Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Knattspyrna S æll herra Steinarsson. Bókin er mikið þrekvirki og enda þótt ég lesi ekki íslensku hefur tölfræðin skilað mér miklu magni af upplýsingum sem mig hefur vantað frá því ég fékk fyrst áhuga á íslenskri knattspyrnu seint á áttunda áratugnum. Kærar þakkir fyrir að gera svona góða bók. Bestu kveðjur, Chris Hood.“ Þannig hljóðar bréf sem Sigmundi Ó. Steinarssyni, höfundi bókarinnar Saga landsliðs karla í knattspyrnu, barst frá fásinninu í Blenheim á Nýja Sjálandi á dögunum. Ekki er sjálfgefið að menn fylgist grannt með íslenskri knattspyrnu þar um slóðir og fyrir vikið setti Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins sig vitaskuld í samband við bréfritara, Chris Hood, og innti hann eftir þessum áhuga. „Ég fékk fyrst áhuga á íslenskri knatt- spyrnu árið 1979, þegar ég var sautján ára. Ég er 52 ára núna,“ útskýrir Hood en hann starfar sem dómritari við hér- aðsdóm í Blenheim. „Ég rakst á grein í tímaritinu World Soccer í mars það ár og heillaðist af þeirri staðreynd að Ísland ætti svo marga leikmenn í öðrum löndum og að þjóðin hefði svo frambærilegu landsliði á að skipa þrátt fyrir fámennið.“ Fylgist minna með Íslandsmótinu Þar með byrjaði hann að fylgjast með ís- lenska landsliðinu og hefur ekki linnt lát- um síðan. „Ég fylgist aðallega með lands- liðinu en svolítið með Íslandsmótinu líka. Ég á mér ekki beinlínis neitt uppáhalds- lið en hefur alltaf þótt ÍBV spennandi.“ Áhugi Hoods er bundinn við karla- landsliðið. Hann fylgist ekki með kvenna- knattspyrnu. Svo sem fram kemur í bréfi Hoods til Sigmundar er hann forfallinn áhugamaður um tölfræði og heldur þeim upplýsingum kappsamlega til haga. „Ég á fjöldann all- an af fótboltabókum hvaðanæva úr heim- inum,“ segir hann. Hood hefur hvorki komið til Íslands né séð landsliðið spila með berum augum. „Eina tenging mín við Ísland er sú að Hrífst af íslenskum fótmenntum úr fjarska ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU SÆKIR EKKI BARA FYLGI SITT Í HAFNARFJÖRÐ, NESKAUPSTAÐ OG VOGA Á VATNSLEYSUSTRÖND. Á NÝJA SJÁLANDI FYLGIST RÍFLEGA FIMM- TUGUR MAÐUR, CHRIS HOOD, SEM ALDREI HEFUR KOMIÐ TIL ÍSLANDS, MEÐ HVERJUM ÚRSLITUM OG ÞRÁIR AÐ SJÁ LIÐIÐ SKILA SÉR Í ÚRSLIT Á EM 2016. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is frændi minn var þar um tíma í seinni heimsstyrjöldinni með breska hernum. Rætur mínar eru í Englandi en ég flutti búferlum til Nýja Sjálands fjögurra ára gamall.“ Auk Íslands hefur Hood að vonum mestar taugar til enska og nýsjálenska landsliðsins en á þessum lista er líka, merkilegt nokk, landslið Grænhöfðaeyja. „Ég fór að fylgjast sérstaklega með því liði fyrir um fimmtán árum og það er svo merkilegt að því hefur nú tekist að komast í tvígang í úrslit Afríkumótsins.“ Minnstu munaði að Hood fengi draumariðil á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í fyrra. Hefðu undanriðlarnir spilast eins og þeir áttu að gera hefði Brasilía verið í riðli með Nýja Sjálandi (í stað Mexíkó), Íslandi (í stað Króatíu) og Grænhöfðaeyjum (í stað Kamerún). Það verður ef til vill síðar. Hood kveðst því miður hafa sárafá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið leika í sjónvarpi. Það komi þó fyrir að ESPN-stöðvarnar, sem hann hefur að- gang að, sýni leiki liðsins. „Ég held ég hafi séð einn leik á síðasta ári.“ Ásgeir í mestu uppáhaldi Spurður um uppáhaldsleikmenn nefnir Hood strax Ásgeir Sigurvinsson. „Sér- staklega vegna þess að hann heillaði ekki Rangers í Skotlandi þegar hann æfði þar sem unglingur en varð svo afburðamaður í bæði Belgíu og Þýskalandi. Ef minnið svíkur mig ekki var hann leikmaður árs- ins í Vestur-Þýskalandi árið 1984.“ Mikið rétt. „Arnór Guðjohnsen er í næstmestu uppáhaldi hjá mér en hann varð atvinnu- maður kornungur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna nafnið hans endar á sen en ekki son.“ Hann er upplýstur um það. Íslenska landsliðið er sem stendur í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer í Frakk- landi sumarið 2016. Hood hefur að von- um fylgst grannt með gangi mála í riðl- inum og vonar innilega að liðið skili sér í fyrsta skipti á stórmót. „Í því sambandi held ég að allt muni velta á heima- leiknum gegn Tékkum og útileiknum gegn Hollendingum.“ Spurður hvort hann telji núverandi lið það besta sem Ísland hefur átt um dag- ana svarar Hood játandi. „Það er naum- lega komið fram úr liðinu sem rétt missti af sæti í úrslitum EM 2000.“ Lengi langað í liðsmynd Hood ber mikið lof á bók Sigmundar um landsliðið. Hún sé í einu orði sagt frá- bær. „Ég skil auðvitað ekki orð í ís- lensku en tölfræðin í bókinni er ómet- anleg og nöfn allra leikmanna við ljósmyndirnar. Það skiptir miklu máli. Mig hefur lengi langað í ljósmynd af ís- lenska landsliðinu. Mér hafa áskotnast nokkrar leikskrár frá landsleikjum gegn- um tíðina en í engri þeirra hefur verið liðsmynd,“ segir hann. Hood á einnig bæði bindi Sigmundar um 100 ára sögu Íslandsmótsins í knatt- spyrnu og nokkur bindi af Íslenskri knattspyrnu eftir Víði Sigurðsson frá ní- unda áratugnum. „Ég keypti bindin tvö um Íslandsmótið beint af Sigmundi sjálfum og ætlaði að kaupa landsliðsbókina af honum líka en þegar ég fékk ekkert svar setti ég mig í samband við bókabúð í Reykjavík. Seinna kom í ljós að Sigmundur hafði verið í fríi í útlöndum og þess vegna hafði dreg- ist að svara mér. Þegar hann gerði það var ég þegar kominn með bókina í hend- ur. Sigmundur hefur verið afar hjálplegur og leyft mér að fylgjast vel með útgáfu- málum sínum.“ Já, þær rata víða, bækurnar um ís- lenskar fótmenntir. Chris Hood hæstánægður með Sögu landsliðs karla í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson Sigmundur Ó. Stein- arsson segir sjald- gæft að menn utan Evrópu óski eftir bókum um íslenska knattspyrnu, eins og Chris Hood, en á hinn bóginn veit hann um stóran hóp manna sem safna upplýsingum um ís- lenska knattspyrnu víðs vegar um Evr- ópu. „Margir höfðu samband eftir að þeir lásu um útkomu 100 ára sögu Ís- landsmótsins í fréttablaði UEFA. Sendar hafa verið bækur til „Íslands- vina“ í Grikklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Austurríki, Dan- mörku, Noregi, Tékklandi, Hollandi, Belgíu, Skotlandi og Englandi,“ segir hann. Sigmundur segir marga hafa haft samband og óskað eftir hinum ýmsu upplýsingum. Einn Frakki hafi til dæm- is óskað eftir að fá markaskorara og dómara í öllum leikjum í efstu deild karla frá tímabilinu 1954 til 1982. Sigmundur Ó. Steinarsson Margir áhugamenn í Evrópu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.