Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Víða úr ver-öldinni ber-ast fréttir um að fólk sé myrt í þúsundatali á hverjum einasta degi. Morðin hafa fylgt manninum lengi. Sum þeirra mætti flokka sem hluta af venjulegri tilveru, svo óvenju- lega sem slík flokkun hljómar. Engin þjóð sleppur alveg við þess háttar atvik. Ekki einu sinni þær, sem siðvæddastar þykja og með fágaðastan þroska, sleppa. Tilvikin eru að vísu hlut- fallslega fæst þar. Persónu- legur harmleikur í fjölskyld- um er drýgstur hluti tilvik- anna. Annars staðar eru menn mun stórtækari. Hryðjuverkamenn eru fyrirferðarmestir um þessar mundir. Þeir áskilja sér rétt til þess að myrða saklausa borgara í þágu málstaðar síns. Málstaðinn segja þeir heilag- an og ódæðisverkin hetjudáð sem hefji ódæðismanninn í hæstu hæðir um eilífð. Boko Haram í Afríku, liðs- menn Ríkis íslams og samtök fast- eða laustengd þeim, eru dæmi um þetta. Vestræn ríki skilgreina slíka aðila sem óvinveitta her- menn og stríðsaðgerðir gagn- vart þeim eigi því við, þótt stríðsyfirlýsing að alþjóða- lögum sé ekki gefin út. Mannaðar og mannlausar flugvélar og fjarstýrð flug- skeyti eru því notuð til að fást við þessa tegund morðingja og fljóta sakleysingjar óhjá- kvæmilega með í aðgerðunum. Annars staðar, meðal ann- ars víða í Suður-Ameríku, eru skipulögð glæpagengi undir vopnum. Þau takast á um áhrif og því fækkar liðsmönnum þeirra einatt í uppgjöri þeirra á milli. En þegar hið opinbera vald nær árangri og hand- samar klíkumenn eru þeir færðir fyrir dómstóla. Fer þá nokkuð eftir þroskastigi við- komandi ríkja hversu traust gyðja réttlætisins reynist. Þeim ríkjum fækkar, sem hafa dauðadóma sem enda- punkt refsirammans. Í gær bárust fréttir frá Indónesíu um að 8 eiturlyfja- smyglarar hefðu verið skotnir þar í morgunsárið. Fréttir af því voru meiri en ella þar sem tveir Ástralar og einn Brasilíumaður voru í hópi dauðadæmdra. Sama dag bár- ust fréttir um að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefði látið taka 15 meðlimi hersins af lífi, þar sem efast var um hollustu þeirra við leiðtogann. Kínversk yfirvöld dæma menn til dauða fyrir margvíslega glæpi og eftir rétt- arhöld eru hinir dæmdu teknir af lífi strax eftir að dómur er upp kveðinn. Liðsmenn Ríkis íslams láta sér ekki hryðju- verkin ein duga. Þeir dæma fólk umsvifalítið til dauða á sínum yfirráðasvæðum, sem eru nú stærri en mörg ríki heims ráða. Fullnusta „dóm- anna“ fer fram fyrir augum lýðsins. Menn eru háls- höggnir, brenndir í búrum, skotnir í hnakkann af börnum og unglingum, aflimaðir, grýttir og barðir. Þeir, sem taldir eru sekir um glæpinn samkynhneigð eru leiddir upp á þak hárra bygginga og varp- að fram af. Lifi þeir fallið af, bíður „almenningur“ með grjót í hendi og murkar með grjótkasti úr þeim þá líftóru sem enn kann að leynast. Það lýðræðisríki, sem enn er hvað drýgst í fullnustu dauða- refsinga, Bandaríkin, hefur annan hátt á. Þar fara fram opin réttar- höld þar sem lærðir menn úr mörgum fræðigreinum færa fram efnisatriði málsins. undir umsjón dómara og kviðdómur dæmir loks um sekt. Ef refsimál endar með dauðadómi, eru menn í mörg ár eftir dóminn á svo kölluðum dauðadeildum, til að tryggja að hinn dæmdi megi tæma alla hugsanlega áfrýjunarkosti. Eru menn iðulega mun lengur á slíkum dauðadeildum en tíðkast að hafa menn, dæmda fyrir sambærilegar gjörðir á Íslandi, í fangelsi fyrir þann glæp. Föngum er þá jafnvel haldið í klefum sínum í 23 tíma á sólarhring allan þann langa tíma. Ekki verður séð að hin mikla harðneskja og refsigleði hafi haft þau varnaðaráhrif þar vestra sem hlýtur þó að vera eitt aðalmarkmiðið. Stuðningur við dauðarefs- ingu í Bandaríkjum virðist minnka örlítið með hverju ári sem líður. Þegar DNA-tæknin þróaðist kom í ljós að fjöl- margir dæmdir menn, jafnvel dauðadæmdir, gátu ekki hafa framið glæpinn. Nú nýverið var upplýst að sérfræðingar hinnar virtu alríkislögreglu FBI höfðu of- túlkað vísindalegar rannsóknir á hársýnum ákæruvaldinu í hag, í allt að 95% tilvika með alvarlegum afleiðingum. Mistök eða misnotkun af því tagi getur komið fyrir alls staðar, en það er örðugra úr að bæta sé dauðarefsing heim- iluð. Í þúsundir ára hefur maðurinn talið dauðarefsingu sjálfsagðan hluta refsirammans, allt þar til nú} Dauðarefsing á flótta É g á mér nokkra áningarstaði í Lundúnum sem eru í sérstöku uppáhaldi. Ég nýt þess að standa við suðurbakka Thames, ekki síst í kvöldljósi, svolgra í mig lífs- stílskaffi í ferðamáli og horfa á báta líða upp og niður ána sem leiftrar fyrir augum mér meðan ég hugsa um ekkert sérstakt, jafnvel ekki neitt – kannski vegna þess að maður kemst ekki hjá því að sakna hafsins ef maður ólst upp í nálægð við það og tengir hreyfingar þess og ólgu ómeð- vitað við sinn eigin lífskraft. Áin er áminning um heiminn og náttúruna utan steypunnar, glersins og malbiksins – þau lögmál upphafs og endaloka sem borgin hylur. Að ráfa um götur Lundúna kallar oftar en ekki fram þau hughrif að maður sé í raun staddur inni í verslun sem er hönnuð til að minna á borg. Myndavélar skima látlaust yfir hreinlegt og gerilsneytt götulífið á hverju horni, fram og til baka, soga það í sig, og óteljandi fulltrúar valdstjórnarinnar kjaga um strætin með svört egg á höfði og skilyrt valdabros á vör. Ábúðarfull svipbrigði þeirra minna mig alltaf á sólbrúna manninn sem rak sjoppuna í Lönguhlíð í barnæsku minni. Ég sé hann fyrir mér, halla sér fram á afgreiðsluborðið með gullkeðjuna sína skínandi á múrsteinsrauðri bringunni sem blasti við undir frá- hnepptum Havaískyrtukraga. „Krakkar, verið úti ef þið ætlið ekki að kaupa neitt.“ Þá er hver einasti strætó búinn níu öryggismyndavélum, líklega vegna þess að átta nægja ekki. Enginn er í hættu þar sem allir eru sekir. Að sitja einhvers staðar internetlaus stað- festir óneitanlega þá kenningu að frelsið sem við þráum öll innst inni felist í raun ekki í fleiri valkostum, eins og við hneigjumst til að álykta, heldur þvert á móti í lausn undan áþján þeirra. Annar staður sem ég gæti ekki komist af án er London Review Bookshop, skammt frá British Museum. Hér á netlausu kaffihúsi búðarinnar – þar sem ég sit og skrifa þessi orð – er stemn- ingin töfrandi, ómótstæðileg jafnvel. Plássið er ekki mikið – þröngt mega sáttir sitja – og flest- ir eru djúpt sokknir í lestur, sötra úr bollum án þess að hafa augun af síðunni. Fólk á öllum aldri streymir hingað inn og stundum grunar mig að ástæða þess að ég er ítrekað tilbúinn að leggja á mig klukkutímalangt og óþægilegt ferðalag í búðina til þess eins að lesa bók sé sú að veran hér uppfylli djúplæga og nafnlausa þörf í brjósti mínu til þess að tilheyra sýnilegu samfélagi lesenda. Lest- ur er einstaklingsbundin ástríða í orðsins fyllstu merk- ingu, en það er kröftug og falleg upplifun að lesa og þegja í samneyti við aðra. Bækurnar sameina hina þöglu en opin- bera um leið einhvern sannleika um hvern og einn lesanda. Sömuleiðis felst annarleg og næstum pervertísk nautn í því að fylgjast með svipbrigðum fólks meðan það les, ímynda sér hvernig sé umhorfs í höfði þess einmitt á því augnabliki þar sem texti á blaði umbreytist í sífellu í ólíkar myndir, hugmyndir og tilfinningar sem seytla út í líkam- ann. Er eitthvað meira sexí en lesandi í eigin heimi? Halldór Armand Pistill Paradís í glerborginni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRIMG Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson, forsetiAlþýðusambands Íslands,segir að einu aldurs-mörkin sem séu á al- menna vinnumarkaðnum séu greiðsluskyldan í lífeyrissjóð, þ.e. frá 16 ára aldri til sjötugs. „Við erum okkur meðvituð um það, heildarsamtökin, í þeirri um- ræðu sem er varðandi sveigjanleg starfslok og hækkun á lífeyrisaldri, að því fylgir þá að framlengja þarf ákvæði eins og varðandi greiðslur í lifeyrissjóði og menn njóti þá sömu réttinda áfram,“ segir Gylfi. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að það sé ljóst, að samhliða hækkandi lífslíkum Íslendinga munu landsmenn þurfa að vinna lengur. „Það er æskilegt og raunar nauðsyn- legt, að það sé horft til aukins sveigj- anleika við starfslok. Fólki sem hafi heilsu til og starfsgetu sé gert kleift að vinna lengur. Það er engin ástæða til þess að setja einhver takmörk við því hvenær fólki beri að hætta störf- um. Það á bara að vera mat viðkom- andi einstaklings og atvinnurekanda á hverjum tíma. Á meðan menn geta og vilja sinna starfi sínu eiga þeir að vera sjálfsagður starfskraftur í sínu fyrirtæki,“ sagði Þorsteinn. Gylfi bendir á að í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna sé sjötíu ára reglan í gildi. „Í nefnd sem er að endurskoða lög um almannatryggingar er sérstakur undirhópur sem fjallar um sveigj- anleg starfslok. Ég held það sé sam- dóma álit okkar í nefndinni að það beri að breyta þeim mörkum og heimila meiri sveigjanleika, sem gefi kost á því að menn vinni lengur en til sjötugs,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að atvinnuþátt- taka eldra fóks á almenna mark- aðnum hafi verið meiri á aldurs- bilinu 67 ára til sjötugs en þeirra sem eldri eru en sjötugir. „Þetta tengist að sjálfsögðu heimildinni á frestun til töku lífeyris. Við sjáum það í gögnum Tryggingastofnunar að atvinnutekjur þeirra sem eldri eru en sjötugir eru ekki miklar.“ Þorsteinn Víglundsson bendir á að hvatinn í lífeyriskerfinu á hinum almenna markaði sé sá að hætta ekki vinnu 67 ára heldur vinna áfram til sjötugs, því þannig bæti almennir launþegar lífeyrisréttindi sín, með hverju ári sem þeir dragi starfslok frá 67 ára aldri til sjötugs, en þá hafi þeir náð hámarkslífeyrisréttindum. „Fjárhagslegur hvati að því að fresta lífeyristöku enn frekar eftir sjötugt er takmarkaður hvað varðar lífeyrisréttindi, en sjálfsagt að skoða hvort því ber að breyta,“ sagði Þor- steinn. Hann segir tillögur hafa bor- ist frá aðilum vinnumarkaðarins í þá veru að hækka beri lífeyrisaldur all- nokkuð á komandi árum, upp í sjö- tugt, og því eðlilegt að reglurnar um hvenær hámarki er náð væru endur- skoðaðar samhliða því. „Það sem við eigum að vera að horfa til í auknum mæli er að við er- um að lofa lífeyrisþegum tilteknum árafjölda á lífeyri, út frá lífslíkum hverrar kynslóðar. Þar af leiðandi verða starfslokin að vera sveigj- anleg, með hliðsjón af þeim lífs- líkum,“ sagði Þorsteinn. Vilja aukinn sveigj- anleika starfsloka Morgunblaðið/RAX Sveigjanleiki Með batnandi lífslíkum er skiljanlegt að þeir sem eldri eru, og hafa starfsgetu og góða heilsu, vilji vinna lengur en til sjötugs. Gylfi Arnbjörnsson Þorsteinn Víglundsson Annars staðar á Norðurlönd- unum hefur talsverð umræða farið fram og lagabreytingar verið gerðar í þá veru að aldurs- mörk í atvinnulífinu verði hækk- uð. M.a. voru nú í apríl sam- þykkt ný lög í norska Stór- þinginu. Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, birti eftirfarandi færslu á heimasíðu sinni síðastliðinn sunnudag: „Noregur: Aldurs- mörk í atvinnulífi hækkuð – verða þau afnumin? Fyrr í þessum mánuði sam- þykkti norska Stórþingið laga- breytingar sem hækka aldurs- takmörk í atvinnulífinu úr 70 árum í 72 ár. Sú lagabreyting gengur í gildi hinn 1. júlí nk. Jafnframt hefur landsfundur Hægri flokksins í Noregi sam- þykkt að meta hvort þurrka eigi slík aldursmörk alveg út. Frá þessu segir í Aftenpost- en. Er ekki orðið tímabært að ræða slíkar breytingar hér?“ Tímabær umræða? HÆRRI ALDURSMÖRK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.