Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 6
Þorbjörg Ólöf Jensdóttir, formaður blakdeildar Þróttar, Neskaupstað, segir að illa hefði getað farið þegar reynt var að tjalda stærsta uppblásna íþróttahúsinu af þremur sem til stóð að tjalda á gervigrasvellinum í Nes- kaupstað í fyrrakvöld. Húsið, sem átti að hýsa þrjá blak- velli af þeim tíu sem verða á Öld- ungamótinu í blaki sem hefst núna í morgunsárið, fauk með þeim afleið- ingum að hluti þess rifnaði. „Það er verið að tjalda tveimur tjöldum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði,“ sagði Þorbjörg í gær- kvöldi þegar Morgunblaðið náði tali af henni. Hún segir það alltaf hafa verið „plan B“ að tjalda húsunum í Fjarðabyggðarhöllinni á Fáskrúðs- firði ef illa viðraði. Tæplega þúsund blakarar taka þátt í mótinu í ár og segist Þorbjörg ótrúlega þakklát öllum þeim sem hafa komið að því að færa hluta mótsins yfir til Fáskrúðsfjarðar. Rútuferðir verða á milli keppnisstaða þar sem þrír af tíu völlum verða áfram á Neskaupstað. ash@mbl.is Varaáætlun í gang í Neskaupstað Ljósmynd/Hlynur Sveinsson Óheppilegt Uppblásna íþróttahúsið sem átti að hýsa þrjá blakvelli fauk. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikill snjór er á sunnanverðu há- lendinu en minni á því norðanverðu. Búið er að loka nokkrum leiðum vegna aurbleytu og fjölgar þeim væntanlega á næstunni. Óvíst er hvenær hálendisvegirnir verða opn- aðir. „Ég held að það sé mjög mikill snjór á fjöllum,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri hjá Vega- gerðinni í Vík í Mýrdal. Undir hann heyra leiðir eins og Dómadalsleið og Landmannalaugar, Fjallabaks- leiðir nyrðri og syðri og Sprengi- sandsleið í Nýjadal. Vélsleðamenn höfðu sagt Bjarna Jóni að merki væru öll meira og minna á kafi í snjó. Hann taldi vel geta farið svo að hálendisvegirnir yrðu opnaðir í seinna lagi þetta sumarið. Búið er að setja keðju fyrir leið- ina inn í Laka en þar var farið að gæta aurbleytu á köflum. Leiðin í Þórsmörk er opin. Í gær átti að ljúka við að laga vöðin á leiðinni. Þegar kemur úrkoma verður heflað. Gæti dregist að vegir opnuðust „Við vitum að það er mikill snjór en við erum ekkert farnir að huga að opnun,“ sagði Páll Halldórsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi. Þeir eru með Kjalveg og Skjaldbreiðarveg milli Kaldadals og Kjalvegar. Páll sagði erfitt að spá um hve- nær hálendisvegirnir opnuðust. Mikið gæti tekið upp á stuttum tíma kæmi rok og góður hiti. Svo gæti það líka dregist fram í júlí að hægt yrði að opna. Páll kvaðst hafa heyrt að meiri snjór væri nú eins og í Kerlingarfjöllum og víðar en verið hefur undanfarin ár. Ekki er langt síðan snjóaði á þessum slóðum og frost hefur verið alla daga undan- farið. Veginum að Stöng í Þjórs- árdal var lokað nýlega vegna aur- bleytu. Gunnar Bóasson er yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík. Undir hann heyra Öskjuleið, Dyngjufjalla- leið og Sprengisandsleið suður í Nýjadal. Hann sagði að ekki væri mikill snjór á hálendinu að norðan- verðu. Vélsleðamenn höfðu sagt honum að meiri snjór væri að sunnanverðu og svo í sveig í átt að Dyngjufjöllum norðan við Vatna- jökul. Mun minni snjór væri á Öskjuleið og þar í kring en var bæði í fyrra og hitteðfyrra. Gunnar taldi líklegt að hálendis- leiðum yrði lokað í dag eða næstu daga vegna aurbleytu. Orðið væri svo þítt á melum að færu menn út af slóð væru þeir sokknir um leið. „Við höfum reynt að opna í Öskju í kringum 20. júní eða á því tíma- bili,“ sagði Gunnar. „Öxi er ófær og við erum að bíða eftir betra veðri,“ sagði Stefán Gunnarsson hjá SG vélum ehf. á Djúpavogi. Hann sér um snjó- mokstur frá Djúpavogi til Hafnar og Breiðdalsvíkur og eins á Öxi. Blyndbylur og mikill vetur Vegurinn yfir Öxi var opnaður 16. apríl og var opinn í rúma viku þeg- ar aftur gerði áhlaup og leiðin lok- aðist. Blindbylur var þar um síðustu helgi og mikill vetur. Stefán sagði í gær að veðurspáin væri þannig að staðan yrði tekin eftir helgina með að opna Öxi á ný. Hann hefur unnið að snjómokstri á svæðinu frá 1982. Veturnir á árum áður voru miklu verri en nú að hans mati. „Það er enginn snjór orðið hér miðað við það sem var upp úr 1990 og í kringum það. Þá var miklu meiri snjór í byggð og alls staðar. Þetta er orðið miklu snjóléttara,“ sagði Stefán. „Síðustu tíu árin hefur varla komið snjóflóð í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Það var mjög al- gengt á árum áður. Það er orðið öðruvísi tíðarfar og mun snjólétt- ara.“ Fannfergi á hálendinu sunnanverðu  Óvíst hvenær hægt verður að opna hálendisleiðirnar  Búið að loka nokkrum leiðum vegna aur- bleytu og fleiri að bætast við í þann flokk  Vegurinn um Öxi lokaðist aftur í áhlaupinu um daginn Ljósmynd/Guðmundur Gunnlaugsson Öxi Myndin var tekin þegar opnað var yfir Öxi, fjallveginn milli Berufjarðar og Skriðdals, um miðjan mánuðinn. Svo kom áhlaup og þá lokaðist leiðin aftur. „Við höfum þegar opnað efri hæðina og stefnum að því að opna með húll- umhæ á laugardag,“ segir Filipus Th. Ólafsson, verslunarstjóri Ice- wear magasín, en Icewear hefur lagt fyrrverandi bankahúsnæðið í Aust- urstræti 5 undir verslun sem verður starfrækt á tveimur hæðum. „Við höfum gefið gömlu banka- hvelfingunni nafnið Menningar- og safnarahvelfingin. Þar verðum við með bækur, geisladiska, dvd-myndir og póstkort ásamt ýmsum safnmun- um á borð við mynt, seðla og frí- merki,“ segir Filipus. Hann segir verslunina vera hugs- aða fyrir erlenda ferðamenn jafnt sem Íslendinga. Á neðri hæðinni verður íslenskur markaður þar sem viðskiptavinum býðst að kaupa mat- og gjafavöru beint frá býli. „Þar verður hægt að fá sultur, sölt, sósur og mauk beint frá býli,“ segir Filipus og bætir við að þar verði einnig til sýnis fyrsti traktorinn sem kom í Borgarfjörð. Húsið er friðað og var hönn- unarferli þessa tæplega 600 fer- metra verslunarhúsnæðis unnið í samstarfi við Minjastofnun, að sögn Filipusar, og verður þar mikil áhersla lögð á íslenskar afurðir. Ís- lensk tónlist verður spiluð og fáan- leg í versluninni ásamt listaverkum, keramík og skúlptúrum eftir ís- lenska listamenn. ash@mbl.is Morgunblaðið/Golli Íslenskt Boðið verður upp á „beint frá býli“ á neðri hæð verslunarinnar. Bankahvelfingin hýsir nú safnmuni  Fyrsti traktor Borgfirðinga til sýnis Skattskrár vegna álagningar 2014 og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2013 verða lagðar fram 30. apríl 2015 Skrárnar, sem sýna álagða skatta og gjöld á gjaldendur í hverju sveitarfélagi, eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 30. apríl til og með 15. maí 2015. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. 30. apríl 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.