Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 6 2 2 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class er kominn í nýrri útfærslu. Útlitið er ferskara og nú fæst þessi vinsæli bíll sjálfskiptur með 4MATIC fjórhjóladrifi sem gerir hann enn meira spennandi kost við íslenskar aðstæður. Nú fæst B-Class aftur sem metanbíll, en er að sjálfsögðu líka í boði sem bensín- og dísilbíll. Komdu í Öskju og reynsluaktu nýjum B-Class. Nýr og ferskur Mercedes-Benz B-Class Fáanlegur fjórhjóladrifinn B 160 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu. Verð frá 4.790.000 kr. B 220 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu og 4MATIC fjórhjóladrifi. Verð frá 5.790.000 kr. Von er á um 500 erlendum skák- mönnum og fylgdarfólki á Evr- ópumót landsliða í skák sem haldið verður í Laugardalshöll dagana 12. til 22. nóvember á þessu ári. Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að veita Skák- sambandi Íslands fjárstyrk að upp- hæð 25 milljónir króna til þess að standa straum af mótinu. Gunnar Björnsson, for- seti Skáksambands Íslands, er mjög þakklátur fyrir styrkinn og segir hann vera mjög mikilvægan fyrir skákmótið sem er stærsti skák- viðburður hérlendis síðan einvígi aldarinnar, milli Bobby Fischer og Boris Spasskíj, fór fram í Laug- ardalshöll árið 1972. „Þetta mót er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt skáklíf og mun það vonandi vekja áhuga Íslendinga á skákinni enn frekar,“ segir Gunnar en mótið kostar um 40 milljónir króna í heildina. Hann segir að umgjörðin í kring- um Evrópumótið verði glæsileg og gerir hann t.d. ráð fyrir því að Rík- issjónvarpið sýni beint frá því. Spurður hvort norski skáksnill- ingurinn Magnús Carlsen verði á meðal keppenda segir Gunnar afar líklegt að svo verði þar sem Carlsen hafi sagt í viðtali að ef Norðmenn ætli sér að tefla fram sterku liði á EM verði hann á meðal keppenda þar sem honum líki vel að tefla fyr- ir landið sitt. Þá segir Gunnar að von sé á fleiri sterkum skákmönn- um eins og Levon Aronian frá Armeníu og Vladimir Kramnik frá Rússlandi. Teflt verður í tveimur flokkum; opnum flokki og kvenna- flokki. ash@mbl.is Carlsen að öllum lík- indum með  EM í skák haldið á Íslandi í nóvember Gunnar Björnsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tíðin hefur verið erfið fyrir fugla undanfarið en í gær horfði til betri vegar og heyra mátti fuglasöng, að sögn Jóns Sigurðssonar, íbúa á Blönduósi og fuglaáhugamanns. Hann segir það hafa verið erfitt að horfa á vorboðana hrekjast undan veðrinu. „Maður hefur fundið til með þröstunum sem hoppuðu frek- ar en fljúga því þeir voru orðnir máttlausir. Maður verður bara að fóðra þá með eplum og öðru slíku. Þetta hefur verið hálf nöturlegt, “ segir Jón. Eina merkta gæsin sem eftir er Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hin fimmtán ára gamla grágæs AVP lunkin við að finna sér grænar, orkuríkar grasnálar til að mæta harðræðinu. „Hún er fædd árið 2000 á Blönduósi og hefur þvælst til Skotlands en kemur hing- að á sama stað á hverju ári síðan,“ segir Jón. Hún er ein 116 gæsa sem merktar voru við skrifstofu Sýslu- mannsins á Blönduósi. „Hún er sú eina sem eftir er af þeim eða í það minnsta sú eina sem við vitum um,“ segir Jón. Gæsirnar voru merktar af Arnóri Þ. Sigfússyni. Að sögn Jóns er elsta merkta gæs heims 20 ára gömul. „Þessi gæs kemur nær alltaf á sama stað, nærri Blöndu- byggð 60. Það er nánast hægt að ganga að henni vísri á sama stað. Hún er ein af þeim gæsum sem eru frægar fyrir að tefja fyrir umferð,“ segir Jón. Fuglasöngur eftir napra tíð Ljósmynd/Jón Sigurðsson AVP Grágæsin AVP er nösk við að næla sér í grasnálar í erfiðri tíð.  Þrestirnir gátu ekki flogið  Fræg gæs mætt á sinn stað Hópur hagyrðinga ætlar að láta gamminn geisa á skemmtistaðnum Græna hattinum á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. apríl. „Allt eru þetta þjóðþekktir vísna- smiðir, miklir orðsins meistarar, meinfyndnir og kaldhæðnir. Og allir munu þeir keppast við að vera skemmtilegir,“ segir í tilkynningu. Þetta eru: Björn Ingólfsson, Frið- rik Steingrímsson, Hjálmar Frey- steinsson, Ósk Þorkelsdóttir, Pétur Pétursson og Stefán Vilhjálmsson. Stjórnandi kvöldsins er Birgir Sveinbjörnsson. Skemmtunin hefst kl. 21.00. Þjóðþekktir vísnasmiðir troða upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.