Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  100. tölublað  103. árgangur  TÚBERINGAR TÖFFARAR OG TILFINNINGAR VELTAN Í FÓTBOLTANUM AÐ AUKAST AF OFURMENNUM, GLÍMUKÖPPUM OG PÁFUGLUM VIÐSKIPTAMOGGINN DANSVERKIÐ MACHO MAN 3850 ÁRA ÚTSKRIFTARAFMÆLI 10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla TF-LIF hefur verið á flugi fyrir Gæsl- una í 20 ár. Að auki eru tvær þyrlur á leigu.  Í dag eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan Landhelgisgæslan tók þyrlu í notkun við björgunar- og eftirlits- störf. Þessara tímamóta verður minnst með athöfn hjá Gæslunni í dag. Frá upphafi er talið að þyrl- urnar hafi bjargað um 3.000 manns, þar af um 2.000 frá árinu 1994. Fyrstu árin voru erfið, þar sem óhöpp voru tíð, og árið 1983 fórst þyrlan TF-RAN í Jökulfjörðum með öllum fjórum í áhöfninni. Eftir það stóð tæpt hvort þyrlurekstri yrði fram haldið. „En okkur fannst að við yrðum að halda áfram. Það var ekki sjálfgefið,“ segir Páll Hall- dórsson, fv. yfirflugstjóri og flug- rekstrarstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, við Morgunblaðið í dag. Einnig er rætt við Benóný Ásgríms- son flugstjóra. »16-17 Þyrlur Gæslunnar björguðu um 3.000 manns á 50 árum Víðtæk áhrif » Tíu þúsund félagsmenn í tvö þúsund fyrirtækjum leggja nið- ur störf í dag. » Eigendur fyrirtækja mega þó ganga í störf starfsfólksins á meðan verkfall stendur. Ingileif Friðriksdóttir Ómar Friðriksson Rúmlega tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins, SGS, leggja niður störf í fyrstu tólf klukku- stunda verkfallshrinu sambandsins sem hefst á hádegi í dag. Björn Snæ- björnsson, formaður SGS, segir að verkföllin muni lama landsbyggðina. Friðrik Pálsson, hótelhaldari Hót- els Rangár, segir um helming síns starfsfólks leggja niður störf. Hann segist sjá fram á að geta sinnt rekstr- inum í dag, en sem eiganda er honum heimilt að ganga í störfin Hann segir róðurinn þyngjast verulega komi til tveggja sólarhringa verkfalls í næstu viku. „Það yrði gríðarlega alvarlegt og myndi senda slæm skilaboð út á markaðinn.“ Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, gagnrýnir ríkisstjórnina harð- lega í nýútkomnu fréttablaði Eflingar og segir algert vantraust milli verka- lýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnar- innar. Í fyrsta sinn í áratugi hafi ASÍ- hluti hreyfingarinnar lýst því yfir að hann muni ekki semja tvisvar um at- riði sem stjórnvöld hafi þegar brotið eða svikið. Landsbyggðin lömuð í dag  Fyrsta verkfallshrina SGS hefst á hádegi  Hefur gríðarleg áhrif víða, að sögn formanns SGS  „Algjört vantraust milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar“ MEkki rætt við okkur … »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Karl Haraldsson almanna- tengill vitnaði í það sem fram fór á lokuðum fundum þingmanna er hann lýsti stöðu mála í fréttabréfi til kröfuhafa. Fjallað er um fréttabréf- in, eða yfirlitsskýrslurnar, í Morg- unblaðinu í dag en þau spanna tíu mánaða tímabil. Í fyrstu skýrslunni, frá 6. mars 2014, vitnar Einar Karl í heimildarmenn á Alþingi. „Miðað við það sem ég heyri úr þinginu var ekki mikið að græða á viðræðufundi sér- fræðingahópsins með fulltrúum þingflokkanna. Það kom ekkert nýtt fram í grein- ingunni en fram- setning gagna var þó ef til vill eitthvað frá- brugðin. Hvað veldur þessari tregðu við að setja hlutina á borðið? Ástæðan er sögð sú að ríkisstjórnin óttist að með því að gera það muni hún svipta hulunni af áætlun sinni og taktík,“ skrifar Einar Karl, í lauslegri þýðingu. Veikari staða skapi tækifæri Athygli vekur að í einni skýrsl- unni skrifar Einar Karl að hann greini tækifæri í því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra og flokkur hans hafi misst svo gott sem einokun sína á umræðu um skuldamál. Þá skrifar hann að les- endur sínir geti fagnað; Már Guð- mundsson hyggist aftur sækja um embætti seðlabankastjóra. »12 Heimildarmenn á Alþingi  Almannatengill kröfuhafa greinir frá vinnu við afnám hafta Einar Karl Haraldsson KR-ingar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik annað árið í röð þegar þeir sigruðu Tindastól, 88:81, í fjórða úrslitaleik liðanna á Sauðárkróki. Þar með unnu þeir ein- vígi félaganna 3:1. Í leikslok afhenti Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Ís- lands, KR-ingum bikarinn og þeir fögnuðu að vonum innilega með fjölmörgum stuðnings- mönnum sínum. » Íþróttir KR-ingar Íslandsmeistarar annað árið í röð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íslandsbikarinn í körfuknattleik karla fór á loft á Sauðárkróki  Mikill snjór er á sunnanverðu há- lendinu en minni á því norðan- verðu. Búið er að loka nokkrum leiðum vegna aurbleytu og fjölgar þeim væntanlega á næstunni. Óvíst er hvenær hálendisvegirnir verða opnaðir. „Ég held að það sé mjög mikill snjór á fjöllum,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri hjá Vega- gerðinni í Vík í Mýrdal. Opið er í Þórsmörk. Í gær átti að ljúka við að laga vöðin á leiðinni. »6 Mikill snjór er á hálendinu syðra  Fjármálaeft- irlitið brást trúnaðarskyldu sem á því hvílir þegar það fyrir mistök veitti Seðlabankanum heimild til að birta op- inberlega trún- aðargögn er varða Sparisjóð Norðurlands. Fjárhagsleg staða sjóðsins hafði ekki verið kynnt öll- um eigendum sjóðsins þegar Seðlabankinn fjallaði um hana í útgáfu sinni. Forstjóri Bankasýsl- unnar segir málið afar óheppilegt. »Viðskipti Birtu trúnaðargögn fyrir mistök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.