Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 2
Hvað er Heima? „Heima er tónlistarhátíð sem stendur yfir eitt kvöld, þar sem spilað er í heimahúsum. Eins og svo margt gott er þetta stolin hugmynd. Við Kiddi kanína hittum þá sem standa að G-Festival í Færeyjum á Iceland Airwaves í hittifyrra en þá voru þeir að starta svona tónlistarhátíð í heimahúsum í Götu í Færeyjum. Við fengum góðfúslega að stela hug- myndinni. Við gerðum þetta fyrst í fyrra og það var ferlega gaman, þannig að við gerum þetta aftur núna.“ Er þetta liður í því að koma Hafnarfirði ennfrekar á kortið sem tónlistarbæ? „Já kannski. Hafnarfjörður er mikill tónlistarbær og þetta er örlítil viðbót. Okkur sem stöndum að þessu finnst þetta skemmtilegt. Vonandi er Heima komin til að vera og öðl- ast sjálfstætt líf.“ Er tónlist lífið? „Já, er hægt að svara því öðruvísi? Í mínu tilfelli hefur hún verið allt um kring síðan ég var smábarn. Ég á myndir af mér tveggja ára með stóra Pioneer-heddfóna á höfðinu að hlusta á músík. Svo var ég alltaf með kassettur í vösunum þegar ég var unglingur, vildi leyfa öllum að heyra.“ Er Hafnfirðingabrandarinn dauður? „Ja, þú segir nokkuð. Ég hef ekki heyrt Hafnfirðingabrandara í fimmtán- tuttugu ár líklega. Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Ætli það sé ekki frekar slæmt. Annars verða menn að stíga var- lega til jarðar eftir að Facebook og allt það kom til skjalanna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ FH eða Haukar? „Ég er ekki innfæddur Hafnfirðingur og rígurinn þarna á milli hefur aldrei snert mig mikið. Maður þarf að hafa alist hérna upp til að skilja þann ríg held ég. Eig- um við ekki bara að segja Björk. Sonur minn var að æfa taekwondo í Björk og dóttir mín fimleika. Er þetta ekki diplómatískt svar? Annars hef ég takmarkaðan áhuga á íþróttum, nema maður skilgreini gönguferðir og útivist sem íþróttir. Eina fótboltaliðið sem skiptir mig máli í heiminum eru þessir gulu og glöðu á Akranesi. Það gleður mig samt frekar en hitt þegar bæði FH og Haukum gengur vel.“ Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Tónlistina heim! Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 „Já, ég hef almennt svolitlar áhyggjur af verk- föllunum og fylgist með gangi mála svona með öðru auganu. Ég vona að það leysist úr þessu.“ Marta Sveinbjörnsdóttir, 27 ára. „Já, maður hefur áhyggjur af áhrifum verkfall- anna á heilbrigðiskerfið og svo bara allt kerfi landsins. Þetta leysist náttúrulega fyrir rest en ekki fljótlega.“ Indriði Albertsson, 70 ára. „Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin muni hafa á heilbrigðisgeirann og svo á þjón- ustu í þjóðfélaginu almennt. Ég er frekar bjartsýnn á að það leysist úr þessu fljótt.“ Ríkharður Ríkharðsson, 60 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. „Nei, ég hef engar áhyggjur af verkföllunum, held að þau muni ekki hafa nein áhrif á mitt líf. Er bara algjörlega áhyggjulaus yfir þessu öllu saman.“ Brynjar Logi Þórisson, 41 árs. Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson SPURNING VIKUNNAR HEFURÐU ÁHYGGJUR AF YFIRVOFANDI VERKFÖLLUM? Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er verið að leggja lokahönd á einstakan leiðangur um íslenskan myndheim. Sýning- arstjórinn Markús Þór Andrésson hefur stað- ið í ströngu undan- farið. Menning 54 Í BLAÐINU Forsíðumyndin er úr myndabanka AFP Lista- og tónlistahátíðin Coachella er nú í fullum gangi í Bandaríkjunum. Þar mæta yfirleitt stærstu stjörnur og stíl-íkon Banda- ríkjanna og leggja línurnar fyrir útihátíðatísku sumars- ins. Í ár réðu bóhemískir straumar ríkjum. Tíska 42 Penny Simkin verður með vinnusmiðju þar sem hún fjallar um fæðingarreynslu kvenna sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðir fyrir fagfólk til að styðja þær í gegnum barneignarferlið. Fjölskyldan 16 Hervör Guðjóns- dóttir, fyrrverandi for- maður Félags heyrnar- lausra, var ung að árum send frá heimahögum í Önundarfirði til náms í Málleysingjaskólanum sem síðar hét Heyrn- leysingjaskólinn. Mannlíf 48 Tónlistarhátíðin Heima verður haldin öðru sinni í Hafn- arfirði á miðvikudaginn kemur, síðasta vetrardag. Þrettán listamenn/hljómsveitir koma þá fram í jafnmörgum heima- húsum í miðbænum. Hver konsert er u.þ.b. 45 mínútur og hver listamaður/hljómsveit spilar í tveimur húsum. Meðal þeirra sem fram koma eru Eivör Pálsdóttir, KK, Dimma, Herbert Guðmundsson, Emmsjé Gauti og Agent Fresco og Jón Jónsson og Friðrik Dór. Miðasala á midi.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.