Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í dag eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að Landhelgisgæslan fór að starfrækja þyrlur til björgunar- og eftirlitsstarfa. Á þeim tíma hafa þyrlurnar og áhafnir þeirra bjargað um 3.000 mannslífum og útköllin verið enn fleiri, oftar en ekki við gríð- arlega erfiðar að- stæður. Fyrstu árin var þyrlu- starfsemin hálf- gerð hrakfalla- saga, sem tók ákveðinn enda í Jökulfjörðum 1983, þegar TF-RAN hrapaði í sjóinn og fjórir í áhöfninni fórust. Fyrsta þyrla Gæslunnar var TF- EIR, af gerðinni Bell, keypt árið 1965 í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands. Hún taldist ekki eiginleg björgunarþyrla þar sem hana skorti flugþol og búnað til þess. En hún var til ýmissa hluta nytsamleg og Páll Halldórsson, fv. yfirflugstjóri og þyrluflugmaður hjá Landhelgis- gæslunni til fjölda ára, minnist hennar með ákveðinni hlýju þó að ekki hafi gripurinn verið stórtækur í björgun mannslífa. Smalamennska og raflínulögn Fyrsti þyrluflugmaður Gæslunnar var Björn Jónsson, sem síðar fórst í Jökulfjörðum. Skírteini til þyrlu- flugs hafði Björn fengið í lok árs 1960, líkast til hið fyrsta handa ís- lenskum flugmanni. Björn var eini þyrluflugmaðurinn fyrstu tvö árin, eða þar til Páll kom til starfa haustið 1967. Í samtali við Morgunblaðið rifjar Páll upp margvísleg verkefni sem EIR fékk á þessum árum. „Það var nú tekið stórt upp í sig að kalla þetta björgunarþyrlu, með harmkvælum var pláss í henni fyrir einar sjúkrabörur. En við tókum ýmislegt að okkur og þyrlan gerði sitt gagn. Fyrir áhafnir varðskip- anna var þetta algjör bylting að fá þyrluna, sem tók af þeim mikla erfiðisvinnu. Við sinntum gæslu- störfum á grunnslóð og sinntum þjónustu við vita og veðurstöðvar. Einnig tókum við þátt í umferðareft- irliti með lögreglunni, t.d. eftir að hægri umferð var tekin upp 1968, sinntum ýmsum birgðaflutningum og krókvinnu í tengslum við steypu- vinnu á afskekktum stöðum og aðrar framkvæmdir. Þá var EIR notuð til að leggja Búrfellslínu fyrir Lands- virkjun,“ segir Páll og bætir síðan við, með bros á vör: „Já og ekki má gleyma smalamennskunni, þyrlan var fengin til aðstoðar á Land- mannaafrétti og fyrir Húnvetninga og fleiri. Þetta voru oft hin skemmti- legustu verkefni. Ég man að Pétur Sigurðsson, þá forstjóri Gæslunnar, sagði einhvern tímann þegar við vor- um fengnir í eftirleitir að það væri miklu betra að fara á þyrlunni og finna rollurnar heldur en að fara að leita að körlunum þegar þeir væru búnir að týna rollunum!“ TF-EIR var tekin úr notkun árið Þyrlurnar hafa bjargað þúsundum Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugflotinn Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, og Super Puma þyrlurnar þrjár sem notast er við í dag; TF-LIF, TF-GNA og TF-SYN. LÍF er í eigu Gæslunnar en hinar þyrlurnar eru leigðar út. Endurnýjun er fyrirhuguð.  50 ár í dag síðan þyrluflug hófst hjá Landhelgisgæslunni  Hrakfallasaga fyrstu 18 árin  Tímamót eftir slys í Jökulfjörðum 1983  Til greina kom að hætta þyrluflugi en ákveðið var að halda áfram Páll Halldórsson Vitavinna EIR og síðari tíma þyrlur Gæslunnar hafa mikið verið notaðar í ferðir út í vitana við strendur landsins. Fyrsta þyrlan TF-EIR var tekin í notkun 1965. Hér er hún á dekki varðskips er flytja þurfti embættismann í land í hasti. Smalamennska TF-EIR við störf á Landmannaafrétti, líkast til árið 1968. Smalinn til vinstri er Kristinn Guðnason í Skarði. Benóný Ásgrímsson, fyrrverandi yfirflugstjóri á þyrlum Gæslunnar og flugrekstrarstjóri, á aðeins eitt ár í 50 ára starfsafmæli. Hann byrjaði árið 1966 sem messagutti á varðskipunum og síðar stýrimaður. Árið 1978 fór hann yfir í flugið, aðallega í þyrl- urnar en flaug einnig gæsluvélinni. Benóný segir fyrstu 18 árin í þyrlurekstrinum hafa sannarlega verið erfið, þar sem notast var við vanbúnar og gamlar þyrlur. „Með hinu hörmulega slysi í Jökulfjörðum 8. nóvember 1983 verða viss tímamót. Þá var þetta tekið fastari tökum og grunnurinn lagður fyrir þá tíma sem við lifum núna. Þyrlureksturinn þróaðist að vísu áfram í skugga hersins í Keflavík en að mínu viti erum við búin að byggja upp mjög reynslu- mikið og gott lið í flugdeildinni varðandi leit og björgun, alveg frá 1983, við gríðarlega erfiðar að- stæður. Aðrar þjóðir í kringum okkur líta til þeirrar reynslu sem við höfum,“ segir Benóný. Hann segir önnur kaflaskil hafa orðið með brotthvarfi hersins 2006. Þá hafi þáverandi ríkisstjórn ákveðið að þjónusta við sjómenn yrði ekki skert þó að Varnarliðið færi. Þetta hafi því miður ekki gengið eftir. „Í dag þarf að staldra við og stjórnvöld verða að ákveða hvaða þjónustu á að veita íslensk- um sjómönn- um. Þau verða að gefa það út. Þetta er að mínu mati stóra málið. Ætla stjórnvöld að lofa að þjón- usta sjómenn innan allrar efnahags- lögsögunnar? Ætla þau að þjónusta þá innan vissra sjómíla frá ströndinni? Ætla þau að veita þjónustu að degi sem nóttu, vetur og sumar og við öll skilyrði? Öll svona loforð snúast um hvaða vélar þarf til. Það koma ekki allar tegundir af þyrlum til greina og getur verið gríðarlegur munur á rekstrarkostnaði. Það er algjört frumskilyrði að stjórnvöld gefi út hvaða þjónustu þau ætla að veita sjómönnum. Þó að sjómenn séu ekki stærsti þátturinn í leitar- og björgunarstarfi í dag þá er hann grunnurinn að öllu hinu.“ Benóný telur afar brýnt að Gæslan eignist nýjar og full- komnar þyrlur. Frá árinu 2006 sé búið að henda út um gluggann í leigu sem jafngildir verðgildi einn- ar og hálfrar þyrlu. Taka þurfi ákvörðun um þyrlukaup með tilliti til þeirrar þjónustu sem ætlunin sé að veita og gera nákvæma útboðs- lýsingu. bjb@mbl.is Brýnt að kaupa nýjar þyrlur BENÓNÝ ÁSGRÍMSSON, FLUGSTJÓRI HJÁ GÆSLUNNI Benóný Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.