Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Loksins glaðasól Langþráð sólin skein loks á himni yfir Reykjavík í gær og það var eins og við manninn mælt, götur miðborgarinnar fylltust af glöðu fólki og margir nýttu sér útisæti kaffihúsa. Golli Flugmessan í Graf- arvogskirkju á sunnu- daginn var, haldin flug- inu og „bestu flugmönnum heimsins til heiðurs,“ eins og séra Vigfús Þór Árnason orðaði það, var frábær. Hér áður fyrr komu prestarnir ríðandi á gæðingum sínum til kirkjunnar, nú komu þeir í þyrlu af himnum ofan. Athöfn- in var stórkostleg, Flugfreyjukórinn söng undir stjórn Magnúsar Kjart- anssonar og Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri, flutti hugvekju sem var tilfinningarík um afrek flugsins og flugmanna. Ræða Arngríms var mögnuð, hún fjallaði um þakklætið, hann sagði frá því þegar hann og ís- lenskir flugmenn færðu hungruðu börnunum í Bíafra mat og vistir fyrir ára- tugum síðan. Saklaus börn urðu þar fórn- arlömb heimsku mannanna eins og oft gerist í stríði. Börnin snertu flugmennina eins og þeir væru heil- agir menn og tárin streymdu niður kinn- arnar, lífið fékk nýja von. Jafnframt sagði hann frá sjúkraflugi sem hann var sendur í til Stykkishólms, í snarvitlausu veðri, til að bjarga konu í barnsnauð og flytja hana suður á Landspít- alann. Undir hugleiðingu Arngríms hugsaði ég, og fleiri, í kirkjunni til Reykjavíkurflugvallar, hlutverks flugvallarins í samfélagi okkar og hversu margur maðurinn á flugvell- inum og flugmönnum líf sitt að launa. Og hversu mikilvægur flug- völlurinn er þjóðinni þegar slys og veikindi ber að, eða sem öryggis- flugvöllur. Flugvöllurinn í Vatns- mýrinni er í raun móðir og faðir flugsins á Íslandi. Og fari hann verð- ur flugið aldrei jafn öruggt og það er í dag, og spurning hvort innanlands- flugið lifi það af? Og til hvaða mót- vægisaðgerða verður að grípa á landsbyggðinni slösuðum og sjúkum til bjargar? Þar á ekki síður hlut að máli fólk búsett á höfuðborgarsvæð- inu. Gefum skemmdarverka- mönnum engin grið Það sem er undarlegast í mál- efnum Reykjavíkurflugvallar er að þeir sem eru á góðri leið með að hrekja flugvöllinn burtu stjórna borginni í dag. Foringi þess liðs er prúður borgarstjóri, Dagur B. Egg- ertsson, sem beitir þrælum sínum í verkið eins og snjallir herforingjar gera jafnan í skítverkum. Svari Dagur einhverju um flugvöllinn og svikin á ákveðinni sáttagjörð um að fresta öllum framkvæmdum þar til Rögnunefnd hefur lokið störfum er hann bara dularfullur eins og andatrúin og kemst upp með að beita fallegri rödd sinni og leiða blaðamenn út í mýri. Þetta kemst hann upp með þótt 70 til 80% lands- manna og þar með stór hluti borg- arbúa vilji að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Hann beitir sínu liði úr öllum áttum til að eyði- leggja flugvöllinn, hann fækkar flugbrautum, hann hrekur mest af flugtengdri starfsemi frá vellinum, hann þéttir byggðina við flugvöllinn til að menn gefist upp í baráttunni. Hann hundsar bréf samgöngu- ráðherra, hann heyrir ekki orð for- sætisráðherra og lætur orð flokks- félaga síns, fyrrverandi samgönguráðherra, Kristjáns L. Möller, sem vind um eyrun þjóta að grípa eigi til lögbanns á fram- kvæmdir Valsmanna. Hann hafnar því að allir landsmenn eigi flugvöll- inn og að hann skipti miklu máli sem flugvöllur lífs og öryggis, sé sú þjóð- arbrú sem verði að vera til staðar. Vinir Reykjavíkurflugvallar verða að herða róðurinn og koma í veg fyr- ir að Degi B. Eggertssyni og hans mönnum takist að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni með vondum af- leiðingum fyrir alla landsmenn. Það er nóg til af byggingarlandi í Reykjavík, en ekkert flugvall- arstæði sem kemur í stað Reykja- víkurflugvallar. Eftir Guðna Ágústsson » Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er í raun móðir og faðir flugsins á Íslandi. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Prestarnir komu af himnum ofan Velferðarþjónusta getur verið mjög sér- tæk, til dæmis ráðgjöf sérfræðinga eða sér- tæk meðferð, en einnig almenn s.s. námskeið og fræðsla. Til mikils er að vinna að upplýsa fólk um þá velferð- arþjónustu sem stend- ur til boða. Slíkt getur stytt verulega þann tíma sem líður frá því að tiltekið vandamál kemur upp og að fjölskyldur fái aðstoð og ráðgjöf um hvernig má bregðast við. Einnig má með þessum hætti aðstoða fólk við að ná enn frekar markmiðum um bætta líðan og hvetja það til að fjár- festa í velferð. Þrautalending á biðlistum Því miður er staðan oft sú að fólk leitar ekki aðstoðar fyrr en í öng- stræti er komið. Mjög einkennandi er ráðaleysi um hvert skuli leita og lítil þekking á því hvaða aðstoð sé í boði. Oft verður því þrautalending á biðlista hjá opinberri stofnun, sem eru í herkví langra biðraða. Þá er einnig algengt að fólk telji sig ekki í hópi þeirra sem þurfa með- ferð enda erfitt að gera sér grein fyrir því hve- nær ráð væri að leita hjálpar. Því miður hefur þró- unin verið sú að biðlist- ar myndast eftir þjón- ustu eða greiningu. Biðin getur verið löng og á meðan tapast dýr- mætur tími og að- stæður og líðan versna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að biðlistarnir myndist og koma fólki fyrr í skilning um hvenær tímabært er að leita sér aðstoðar. Til þess verður að leiðbeina fólki mun betur hvar hægt er að fá ráðgjöf. Þannig má sporna við þeirri þróun að langir biðlistar myndist hjá um- setnum opinberum stofnunum enda geta fleiri aðilar veitt nauðsynlega aðstoð. Þeir sem sinna slíkri þjón- ustu auka fjölbreytni þjónustunnar og veita notendum meira val. Því fleiri sem nálgast fyrr þá þjónustu sem hentar þeim mun betra og skil- virkara verður velferðarkerfið. Tillaga um Velferðartorg Í því skyni að bæta úr núverandi ástandi lögðum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram tillögu um að bjóða út verkefni sem kalla mætti „Velferðartorg“. Markmiðið er að kynna fyrir íbúum hvaða velferð- arþjónusta býðst í borginni. Mik- ilvægt er að Reykjavíkurborg stuðli að því að allir geti fundið sér þjón- ustu við hæfi óháð rekstraraðila. Lagt var til að haldin yrði hug- myndasamkeppni um hvernig hægt væri að byggja upp sjálfbært og raf- rænt markaðstorg til þess að ná þessu markmiði. Hvernig tengjum við þjónustuframboð við þjón- ustuþörf, hvernig auðveldum við fólki að nálgast þjónustuaðila, hvernig auðveldum við fólki að velja þjónustuaðila og hvernig aðstoðum við fólk við að leita sér hjálpar á sem skemmstum tíma? Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sá ekki ástæðu til að vinna að þessu verkefni og felldi tillöguna með þeim orðum að unnið væri að aukinni upplýs- ingagjöf og miðlun á velferðarsviði. Hvergi sér þess stað að unnið sé að þessu verkefni á velferðarsviði og ekki sést það í starfsáætlun sviðsins. Óttinn við einkaaðila Eflaust hefur það eitthvað haft að segja að í tillögunni var sérstaklega nefnt að mikilvægt væri að auglýsa þjónustu einkaaðila eins og opin- berra aðila. Það er svo sem ekkert nýtt að fulltrúar sumra flokka í borgarstjórn megi ekki heyra á það minnst að einkaaðilar komi nálægt velferðarmálum. Oft á tíðum hafa samt sömu fulltrúar vísað til Norð- urlanda til að fá skoðanir sínar stað- festar. Þróunin er hins vegar sú að æ erfiðara er að vísa til Norður- landanna máli þeirra til stuðnings enda er þjónusta einkaaðila mun vel- komnari þar en hér og hefur verið nýtt mun markvissar sem eðlilegur og æskilegur hluti af velferðarkerf- inu. Bæði í Danmörku og Noregi auglýsa sveitarfélög þjónustu einka- aðila eins og þjónustu opinberra að- ila enda er unnið að því að auka fjöl- breytileika í þjónustunni og bæta þannig við valkostum öllum til hags- bóta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sannfærðir um gildi tillögu um Vel- ferðartorg og að árangur léti ekki á sér standa. Þá er hugmyndin í mjög góðu samræmi við bæði forvarn- arstefnu borgarinnar og áherslur í velferðarmálum. Hér er um að ræða gott dæmi um verkefni sem nýst getur fjölda fólks og styttir verulega þann tíma sem það tekur að finna ráðgjöf eða meðferð við hæfi. Verk- efninu er sérstaklega ætlað að sporna gegn fjölgun á biðlistum eftir úrræðum. Með markvissu framboði velferðarúrræða, hvort sem um op- inbera eða einkaaðila er að ræða, er hægt að kynna fyrir fólki þá þekk- ingu og aðferðir sem því býðst í borginni. Við sjálfstæðismenn lögðum því tillöguna aftur fram í aðeins breyttri mynd og þá í velferðarráði og þar var samþykkt að vísa málinu til stjórnkerfis og lýðræðisráðs, von- andi var það ekki gert bara til að „losna“ við góða hugmynd. Óttinn við starfsemi einkaaðila í velferð- arþjónustunni má ekki koma í veg fyrir nýjungar og úrbætur í þessum mikilvæga málaflokki. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur » Oft verður því þrautalending á bið- lista hjá opinberri stofn- un, sem eru í herkví langra biðraða. Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Velferðartorg á þvælingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.