Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 að. Á undirbúningsfundi stelpnanna fyrir þann viðburð skaut sú hug- mynd upp kollinum að halda upp á þegar hálf öld væri liðin frá því Laugalækjarskóli útskrifaði fyrsta árganginn – okkur. Fljótlega var ákveðið að slá upp almennilegu balli með öllum árgöngunum sem voru í skólanum 1965 og fæddir eru á tíma- bilinu 1950-1958.“ Sömu tilfinningar Þegar Óttar Felix er spurður hvort unglingarnir í árgangi hans, sem nú eru yfir sextugt, hafi almennt verið dagfarsprúðir nemendur, kveðst hann varla reka minni til ann- ars. „Stundum var þó verið að reyna að æsa kennarana með einhverjum prakkarastrikum en það var að mestu meinlaust. Þráinn Sigurðsson heitinn, fyrrum yfirkennari okkar og seinna skólastjóri, sagði við mig mörgum árum seinna: „Óttar, það voru tvær tegundir af óþekktar- ormum í skólanum, góðir og vondir. Þú varst einn af þeim góðu!““ Heldurðu að skólaböllin hjá unglingum nú til dags séu með öðru sniði en þau voru fyrir hálfri öld? „Ég býst við að framkoma og klæðnaður sé mun frjálslegri í dag. Tónlistin hefur breyst en tilfinning- arnar eru þær sömu, strákar og stelpur út um allan bæ eru að skjóta sig hvert í öðru,“ segir Óttar Felix. Frábært hár Strákarnir í hvítum skyrtum með lakkrísbindi og stelpurnar með frábært hár á skólaballi 1963. Hesturinn Bergþóra Jónsdóttir (móðir borgarstjórans) vippar sér léttilega yfir hestinn 1962/1963. Fyrstu kynni þeirra Áslaug- ar Jóhönnu Guðjónsdóttur og Bryndísar Magnúsdóttur byrjuðu ekki gæfulega. Þær voru á níunda ári og bjuggu báðar í svokallaðri prent- arablokk við Kleppsveg, þangað sem Bryndís var nýflutt. „Við lentum í slag,“ segja þær og Bryndís lýsir nánar: „Í stuttu máli þá voru einhverjir krakkar að hrekkja mig, ég fór að grenja og þá spurði einhver hver hefði verið vondur við mig. Ég sagði: „Það var hún,“ og benti á Ásu, sem rauk á mig og við lentum í hörkuslagsmálum.“ Eftir þetta urðu þær mestu mátar og hafa verið allar götur síðan, alltaf búið nálægt hvor annarri og umgengist mikið. „En við slógumst þó oft eitt- hvað fram eftir aldri, meira að segja um pólitík, sem við vorum afar ósam- mála um. Ég var sjálfstæðismanneskja eins og foreldrar mínir og Ása fram- sóknarmanneskja eins og hennar foreldrar,“ segir Bryndís. Þær voru þó hættar að slást þegar þær settust í sama bekk í unglinga- deildinni í Laugalækj- arskóla. Brennandi áhugi á Cliff Richard og The Shadows tengdi þær enn nánari böndum og saman hafa þær elt þá félaga út um allar trissur í áranna rás. „Við erum báðar svo- lítið enskar í okkur – höf- um það líklega frá Cliff, bókhneigðar og finnst gaman að fara í bíó,“ segja vinkonurnar, sem ætla ekki að missa af skólaballinu á Kringlu- kránni. Urðu vinkonur eftir slagsmál SKÓLASYSTURNAR ÁSLAUG JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR OG BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR Táningar Vinkonurnar og skólasysturnar Bryn-dís og Áslaug t.h. í bítlapeysu kringum 1964. 2015 Bryndís og Áslaug Jóhanna. ACUVUE linsur í hæsta gæðaflokki Sjónmælingar eru okkar fag Á LE IÐ T I L Ú T LANDA Smáralind • 528 8500 – Hafnargötu, Keflavík • 421 3811 FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ • 425 0500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.