gísla, sem fannst hugmyndin frábær og við brunuð- um vestur. Ýmsar smábilanir komu upp á, s.s. fjaðrahengsli brotnaði, lega í rafal og púströr gaf sig. Menn voru ekki fjáðir árið 1963, öðru nær, því var engin vinna aðkeypt. Gunnar kunni til verka og gerði við þetta allt með smá aðstoð ferðafélagans og silf- urpappírinn úr sígarettupakkan- um nýttist til að bjarga legunni í rafalnum. Loks var Ísafjörður framundan, og að fara Breiðadals- heiðina á þessum tíma mun seint úr minni líða, þvílíkur bratti og beygur, ég svitna enn við tilhugs- unina. Í kröppustu beygjunni stoppaði Gunni, fór út úr bílnum að taka myndir og það ófáar. Ég hafði ekki kynnst þessu áhuga- máli hans fyrr að neinu ráði, en nú tók steininn úr. Þarna kom líka fram hans grallaragangur sem var nú alla tíð fylgifiskur þessa vinar míns. Á Ísafirði tók Gísli bróðir á móti okkur, gerðist leið- sögumaður og kynnti okkur stað- inn og nágrenni ásamt því að vísa okkur veginn til föður míns og systkina. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum og verður að segjast eins og er að varanlegt samband milli pabba og systkina minna hófst þarna fyrir tilstilli Gunnars. Margar góðar stundir og ferðir áttum við saman lausir og liðugir eftir þetta, en svo tók annar gangur lífsins við. Gunnar gerði leigubifreiðaakstur að sínu lífsstarfi, giftist glæsikonunni Hrund Jóhannsdóttur er síðan hefur verið hans lífsförunautur. Þau hjón voru góð heim að sækja og oft sóttum við hjónin hvert annað heim til að ræða um alla heima og geima, skipuleggja úti- leguferðir og glingra örlítið við stút. Einna eftirminnilegust er þó ferð sem farin var um mitt sumar gagngert í Skaftafell í Öræfum, dvöldum þar í viku og alla dagana stóð hitamælirinn í um 25 gráðum. Þarna var margt að skoða. Sóma- maðurinn Gunnar naut sín við náttúruskoðun, myndatökur, grallaragang og að styðja á létta strengi húmorsins. Ef ég mætti nú mæla til þín myndi ég segja takk, kæri vinur, fyrir allt sem við brölluðum saman á lífsins leið. Kæra Hrund og fjölskylda, við Sirrý sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Hilmar Hjartarson. Í dag kveðjum við Eddubræður hinstu kveðju reglubróður okkar, Gunnar Jónsson. Með honum er genginn góður vinur og samferða- maður, sem laut í lægra haldi í baráttunni við krabbamein. Gunn- ari kynntist ég fyrir rúmum 30 ár- um en okkur varð vel til vina frá fyrstu kynnum. Við áttum gott samstarf innan Frímúrararegl- unnar, en þar voru honum falin mörg og ábyrgðarmikil störf, sem hann sinnti af áhuga og kostgæfni. Með eiginkonum okkar fórum við í margar ferðir bæði innanlands og utan. Það var bæði þroskandi og skemmtilegt að starfa og ferðast með þeim hjónum. Gunnar var einstaklega þægi- legur, hlýr og vinalegur maður og hafði til að bera mikinn húmor í framkomu. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi þar sem þau eig- inkona hans, Hrund, stóðu saman sem einn á lífsgöngunni. Það var gott að eiga Gunnar að vini og samstarfsmanni. Með honum er nú fallinn frá einn þessara traustu og vönduðu manna og er hans sárt saknað. Við Eddubræður vottum Hrund, börnunum og fjölskyldu innilega samúð á sorgarstundu og vonum að minningin um góðan mann verði þeim huggun í harmi. Við óskum þessum bróður okkar blessunar á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á. Guð blessi minningu Gunnars Jónssonar. F.h. Eddubræðra, Gunnar Þórólfsson. Til Hrundar Jóhannsdóttur og aðstendenda, vegna andláts Gunnars Jónssonar bifreiða- stjóra. Vinur er fallinn en veröldin gengur, veikur og þjáður er Gunnar ei lengur. Vammlausum félaga vil ég nú senda, vináttukveðju, hans þraut er á enda. Hann var oss bræðrunum vinur og vildi, vera til staðar og dæmdi af mildi. Það er nú okkar að þakka þær stundir, þú varst sá bróðir sem lagðir allt undir. Hrund, ég vil senda þér samúðar- kveðju, sjá má að hlekkur hans veikir nú keðju. Hlýhug og velvild þú veist að hér áttu, vinum hans Gunnars æ treysta nú máttu. Hugsaðu jákvætt til hamingjustunda, hlúðu að minningum ánægjufunda. Maður þinn öllum gaf geislandi gleði, getum það vottað nú hér á hans beði. Hugheilar kveðjur þér Hrund mín við sendum og hluttekning sanna að ástvinum vend- um. Staðreyndum getum ei stýrt né hvar endum, staðan ei breytist, hjá Himnasmið lend- um. (Hafsteinn Reykjalín) Innilegar samúðarkveðjur. Inga og Hafsteinn Reykjalín. Það er svo einkennilegt að þeir hverfa oft af jörðu hér sem manni þykir vænst um. Það hef ég marg- reynt í lífinu. Nú er Gunnar horf- inn, þessi góði og tryggi vinur til margra ára sem alltaf heilsaði mér glaðlega, talaði hressilega um lífið og tilveruna og kvartaði aldr- ei undan örlögum sínum. Ég hitti hann í síðasta sinn þegar ég heim- sótti þau hjónin, Hrund og Gunn- ar, á heimili þeirra fyrir nokkrum dögum. Gunnar var rólfær, hinn hressasti. Hann lét þess getið að hann hlakkaði til vorsins, stefndi á að ná í húsbílinn sinn sem var í geymslu yfir veturinn og ætlaði eflaust að nýta hann í sumar. Það var ekkert fararsnið á Gunnari úr þessum heimi, ónei, þótt auðsætt væri hvert stefndi. Við spjölluðum saman yfir kaffibolla. Hann sýndi mér útsýn- ið úr fallegu íbúðinni þeirra hjóna. Við horfðum yfir fjöllin til norð- urs, allt frá Móskarðshnjúkum, Esju, Heiðarhorni og til Akra- fjalls. Virtum fyrir okkur kröfu- göngu launþega eftir Skúlagöt- unni í átt að Karphúsinu. Ég kvaddi Gunnar með virkt- um og sagði að við sæjumst brátt aftur. Af því varð þó ekki. Nú er Gunnar horfinn, en þeir sem trúa á líf eftir þetta líf geta vel vitað að hans bíða ný verkefni handan móðunnar miklu, sem hann mun ganga í af sömu elju og alúð og hann gerði í þessu lífi. Ég votta Hrund, börnum þeirra og ættingjum dýpstu sam- úð mína á þessari erfiðu stundu. Björn Matthíasson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður og ömmu okkar, SIGRÍÐAR STEINUNNAR LÚÐVÍGSDÓTTUR, Grettisgötu 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12G við Hringbraut og líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir alúð og umhyggju. . Bergljót Sigríður Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Páll Lúðvík Einarsson, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Kristinn Ö. Jóhannesson, Steinunn Soffía, Hákon, Ólöf Sigríður, Bergljót Júlíana og Laufey Steinunn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÁSU JÚLÍUSDÓTTUR, Þrastahrauni 7, Hafnarfirði. . Jóhannes Þórðarson, Júlíus Jóhannesson, G. Margrét Salómonsdóttir, Valgerður Jóhannesdóttir, Hróbjartur Jónatansson, Ásbjörn Ingi Jóhannesson, Berglind Hannesdóttir, barnabörn og langömmubarn. Lokað Verslunin er lokuð í dag vegna jarðarfarar SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, húsgagnasmíða- meistara. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ERLA EINARSDÓTTIR, Miðleiti 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 19. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug á þessum erfiðu stundum. . Jón Sveinbjörnsson, Heiða Grétarsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Þórey Sveinsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Elsa Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Bjarni Sveinbjörnsson Halla K. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BERGUR V. JÓNSSON verslunarmaður, Skildinganesi 54, Reykjavík, lést mánudaginn 20. apríl. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 4. maí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimer-félagið FAAS. . Rut Árnadóttir, Kári Bergsson, Kolbrún Bergsdóttir, Rakel Hlín Bergsdóttir, Þórir Júlíusson og barnabörn. Elskuleg frænka mín, ÞÓRA KRISTÍN ARTHURSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 27. apríl. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Þóra Davíðsdóttir. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR SNÆR HÁLFDÁNSSON, fv. kennari á Hvanneyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Drífa Hilmarsdóttir, Helga Hrönn Hilmarsdóttir, Hörður Már Valtýsson, Dóra Sif, Hjalti, Signý, Anna og Sonja Sif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.