Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Karl Blöndal kbl@mbl.is Örvænting og reiði er farin að grípa um sig í Nepal eftir jarðskjálftann á laugardag og kom til ryskinga milli al- mennings og óeirðalögreglu í gær. Farið er að ganga á matar- og vatns- birgðir í Katmandú, höfuðborg lands- ins, þar sem búa 2,5 milljónir manna. Mikil eyðilegging varð í borginni í skjálftanum, sem mældisdt 7,8 stig á Richter-kvarða. Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir dögun í gær fyrir utan helstu um- ferðarmiðstöð Katmandú og hugðust taka rútur út úr borginni. Stjórnvöld höfðu heitið því að útvega langferða- bíla, en þegar ekkert bólaði á þeim kom til átaka milli fólksins og óeirðalög- reglu sem send hafði verið á staðinn. Öngþveiti er á götum í borginni og út úr henni vegna þess að fólk reynir að komast til þorpanna, sem það kemur frá, eða til Indlands. Stjórnvöld hafa viðurkennt að það hafi verið þeim ofviða að bregðast við neyðinni eftir skjálftann, sem forsætis- ráðherra landsins, Sushil Koirala, sagði í fyrradag að kostað hefði allt að 10 þúsund Nepala lífið. „Það hafa verið veikleikar í stjórn björgunaraðgerða,“ sagði Minendra Rijal, samgönguráðherra Nepals, í sjónvarpsviðtali. „Neyðin hefur verið svo mikil og er án hliðstæðu þannig að við höfum ekki getað staðið undir væntingum þeirra sem eru hjálpar þurfi.“ Drakk eigið þvag Enn er leitað að fólki í rústum eftir skjálftann. Seint á þriðjudag bjargað- ist 28 ára gamall maður, Rishi Khanal, undan rústum hótels í Katmandú eftir að hafa verið fastur í 82 klukkustundir. Björgunarmenn sögðu að Khanal hefði sagt að hann hefði verið svo þyrstur að hann hefði drukkið eigið þvag. Skortur á vatni gæti valdið vanda- málum í Katmandú. Þar er grunn- vatni dælt upp úr jörðinni með raf- magnsdælum. Í rafmagnsleysinu eftir skjálftann eru dælurnar gagnslausar. Mörg hundruð þúsund manns hafa nú sofið undir berum himni í fimm nætur. Margir hafa misst heimili sín og aðrir óttast að hús sín hrynji í eftirskjálft- um. „Hér er ekkert eftir“ Mikið af hjálpargögnum berst nú til Nepals og víða eru gögn til reiðu, en flugvöllurinn í Katmandú er lítill og hætt við að þar hlaðist upp birgðir vegna samgönguerfiðleika. Aðstoð er byrjuð að berast til afskekktra svæða, sem urðu verst úti í skjálftanum. Sums staðar hafa vegir farið í sundur svo fljúga verður með gögn. „Við höf- um engan mat fengið síðan í jarð- skjálftanum,“ sagði Sita Gurung, sem missti heimili sitt í héraðinu Gorka í skjálftanum, við AFP. „Hér er ekkert eftir.“ Hjálparstarf gengur hægt  Örvænting og reiði brýst út  Manni bjargað eftir 82 klukkustundir undir rústum  Óttast skort á vatni og mat í höfuðborginni  Viðurkenna vanmátt  Erfitt að koma hjálp til afskekktra byggða AFP Eyðilegging Móðir með barn hjá rústum húss í þorpinu Uiya í Gorka-héraði. Íbúar þar hafa þyrpst að þyrlum með hjálpargögn og grátbeðið um flutning. Óeirðalögreglu í Baltimore tókst að koma á ró í gærmorgun þegar hún framfylgdi útgöngubanni sem sett var á í borginni í kjölfar óeirða síðustu daga. Beitti lögreglan reyksprengjum og piparúða til þess að tæma götur borgarinnar, þegar bannið tók gildi klukkan 22 að staðartíma, eða klukkan tvö um nótt að íslenskum tíma, en nóttin var að mestu róleg eftir það. Út- göngubanninu lauk síðan klukkan fimm um morguninn, klukkan níu að íslenskum tíma, en því verður framfylgt áfram á kvöldin í heila viku. Þjóðvarðlið Marylandríkis að- stoðaði lögregluna og myndaði til að mynda varnarlínur með aðstoð brynvæddra farartækja. Óeirðirnar hófust í kjölfar jarð- arfarar Freddies Grays á mánu- daginn var. Hann dó í haldi lög- reglunnar í Baltimore fyrr í mán- uðinum, en samskipti blökkumanna og bandarískra lögreglumanna hafa verið hitamál að undanförnu. Spenna ríkti áfram í borginni á miðvikudagskvöld. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fordæmt óeirðirnar, en hefur jafnframt sagt þær vekja alvarlegar spurningar um það hvernig löggæslu sé háttað í Bandaríkjunum. sgs@mbl.is AFP Spenna Þjóðvarðlið gengur um götur Baltimore í gær. Útgöngubanni fram- fylgt í Baltimore Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Vesti verð 10.900,- — Pólóbolir verð 8.900,- stk. — Bolir hnepptir í hálsinn verð 3.900,- Úrval af bolum og vestum Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is HONDA CR-V LIFESTYLE 12/2011, ekinn 49 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. TILBOÐSverð 3.890.000 stgr. Raðnr.282860 MAZDA 5 01/2008, ekinn 105 Þ.km, bensín, 5 gíra, 7 manna Verð 1.990.000. Raðnr.253433 FORD EXPEDITION EDDIE BAUER 4X4 Árgerð 2007, ekinn 89 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 3.980.000. Raðnr.200508 NISSAN PATROL GR 37” 03/2005, ekinn 149 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 3.490.000. Raðnr.253426 DODGE RAM 2500 QUAD 4X4ST Árgerð 2004, ekinn 193 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.980.000. Raðnr.311225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.