Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015 ✝ Gunnar fæddistí Reykjavík 31. júlí 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11E, 19. apríl 2015. Hann var sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar frá Hunku- bökkum á Síðu, f. 9.11. 1896, d. 21.3. 1966 og Ásbjargar Gestsdóttur, frá Miðdal í Kjós, f. 10.2. 1909, d. 16.9. 1980. Gunnar á tvær hálfsystur samfeðra, þær Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 1927, og Guðnýju Jónsdóttur, f. 1935. Hann á tvær alsystur, þær Grétu Jónsdóttur, f. 1942 og Kolbrúnu Jónsdóttur, f. 1943 Gunnar kvæntist Hrund Jó- hannsdóttur, f. 14.11. 1941, þann 21.4. 1963. Börn þeirra eru: 1. Jóhann Gylfi, f. 1959. Maki Jóhanna Sal- prentsmiðjunni Hilmi uns hann hóf akstur leigubifreiða hjá bif- reiðastöð Hreyfils. Hann vann við akstur strætisvagna hjá SVR samhliða prentnáminu. Hann hóf eigin rekstur leigubifreiðar árið 1965 og starfaði við aksturinn til starfsloka. Hann sat í stjórn Hreyfils til margra ára, auk ann- arra félags- og trúnaðarstarfa innan samvinnufélagins. Hann var einn af stofnendum Tölvu- bíla. Gunnar var virkur félagi í Frímúrarareglunni frá 1987 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan reglunnar. Hann var nátt- úrubarn og unni sérstaklega öllu því sem landið hans hafði upp á að bjóða. Hann var virkur félagi í Vinaflokknum, sem síðar varð Ferðavinir, þar sem húsbíllinn „Litli kútur“, skipaði stóran sess í ferðalögum þeirra hjóna, hans og Hrundar, seinni árin. Gunnar var einstaklega handlaginn og útsjónarsamur og gekk til allra verka af festu og röggsemi. Útför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 30. apríl 2015, kl. 13. vör Erlendsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Hrund, f. 1982, maki Ómar Örn Ólafsson, f. 1980, börn þeirra, Tristan Örn, f. 2009, og Jóhanna Lára, f. 2010; b) Gunnar Örn, f. 1985, maki Eirún Eðvaldsdóttir, f. 1987, börn þeirra, Jóhann Mikael, f. 2007 og Aníta Sóley, f. 2009, c) Bjarki Freyr, f. 1990. 2. Rannveig, f. 1962, maki Sigurður Gunnarsson, f. 1962, börn þeirra eru Sævar Ingi, f. 1991. Sigurður á synina Kristján og Anton frá fyrra hjónabandi. Gunnar var fæddur og uppal- inn í Reykjavík. Hann var bíl- stjóri hjá Lyfjaverslun Íslands og lærði prentiðn í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann kláraði námið og starfaði við prentiðnina hjá Það er með einlægri eftirsjá sem við systkinin kveðjum pabba okkar, sem lést eftir stutt veikindi á Landspítalanum við Hring- braut. Pabbi var náttúrubarn og það var fátt sem skyggði á ást hans og umhyggju fyrir landinu sínu. Hann hefur ferðast með okk- ur fjölskyldunni og vinum, frá sjötta áratug síðustu aldar, þar sem Ísland er aðalsmerkið. Hann hefur alltaf verið duglegur við að koma sér upp nauðsynlegum bún- aði til ferðalaga, allt frá tjaldi til húsbíla. Hann og mamma hafa í seinni tíð ferðast á húsbílnum Litla Kút, þar sem góðar stundir og minningar með frábærum ferðafélögum hafa hrannast upp. Það sýnir best ást hans á landinu að það hefur aldrei komið til greina að koma sér upp sumarbú- stað því það myndi hefta hann á einum stað. Hann varð að vera frjáls. Okkar bestu minningar með pabba á ferðalögum voru hinir ör- stuttu og léttu göngutúrar sem skipuðu stóran sess. Fyrir honum voru 2-3 tíma göngutúrar um fjöll og firnindi fisléttur göngutúr. Pabbi hefur alltaf tekið mikið af ljósmyndum á þessum ferðalög- um og fræg eru nú myndakvöldin þar sem gamli bauð í bíó heima í stofu og máttum við gleypa í okk- ur staðhætti, menningu og aðra athyglisverða hluti í svona sex klukkutíma í hvert sinn. Þarna var pabbi alltaf í essinu sínu. Pabbi var með eindæmum handlaginn og leysti hinar ýmsu smíðar auðveldlega. Þar sem pabbi og mamma byggðu sér hús, var pabbi ALLIR iðnaðarmenn- irnir. Þau eru ófá handverkin sem pabbi hefur leyst á heimilum okk- ar systkina í gegnum tíðina. Eitt sinn vantaði hann verkefni og mætti heima hjá Rannveigu og smurði allar lamir og læsingar á heimilinu. Rannveig fékk allar hurðir á eldhúsinnréttingunni í andlitið, þegar hún reif í þær af gömlum vana, svo vel var feitinni smurt. Að pússa upp og lakka gluggana heima hjá okkur var pabba létt dægurverk, eitthvað sem við vorum búin að trassa endalaust vegna ofsjóna yfir um- fangi verksins. Pabbi hugsaði mjög vel um bílana sína. Hann var alltaf með góð ráð og vel liðtækur við viðgerðir á okkar bílum og fannst t.d. ekkert mál að skipta um gírkassa í bíl Jóhanns Gylfa, inni á gólfi í gamla Hreyfilshúsinu við Fellsmúla með nokkra skrúf- lykla og góðan hjólatjakk að vopni. Veikindin hans pabba tóku sinn toll. Hann fór í stóran hjartaskurð 1998. Svo kom mikil aðgerð vegna krabbameins í vélinda 2006. Þessi áföll komu ekki í veg fyrir ferðalög með mömmu upp á arminn. Það var svo margt eftir að sjá. Pabbi var okkur systkinum fyrirmynd, ljúfur og kærleiksríkur. Hann gat alltaf hlustað á vitleysuna í okkur og látið okkur trúa því að allt yrði í lagi. Nú fer hann til annarra starfa í austrinu, þar sem honum á eftir að líða vel. Við eigum eftir að sakna pabba og allra skemmtilegu stundanna með honum. Við eigum líka eftir að haldast í hendur og passa mömmu og fjölskylduna. Við eigum eftir að grínast með sögurnar hans og hlæja að gaura- ganginum í honum. En fyrst og fremst eigum við eftir að elska hann og virða lífsgildin hans, reyna að gera þau sem mest að okkar. Vertu sæll, elsku pabbi. Jóhann Gylfi og Rannveig. Í dag er komið að kveðjustund. Með trega í hjarta kveð ég merk- an mann í mínu lífi, afa minn Gunnar. Afa mínum á ég margt að þakka í gegnum lífið og ég er of- boðslega þakklát fyrir þau forrétt- indi að hafa fengið að eiga svona góðan afa sem fór með mér út um allt og hafði alltaf tíma fyrir mig og bræður mína. Á mínum yngri árum var ég oft inni á heimili þeirra í Engjaselinu, jafnvel heilu helgarnar í pössun sem ég hafði oftar en ekki sjálf beðið um. Afi vann mikið um helgar á leigubíln- um sínum og aðallega á nóttunni, hann fór á vakt eftir kvöldmat og kom heim snemma morguns dag- inn eftir. Við systkinin máttum svo alltaf læðast inn í svefnher- bergið hans í hádeginu og vekja hann til að fara í sund með okkur eða til að tefla. Ég minnist þess ekki að afi hafi nokkurn tímann sagt nei við mig … hann var alltaf tilbúinn í samningaviðræður og mætti mér alltaf á miðri leið. Afi var mikill útilegugarpur og ævintýramaður og við fjölskyldan fórum í ófáar útilegur með þeim ömmu um allt land mörg sumur í röð. Hann var vel kunnugur um landið sitt og var duglegur að skipuleggja léttar göngur með fjölskyldunni með nesti í poka og göngustaf í hönd. Hann kenndi okkur að umgangast náttúruna og njóta þess sem landið hafði upp á að bjóða, fyrir það er ég ævinlega þakklát. Afi minn var líka frímúrari og hefur verið í þeirri reglu svo lengi sem ég man eftir mér. Hann fór með okkur systkinin á jólaböllin í fína húsinu og dansaði með okkur til skiptis á öxlum sér ótal hringi í kringum jólatréð mörg ár í röð al- veg þar til við vorum orðin það gömul að þetta þótti ekki nógu töff eða þannig. Þó nokkuð mörgum árum seinna eignaðist ég sjálf börn og þau hafa fengið að fara á þessi jólaböll með langafa sínum og fengið að sitja á öxlum hans í kringum jólatréð eins og ég sjálf forðum daga. Kallinn hafði engum dansspor- um gleymt og í eitt augnablik fannst mér ég hverfa aftur til for- tíðar þegar ég horfði á eftir afa mínum og dóttur minni svífa um dansgólfið eins og tíminn stæði í stað. Þetta eru allt svo sannarlega ómetanlegar minningar um ynd- islegan mann sem fyllt hefur hjarta mitt af gleði, ást og um- hyggju. Nú þegar líður að lokum, streyma fram dýrmætar minning- ar og tilfinningarnar bera mann ofurliði. Að kveðja er erfiðara en orð fá lýst og batinn er langur grýttur vegur sem virðist enda- laust liggja upp á við. Ég er þakk- lát fyrir tímann sem ég átti með afa mínum síðustu daga hans hér á jörð, orð hans mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð og þau hafa stækkað hug minn og aukið skiln- ing á gildum lífsins. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum lífið, takk fyrir að leyfa mér að halda í hönd þína allt til enda. Fótspor þín eru stærri en mín og ég vonandi vex í þau ein- hvern tímann. Ég óska þér góðrar ferðar til Austursins bjarta þar sem önnur störf bíða þín. Bið að heilsa öllum ástvinum okkar á himni og við munum svo hittast aftur þegar mín lífsleið verður að lokum komin. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Hrund. Elsku afi minn, mikið rosalega á ég þér mikið að þakka, þú hafðir alla tíð mikil og góð áhrif á mig, hvort sem var með lífsvisku þinni eða öðru. Allar minningarnar sem við eigum saman allt frá því ég man eftir mér fá mig til að brosa og gleðjast yfir þeim dýrmæta tíma sem við fengum saman. Allar ferðirnar á „Kubba“ þegar ég ungur að árum fékk að sitja á vél- arhlífinni, við fengum okkur í „gogginn“ meðan við ræddum um allt sem okkur datt í hug og um leið fékk ég frá þér fróðleik um náttúruna, bílana og fleira en minningarnar eru mér svo ofboðs- lega minnisstæðar. Kannski engin furða að ég hafi endað sem bíla- málari enda sátum við oft og skoð- uðum saman myndir af öllum gömlu bílunum sem þú áttir í gegnum tíðina, þeir voru nefni- lega ófáir og margir hverjir mjög merkilegir í sögunni, allavega að mínu mati. Einnig mun ég aldrei gleyma ferðinni okkar til Manchester með ömmu sem fararstjóra, aldrei hefði mér dottið í hug að fá svo ótrúlega dýrmæta útskriftargjöf, og mikið hvað við skemmtum okk- ur öll saman í þeirri ferð. Þó að alltaf hafi verið stutt í húmorinn hjá þér, þá sé ég samt núna þegar ég hugsa um allar okkar minningar sem hlaupa á hundruðum ef ekki þúsundum, og ótrúlegt en satt eru þær allar góð- ar og ylja mér um hjartarætur á þessum tímum, að þú varst svo heill og sterkur einstaklingur að sjálfkrafa gafstu okkur öllum í kringum þig svo mikla hamingju og gleði sem við munum öll búa að það sem eftir lifir af okkar ævi. Síðan eignuðumst við Eirún saman tvo gullmola sem dýrka þig og dá því alltaf varst þú mættur til að stríða þeim eða ræða við þau og leiðbeina. Hvert skipti sem við komum í heimsókn á Skúlagötuna til ykkar sá ég hvað bæði þú og þau ljómuðu af hamingju og auð- vitað byrjuðu þau að hamast í þér strax að koma að tefla og borða harðfisk með smjöri sem þú lést alltaf eftir þeim. Ég og mín fjölskylda erum of- boðslega heppin að hafa átt svo góðan mann eins og þig afi minn að. Tilfinningin sem ég er að upp- lifa núna í fyrsta skipti á minni ævi er vægast sagt skrítin því að á sama tíma og ég syrgi þig (sem ég veit að þú myndir skamma mig fyrir) þá eru minningarnar sem ylja mér svo margar og fá mig all- ar til að brosa, vera glaður og þakklátur fyrir það að guð gaf okkur þig sem afa. Ég veit líka að þú varst bæði montinn og hamingjusamur yfir því hvað þér tókst vel til með að skapa okkur öll fjölskylduna þína og þó ég segi sjálfur frá, þá er þetta eins og allt annað sem þú komst að á þinni lífsleið, þú skil- aðir góðu verki. Þig mun ég eiga í hjartanu alla mína ævi og muna að „við getum ALLT!“ afi. Þinn sonarsonur, Gunnar Örn Jóhannsson. Gunnar afi var einstakur og hlýhjartaður, hann var alltaf með gleðina og grínið í fyrirrúmi og smitaði út frá sér til allra. Það var alltaf svo gaman að fá að koma í heimsókn til afa og ömmu, og fá að skoða og fikta í öllu dótinu sem þau áttu. Afi átti líka stærsta pennasafn sem ég hef á ævi minni séð, svo skemmdi ekki fyrir að hann átti alltaf til nóg af nammi sem hann svo hvatti mann til að taka með sér í nesti. Við systkinin eyddum miklum tíma í „geymslunni“ hans uppi á lofti í Engjaselinu, við að róta í gegnum allt gamla dótið sem hann átti, skoða málshættina og páskaung- ana sem þau höfðu safnað í gegn- um árin. Svo átti hann stórfurðulegt hljóðfæri sem kallast víst sílófónn, sem okkur þótti svo gaman að spila á, þetta var aðalstaðurinn til að vera á. Honum þótti voðalega gaman að tala um það þegar ég var lítill og við vorum á leiðinni í leikskól- ann og það gekk eitthvað erfiðlega hjá honum að koma mér í útigall- ann og ég sagði við hann: „Það gittir ekki máli, aulinn þinn,“ svo hló hann og hló. Hann fór með okkur í ófáar úti- legur og það var alltaf svo flott að skoða húsbílinn hans afa og allt nýja dótið sem hann var búinn að dunda sér við að setja í bílinn. Maður fékk stundum að sitja frammí í húsbílnum og skoða allt sem var þar, óteljandi takkar sem enginn vissi hvað gerðu nema hann, eitt skiptið sé ég takka sem ég hafði ekki séð áður og spyr hann hvað sá takki geri, hann svarar „prufaðu bara að ýta á hann“ sem ég gerði og þá heyrast þessi svakalegu læti og hann skellihlær, þá var kallinn nýbúinn að koma fyrir þessum svaka þoku- lúðri í bílnum sem glumdi yfir öllu tjaldsvæðinu. Afi var leigubílstjóri ásamt því að vera „altmuligmand“. Þegar ég var yngri reyndi maður alltaf að hitta á afa þegar hann stoppaði á leigubílastæðinu fyrir utan heima í Maríubakkanum. Svo þegar maður varð aðeins eldri og tók leigubíl þá spurði maður nánast hvern einasta bílstjóra hvort hann þekkti nú ekki Gunnar afa eða G3 eins og þeir flestir þekktu hann. Fátt þótti honum afa mínum meira gaman en að vera lengi að borða og þá sérstaklega um jólin þegar við krakkarnir kepptumst við að vera sem fljótust að borða til að komast í pakkana. Hann sagði alltaf að maður ætti að njóta þess að borða og að við þyrftum að borða mikið svo við yrðum stór, sterk og feit eins og afi. Þegar afi ákvað að verða tölvu- vænn, þá byrjuðu vandræðin, hlutirnir biluðu reglulega, þó allt- af án þess að hann hefði gert nokkuð eða snert neitt, yfirleitt kenndi hann ömmu um, hún hlyti að hafa verið að fikta eitthvað í tölvunni hans því ekki var hann að því. Þá var bara hringt eitt símtal og maður var mættur á svæðið að rannsaka vandann. Oft var kallinn búinn að fikta svo mikið að hann reddaði þessu bara á þrjóskunni og viljanum til að gera hlutina sjálfur. Þín verður sárt saknað, elsku afi minn. Hvíldu í friði. Bjarki Freyr Jóhannsson. Elsku langafi. Okkur þykir rosalega leiðinlegt að þú skyldir fara frá okkur en við hefðum viljað geta knúsað þig oft- ar. Okkur langar að þakka þér fyrir að hafa verið svona góður við okkur og að hafa leyft okkur að koma í húsbílinn þinn heila helgi síðasta sumar þar sem við kíktum í sund og skoðuðum dýrin sem komu á tjaldsvæðið, þú vissir sko alveg hvert átti að fara með krakka eins og okkur. Það var alltaf gaman að fara með þér og langömmu á jólaball. Núna kaup- um við harðfisk og fáum okkur með miklu smjöri og rifjum upp minningarnar sem við eigum sam- an. Elsku langafi, við eigum eftir að sakna þín og okkur þykir mjög vænt um þig, við vonum að þér líði vel. Kveðja, Jóhann Mikael og Aníta Sóley Gunnarsbörn. Elsku Gunnar bróðir, mikið innilega á ég eftir að sakna þín. Tilhugsunin um að ekki sé hægt að leita til þín með ýmis mál, eins og til dæmis að stilla rásirnar á út- varpinu, er lítilfjörleg í saman- burði við þann missi sem Hrund og börnin ykkar eru að ganga í gegnum. Þetta er allt svo óraun- verulegt, við vissum af veikindum þínum, en þetta gekk allt svo hratt. Æ, það er svo erfitt að skrifa núna, ég er andlaus en langar að segja svo margt. Ég var í sólinni á Tenerife, þegar þú ákvaðst að kveðja þennan heim, þvílíkt högg, en nú ert þú laus frá verkjunum sem hrjáðu þig. Stundum er Guð góður, hann tók þig til sín til að láta þér líða vel og nú ert þú örugglega farinn að gera grín og skemmta öllum þarna uppi eins og þú gerðir á jörðinni. Þú varst alls staðar gleðigjafi, tilbúinn að gleðj- ast með öðrum. Verst að göngu- stafurinn með bjöllunni og ferða- pelanum geta ekki farið með þér, en þú finnur örugglega lausn á því … þú hefur alltaf leyst vanda- málin. Þú ferð ekki í fleiri utanlands- ferðir, en sólin verður alltaf með þér, elsku bróðir, sama þó að það dragi ský fyrir sólina hjá okkur. Þegar við vorum yngri hafðir þú alltaf gaman af að stríða okkur systrunum, sérstaklega Gretu, ég var eiginlega ónæm fyrir stríðn- inni. Nú stríðir þú okkur sennilega ekki meira í bili, ekki nema þú finnir leið til þess á nýja dvalar- staðnum þínum. Það væri þér líkt, elsku bróðir. Elsku Hrund, Jóhann Gylfi, Rannveig og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur öllum, vernda ykkur og styrkja á þessum erfiða tíma. Ég veit af reynslunni að tíminn læknar sárin, en minn- ingin um Gunnar lifir í hjörtum ykkar um alla eilífð … Mig langar að láta fylgja með fallega vísu sem ég fékk þegar minn maður dó … Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J.) Ykkar Kolbrún Jónsdóttir (Kollý). Gunnar Jónsson, kær mágur okkar, lést eftir langvarandi veik- indi. Margs er að minnast þegar við systkinin látum hugann reika til áranna þegar hann kom inn í líf okkar, kærasti Hrundar elstu systur. Við vorum á aldrinum sex til þrettán ára. Við og hann höfum því fylgst að í nær sex áratugi og endurminningin er björt. Gunnar var frá byrjun líkt og stóri bróðir okkar sem alltaf var hægt að leita til og þiggja ráð frá. Þau voru líka ófá sporin sem hann tók fyrir okk- ur og foreldra okkar. Gunnar brást vel við hverri bón og leysti málin fumlaust og vel. Hann var hjálparhellan í fjölskyldunni og engum okkar hefur dottið í hug að ráðast í aðgerðir varðandi bíla nema ræða málin fyrst við Gunn- ar. Hann var sérfræðingurinn og ráðum hans mátti treysta. Alla tíð var hann nálægur og traustur vin- ur sem tók af áhuga þátt í lífi okk- ar og fjölskyldna okkar. Í minningu barnsáranna er ljómi yfir Gunnari og Hrund. Þau áttu svo flotta bíla. Og enn í dag gleður bréfið sem ungur aðdáandi fékk frá sjálfum Roy Rogers, kú- rekanum mikla og kvikmynda- stjörnu, skrifað á íslensku með myndum klipptum út úr kúreka- blöðunum hans Gunnars. Það skildist hins vegar ekki fyrr en seinna og gerir bréfið enn dýr- mætara. Á unglingsárunum var líka upphefð í því að þekkja bíl- stjórann sem keyrði Hraðferðina í Bústaðahverfið. Vissulega mátti ekki ræða við bílstjórann í akstri, og það var ekki gert, alla vega ekki mikið. En það sem skipti máli fyrir unglinginn var að Gunnar var búinn að heilsa á sinn glaðlega hátt. Hans góðlátlega viðmót hélst óbreytt og ef svo óvænt vildi til, hin síðari ár, að hann var sá sem keyrði leigubílinn sem var pant- aður, heilsaði hann fagnandi. Öku- ferðin leið fljótt og fyrir hana mátti ekki borga. Gunnar var gæddur þeim eig- inleika sem fáum er gefinn, að geta jafnan verið hann sjálfur í hvaða aðstæðum sem var, við hvern sem var. Yfirveguð og vin- gjarnleg framkoma hans gerði öðrum auðvelt að umgangast hann. Og hann naut sín vel á góð- um og glöðum stundum með fjöl- skyldu og vinum, smitaði glað- værðinni út frá sér, stríðinn stundum og góðlátlega uppátekta- samur. Úti í náttúrunni leið Gunnari vel og þau Hrund ferðuðust í ára- tugi um landið þvert og endilangt. Gunnar var í essinu sínu þegar leiðin var torfær, flinkur bílstjór- inn var einbeittur við aksturinn. Hann fipaðist ekki, þótt við sæt- um stíf og föl, með augun fastk- lemmd þegar hrikalegast var í kring, „ekki allt í lagi“, gat hann sagt að lokum og brosað. Minningarnar nú eru brot af kærum minningum sem við eigum um Gunnar. Þær eru fleiri í huga og á myndunum sem hann tók, en hann var lengi myndasmiður fjöl- skyldunnar. Við systkinin fengum svo valdar myndir að gjöf, ómet- anlegan minningasjóð, sem gleður okkur að eiga. Að leiðarlokum kveðjum við Gunnar mág okkar með innilegu þakklæti fyrir sam- fylgdina og minningarnar sem hann er hluti af og hafa fylgt okk- ur í gegnum árin. Elsku Hrund, Jóhann Gylfi og Ranný, við vottum ykkur og fjöl- skyldunum ykkar okkar dýpstu samúð. Systrum Gunnars og öðr- um aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hanna Birna, Rannveig Auður og Sigurður Rafn. Kær frændi minn, Gunnar Jónsson, er fallinn frá. Ég minnist hans með mikilli hlýju og þakk- læti. Hann var ekki bara móður- bróðir minn og minn uppáhalds- frændi, heldur ólumst við upp á sama heimili að segja má frá því að ég man eftir mér og þar til hann flutti að heiman. Í húsi for- eldra minna í Langagerðinu bjó margt fólk á þessum árum, auk Gunnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.