Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Skjól í amstri dagsins Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt Yfirmenn bresku neðanjarðarlestanna tilkynntu í gær að þeir hygðust leigja út gamlar og ónotaðar lestar- stöðvar í fjáröflunarskyni. Þar á meðal er Down Street- stöðin, sem tekin var úr notkun árið 1932, en talið er að Winston Churchill hafi dvalist þar á stríðsárunum áður en lokið var við smíði sérstaks neðanjarðarbyrgis í ná- grenni breska þingsins. Er talið að leigan geti numið allt að 100.000 sterlingspundum á ári. AFP Neðanjarðarbyrgi Churchills til leigu Salman, konungur Sádi-Arabíu, ákvað í gær að breyta erfðaröð í konungsríkinu þannig að í stað yngsta bróður síns, hins 69 ára gamla prins Moqren bin Abdul Aziz bin Saud, myndi frændi þeirra bræðra, hinn 55 ára gamli prins Mo- hammed bin Nayef, verða næstur í krúnuröðinni. Á eftir honum skipaði Salman son sinn sem næsta ríkisarfa þar á eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem erfðaröð konungdæmisins hefur ver- ið breytt, og er ákvörðunin talin til merkis um að Salman sé að treysta völd sín. Á sama tíma var tilkynnt að prins Saud al-Faisal myndi stíga til hliðar sem utanríkisráðherra landsins af heilsufarsástæðum, en hann hefur sinnt því embætti frá því í mars 1975. Í hans stað kemur Adel al- Jubeir, en hann hefur verið sendi- herra landsins í Bandaríkjunum síð- ustu níu árin. Ný erfða- röð sam- þykkt  Al-Faisal hættir eftir 40 ára starf Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Indónesíu urðu fyrir harðri gagnrýni í gær í kjölfar þess að þau létu taka sjö manns af lífi fyrir fíkniefnasmygl. Meðal annars var sendiherra Ástralíu kallaður heim í mótmælaskyni, og yfir- völd í Brasilíu lýstu yfir vonbrigðum sínum, en á meðal þeirra sem teknir voru af lífi voru tveir Ástralar og einn Brasilíumaður. Á Filippseyjum ríkti hins vegar gleði með að samlanda þeirra skyldi hlíft á síðustu stundu. Embættismenn í Indónesíu vörðu aftökurnar með því að segja þær mikilvægan þátt í stríði landsins gegn fíkniefnum. Muhammad Prasetyo, dómsmálaráðherra landsins, sagði aftökurnar nauðsynlegar til þess að bjarga landinu frá hörm- ungum fíkniefna. „Við erum að heyja stríð gegn hræðilegum fíkniefnaglæpum, sem ógna lífs- afkomu þjóðar okkar.“ Prasetyo bætti við að aftökunni á Filipps- eyingnum, hinni þrítugu Mary Jane Veloso, hefði eingöngu verið „frestað“ á meðan lögreglan rann- sakaði málsatvik nánar. Veloso hélt því fram að hún hefði verið nörruð til þess að flytja fíkniefni til landsins og var hætt við aftökuna á síðustu stundu þegar kona gaf sig fram við yfirvöld á Filipps- eyjum og sagðist hafa platað Veloso til að flytja efnin óafvitandi. Franskur ríkisborgari bíður dauðadóms Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, sagði í gær að frönsk yfirvöld myndu leita allra leiða til þess að forða frönskum ríkisborgara, Serge Atlaoui, frá aftöku. Upphaflega stóð til að Atloui yrði skotinn með hinum en aftökunni var frestað þar sem máli hans var ekki að fullu lokið fyrir dómstólum. Francois Hollande Frakklands- forseti varaði hins vegar við diplómatískum afleið- ingum þess ef Atloui yrði tekinn af lífi. Aftökur í Indónesíu vekja óhug  Sendiherra Ástralíu kallaður heim  Filippseyingi þyrmt á síðustu stundu AFP Aftökur Filippseysk blöð sögðu ranglega frá því að Veloso hefði verið tekin af lífi. Shinzo Abe varð í gær fyrsti for- sætisráðherra Japans til þess að ávarpa báðar deildir banda- ríska þingsins. Í ræðu sinni, sem Abe flutti á ensku, lagði hann áherslu á hin styrku bönd sem tengdu Bandarík- in og Japan og baðst afsökunar á aðgerðum Japana í síðari heims- styrjöld. Bað hann sálir þeirra Bandaríkjamanna sem féllu eilífrar fyrirgefningar, undir dynjandi lófa- taki þingheims. Stuttu áður en hann flutti ræðu sína lagði Abe blómsveig frá japönsku þjóðinni við minnismerki um stríðið. Á meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Abes var Lee Yong-Soo, 87 ára gömul kona, sem var ein af hin- um svonefndu „þægindakonum“, sem japanski herinn neyddi í vændi á tímum stríðsins. Henni var boðið þangað af þingmanninum Mike Honda, sem sagði Japani ekki geta forðast lengur ábyrgð á glæpum sínum. BANDARÍKIN Abe vottar samúð vegna stríðsins Shinzo Abe Jack Ely, söngv- ari hljómsveit- arinnar The Kingsmen, lést á mánudaginn, 71 árs að aldri, eftir langa baráttu við veikindi. Ely er þekkt- astur fyrir flutn- ing sinn á laginu Louie Louie, en söngur hans var svo óskýr, að bandaríska alríkis- lögreglan FBI lét kanna hvort söngtextinn innihéldi einhvern ósæmilegan boðskap. Svo reyndist þó ekki vera. Ely sinnaðist við hljómsveitar- félaga sína fljótlega eftir að lagið kom út og skildi leiðir. Ely settist síðar að í Oregon og rak þar hesta- búgarð. BANDARÍKIN Söngvari lagsins Louie Louie látinn Jack Ely Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Javad Zarif, utanríkisráðherra Ír- ans, sagði í gær að landið væri tilbúið til þess að undirgangast „hæstu stig“ eftirlits alþjóðasamfélagsins vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Sagði Zarif að Íranar vildu ljúka sam- komulagi um áætlunina sem fyrst. „Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur séð allt, og ef þið eruð að leita að reykspúandi byssu munuð þið þurfa að leita í langan, langan, lang- an tíma áður en þið finnið eina,“ sagði Zarif er hann ávarpaði sam- komu við New York-háskóla. Í máli Zarifs kom einnig fram að vinna væri þegar hafin við endanlegt samkomulag á milli Írans og P5+1- hópsins, sem skipaður er af þeim fimm þjóðum sem eru fastafulltrúar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk Þýskalands. Samkvæmt ramma- samkomulagi sem samþykkt var í síðasta mánuði á að ljúka endanlegri gerð fyrir 30. júní. Zarif sagðist von- ast til þess að viðræðunum yrði lokið löngu fyrir þann tíma, en tók jafn- framt fram að engin tímamörk væru heilög. Viðræðunum er ætlað að tryggja það að Íranar noti ekki kjarnorku- áætlun sína til þess að verða sér úti um kjarnorkuvopn, en nokkrar af nágrannaþjóðum Írans eins og Ísr- ael og Sádi-Arabía hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir áformum landsins. Á móti vonast Íranar til þess að samkomulag verði til þess að aflétta hörðum viðskiptaþvingunum alþjóðasamfélagsins, sem verið hafa í gildi frá árinu 2006. Tilbúnir í „al- gjört gegnsæi“ AFP Kjarnorkumál Javad Zarif segir Írana hafa allt uppi á borðum.  Javad Zarif segir Írana ekkert hafa að fela

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.