Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 18 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Í dag 30. apríl gefur Íslandspóstur út þrjú frímerki og eina smáörk til að minnast stórafmæla. Íslenski fáninn 100 ára, kosningaréttur íslenskra kvenna 100 ára og Hið íslenska biblíufélag 200 ára. Einnig kemur út frímerki í tilefni Smáþjóðaleikanna 2015 auk Evrópufrímerkja, en þema þeirra eru gömul íslensk leikföng. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Nú verða allir að taka upp budduna. Við verðum að styrkja Krabbameinsfélag Ís- lands. Það liggur ekki einu sinni líf við, það liggja mörg líf við. Við verðum öll að gera eins og við getum. Við sigruðum berklana á sínum tíma og við sigruðum löm- unarveikina, við hljót- um að geta sigrað þennan hrikalega sjúkdóm sem krabbinn er. Það verður ekkert gert nema að fá meiri peninga. Fólk hreinlega fellur eins og flugur fyrir þessum óboðna gesti, alveg sama hvað heilbrigð- isstéttirnar leggja hart að sér, ef allir sjúkdómar féllu fyrir pen- ingum, þá gætu þjóðir heims verið glaðar. Okkur vantar tæki og til þess að kaupa þau vantar meiri peninga. Íslendingar hafa alltaf ver- ið framarlega í að bregðast fljótt við ef leitað er til þeirra þegar eitt- hvað bjátar á hjá fólki. Nú eiga þúsundir Íslendinga óskaplegan tíma framundan ef ekki fást tæki og lækning nú þegar. Ég læknaðist af þessum sjúkdómi og ég hef aðeins fundið smjörþefinn af þessu. Nú vil ég hjálpa öðrum, hugsum okkur, þú getur verið næstur! Karl Jóhann Ormsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Íslendingar! Þjóðmenningarhús Húsið baðað bleikum lit. Ég heiti Silja Edv- ardsdóttir, er dýra- læknir og vinn hjá Matvælastofnun. Á hverjum degi sinnum við verkefnum sem miða að því að tryggja matvælaöryggi neyt- enda, svo að hlutirnir gangi fyrir sig í sam- félaginu eins og al- menningur gerir kröfu um. Jafnframt sjáum við dýralæknarnir til þess að sjúkdóm- ar í dýrum smitist ekki yfir í menn og ógni þannig heilsu almennings. Slík áföll gætu kostað samfélagið gríðarlega fjármuni. Að auki snýst starf mitt um dýravernd og öryggi dýra sem er gríðarlega mikilvægt fyrir jafn ein- angrað land og Ísland. Landið okkar hefur algjöra sérstöðu í heiminum varðandi sjúkdóma en vegna strangra innflutningsreglna og landfræðilegrar einangrunar höfum við að mestu komist hjá al- varlegum smitsjúkdómum í dýrum. Með þessu móti hefur einnig tekist að halda stórum hluta hins ís- lenska búfjárstofns óblönduðum öldum saman og er hann hluti af menningararfleifð okkar Íslend- inga. Störf mín eru því áhugaverð og krefjast sérfræðimenntunar, að lágmarki fimm og hálfs árs há- skólamenntunar. Eins og aðrir dýralæknar hef ég þurft að sækja mína menntun til útlanda. Því fylgir töluverður kostnaður sem tak- markast ekki einungis við námslán og fram- færslu í dýrri stór- borg heldur einnig fimm og hálfs árs fjarveru frá vinnu- markaði. Dýralækn- anámið er gríðarlega krefjandi en einnig gefandi og skemmti- legt. Ég hef alltaf stefnt á frekara sérfræðinám. Það var því með vilja gert að vinna ekki samhliða námi, enda mun betri námsárangur og meiri menntun skila sér í betri framtíð- armöguleikum. Eða hvað? Meðan á dýralæknanáminu stóð hófst skuldaferill minn. Námslánin dugðu til að lifa af en ekki tókst mér að safna í sjóð. Eins og svo margir aðrir stofnaði ég fjölskyldu á meðan ég var í námi og hef því fleiri munna að metta nú. Við bú- um í leiguhúsnæði og líðum ekki skort en höfum ekki efni á að leyfa okkur margt. Í sumar mun ég hefja afborgun námslána. Mér skilst að þær afborganir nemi sem svarar 3ja vikna launum á ári hjá hverjum félaga BHM og er ég þegar farin að kvíða því. Þegar ég hóf nám hafði ég vænt- ingar um að fjárfesting í þessari menntun myndi skila mér áhuga- verðu og krefjandi starfi. Mér fannst líka eðlilegt að ætla að námið tryggði mér meiri kaupmátt en ef ég hefði ekki farið í nám. Starf mitt er sannarlega áhugavert og krefjandi en ég get ekki sé að það sé góð fjárfesting fyrir há- skólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör. Sérfræðiþekkingu, rétt eins og grunnnámið, þurfa dýralæknar að sækja út fyrir landsteinana og því fylgja enn meiri skuldir. Ég hef alla tíð verið stolt af uppruna mín- um og sérstöðu Íslands varðandi búfjárstofna og sjúkdóma. Ég hef lagt hart að mér að komast þangað sem ég er í dag og er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég hef unnið við dýralækningar erlendis og veit hvaða kjör standa mér þar til boða. Ég hef hins veg- ar haft metnað til að nýta þekk- ingu mína ekki einungis mér til hagsbóta, heldur einnig í íslensku samfélagi. Nú er mér hins vegar að verða æ betur ljóst að menntun virðist ekki metin til launa á Ís- landi, a.m.k hjá sumum stéttum. Framtíð mín og fjölskyldu minnar veltur því að miklu leyti á kjara- baráttu um ókomna tíð. Menntun skal metin til launa Eftir Silju Edvardsdóttur »Dýralæknanámið er gríðarlega krefjandi en einnig gefandi og skemmtilegt. Silja Edvardsdóttir Höfundur er dýralæknir. Á síðasta sumri skrifaði Haraldur Sig- urðsson eldfjallafræð- ingur grein á blogg- síðu sína (vulkan.blog.is) um fyrirtækið Silicor Materials, sem hyggst framleiða sólarkísil á Grundartanga. Í grein sinni varaði Haraldur bæði við fyrirtækinu sjálfu og fyrirhugaðri framleiðslu þess, sem hann taldi mengandi. Haraldur Sigurðsson starfaði um áratugi við vísindastörf í Bandaríkj- unum, er mikilsvirtur fræðimaður á alþjóðavettvangi, og af skrifum hans að dæma þekkir hann vel til banda- rískra málefna. Um fyrirtækið Silicor skrifaði hann meðal annars í umræddri grein sinni 18.7.2014: „Silicor hét áður Calisolar og breytti um nafn til að fela sinn fyrri feril í viðskiptaheiminum vestra. Calisolar rak um tíma verksmiðju í Toronto, Kanada. Það fóru ljótar sögur af þeim rekstri, eins og sagt er frá í dagblaðinu Col- umbus Dispatch. Fyr- irtækið var í Kaliforníu en reyndi svo fyrir sér fyrst í Ohio-fylki og síð- ar í Mississippi og leit- aði þar fyrir sér með lán til að reisa verk- smiðju. Þeir urðu að hverfa frá Mississippi vegna þess að fyr- irtækið gat ekki einu sinni lagt fram $150.000 sem stofnfé.“ Eftir að Haraldur birti grein sína brást fulltrúi fyr- irtækisins hart við í fjölmiðlum til varnar væntanlegri framleiðslu, sem hann kvað verða næstum mengunarlausa. Ef fyrirtækið hefur brugðizt við til varnar orðspori sínu, hefur það farið fram hjá mér. Íslenzk yfirvöld, sem greiða götu fyrirtækisins hér á landi, meðal annars með fjárhagslegum íviln- unum, hafa sjálfsagt rannsakað ít- arlega feril viðsemjanda síns. Hafi þau ekki þegar verið búin að því, hafa þau örugglega gert það í tilefni af skrifum Haralds, sem ekki verð- ur séð, að séu af öðrum hvötum runnin en þeim, að honum er annt um íslenzka hagsmuni, hagsmuni ættlands síns, sem hann hefur snúið aftur til. Í tilefni af því, að Haraldur hefur á nýjan leik séð ástæðu til að rifja upp orðspor Silicor – og meira að segja heldur bætt í frá fyrri skrifum (pistill 27.4. 2015 á síðu hans) tel ég óhjákvæmilegt að óska eftir upplýs- ingum frá íslenzkum yfirvöldum, sem bera ábyrgð á samningum við fyrirtækið, einkum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þess er óskað: Að ráðuneytið/önnur yfirvöld birti mér og öðrum almenningi þær upp- lýsingar, sem íslenzk yfirvöld hafa aflað um feril, orðspor og stöðu um- rædds fyrirtækis í tilefni af upplýs- ingum Haralds Sigurðssonar um það og gagnrýni hans á fyrirtækið sem slíkt, sem og þau gögn, sem ráðuneytið/yfirvöld áttu fyrir um feril, orðspor og stöðu fyrirtækisins. Orðspor Silicor Eftir Hörð Einarsson Hörður Einarsson » „Silicor hét áður Calisolar og breytti um nafn til að fela sinn fyrri feril í viðskipta- heiminum vestra.“ Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.