Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Snorri Helgason er flugnemi í Flugskóla Íslands, hann er kom-inn með einkaflugmannsréttindi en er í atvinnuflugnámi. „Ég klára bóklega námið í byrjun júní og verð vonandi kominn með skírteinið um jólin, en ég hef haft áhuga á flugi frá því ég var krakki. Ég hef aðgang að vélum í skólanum og reyni að fljúga eins oft og ég get. Flaug til dæmis að gosinu í Holuhrauni. Það var mjög gaman. Á afmælisdaginn er ég svo heppinn að fara í próf, en ég veit ekki hvað konan er búin að plana í tilefni dagsins. Það hlýtur að vera eitt- hvað.“ Aðspurður segir Snorri prófið vera í Radio navigation en námið er alþjóðlegt og fer allt fram á ensku. Kærasta Snorra er Halla Karen Haraldsdóttir tannsmíðanemi, en þau eiga von á sínu fyrsta barni í október. Foreldrar Snorra eru Helgi Snorrason fasteignasali og Þóra Sigurþórsdóttir listakona. Hvað á að gera í sumar? „Fljúga, vinna og undirbúa allt fyrir litla krílið. Ég verð að vinna hjá ferðaskrifstofunni Nordic Visitor sem selur aðallega útlendingum ferðir til okkar fallega lands, bæði hópa- og einstaklingsferðir.“ Áhugamál Snorra eru líkamsrækt, tónlist og fótbolti. „Ég er Fjölnismaður í húð og hár.“ Snorri Helgason er 25 ára í dag Kærustuparið Snorri og Halla Karen í flugferð síðasta sumar. Fer í próf á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Ísabella Nótt Andradóttir fæddist 12. nóvember 2014. Hún vó 3.188 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Fanný Mjöll Pétursdóttir og Andri Brynjar Jóhannsson. Nýr borgari S igurdís Lilja fæddist á Sel- fossi 30.4. 1975 en ólst upp í Kolsholti í Flóahreppi sem áður hét Villinga- holtshreppur. Hún er nú búsett á Selfossi. Sigurdís gekk í Villingaholtsskóla til 12 ára aldurs, lauk grunnskóla- námi við Gagnfræðaskóla Selfoss, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan stúdentsprófum: „Eitt ár var nú samt tekið í frí frá stúdentsnáminu þegar ég fór til Bandaríkjanna sem skipti- nemi á vegum AFS 1993-94.“ Sig- urdís lauk svo BSc-gráðu í ferða- málafræðum við HÍ 2002. Sigurdís sinnti bústörfum á búi for- eldra sinna heima í Kolsholti til 16 ára aldurs: „Fyrsta starfið mitt þegar bú- störfunum sleppti var í Eden í Hvera- gerði en næstu árin var ég meira og minna að starfa í veitingageiranum í Hveragerði og á Selfossi. Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir forstöðumaður – 40 ára Fjölskyldan Sigurdís Lilja og Sveinn í Stykkishólmi í fyrrasumar með börnin, Eydísi Helgu, Viktor Inga og Óla Frey. Með fingurna á ferða- málum Suðurlands Forsætisráðherra Kína Sigurdís og Wen Jiabao í Hveragerði vorið 2012. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.