Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 Indriði fæddist á Húsabakka íSkagafirði 29.4. 1851. Hann varsonur Einars Magnússonar, smiðs og bónda á Húsabakka, og k.h., Eufemíu Gísladóttur húsfreyju. Einar var sonur Magnúsar Magn- ússonar, prests í Glaumbæ, og Sig- ríðar Halldórsdóttur, systur Reyni- staðarbræðra, en Eufemía var systir Konráðs Fjölnismanns, dóttir Gísla Konráðssonar, sagnaritara, skálds og hreppstjóra, og Eufemíu Bene- diktsdóttur húsfreyju. Eiginkona Indriða var Marta, dóttir Péturs Guðjohnsen, söng- kennara og dómorganista, sem var mikill frumkvöðull í tónlistarlífi Reykjavíkur, og Guðrúnar Sigríðar, dóttur Lauritz Knudsen, ættföður Knudsenættar á Íslandi. Meðal systkina Indriða var Hall- dór Einarsson, bóndi á Ípishóli, langafi Vilhjálms Egilssonar og Álftagerðisbræðra. Meðal barna Indriða og Mörtu voru leikkonurnar Eufemía Waage og Guðrún Sigríður, Ingbjörg Thors forsætisráðherrafrú og Einar Viðar söngvari, faðir Jórunnar tónskálds. Indriði lauk stúdentsprófum frá Reykjavíkurskóla 1872, var fyrsti Ís- lendingurinn til að ljúka hagfræði- prófi, frá Hafnarháskóla 1877 og stundaði framhaldsnám í Edinborg. Hann var fulltrúi í stjórnarráðinu frá upphafi heimastjórnar, 1904, og skrifstofustjóri þar frá 1909-1918, en hann hafði yfirumsjón með hag- sýslugerð stjórnarinnar þar til Hag- stofan var stofnuð 1914. Þá var hann alþm. Vestmannaeyja skamma hríð. Indriði var frumherji í íslenskri leikritagerð en frægustu leikverk hans eru Nýjársnóttin, Dansinn í Hruna og Hellismenn. Hann þýddi einnig Vetrarævintýri eftir William Shakespeare og Víkingana á Há- logalandi, eftir Henrik Ibsen, ásamt Eggert Ó. Briem, 1892. Indriði kom að stofnun Leikfélags Reykjavíkur 1897 og var alla tíð virkur félagi þess. Endurminningar hans, Sjeð og lif- að, komu út 1936. Indriði lést 31.3. 1939. Merkir Íslendingar Indriði Einarsson 95 ára Guðrún Júlíusdóttir 85 ára Konráð Gottliebsson Ólöf Pálsdóttir 75 ára Guðbjartur Þormóðsson Guðrún Björnsdóttir Helgi Scheving Karlsson Leifur Kordtsen-Bryde Sigurbjörn Haraldsson 70 ára Ágúst H. Bjarnason Ásgeir Jónsson Elín Nóadóttir Guðný Jónasdóttir Guðný Karlsdóttir Hallkell Þorkelsson Jóhann H. Jónsson María Friðsteinsdóttir Óskar Smith Grímsson Sólveig Sigurjóna Gísladóttir 60 ára Agnar Jónas Jónsson Guðmunda Sigfúsdóttir Hulda Karlsdóttir Jóhanna B. Kristjánsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Sævar Friðgeirsson 50 ára Alda Þorsteinsdóttir Ágúst Birgisson Charlotte Sigurðardóttir Gísli Ólason Kærnested Grétar Þór Hilmarsson Guido Baeumer Harpa Karlsdóttir Judit Jónsdóttir Kolbrún Kristjánsdóttir Kristrún Leifsdóttir Ólafur Kristinsson Ragna Margrét Gunn- arsdóttir Sawai Sarakham Sigrún Rut Ragnarsdóttir Snorri Mir Soffía Dröfn Halldórsdóttir Svetlana Dzelzkaleja 40 ára Eiríkur Valgeir Gunnþórsson Finnur Kristjánsson Halldór Þorvaldur Halldórsson Páll Ólason Pétur Óli Gíslason Sunna Þórðardóttir Sævar Berg Hannesson 30 ára Antonin Bergerat Dariusz Marian Jachim Evelyn Adolfsdóttir Gunnar Örn Jónsson Jurate Vadakojyte Mihai Mota Olga Dís Sævarsdóttir Sandra Friðriksdóttir Sigríður Elín Þórðardóttir Sigurður Ingólfsson Sunna Ósk Friðbertsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hulda ólst upp í Reykjavík, býr í Borg- arnesi, stundar heilbrigð- isritaranám í fjarnámi og er í fæðingarorlofi. Maki: Sævar Birgir Ólafs- son, f. 1983, starfsmaður hjá RARIK. Synir: Haukur Óli, f. 2008, og Þorsteinn Ingi, f. 2011. Foreldrar: Lilja Vikar Finnbogadóttir, f. 1952, og Þorsteinn Hauksson, f. 1951. Þau búa í Reykjavík. Hulda Þorsteinsdóttir 40 ára Sesselja ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, er fé- lagsliði, stundar nám í líf- eðlisfræði, starfar við Twill-vefnaðarvöruverslun og stundar sauma. Maki: Arnór Guðni Krist- insson, f. 1976, gull- smiður og rafvirki. Börn: Kristján, f. 1997; Natalía Erla, f. 2001, og Hákon Örn, f. 2004. Foreldrar: Kristján Ö. Jónsson, f. 1954, og Erla F. Óskarsdóttir, f. 1955. Sesselja Ósk Kristjánsdóttir 30 ára Friðjón ólst upp í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð, er versl- unarmaður og starfar í Nítró Sport, mót- orhjólaverslun. Systir: Sigríður Ást- mundsdóttir, f. 1982, starfsmaður hjá Póst- inum. Foreldrar: María Frið- jónsdóttir, f. 1956, banka- maður, og Ástmundur Guðnason, f. 1951, raf- virki. Þau búa í Reykjavík. Friðjón Ástmundsson Í kjölfarið á háskólanáminu sem hófst 1999 fór ég að starfa við upplýs- ingagjöf ferðamanna á Upplýsinga- miðstöð Árborgar á sumrin. Ég hef unnið á Upplýsingamiðstöð Suður- lands frá 2004, tók við rekstri og stjórnun þar sumarið 2006 og hef starfað við það síðan. Auk þess sé ég um rekstur Hveragarðsins í Hvera- gerði fyrir hönd Hveragerðisbæjar en garðurinn er í eigu bæjarins.“ Sigurdís situr í stjórn Ferðamála- samtaka Hveragerðis og hefur frá stofnun Markaðsstofu Suðurlands setið í stjórn og varastjórn hennar með smá hléum. Hún situr í stjórn rekstrarfélags Verslunarmiðstöðv- arinnar Sunnumarkar þar sem Upp- lýsingamiðstöð Suðurlands er til húsa. Sigurdís er fjölskyldumanneskja: „Mér finnst afar mikilvægt að fram- kalla gæðastundir með allri fjölskyld- unni sem verða efniviður í kærkomn- ar endurminningar hjá börnunum mínum. Við þekkjum það sjálf þegar við verðum fullorðin hvað slíkar minningar verða gott veganesti þegar fram líða stundir. Við höfum því ferðast mikið, bæði innanlands og utanlands. Utanlands- ferðir hafa samt legið mikið niðri eftir að börnin komu til skjalanna og við höfum meira reynt að ferðast um landið. Erlendir staðir sem heimsótt- ir hafa verið og mér finnst standa upp úr eru Mexíkó, Jamaíka og New York. Þegar þessu sleppir hef ég í raun áhuga á öllu sem viðkemur ferðaþjón- ustu enda hef ég starfað lengi í brans- anum. Þar reyni ég að fylgjast vel með öllu, smáu sem stóru. Ég hef svo lengi haft áhuga á mat- reiðslu og gæðavínum sem gaman er að grípa til í góðum vinahóp. Við hjónin erum miklir sælkerar þegar því verður komið við. Auk þess hef ég haft vaxandi áhuga á tísku og hönnun nú í seinni tíð, hvað sem úr því verð- ur. Kannski á maður einhvern tíma eftir að reyna fyrir sér í þeim bransa.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigurdísar er Sveinn Ólason, f. 28.4. 1971, dýralæknir. Foreldrar hans: Óli Andri Haralds- son, f. 19.1. 1933, d. 27.8. 2009, bóndi í Nýjabæ í Árborg en þar hét áður Sandvíkurhreppur, og Helga Her- mannsdóttir, f. 15.7. 1940, húsfreyja í Nýjabæ. Börn Sigurdísar og Sveins eru Viktor Ingi Sveinsson, f. 5.11. 2004; Óli Freyr Sveinsson. f . 24.3. 2009, og Eydís Helga Sveinsdóttir, f. 9.4. 2013. Systkini Sigurdísar eru Eiríkur Ágúst Guðjónsson, f. 23.4. 1965, forn- bókasali, búsettur á Álftanesi; Sig- urður Rúnar Guðjónsson, f. 5.7. 1967, ráðgjafi unglingameðferðarheimilis og bóndi í Flóahreppi; Rannveig Skúla Guðjónsdottir, f. 17.3. 1971, húsfreyja og eigandi Bross auglýs- ingavara, búsett í Kópavogi; Helgi Þór Guðjónsson, f. 20.11. 1981, tamn- ingamaður og reiðkennari í Flóa- hreppi Foreldrar Sigurdísar eru Guðjón Sigurðsson, f. 25.5. 1941, smiður og bóndi og lengi byggingarfulltrúi sveitarfélagsins Flóahrepps, búsettur í Flóahreppi, og Eydís Lilja Eiríks- dóttir, f. 10.1. 1943, húsfreyja og mat- ráður í Flóahreppi. Úr frændgarði Sigurdísar Lilju Guðjónsdóttur Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Útverkum Bjarni Jónsson b. á Útverkum á Skeiðum Lilja Bjarnadóttir húsfr. í Langholti Eiríkur Ágúst Þorgilsson b. í Langholti í Hraungerðishr. Eydís Lilja Eiríksdóttir húsfr. og matráður í Kolsholti Sigurlaug Erlendsdóttir húsfr. á Litlu-Háeyri Þorgils Sigurðsson vinnum. á Sandlæk og víðar Magnús Sigurðsson húsasmiður á Selfossi Sigrún Sigurðardóttir matráður á Selfossi Sigríður Eiríksdóttir húsfr. í Rvík Margrét Ásmundsd. kennari í Rvík Guðjón Skúli Jónsson húsasmiður á Akranesi Íris Björk Magnúsdóttir starfsmaður við unglinga- heimili á Selfossi Skúla Þórarinsdóttir húsfr. í Kolsholti Guðjón Gíslason b. í Kolsholti Helga Þórlaug Guðjónsdóttir húsfr. og b. í Kolsholti Villingaholtshreppi Sigurður Gíslason b. í Kolsholti Guðjón Sigurðsson fyrrv. b. og smiður í Kolsholti, Flóahreppi Kristín Jónsdóttir húsfr. í Haugi, systurdóttir Guðnýjar, ömmu Sigur- jóns Ólafssonar mynd- höggvara og langömmu Erlings Gíslasonar leikara Gísli Brynjólfsson þjóðhagasmiður í Haugi, bróðursonur Matthíasar, langafa Haralds Matthíassonar menntaskólakennara, föður Ólafs fyrrv. alþm., Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu í Istanbul Kjartan Gíslason hjá Orkusýn - Hellisheiðarvirkjun Gísli Gíslason verslunarm. í Rvík Afmælisbarnið Sigurdís Lilja. Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.