Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Heimilisbrauð tröllríður netinu 2. Hviða feykti uppblásnu íþróttahúsi 3. Á stærð við hálfa Smáralind 4. Var ekki í búðunum og lifði því af »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Orð og tónlist verða í fyrirrúmi á Loft hosteli við Bankastræti í kvöld kl. 20 því þá munu þýski rithöfund- urinn, myndskreytirinn og leikkonan Karen Köhler og dj. flugvél og geim- skip leiða saman tónlist og orðlist á ævintýralegan hátt. Þær munu rann- saka list hvor annarrar með upp- lestri, tónlist og spjalli. Köhler dvelur um þessar mundir í Reykjavík sem gestarithöfundur á vegum Goethe- stofnunar í Kaupmannahöfn og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Köhler er frá Hamborg og átti sér þann draum að verða geim- fari og hefur lært fallhlífarstökk en menntaði sig í leiklist, eins og segir í tilkynningu. Hún starfaði í ýmsum leikhúsum í hinum þýskumælandi heimi áður en hún sneri aftur til Hamborgar og fæst við leikrita- og prósaskrif. Steinunn Eldflaug Harð- ardóttir er einnar konu hljómsveitin dj. flugvél og geimskip og segir tón- list sína vera með geimívafi. Stein- unn býður upp á „hressa takta, sval- an bassa og alls kyns söng“, eins og því er lýst og er framkoma hennar leikræn og litrík. Tónlist og orðlist mætast á Loft hosteli  Arnaldur Indriðason rithöfundur var sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bókmenntir, Chevalier des Arts et des Lettres, á sumardaginn fyrsta. Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum og afhenti sendiherra Frakka á Íslandi, Philippe O‘Quin, Arnaldi orðuna fyrir hönd franska ríkisins. Í ræðu sinni nefndi O‘Quin m.a. að Arn- aldur væri hátt skrifaður í Frakklandi en þar hafa bækur hans, í þýðingu Erics Boury, selst í milljónavís. Sæmdur frönsku riddaraorðunni Á föstudag Austan og norðaustan 5-13 við norður- og austur- ströndina, annars hægari vindur. Víða dálítil él, en yfirleitt þurrt vestantil. Hiti 1-6 stig syðra og vestra, en kaldara nyrðra og eystra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-10 m/s, norðlægari vestantil. Slydda eða rigning með köflum suðaustantil, annars stöku él en snjókoma eystra í kvöld. Hiti víða 0-7 stig. VEÐUR Lyfjaprófum í íslensku íþróttalífi hefur fækkað frá árinu 2008, aðallega vegna aukins kostnaðar. Sýnin eru send til útlanda, á rann- sóknarstofu viðurkennda af Alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og gengislækkun eykur því kostnaðinn við lyfjaprófun. Framlögin til málaflokksins hafa minnk- að undanfarin ár og starf- semin þar af leiðandi orðið umfangsminni. »4 Færri lyfjapróf vegna kostnaðar Karen Espelund, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Evrópu, segir að góð reynsla af mótahaldi Íslend- inga hafi verið ein af ástæðum þess að Ísland var valið sem keppn- isstaður fyrir úrslitakeppnina á Evr- ópumóti stúlknalandsliða í knatt- spyrnu í sumar. Auk þess sem Íslendingar séu svo afslappaðir í skipulagningu. » 2 Íslendingar afslappaðir í skipulagningu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, elsti starfandi barnakór landsins, verður 50 ára í ár og af því tilefni verða sérstakir tónleikar í Víðistaða- kirkju á morgun, 1. maí, og hefjast þeir klukkan 17. Brynhildur Auðbjargardóttir hef- ur verið stjórnandi kórsins frá því haustið 2005, en Egill Friðleifsson, stofnandi kórsins, stjórnaði honum fyrstu 40 árin. Þau koma bæði til með að stjórna kórnum á tónleik- unum. Kórinn er tvískiptur, litli kór fyrir nemendur í 3. og 4. bekk, og stóri kór fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Brynhildur segir að um 30 til 50 börn hafi verið í kórunum á ári og undanfarin þrjú ár hafi 90 krakkar tekið þátt í verkefninu. „Fyrstu árin var ekkert annað í boði og þá vildu allir komast í kór- inn,“ rifjar Brynhildur upp. Hún segir að þá hafi verið valið í kórinn eftir raddprófum, en nú stangist kórstarfið á við svo margt annað. „Það þarf talsvert að hafa fyrir því að halda börnum í kór,“ segir hún, en leggur áherslu á að krakkarnir séu engu að síður mjög áhugasamir og framundan sé barnakóramót Norðurlanda í Finnlandi 13.-19. maí. Brynhildur segir að tilviljun hafi ráðið því að kórinn hafi verið stofn- aður á degi heilagrar Sesselju, verndardýrlings tónlistarinnar, 22. nóvember 1965. „Hún hefur vakað yfir kórnum í 50 ár,“ áréttar Bryn- hildur. Frumflutningur Á efnisskrá tónleikanna eru lög úr ýmsum áttum, sem eiga það flest sameiginlegt að hafa verið á efnis- skrá kórsins í áranna rás, en auk þess verður frumflutt verkið Sancta Caecilia sem er óður til heilagrar Sesselju. Höfundur verksins er Bára Gísladóttir, dóttir Brynhildar. „Börnin okkar, sem vorum í kórn- um, verða líka tónlistarmenn,“ bend- ir Brynhildur á. Hún nefnir að Mar- grét Pálmadóttir söngkona hafi sungið í kórnum þegar hún var í Öldutúnsskóla, og hún og konurnar sem voru í fyrsta kórnum, 1965, verði heiðraðar á tónleikunum. „Hún er mjög öflug og þrjú af fimm börn- um hennar eru í tónlist,“ segir Bryn- hildur. „Kórinn varð mjög frægur undir stjórn Egils, sem fór með hann út um allan heim,“ segir Brynhildur og bætir við að kórinn hafi sungið í öll- um heimsálfum nema einni, Suð- urskautslandinu. „Hann gerði okkur að heimsborgurum,“ bætir hún við, en kórinn hefur komið fram á tón- leikum og tekið þátt í fjölda kóra- móta heima og erlendis og sungið í útvarpi og sjónvarpi. Kórinn hefur gefið út einn geisladisk og eina plötu og auk þess sungið inn á marga diska með öðrum tónlistarmönnum, m.a. Sinfóníuhljómsveitinni. Ungir syngjandi heimsborgarar  Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði með tónleika í tilefni 50 ára afmælis kórsins Ljósmynd/Halla Eyberg Þorgeirsdóttir Söngvarar Kór Öldutúnsskóla Í Hafnarfirði á æfingu í Víðistaðakirkju fyrir tónleikana á morgun og fyrir ferð til Finnlands um miðjan maí. Kór Öldutúnsskóla hefur lagt metnað í að flytja íslenska tón- list og mörg íslensk tónskáld hafa samið og útsett fyrir kór- inn. Auk hans koma hópar með fyrrverandi kórnemendum fram á tónleikunum á morgun undir stjórn Guðrúnar Árnýjar Karls- dóttur. Ennfremur söngvarar og fyrrverandi kórbörn, Margrét Eir, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Örn Arnarson. Fjóla K. Niku- lásdóttir syngur einsöng í nýja verkinu en hún er fyrrverandi Kársnesskórsbarn. Agnar Már Magnússon leikur á píanó. Að- gangur er ókeypis en kórinn tekur á móti frjálsum fram- lögum eftir tónleikana. Kórfélagar á öllum aldri ELSTI BARNAKÓRINN Ísland gjörsigraði Serbíu, 38:22, í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Laugardalshöll í gær- kvöld og styrkti þar með verulega stöðu sína í baráttunni um sæti í lokakeppninni í Póllandi á næsta ári. Ísland er í efsta sæti rið- ilsins eftir þennan stóra sigur. Leik- gleðin skein úr hverju andliti og má segja að það hafi glitt í gamalkunnugt íslenskt landslið að þessu sinni. »1,3 Stórsigur og glitti í gamalkunnugt lið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.