Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Veit á vandaða lausn Fastus ehf., - Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is SJÓÐHEITT Á SVALIRNAR Kolagrill í garðinn, á pallinn eða í ferðalagið. KOLAGRILL TILBÚIÐ Á 3 MÍNÚTUM • Tilbúið til matreiðslu eftir 3-4 mínútur • Afkastamikið og öflugt • Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni • Tvöfaldur veggur - kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni • Mjög góð hitastýring á kolum • Má fara í uppþvottavél Verð frá kr. 34.000,- Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn hentar vel til að gera ferða- áætlanir með einhverjum nánum þér. Sýndu fjölskyldu þinni hlýju og ástúð því þú vilt að hamingja ríki á heimilinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekkert verða þér hindrun í vegi. Hvort sem tilfinningin er svimandi alsæla eða eins og sólarhringsflensa er hún að reyna að segja þér eitthvað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er úthlutað verkefni sem allir hafa gefist upp á. Hvort sem þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur ertu aldrei leiðinlegur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það skiptir þig miklu máli að sann- færa einhvern um eitthvað í dag. Sýndu því skoðunum annarra þá virðingu sem þú vilt að menn sýni þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hafðu augun hjá þér þegar þú kynnir samstarfsmönnum þínum verk þitt því svip- brigði segja oft meira en mörg orð. Tillögur þínar eru hagnýtar og metnaðarfullar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn í dag er upplagður fyrir al- varlegar samræður innan fjölskyldunnar. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. En þetta ert bara þú sjálfur svo þú skalt hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og hefjast handa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þið eigið mjög auðvelt með að leysa af hendi þau verkefni sem ykkur eru falin. Gjafmildi þín fer fram úr því sem þú hefur efni á, en þú færð þetta allt til baka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Strengdu þess heit með sjálfum þér að spara meira og hugsa um framtíðina. Góður vinur er gulli betri. Láttu það eftir þér að gera það sem þér hentar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er alltaf gott að gleðjast við töðugjöldin en mundu að árangur verður ekki metinn í krónum og aurum. Að eltast við hjörtu getur þreytt hörðustu rokk- stjörnur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Venjulega ertu ekki sérlega gefin fyrir að spara peninga. Hamingjusamt fólk veit að lykillinn að hamingjunni er aldrei „meira“ og alltaf „frábrugðinn“. 19. feb. - 20. mars Fiskar Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Umskiptin byrja ekki fyrr en búið er að skrifa undir. Á þriðjudaginn birtist hér gátasem Örnólfur Thorlacius lærði af föður sínum. Þar kemur fyrir orð, með og án lengingar, sem að þessu sinni bætist framan við upp- haflega orðið og kollvarpar merk- ingu þess (og raunar málfræðilegu kyni í leiðinni): Dragðu B frá byrjun minni, þá bý ég tíðum húsum inni. Fótum troðin einatt er, öldungum þó nokkuð þver. Ella skjól ég ekkert þekki, enga læt mig fjötra hlekki, með vá og dauða víða fer. Lausnin er [B]rim. Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar kerlingin á Skólavörðuholt- inu lætur í sér heyra eins og á Boðnarmiði fyrir nokkru: Oft fer ég illa að slaga, öl þegar kneyfa til baga. Vottast það hér að víst hefur hver sinn eigin djöful að draga. Karlinn á Laugaveginum lét sér fátt um finnast, hallaði höfðinu ei- lítið aftur til vinstri og sagði: Á kvöldin mín kerling fer á krárnar og staup fær sér – þó að stundum hún slagi er í stakasta lagi – edrú kjagar hún hvort sem er! Kerlingin á Skólavörðuholtinu skellti í góm og sagðist geta um- orðað þetta: Ein er ég úti á sprangi, með ilmandi rós í fangi og dúandi lokka svo dillandi af þokka á eggjandi gæsagangi. Nú var karlinn á Laugaveginum kominn í rómantíska þanka og hugsaði til gamalla daga: Hún var gáskafull, glöð okkar kæti er gengum við Austurstræti. Við ung vorum þá. og hvergi nein krá og mín kerling var létt á fæti. Kristján Karlsson orti: Dimmt er vestur hjá Djúpi og draugar á hvítum hjúpi fara leið sína um allt. Það er andskoti kalt. Og ekkert gaman á Núpi. Kristján lét þess um leið getið að þarna væri Vestfjörðum rétt lýst – „þó að ég hafi ekki hugmynd um það!“ Og Jóhann Hannesson orti: Ég er hreinlega farinn að hata það hvernig hver einasta gata er á sínum stað. Því mér ofbýður það ef alþýðan lærir að rata. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af karli og kerlingu og veðrið fyrir vestan Í klípu ÞAÐ ER SÉRSTAKUR STAÐUR Í HELVÍTI FYRIR FÓLK SEM SKILUR EFTIR BÖRN EÐA GÆLUDÝR LÆST Í BÍLNUM MEÐ RÚÐURNAR RÚLLAÐAR UPP. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ SJÓNVARPSVIÐGERÐAMAÐURINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem er ávallt skemmtilegt að umgangast. ROTTAN Í KJALLARANUM ER AÐ FLYTJA JÁ! ÉG VISSI AÐ ÉG GÆTI LOSNAÐ VIÐ HANN! ÞÚ VINNUR MEÐ ÞAÐ SEM ÞÚ HEFUR HÚN SEGIR AÐ HÚN ÞOLI EKKI NÖLDRANDI KETTI EF FRIÐUR OG NÆÐI SKIPTIR YKKUR MÁLI, ÞÁ GÆTI ÞETTA VERIÐ HÚSIÐ FYRIR YKKUR! Víkverji hugsar stundum með sérað nú hljóti röðin bráðum að fara að koma að honum að vinna í lottóinu. Tölfræðilega eru svipaðar líkur á því að fá fimm rétta í lottóinu og því að eldingu slái í höfuðið á manni en engu að síður halda vinn- ingarnir alltaf áfram að ganga út. Víkverji horfir á allt þetta heppna fólk og hugsar með sér „Hví ekki ég?“ Um leið hugsar hann til allra hinna sem fá eldinguna í hausinn og hugsar „Sem betur fer ekki ég!“ x x x Fyrir það fyrsta gæti óheppni Vík-verja í lottóspilun stafað af því að hann hefur ekki verið mjög dug- legur að kaupa lottómiða, þó hann kannski freistist til þess endrum og sinnum þegar potturinn er orðinn sex- eða sjöfaldur. Raunar grunar Víkverja að þá hljóti líkurnar á vinn- ingi að vera orðnar enn minni, þegar fleiri eru um hituna, auk þess sem hann fyllist alltaf smá þórðargleði þegar hann sér stóran vinning skiptast meðal margra einstaklinga. Um leið vonar Víkverji að komi röð- in einhvern tímann að honum að þá verði hann einn um hituna. x x x Að sama skapi veltir Víkverji fyrirsér uppruna orðanna um heppni í spilum og óheppni í ástum. Sjálfur tekur Víkverji eftir því að hann er farinn að vinna mun sjaldnar í bingói eftir að hann kvæntist. Væntanlega er einhverja staðfestingu á hinum fleygu orðum að finna þar. Hann veit þó ekki hvaða merkingu hann á að lesa í það, að á sama tíma hefur Frú Víkverji „rakað inn“ bingóvinning- um hér og þar. x x x Spilaheppni spúsunnar hefur þóenn ekki náð til lottósins. Er Víkverji farinn að velta fyrir sér, hvort hann eigi að hætta að sinna hinum ýmsu hússtörfum, svona til þess að auka sigurlíkur heimilisins. Hann gæti líka byrjað að reykja inn- andyra og gerst dagdrykkjumaður, svona til að gulltryggja óheppnina/ heppnina. Bara að eldingunni slái ekki niður í staðinn. víkverji@mbl.is Víkverji Ég komst að raun um að allt sem Guð gerir stendur að eilífu, við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Guð hefur hagað því svo til þess að menn virtu hann. (Prédikarinn 3:14)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.