Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 27
okkar. Hún var þá komin í sum- arfrí frá kaffistofunni og Denni farinn vestur í Ólafsvík í róður. Börnin voru spennt að fá ömmu í heimsókn, og í eitt sinn hvíslaði dóttir mín að mér að amma væri með flott naglalakk og gull. Var þá Reykjavíkurmærin mætt út á land í sínu fínasta pússi og börn- in urðu feimin. Inga var eins og lóan, þegar hún var komin vest- ur, þá var sumarið komið. Nú hefur „lóan“ flogið á vit feðranna en skilur eftir sig ljúfar minn- ingar sem munu ylja okkur eins og sumarsólin um ókomin ár. Blessuð sé minning Ingu ömmu. Birna Bragadóttir. Elsku amma. Það er rosalega óraunverulegt að sitja hér og skrifa minning- argrein um þig. Mér verður alltaf hugsað til þess þegar ég var lítill strákur og við fjölskyldan vorum á leið til útlanda á sumrin, þá var alltaf stoppað við hjá þér og Denna og gist í nokkrar nætur. Það var alltaf gaman að koma heim til þín og fá að horfa á uppáhaldsteiknimyndirnar sínar í sjónvarpinu og borða góðan mat í hvert mál. Enn þann dag í dag hefur það lítið breyst. Nú er ég fluttur til útlanda en í hverri Íslandsheim- sókn var kíkt í heimsókn til In- gömmu. Þú varst alltaf tilbúin með hádegismat fyrir okkur og elskulegar móttökur. Þrátt fyrir að hafa búið í öðru landi náði maður samt að hafa samband við þig og Denna í gegnum tölvuna bara til þess að heyra í þér röddina og heyra hvernig þið höfðuð það, og það var rosalega gott. Þú hefur alltaf verið svo góð og tilbúin til að gera allt fyrir mann, elsku amma, og ég sakna þess mest að hafa ekki hitt þig mun oftar þegar ég bjó í Reykja- vík en ég segi að tíminn er dýr- mætari en nokkuð annað í lífinu. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, amma mín, ég á eftir að sakna þín. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Smári Alfreðsson. Elsku yndislega amma mín er látin. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á því né sætta mig við það að hún sé ekki lengur hjá okkur. Hún átti ekki að kveðja okkur strax og hún ætlaði sér það ekki sjálf. En eftir löng og erfið veikindi er ég samt svo feg- in að hún hafi loksins fengið hvíldina. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Ég man það þegar hún vann á kaffi- stofu Háskólans á menntaskóla- árum mínum þá heimsótti ég hana oft í vinnuna og alltaf tók hún vel á móti mér. Við amma urðum nánari á seinni árum. Við áttum heima nálægt hvor ann- arri svo það var stutt að fara í heimsókn. Amma gerði bestu marengskökur í heimi og bakaði ansi margar fyrir mig þegar ég var að halda afmæli þangað til ég loksins komst upp á lagið með að gera þær sjálf. Það voru nú líka nokkur skiptin sem hún bað mig um aðstoð þegar hún lenti í tölvuvandræðum eða það þurfti að stilla klukkuna á blessaða víd- eótækinu. Ég sagði alltaf við hana að hún væri nú bara fljótari að hringja í mig og ég kæmi að laga þetta. Svo fæddust barna- börnin sem voru henni og lang- afa svo kær. Við áttum mörg matarboðin með þeim að ógleymdum aðfangadagskvöld- unum sem við eyddum saman. Amma var einstaklega góð langamma. Hún og langafi hafa reynst okkur og börnum okkar afskaplega vel í gegnum árin. Það voru ófá skiptin sem þau sóttu börnin fyrir okkur í leik- skóla og skóla þegar við foreldr- arnir þurftum að vinna. Elvari Má og Bjarneyju fannst nú ekki leiðinlegt að vera hjá langömmu og langafa því þar var dekrað við þau og við foreldrarnir áhyggju- lausir því við vissum að þau væru í góðum höndum. Þau hafa líka alltaf verið dugleg að fylgjast með börnunum bæði í skólanum og íþróttum og sótt mörg íþrótta- mótin og skólaviðburði í gegnum árin og það er eitthvað sem börn- in eiga alltaf eftir að muna. Ég er svo glöð að amma mín hafi náð að kynnast aðeins nýjasta barna- barni sínu sem fæddist í mars á þessu ári. Það voru margar stundirnar sem sú litla kúrði hjá langömmu sinni þegar við heim- sóttum hana síðustu vikurnar sem hún var hjá okkur. Ég vildi óska þess að hún amma mín væri ennþá hér til að fylgjast með henni stækka og dafna. Ég á eft- ir að sakna elsku ömmu minnar en ég er líka svo þakklát fyrir all- ar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Elsku langafi, sam- úðarkveðjur frá okkur fjölskyldunni. Erla Björg, Hermann, Elvar Már og Bjarney. Kvatt hefur þessa jarðvist kær mágkona mín og er horfin til Draumalandsins góða. Eftir snarpa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hafði sigur að lokum. Það er margs að minnast frá liðinni tíð, en aðeins fátt eitt nefnt hér. Fyrstu kynnin voru á Bakk- astíg 4, er kærasta mín, Ágústa, kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Inga og Erling, fyrri maður hennar, bjuggu þá á neðri hæð- inni ásamt börnum sínum, en kærastan bjó uppi hjá föður sín- um, sem þá var nýlega orðinn ekkjumaður. Þrátt fyrir þrengsli hófum við okkar búskap þarna og eignuðumst okkar fyrra barn. Þá var notalegt að sitja hjá þeim hjónum og njóta þess að horfa á kanasjónvarpið, sem var í mörg ár eina sjónvarpsstöðin. Mikil og góð vinátta var með okkar fjöl- skyldum. Á sumrin fórum við ásamt þeim og fleiri fjölskyldum í helgarferðir á ýmsa fallega staði. Þá var lagið tekið við undirleik Erlings á nikkuna, honum var tónlistin í blóð borin. Inga fór ekki í gegnum lífið án áfalla, frekar en fleiri, það var mikið högg þegar Erling fórst af slys- förum ásamt svila sínum. Seinna giftist Inga Eiríki Ögmundssyni. Fyrir mörgum árum keyptu þau sér húsbíl sem þau hafa ferðast á víða um landið og haft mikla ánægju af og þá gjarnan stund- um í samfloti við aðra húsbíla- eigendur. Inga naut sín í sólinni á Kanaríeyjum, þangað fóru þau í fjölda ára. Blessuð sé minning hennar. Andrés Andrésson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ára aldursmunur allnokkur þá. Þetta var stuttu eftir að Jón Er- lingur, eiginmaður Huldu og heimilisfaðirinn, hafði fallið frá og bar allt þess merki að sterkur strengur hafði slitnað í lífsvef þeirra. Nú þegar ég er orðin eldri en Hulda var þegar okkar samleið hófst á ég auðveldara með að setja mig í hennar spor og skilja hvað hún var þá að takast á við. Hún var þá rúmlega fimmtug ekkja, búin að ganga sjálf í gegn- um alvarleg veikindi og börnin þrjú lögð af stað að heiman. Frá okkar fyrstu kynnum var samband okkar Huldu alltaf gott og eftir því sem á leið varð það ljúfara og innihaldsríkara, eink- um þegar við náðum okkur á flug í umræðum um andleg málefni. Hulda var heimakær og naut þess innilega að fá til sín gesti og var þá aldrei komið að tómu koti, hvorki hvað varðaði veitingar né umræður. Hún var vel að sér um flesta hluti og víðlesin. Handlagin var hún og það handverk sem eftir hana liggur er einstaklega vand- að og fáum hef ég kynnst með fegurri rithönd. Af sorgum og veikindum fékk Hulda sinn skerf sem hún mætti af einstöku æðruleysi og gladdist þeim mun frekar yfir velgengni barna sinna og barnabarna. Með fráfalli hennar hefur aftur slitnað strengur og lífsvefur okk- ar sem áttum hana að fær aðra áferð. Það er huggun að vita að hún var sjálf tilbúin til vistaskipta og trúði á endurfundi. Blessuð sé minning Huldu Karlsdóttur. Margrét Albertsdóttir. Fallin er frá sómakonan Hulda Karlsdóttir frá Fáskrúðsfirði. Hulda var fastur punktur í lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér. Á uppvaxtarárum mínum var ég daglegur gestur í Varma- landi, á heimili Huldu og Jóns Erlings eiginmanns hennar. Ég á Huldu og fjölskyldunni í Varma- landi mikið að þakka frá þessum tíma en þar mætti ég ávallt hlý- hug. Það var alltaf mikil og góð vinátta á milli fjölskyldna okkar og hefur sú vinátta haldist óslitin til dagsins í dag. Þar sem Grund og Varmaland eru á sama blett- inum var mikill daglegur sam- gangur og samvinna á milli heim- ilanna. Ég og strákarnir í Varmalandi vorum frá fyrstu tíð góðir vinir og Hulda og Sigurbjörg móðir mín góðar vinkonur. Reyndar ólust Hulda og Gunnar faðir minni upp saman á þessum bletti, þannig að vináttan á milli heimillanna hefur staðið sleitulaust í hartnær heila öld. Við Hulda héldum tengslum okkar alla tíð og hún vildi fá að fylgjast vel með okkur Fanný og Gunnari og því sem við tókum okkur fyrir hendur í lífinu. Við Fanný sendum henni jólakort og spjölluðum við hana á jólum á milli þess sem við hittumst í hvert sinn sem við fjölskyldan komum á Fáskrúðsfjörð en samgangur- inn var meiri þau ár sem hún bjó hér í Reykjavík. Við ræddum saman um allt það sem tengdist fjölskyldum okkar, gamla daga á Fáskrúðsfirði og það sem í hug- ann kom hverju sinni. Þar var af mörgu að taka því að Hulda var víðsýn og fróð um margvísleg málefni. Við áttum alltaf skemmtilegar samræður enda var Hulda með eindæmum minn- isgóð og skelegg þrátt fyrir háan aldur. Eina spurningu lagði hún alltaf fyrir mig en það var hvort ég hefði hitt eða heyrt í sonum hennar Guðmundi Karli sem nú er látinn eða Ástvaldi. Ég fann að það var henni mikils virði að við ræktuðum og viðhéldum vináttu okkar. Þó að Hulda hafi átt sam- heldna og góða fjölskyldu brosti lífið ekki alltaf við henni. Þegar hún þurfti að sjá á eftir syni sín- um langt um aldur fram tók hún því með æðruleysi og sýndi yfir hversu miklum styrk hún bjó þegar á bjátaði. Ég vil þakka Huldu fyrir þann hlýhug og vin- áttu sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Fjölskyldan á Grund sendir Karen Erlu, Ást- valdi Antoni, systkinum Huldu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Nú hefur Hulda fengið hvíldina en við sem eftir lifum getum yljað okkur við góð- ar minningar. Guð blessi Huldu Karlsdóttur. Hörður Gunnarsson frá Grund, Fáskrúðsfirði. ✝ Helga ÓskMargeirsdóttir fæddist á Sauð- árkróki hinn 30. apríl árið 1931. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli þann 10. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ele- nora Þórðardóttir, húsfreyja og verka- kona úr Reykjavík, og Jón Mar- geir Sigurðsson, sjómaður og verkamaður, f. í Flatatungu í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Helga Ósk var næstelst níu barna þeirra. Eldri var Sig- urður Kristján sem er látinn en yngri eru þau Edda Ingibjörg, Margrét Guðlaug sem einnig er látin, Friðjón, tvíburarnir Kjart- an og Hreiðar, Birna Kolbrún og Anna Sveindís. Helga Ósk ólst upp á Sauðárkróki og gekk við fiskvinnslu, síldarsöltun, verslunarstörf og sem matráðs- kona síðustu starfsárin sín. Hún hætti störfum er heilsa Guð- mundar bilaði og hugsaði alfar- ið um hann í nokkur ár í veik- indum hans en Guðmundur lést 24. september árið 1997. Dóttir þeirra hjóna er Hildur Guðmundsdóttir, f. 14. júlí 1952. Fyrri eiginmaður hennar var Þórður Þórðarson, börn þeirra eru Guðmundur Þorkell og Ele- nora Ósk. Sambýliskona Guð- mundar er Elwira Gibowicz og eru þau búsett erlendis. Börn þeirra eru Alexandra Ósk, Heimir Berg, Olivia Daria og Zofia Hildur. Elenora Ósk er bú- sett í Garðabæ, börn hennar eru Embrek Snær, Kári Trevor og Þórhildur Ingunn. Seinni eig- inmaður Hildar var Ingólfur Vestmann Einarsson og lést hann 3. desember 2013 eftir erf- ið veikindi. Ingólfur lét eftir sig dóttur úr fyrri sambúð, Guð- björgu, og á hún og eiginmaður hennar, Þórður, tvö börn og eitt barnabarn. Útför Helgu Óskar fór fram í kyrrþey að hennar ósk 16. febr- úar 2015. þar í skóla en flutt- ist síðar með fjöl- skyldu sinni suður til Sandgerðis. Helga Ósk gekk að eiga Guðmund Rósant Þorkelsson, sjómann og versl- unarmann, son hjónanna Sigríðar Snæbjörnsdóttur og Þorkels Þorkels- sonar úr Sand- gerði, þann 1. nóvember 1952 og var Hildur einkadóttir þeirra skírð við þá sömu athöfn í Hvals- neskirkju. Um sama leyti fluttu þau í húsið sem þau byggðu í Sandgerði er nefndist Birkihlíð og bjuggu þar uns þau fluttust til Reykjavíkur árið 1966 og settust að í Nökkvavogi 4 og síð- ar að Hjaltabakka 28. Helga Ósk hóf ung að árum að starfa við hin ýsmu störf, svo sem aðstoðarkona ljósmóður, Það er sár tilfinning að geta ekki bjallað eða komið við á þér í dag, elsku Ogga okkar, á sjálfum af- mælisdeginum þínum. Þú kvaddir okkur 10. febrúar sl. og alveg fram á síðustu daga þína í þessu lífi varstu alltaf kát og lífsglöð og þeg- ar þú varst spurð hvernig þú hefðir það var alltaf sama svarið, þú varst bara hress, þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn lúinn og veikindi herj- uðu á. Það lýsir vel Oggu sem af dugn- aði og hörku tókst á við lífið með húmorinn að leiðarljósi. Þú varst yndisleg systir, ávallt reiðubúin að leggja lið og þegar eitthvert til- stand var í fjölskyldunni varstu fyrst á staðinn til að hjálpa við veisluhöld, enda frábær kokkur. Ekki má gleyma ferðalögunum um okkar fagra land þar sem þið Mummi fóruð með okkur hring- veginn og komust allt á Skodanum. Eftir að Mummi lést hélstu áfram að heimsækja okkur fjöl- skylduna á Suðurnesin og gistir hjá okkur. Þær stundir sem við fjöl- skyldan áttum með þér munu lifa með okkur, gleðja hug og hjarta. Þú varst ræðin um málefni líð- andi stundar, vel gefin og skemmti- leg og samræðurnar enduðu oftar en ekki með miklum hlátri. Við vildum minnast þín sérstaklega á sjálfan afmælisdaginn, rifja upp minningarnar góðu og við óskum þess að þú sért á góðum stað, hress og kát eins og við þekkjum þig. Elsku Ogga, hugur okkar er fullur þakklætis fyrir samfylgdina og gleðina í gegnum árin og við kveðjum þig með söknuði. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Kveðja, Birna Margeirsdóttir og fjölskylda. Mig langar í örfáum orðum að minnast systur minnar, Helgu Óskar Margeirsdóttur, sem lést þann 10. febrúar sl. á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Líf okkar Oggu systur, en hún var jafnan kölluð það af fjölskyldu sinni, fléttaðist mikið saman bæði í leik og starfi. Við unnum á sömu vinnustöðum í gegnum árin. Vann ég líka hjá henni og manni hennar þegar þau ráku nýlenduvöruverslun sína í Skipasundi 51. Ég, Þórir og Lúlli frumburður okkar bjuggum hjá þeim hjónum í rúm tvö ár og urðum við systur enn nánari fyrir vikið. Ferðast var saman um landið á sumrin í þá daga og „hringurinn“ var tekinn eitt sumarið og þá bættust fleiri systkini í hópinn og þeirra börn. Hún Ogga systir mín reyndist mér alveg einstaklega góð. Alltaf var hún í góðu skapi, hlý og ynd- isleg í alla staði. Betri systur er ekki hægt að hugsa sér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt. (V. Briem) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Ogga systir. Ég og fölskylda mín vottum öll- um aðstandendur okkar innileg- ustu samúð. Anna og Þórir. Helga Ósk Margeirsdóttir Það var vorið 1951, ég níu ára en Eysteinn Þórðarson 27 ára. Hann sótti mig í Vesturbæ Reykjavíkur á Austin-vörubílnum drekkhlöðnum af byggingarefni frá hernum á Keflavíkurvelli. Efniviður í uppbyggingu á sveitabæ vestur í Dölum. Sauð- burður var að hefjast og ég, Reykjavíkurbarnið, var nýi vinnu- maðurinn Þórðar og Indu í Bersa- tungu, foreldra Eysteins. Þessi ró- legi og yfirvegaði maður ók síðan vestur í Saurbæ og tók það alla nóttina. Þetta sumar var fyrsta dvöl mín að heiman, en næstu níu ár var Bersatunga mitt heimili frá sauðburði fram að sláturtíð. Við heimamenn í Bersatungu vorum sammála um það að Saurbærinn væri fegurstur byggða í Dölum og Eysteinn Þórðarson ✝ Eysteinn fædd-ist að Sel- skerjum í Múlasveit í Austur- Barðastrand- arsýslu 31. mars 1924. Hann lést 13. apríl 2015. Útför Eysteins fór fram frá Stað- arhólskirkju í Saurbæ 27. apríl 2015. að frá hlaðinu í Bersatungu væri feg- urst útsýni frá bæjar- hlaði í allri sýslunni. Fyrst var ég vinnumaður hjá Þórði, en þegar Ey- steinn sonur hans tók við búinu fylgdi ég með og gerðist vinnu- maður hjá Eysteini. Á þessu góða og þjóð- lega heimili kynntist ég nýjum hliðum á náttúru og mannlífi, fór að hugsa sjálfstætt og varð fyrir varanlegum áhrifum sem hafa mótað mig æ síðan. Síðar laukst það upp fyrir mér að í Bersatungu hafði Stefán frá Hvíta- dal búið, Steinn Steinarr verið, Jó- hannes úr Kötlum var nálægur og svo var Inda föðursystir Jóns úr Vör. Þarna hafði dafnað merkileg skáldamenning. Eysteinn lifði miklar framfarir í landbúnaði og þessi trausti hús- bóndi minn hafði mikinn áhuga á nýjungum. Hann var laginn við að halda vélum og tækjum gangandi, sem kom sér vel því hann hóf bú- skap í byrjun mikilla tæknifram- fara. Hann var fremur maður olíu en moldar. Þeir voru nokkuð ólíkir feðgarnir Þórður og Eysteinn. Þórður faðir hans var mikill ákafa- maður og vildi ráðast í verkin af kappi, en Eysteinn var rólegri og íhugulli og vildi kanna hvort ekki mætti beita tækninni betur við bú- störfin. „Betur vinnur vit en strit“, sagði hann stundum. Enda þótt oft væri annasamt og mikið um að vera þá man ég aldrei eftir því að Eysteinn æsti sig við sumarstrák- inn. Þegar Eysteinn tók smám sam- an við búskapnum í Bersatungu hóf hann uppbyggingu jarðarinn- ar, og á þeim árum sem ég var þarna sumarstrákur byggði hann upp öll hús á jörðinni; íbúðarhús, fjós, fjárhús, hlöðu. Ég var virkur þátttakandi í allri þessari upp- byggingu, að hluta til með Ólafi bróður Eysteins, og er ég hreyk- inn af því. En „nú er hún Snorra- búð stekkur“, Bersatunga komin í eyði, byggingarnar mínar farnar að láta á sjá og hluti túnanna að falla í órækt. Afkomendur Ey- steins búa þó góðu búi í Saurbæn- um og aðrir hafa dreifst um landið sem nýtir þjóðfélagsþegnar. Eysteinn var góður húsbóndi og góð fyrirmynd ungum og óhörðnuðum Reykjavíkurstrák. Ég geymi góðar minningar um Eystein og blandast þær við minn- ingar um forna og horfna búskap- arhætti frá því upp úr miðri síð- ustu öld. Ég votta afkomendum Eysteins samúð mína. Bjarni E. Guðleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.