Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Full búð af glæsilegum sundfatnaði Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Sumaryfirhafnir í úrvali Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fyrsta bikarmótið í fjallahjólreið- um fer fram í kvöld við Rauðavatn og við Morgunblaðshúsið. Mótið er haldið af Hjólreiðafélagi Reykja- víkur í samstarfi við Morgunblaðið. Keppt verður á nýrri braut sem byggist á gömlum grunni sem kall- ast nú Morgunblaðshringurinn enda eru aðstæður til fjallahjól- reiða í umhverfi við Morgunblaðið frábærar með fjölbreyttu og krefj- andi undirlagi – sem reynir bæði á hjólreiðamanninn og hjólið sjálft. Allir bestu hjólreiðamenn og -kon- ur landsins hafa skráð sig til leiks en um 50 keppendur hafa skráð sig og má reikna með skemmti- legri baráttu í fyrstu keppni sum- arins. Keppendum fjölgar Þegar keppnin var haldin fyrst voru 10 keppendur skráðir og hét keppninn þá Rauðavatn Fjallahjól. Síðan hefur orðið algjör sprengja í fjallahjólreiðum landsins og hinum venjulega hjólreiðamanni fjölgar ört auk þess sem keppendum fjölg- ar ár frá ári. Þá eru aðstæður fyrir áhorf- endur mjög góðar við Morgun- blaðshúsið fyrir mótið. Morgun- blaðshringurinn sem keppt er á er um 6,7 kílómetra langur og þurfa keppendur að glíma við krefjandi aðstæður. Karlar hjóla þrjá hringi en kon- ur, b-hópur karla og unglingar tvo hringi. Í lok keppni verður boðið upp á súpu og brauð í Morgunblaðshús- inu í boði blaðsins. Í bakgarði Morgunblaðsins Aðstöðuleysi hefur háð keppn- inni undanfarin ár en með stuðn- ingi Morgunblaðsins er komin að- staða fyrir þátttakendur og áhorfendur. „Þetta er fyrsta mótið í ár af fjórum í keppninni um Íslandsbik- arinn. Mótið er nánast í bakgarði Morgunblaðsins og ætli brautin liggi ekki um 40-50 metra frá Morgunblaðshúsinu,“ segir Bjarni Már Gylfason hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, sem vonast til að sjá sem flesta horfa á hjólreiðagarpa á fullri ferð um Morgunblaðshring- inn. Keppnin hefst klukkan 19:00 og verða allir keppendur komnir í mark um 90 mínútum síðar. Ljósmynd/Georg Vilhjálmsson Á fullri ferð Konur jafnt sem karlar taka þátt í Morgunblaðshringnum en í fyrsta sinn er komin góð aðstaða fyrir áhorfendur til að fylgjast með. Ný braut á gömlum grunni  Á fljúgandi ferð með Morgunblaðinu Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.