Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 1971 eftir að hafa brotlent í Rjúpna- felli í verkefni fyrir RARIK. Engan sakaði í óhappinu. Fyrsta eiginlega björgunarþyrlan, TF-GNA, tók til starfa árið 1972, af gerðinni Si- korsky S62. Var hún sérstaklega byggð til gæslu á sjó og var í rekstri hjá Gæslunni til ársins 1975, eða þar til hún brotlenti í Skálafelli. Engan sakaði þar heldur. Tveimur árum áð- ur höfðu tvær Bell-þyrlur verið teknar í notkun, svipaðrar gerðar og TF-EIR, eða TF-HUG og TF- MUN. Þær reyndust mjög illa og störfuðu stutt hjá Gæslunni, eða til 1977. Ári áður kom enn önnur þyrla til sögunnar, TF-GRO, af gerðinni Hughes 500C. Sú var ekki stór í sniðum og lauk ferlinum með brot- lendingu við Búrfellsvirkjun árið 1980, án manntjóns. Litlu mátti þó muna að illa færi en þyrlan hrapaði um 50 metrum frá mötuneytisskála virkjunarinnar. Flugu brot úr þyrl- unni gegnum veggi skálans en til allrar hamingju voru starfsmenn ný- lega farnir úr mat og enginn í skál- anum. „Við urðum að halda áfram“ Páll segir þessi fyrstu ár vissulega hafa verið erfið en þarna hafi þó fyrstu skrefin í þyrlurekstrinum verið stigin, við erfiðar aðstæður, og ákveðin þróun átt sér stað. Versta áfallið í þyrlusögunni kom síðan 8. nóvember 1983 þegar TF-RAN fórst í Jökulfjörðum með allri áhöfn. Með Birni Jónssyni flugstjóra voru um borð þeir Þórhallur Karlsson flug- stjóri, Bjarni Jóhannesson flug- vélstjóri og Sigurður Ingi Sigurjóns- son stýrimaður. TF-RAN var af gerðinni Sikorsky S76 og hafði verið tekin í notkun 1980, sérhönnuð til björgunarstarfa. Fyrir Pál og aðra starfsmenn Gæsl- unnar, og sérstaklega aðstandendur mannanna, var þetta gríðarlegt áfall. „Við stóðum bara frammi fyrir því að ákveða hvort þetta þyrludæmi væri ekki bara búið spil. En okkur fannst að við yrðum að halda áfram. Það var ekki sjálfgefið en allan tím- ann vorum við sannfærðir um að það væri hægt að gera þetta miklu betur en þá var gert,“ segir Páll, sem eftir þetta slys var ráðinn yfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá Landhelg- isgæslunni. Ásamt Benóný Ásgríms- syni þyrluflugstjóra og Sigurði Steinari Ketilssyni, nú skipherra á Þór, gengu þeir til fundar við þing- menn, ráðherra, sjómannasamtök, útgerðir og fleiri til að sannfæra þá um mikilvægi þess að halda þyrlu- rekstrinum áfram og efla hann. Í kjölfarið var keypt ný þyrla, TF- SIF, sem tekin var í notkun 1985, en í millitíðinni hafði Gæslan notað leiguþyrlu eftir Jökulfjarðaslysið. Páll segir TF-SIF hafa reynst af- skaplega vel og stórt skref verið stigið með henni. „Enn stærra skref var tekið þegar við fengum Super Puma þyrlu 1995, TF-LIF, sem hef- ur reynst Gæslunni happafengur,“ segir Páll, en hann hætti störfum hjá Landhelgisgæslunni 1999. Hann á sér þá ósk heitasta að stjórnvöld beri gæfu til að kaupa nýjar þyrlur á næstu árum, í stað þess að leigja þær. „Þetta er svo mikilvæg starf- semi sem er fyrir löngu búin að sanna sig.“ Myndasyrpa úr þyrlusögu Land- helgisgæslunnar birtist á mbl.is í dag. Sjúkraflug Fyrsta útkallið með TF-SIF, sem tekin var á leigu eftir slysið í Jökulfjörðum, var vestur á Strandir í desember 1984. Ný SIF kom árið 1985. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landhelgisgæslan Þyrlan TF-LIF á flugi við Grænlandsjökul á síðasta ári. Ljósmyndir/Úr einkasafni Páls Halldórssonar Félagar Páll Halldórsson, t.h., með Birni heitnum Jónssyni við TF-EIR. Tökumst óhrædd og meðvituð á við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Tökum vel á móti sölufólki Blátt áfram dagana 27. apríl - 3. maí. g ra fi k .i s - kaupum ljósið! Verum upplýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.